Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ S jónvarpið mitt náði fyr- ir skömmu sambandi við hina merku menn- ingarrás PoppTíVí sem sendir út tónlist- armyndbönd alla daga og nætur (og hér er hugtakinu menning síst beitt í háði því popptónlist er líka menning eins og nýlega hefur ver- ið upplýst). Með því að fylgjast með stöðvum eins og MTV, Popp- TíVí og öðrum slíkum er hægt að læra margt um ríkjandi viðhorf og væntingar í dægurmenningu ungs fólks á tilteknum tíma. Og það er eitt sem hefur slegið mig óþyrmilega þessar vikur sem ég hef haft aðgang að íslensku mynd- bandarásinni (sem reyndar sýnir mest erlend bönd). Það er al- gleymi líkamleikans; hold, fata- fæð og djarft sjónarhorn. Fyrst og síðast á konur. Kannski er það misminni, en ég man ekki eftir þessu úr tónlistar- myndböndum í Skonrokki í gamla daga. Ég þyrfti að grafa upp einn eða tvo þætti til að vera viss. Hitt er víst, að þetta kyntáknafyll- irí sem nú stendur sem hæst í glys- bransanum hlýtur að ná inn í dag- legt líf þeirra sem á horfa og valda þar vissri brenglun. Í myndböndum þessum fara fremstar í stúlknaflokki söng- spírur á borð við Mariah Carey, Jennifer Lopez, Britney Spears og Christina Aguilera. Þær tvær fyrstnefndu gera markvisst út á þrýstnar línur sínar á tónleikum, plötuumslögum og í mynd- böndum. Hinar tvær eru ung- stjörnur sem ekki hafa tekið út fullan vöxt – minna helst á spýtur innan úr frostpinnum – en þó með grunsamlega blómlegan barm. Á hæla þeirra fylgja smástirni með eins lög og eins myndbönd; Jes- sica Simpson, Samantha Mumba, Mya o.fl. Mynstrið er hið sama, nærmyndir af sléttu andliti söng- konunnar, mismunandi sjón- arhorn á flatan maga hennar og svo hið hefðbundna dansatriði þar sem stúlkan og fylgimeyjar raða sér upp eins og gæsir í oddaflugi og taka sporið undir viðlagi. Ótrú- lega einhæft til lengdar. Í smástund heldur maður að þetta sé bara tímabil sem gangi yfir og minnir sig á að ekki megi selja allar söngkonur undir sömu sök. Þannig lítur maður fullur vonar til hátíða eins og Grammy og Brit sem heiðra fólk fyrir handbragð og gæði, því til árétt- ingar að dægurtónlistin sé list. En þar hefst sami skrípaleikurinn um útlit og djörfung. Á nýafstaðinni Grammy-verðlaunaafhendingu þurfti hin djúpvitra sjónvarps- kona Joan Rivers til dæmis ekki að spyrja stjörnurnar spjörunum úr því þær höfðu flestar gleymt að fara í spjarirnar áður en þær mættu. „Vá, hvað þú er flott,“ æpti hún upp í allra geð án þess varla að víkja orðum að tónlist þeirra. Sama var uppi á ten- ingnum á Golden Globe- afhendingunni og eins verður það á Óskarnum. Leikkonur eru nefnilega líka orðnar gínur fata- hönnuða og þurfa að passa í þrönga ummálsstaðla. Hefur það algjörlega farið fram hjá þessu fólki að söng- og leik- hæfileikar hafa ekkert að gera með útlit þess sem leikur eða syngur? Frammistaða söngvara snýst um hljóm, túlkun og sam- ræmi og kvikmyndaleikur líka, að breyttu breytanda. Er trúverðugt að allar aðalkvenpersónur í kvik- myndum noti sama fatanúmer? Og eru í alvörunni ekki til neinar ófríðar (samkvæmt ríkjandi feg- urðarmati) konur sem kunna að syngja? Hægt væri að skrifa langt mál um áhrifin sem þessar gínulíku fyrirmyndir geta haft á sjálfs- mynd ungra kvenna – um þau fáránlegu skilaboð að allir þurfi að vera undir sextíu kílóum til þess að slá í gegn. En kannski þarf ekki einu sinni að skrifa um það langt mál – fólki nægir að horfa um stund á myndbandarás og gangsetja gagnrýna hugsun. Það er því léttir þegar fram á sjónarsviðið koma konur eins og hin dásamlega Macy Gray. Hún var á almennnan mælikvarða „dúðuð“ í myndbandinu við lagið „I try“ og ekki einu sinni „sæt“ samkvæmt stöðlunum. En hún var falleg á sinn hátt og það sem mestu máli skipti: hæfileikarík. Að söngkona sé fyrst og fremst metin fyrir sönginn gerist hins vegar sorglega sjaldan. Annars er (og hvers vegna skyldi það vera?) mun minna um að karlmenn í myndböndum massatónlistarinnar geri út á lík- amlegt aðdráttarafl sitt. Red Hot Chili Peppers voru reyndar býsna rausnarlegir í „Californication“, allir berir að ofan, en þó fremur undir merkjum hreysti en frygð- ar. Kollegar þeirra í Crazytown opinbera líka magavöðva og húð- flúraða upphandleggi í nýju myndbandi við „Butterfly“, en þar sjá samt konur um þá hlið mála sem lýtur að kynórum. Einn er þó sá karlmaður sem einna best hefur sérhæft sig í þokkafullum mjaðmahnykkjum síðan Elvis var og hét. Sá heitir Ricky Martin. Því var það með eftirvæntingu sem ég leit í fyrra- kvöld á Íslenska popplistanum nýtt myndband með þeim Ricky Martin og Christinu Aquilera. Saman. Prins hinna seiðandi hnykkja og prinsessa mjaðm- ajuðsins. Og jú, útlit beggja var vel stílað. Eins og Ken og Barbie. En Rikki dillaði sér þó lítt og faldi vöxtinn undir langerma galla- skyrtu og síðbuxum. Stína litla var aftur djarfari, í níðþröngum buxum og topp sem raunar var bara brjóstahaldari. Og nokkur myndskeið af flatmaganum henn- ar voru samviskusamlega klippt með, kannski hugsuð sem há- punktar foráttuleiðinlegs mynd- bands. En misskipt sjónarhornið endurspeglar einmitt þann mun sem almennt viðgengst í sjóbisn- iss vorra daga. Karlarnir eru kyn- tákn – stundum – en konurnar eru kyntákn – alltaf. Þrátt fyrir allt þetta hefur þó ítrekað sannast, líka á PoppTíVí, að myndbandagerð býr yfir möguleikum sem listform. Nefni misgóð dæmi frá sama sjónvarps- kvöldi; U2, Robbie Williams, A Perfect Circle og Spooks. Það er í alvöru hægt að segja eitthvað með tónlistarmyndböndum; skemmtilegt, sjúkt, fallegt, alvar- legt. Það þarf ekki alltaf að hanga í stúdíói og dansa. Og það er hvorki nauðsynlegt né bundið í lög að nota myndavélina sem spegil fyrir sjálfsdýrkun og sýni- þörf söngvaranna. Í guðs bænum. Útaf með oddaflugið. Ekki fleiri flatmaga. Skoðið naflana ykkar í einrúmi. Og dragið fyrir á meðan. Sjúklegir naflar „There’s no business like showbusiness.“ VIÐHORF Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Irving Berlin. Látinn er í Reykja- vík gamall félagi og samstarfsmaður til margra ára, Ivan Tör- ök. Ivan kom hingað til lands í lok sjöunda ára- tugarins þar eð hann hafði kvænst íslenskri blómarós, Iðunni Andrésdóttur. Hann hafði þá getið sér gott orð í heimalandi sínu, Ungverjalandi, sem leikmynda- og búningahöfundur og hafði orðið mikla reynslu þótt ungur væri að árum. Fyrsta verkefni hans í íslensku leikhúsi var einmitt ung- verska leikritið Það er kominn gest- ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ég átti því láni að fagna að fá Ivan sem leikmynda-og búningahöfund í fyrstu leikstjórnarverkefni mín að loknu námi, leikrit Nínu Bjarkar, Fótatak, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1972, og Músagildruna hjá Leikfélagi Akureyrar sama ár. Við fundum strax að við höfðum eitthvað að gefa hvor öðrum eins og nauðsyn- legt er í allri leikhúsvinnu og því fylgdu fleiri verkefni í kjölfarið. Meðal verkefna okkar á þessum árum voru Liðin tíð Pinters og Elli- heimilið, bæði í Þjóðleikhúsinu, og Rætur Arnolds Weskers hjá Leik- félagi Keflavíkur – allt frumflutning- ur þessara verka á íslensku sviði. Iv- an Török var merkur leikhúsmaður, sem hafði notið ítarlegrar, faglegrar menntunar en hafði líka einstakt IVAN TÖRÖK ✝ Ivan Törökfæddist í Ung- verjalandi 20. nóv- ember 1941. Hann lést á heimili sínu 26. janúar síðastliðinn og fót útför hans fram 6. febrúar. innsæi í eðli leikhúss- ins. Hann var skraf- hreifinn og heilmikill fílósóf, sem gaman var að spjalla við um lífið og tilveruna – svo gam- an að oft urðum við að beita okkur miklum aga og aðhaldi til þess að verkefnið sem við vorum að vinna yrði ekki útundan í umræð- unum um lífið og til- veruna. Hann var frjór og hugmyndaríkur leikmyndateiknari og fór ekki endilega troðn- ar slóðir; hann var einn þeirra sem kenndi mér að á leiksviðinu á aldrei að vera neinn óþarfi, enginn hlutur sem ekki eru not fyrir og hann opn- aði augu mín fyrir nauðsyn heildar- konsepts, ákveðins leikstjórnar- skilnings, sem allt útlit og umgjörð hverrar sýningar verður að lúta. Það var ómetanlegt fyrir ungan leik- stjóra að njóta reynslu og hug- myndaauðgi þessa snjalla leikhús- listamanns. Meðal annarra eftirminnilegra verkefna Ivans í íslensku leikhúsi voru: Dansleikur í Þjóðleikhúsinu, Strompleikurinn og Minkarnir á Ak- ureyri, Hvað er í blýhólknum? hjá Grímu og Spanskflugan, Mávurinn og Fló á skinni hjá LR. Ívar – sem var íslenska nafnið hans eftir að hann gerðist íslenskur ríkisborgari – var sérstakur per- sónuleiki og féll kannski ekki alltaf inn í hina íslensku þjóðarsál. Eftir margra ára leikhúsvinnu og skilnað, flutti hann aftur úr landi og dvaldist í nokkur ár erlendis og ferðaðist þá víða. Hann hafði alltaf verið hálf- gerður hippi í viðhorfum og eftir að hann flutti burt fréttum við af honum hér og þar í Evrópu. Sagan sagði að hann hefði búið í hengirúmi í Krist- janíu um nokkurt skeið. Undrun mín varð því mikil, þegar dyrabjöllunni var hringt dag einn hjá okkur hjónum og úti fyrir stóð uppstrílaður snyrtipinni í jakkaföt- um, nýklipptur, með tölvuúr – sem þá þótti nýjung – og skothelda skjalatösku – annar farangur ekki sjáanlegur. Hann var kominn aftur til Íslands og óskaði eftir húsaskjóli í nokkrar nætur. Það var ógleyman- legt að heyra hann næstu daga og nætur rekja það sem á daga hans hafði drifið á erlendri grund – þar var kominn ævintýramaðurinn Ivan. Stundum hafði hann lent í lífs- háska og sloppið naumlega undan forhertum glæpamönnum. Hann hafði eina bók í skjalatöskunni. Það var bók um heilann og hugvit manns- ins. Við tókum upp samstarf á ný og unnum saman gamanleikinn For- setaheimsóknina hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Túskildingsóperu Brechts og Weills í MH. Ivan hélt nokkrar málverksýningar hér í Reykjavík og erlendis og enn má sjá nokkrar utanhússkreytingar hans á húsum í borginni. Hann kvæntist á ný, Magdalenu Hermannsdóttur ljósmyndara, og eins og stundum gerist rofnaði samband okkar, þótt við rækjumst hvor á annan endrum og eins. Ivan langaði til að endurnýja kynnin við leikhúsið á seinni árum en af því varð þó ekki – hann kenndi um árabil leik- myndagerð í Myndlista- og handíða- skólanum en stundaði jafnframt ým- is önnur störf. Það er eftirsjá að svo sérstökum listamanni. Hann kom með ný viðhorf inn í íslenska leik- myndagerð og sáði fjölmörgum frjó- kornum meðal ungs leikhúslista- fólks, sem enn er að störfum í íslensku leikhúsi. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. Þar sem gleðin ríkir er gott að vera. Þessi orð má til sanns vegar færa, þeg- ar minnast á góðs drengs, sem nú er genginn á vit feðra sinna. Ólafur Þ. Sigurðsson lifði við- burðaríka ævi og var mikið nátt- úrubarn, sem glögglega kom fram þegar hann minntist liðinna tíma. Æska og uppvöxtur Óla vestur á Mýrum mótaði stax með honum virðingu fyrir náttúrunni og nýt- ingu þess sem hún hafði upp á að bjóða. Veiðimennska, fugl selur, og sjávarfang varð snemma í æsku innprentun í huga ungs drengs sem fljótt skildi mikilvægi þess að vera sjálfbjarga. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast að vini Eirík Kúld, bróð- ur Óla, og hjá honum kynntist ég þeim viðhorfum sem þeir bræður höfðu til lífsins. Minnist ég þess að ef við hittumst eða áttum samband símleiðis þá fyrst og síðast var talað ÓLAFUR Þ. SIGURÐSSON ✝ Ólafur Þ. Sig-urðsson fæddist á Hamraendum í Hraunhreppi 1. sept- ember 1924. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalíns- kirkju 16. febrúar. um aflabrögð og veð- urfar. Kynni okkar Óla hófust þegar hann gekk í sambúð með Margréti Geirsdóttur, tengdamóður minni. Saman áttu þau góðan tíma og sameinuðust í mörgum áhugamálum ekki síst að leggja metnað í að fegra og snyrta í kringum bú- staðinn Engjasel og gefa af sér til allra sem þangað komu í heim- sókn. Öll minnumst við Óla þegar búið var að kynda undir grillinu og óþolinmæði fór að gæta í að bragða á góðgætinu, sem ekki var tilbúið. Þá greip Óli gjarnan gít- arinn, til að stytta biðina, og upphóf söng og gleði. Eftir að hafa sungið hlegið og gantast um stund var öll óþolinmæði á braut og fyrr en varði kræsingar tilbúnar til átu. Oft held ég að þau Margrét og Óli hafi komið þreytt heim eftir hvíld- ina sem átti að njóta í bústaðnum og Engjunum. En svona vildu þau hafa hlutina. Snyrtimennsku og samviskusemi Óla var viðbrugðið. Eftir að Óli fór að hægja á sér, eins og hann orðaði það, fór hann að stunda akstur sendibifreiða. Nokkra bíla átti hann á þeim tíma sem við þekktumst. Engan sem ekki til þekkti hefði grunað að bílar þessir hafi verið at- vinnutæki, notaðir í hina ýmsu flutninga. Dag hvern ef stund gafst var klúturinn tekinn upp og snurfusað hátt og lágt. Já, það er margt sem sækir fram í hugann þegar hugsað er til baka. Gleði, um- hyggja fyrir öðrum og brennandi áhugi Óla á líðandi stundu er eitt- hvað sem telja má til mannkosta. Á síðastliðnu ári fór Óli að kenna þess meins sem reyndist erfitt og langvinnt. Fyrir hugmann var vafa- lítið erfitt að sætta sig við orðinn hlut en barist skyldi til þrautar og aldrei heyrði ég uppgjafartón, að- eins að þetta þyrfti að takast á við. Óli var orðinn mikið veikur þegar við áttum síðast samtal í síma og gerði hann sér fulla grein fyrir því sem koma skyldi. Eins og hans var von og vísa skipti meira máli hjá honum hvernig mér liði, svona var Óli. Þegar ég kom að norðan daginn fyrir jarðarför Óla hitti ég tenda- móður mína og sátum við saman um stund og ræddum málin. Efst var henni í huga þakklæti til barna Óla, sem hún sagði að hefðu reynst henni vel á erfiðum tíma. Þau hefðu veitt henni mikinn styrk og ástúð og sameinast með henni og hennar börnum í sorginni. Börnum Óla náði ég ekki að kynnast neitt, því miður. Það sá ég best þegar hópurinn hittist í kaffi- samsætinu eftir jarðsetninguna. Öll bera þau svip gleðinnar og um- hyggjunnar. Við sem Margréti stöndum næst viljum ítreka þakkir okkar til þerra fyrir alla hjálpina við Margréti um leið og við vottum þeim samúð okk- ar við fráfall Óla. Elsku Magga, ég veit að sorg þín og þinna er mikil, en ljúfar minn- ingar um góðan mann og vin gefa ljós og birtu sem yljar. Óli, að lokum vil ég þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman í vinskap og gleði. Ef haganlega við höldum á spilum hamingjunnar. Þá leikum glöð í lífsins þrá í ljósi samviskunnar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gísli Kristjánsson, Sauðárkróki. Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.