Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 33

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 33 LÍKLEGT er talið að sovéska leyni- þjónustan (KGB) hafi notað njósna- göng, sem Bandaríkjamenn eru sagðir hafa grafið undir sendiráð Sovétríkjanna í Washington, í eigin þágu. Röngum upplýsingum hafi verið lekið í gegnum hlustunarbúnað bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) í göngunum og KGB hafi þannig villt um fyrir Bandaríkja- mönnum. „Þetta er venjulega gert þegar hlustunarbúnaður óvinarins upp- götvast,“ hafði AFP-fréttastofan í gær eftir Oleg Kalugin, fyrrverandi yfirmanni í KGB, sem starfaði sem njósnari í Bandaríkjunum á 9. ára- tugnum. Vincent Cannistraro, sem starfaði fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í 27 ár, tók í sama streng og sagði „afar sennilegt“ að Sovétmenn hefðu notað göngin í eigin þágu. „Gera má ráð fyrir að þeir hafi getað komið miklu magni af röngum upp- lýsingum í gegnum göngin,“ sagði Cannistraro við AFP. Gagnnjósnari innan FBI sagði KGB frá göngunum Gerð njósnaganganna er sögð hafa hafist á 8. áratugnum og talið er að hún hafi kostað nokkur hundruð milljónir dollara. Bandarísk yfirvöld höfðu ekki staðfest tilvist þeirra í gær. Fregnir um göngin komu upp á yf- irborðið á sunnudag, í kjölfar þess að opinber rannsókn var hafin á máli Roberts Hanssen, starfsmanns FBI, sem gekk til liðs við KGB sem njósn- ari. Hann var tekinn höndum í síðasta mánuði, en er sagður hafa njósnað fyrir Sovétmenn og Rússa frá árinu 1985. Hermt er að Hanssen hafi gert sovétmönnum viðvart um njósna- göngin á 9. áratugnum og talið er lík- legt að Rússar hafi lekið upplýsing- um um málið eftir handtöku hans, enda hafi þeir þá ekki lengur þurft að vernda heimildamann sinn. Slík njósnagöng voru ekkert eins- dæmi í sögu kalda stríðsins. Árið 1978 varð uppvíst að Sovétmenn hefðu grafið göng undir sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu og komið þar fyrir miklum rafeindabúnaði til hlerana. Starfsmenn bandaríska sendiráðsins yfirgáfu bygginguna ennfremur með þjósti árið 1985, eftir að þar fannst hlerunarbúnaður frá KGB. Einnig er vitað að breska leyni- þjónustan gróf á 6. áratugnum göng frá Vestur-Berlín að höfuðstöðvum sovéska hersins í austurhluta borg- arinnar og komst yfir mikilvægar upplýsingar með því að hlera síma- línur. Sendiráðsstarfsmenn afar varkárir Sérfræðingar í öryggismálum telja óvíst að Bandaríkjamenn hafi haft mikið gagn af njósnagöngum undir sovéska sendiráðinu í Wash- ington. Burtséð frá því að Sovétmenn hafi líklega notað þau til að leka röngum upplýsingum, hafi starfsmenn sendi- ráðsins verið afar varkárir. „Við vorum ávallt á varðbergi gagnvart [hlerunum],“ hafði AFP eftir Oleg Kalugin. Samkvæmt hon- um var starfsmönnum sovésku leyni- þjónustunnar í sendiráðinu meinað að ræða mikilvæg mál nema í sér- staklega vörðum gluggalausum her- bergjum. „Og jafnvel í þessum sér- stöku herbergjum nefndum við ekki viðkvæmustu nöfnin upphátt, heldur rituðum þau á blað,“ sagði Kalugin. Bandaríkjamenn sagðir hafa grafið njósnagöng undir sendiráð Sovétríkjanna í Washington Talið að Sovét- menn hafi notað göngin í eigin þágu AP Rafveitustarfsmaður að störfum í skurði í Washington og á bak við hann sést rússneska sendi- ráðið í borginni. Washington. AFP, AP. ÓTTAST er að um 70 manns hafi far- ist á sunnudagskvöld er tveggja hæða rúta og tveir fólksbílar hröp- uðu í ána Douro í norðurhluta Portú- gals þegar gömul brú hrundi. Brúin var úr járni en stöplarnir úr stein- steypu og einn þeirra brotnaði. Féll þá hluti brúargólfsins í vatnið. Mikill vöxtur var í ánni vegna rigninga að undanförnu. Embættismaður í héraðinu segist margoft hafa varað ráðamenn í Lissabon við því að brúin væri ótraust en um hana fóru að jafnaði um 1.600 bílar á dag. Gefin var skipun um opinbera rannsókn á tildrögum slyssins og þjóðarsorg verður í dag og á morgun í Portúgal. Paulo Texeira, sem er bæjarstjóri í Castelo de Paiva, skammt frá brúnni, sagðist oft hafa bent stjórnvöldum á að brúin „full- nægði ekki grundvallaröryggiskröf- um“. Texeira sagðist á hinn bóginn ekki hafa haft vald til að láta loka brúnni en gerð hafði verið áætlun um að smíða nýja brú. Ráðherra er fer með mál sam- göngumannvirkja, Jorge Coelho, sagði af sér þegar á sunnudagskvöld og sagðist taka ábyrgðina af slysinu á sig. „Ég tel útilokað fyrir mig að gegna embættinu áfram,“ sagði hann. Er Antonio Guterres forsætis- ráðherra kom á staðinn var hrópað að honum ókvæðisorðum og ríkis- stjórninni kennt um slysið. Meira en hundrað liðsmenn slökkviliðs og lögreglu unnu að björgunaraðgerðum, kafarar reyndu að finna fórnarlömb slyssins auk þess sem notaðir voru gúmbátar og þyrlur við leitina. Óttast var að kaf- ararnir gætu flækt sig í sundurtætt- um burðarbitum brúarinnar í ólg- andi vatnsflaumnum. Lagður var stálstrengur þvert yfir ána á slys- staðnum og kafararnir bundu sig með taug við strenginn. Nokkrar klukkustundir tók að festa streng- inn, leggja þurfti hann tvisvar yfir vatnið af því að hinn fyrri slitnaði. Fólk á staðnum, sumt af því ætt- ingjar eða vinir þeirra sem fórust, fylgdist í gærmorgun með björgun- araðgerðum sem voru afar erfiðar sökum myrkurs, rigningar og mikils straums í fljótinu. Sumir viðstaddra grétu og lýstu angist sinni yfir því að þurfa að bíða í óvissu og ekki bætti úr skák að ekki var til farþegalisti yf- ir rútuna. Var því ekki ljóst hverjir hefðu verið um borð. Isabel Costa, kona sem var á bíl sínum og ætlaði yfir brúna, gat num- ið staðar á síðustu stundu en sagðist hafa heyrt ópin í fólkinu er brúin hrundi. Óljóst um farþegafjölda Ekki er vitað með vissu hve marg- ir voru í bílunum tveim en talið að í rútunni hafi verið um 60 manns og allt að fimm í hvorum fólksbíl. Farþegarnir í rútunni voru á leið- inni heim úr ferð í Douro-dal til að sjá möndlutré sem eru í blóma um þetta leyti. Aðeins var búið að finna tvö lík síð- degis í gær en leitað var á fljótsbökk- unum allt að 15 kílómetra niður með Douro. Talið er að straumþunginn hafi getað fært bílflökin nokkur hundruð metra niður eftir árfarveginum. Talsmaður björgunarmiðstöðvar í Oporto, Leticia Malta, sagði líkurnar á því að einhver hefði lifað af „í raun engar“. Brúin er nefnd Entre-os-Rios, hún er um fjörutíu kílómetra ofan við Oporto, næststærstu borg landsins og um 300 kílómetra norðan við Lissabon. Hún var um 200 metra löng, þriggja metra breið og smíðuð 1886. Brúargólfið mun hafa verið í um 50 metra hæð yfir vatnsfletinum. Talið er að fljótið sé 15–30 metrar að dýpt við brúarstæðið. Um 70 manns taldir hafa látið lífið þegar brú hrundi í ána Douro í Portúgal AP Björgunarmenn í Portúgal við gúmbát fyrir kafara er taka þátt í leitinni að fórnarlömbum rútuslyssins. Ofar sést brúin sem hrundi. AP Antonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals, skoðar brúna sem hrundi í ána Douro á sunnudagskvöld. Reuters Björgunarmenn bera ættingja eins fórnarlamba rútuslyssins eftir að hann féll í yfirlið skammt frá brúnni sem hrundi. Þjóðarsorg í Portúgal vegna rútuslyssins Lissabon. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.