Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 63 NÚNA! ÞAÐ er kannske að bera í bakkafullan læk- inn að skrifa um flug- völlinn, en þar sem um er að ræða mikið þjóð- þrifamál, ætti öll um- ræða að vera af hinu góða. Lítum nánar á þá kosti, sem eru fyrir hendi: Að flytja allt flug, þar með innan- landsflug, til Keflavík- ur, er að margra mati engin lausn, langt er að fara og kostnaður litlu lægri en endurbygging Reykjavíkurflugvallar. Nýr völlur í Kapellu- hrauni kemur ekki til mála, segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hætt er að tala um Álftanesið í þessu sam- bandi, sem var þó mikið rætt hér á árunum. Sumir vilja leggja niður Reykjavíkurflugvöll, en þó halda í hann, þ.e.a.s færa austur-vestur- brautina út í Fossvoginn, aðdáend- um Nauthólsvíkur til mikillar skelf- ingar. Kemur upp í hugann sagan um ausutetrið, sem í smíðum var, „þá kom sá þriðji og bætti um betur, og boraði á hana gat“, eins og segir í vísunni!; sem sagt engin raunveru- leg lausn, heldur er vandræðabarnið klætt í önnur föt. En hvernig væri að byggja nýjan flugvöll úti á Lönguskerjum, og losa þannig höf- uðborgina við ómagann? Að minnsta kosti tveir íslenzkir arkitektar og skipulagsfræðingar hafa gert að þessu drög. Kostirnir við þessa lausn eru vissulega margir, – Reykjavíkurborg eignast nýjan mið- bæjarkjarna í Vatnsmýrinni, flugör- yggi bætt, hávaðamengun vegna nú- verandi ástands væri að mestu úr sögunni, völlurinn samt sem áður innan seilingar frá borginni, sem er farþegum innanlandsflugs mikið kappsmál, og, viti menn, nú yrði meira að segja utanlandsflug mögu- legt frá Reykjavík. En það þarf að borga brúsann og þetta verður víst voðalega dýrt. Talað er um 12,5 milljarða, en 4,5 ef gamli, góði Vatnsmýrarvöllurinn yrði endur- byggður. Samgöngumálaráðherra segir það vera „hagstæðasta kost- inn“, að ditta að þessum gamla her- flugvelli, sem Bretar bjuggu til í flýti í stríðinu. En skoðum málið nánar. Ef horft er á þessar tölur, er önnur þeirra vissulega þrisvar sinn- um hærri en hin. Und- irritaður man þá tíð, að mikil umræða var um göng undir Hval- fjörð, til að losna við gömlu leiðina fyrir fjarðarbotninn. Allir voru sammála um, að þetta yrði hin mesta samgöngubót. Margir voru þó vantrúaðir af kostnaðarástæðum, og töluðu um að endur- bæta gamla veginn. Má geta sér til, að núverandi samgönguráðherra hefði álitið það vera „hagvæmari kostinn“, og þá sætum við uppi í dag með gömlu Hvalfjarðarleiðina, ferðamönnum til mikillar skap- raunar. Sem betur fer sigruðu önn- ur og „dýrari“ sjónarmið, og nú eru göngin komin undir Hvalfjörð. Ekki nóg með það, önnur göng, engu ódýrari, hafa verið gerð á Vestfjörð- um. Samanlagður kostnaður við bæði göngin mun slaga hátt upp í verð á nýjum flugvelli í Skerjafirði. Af þessu má draga margar álykt- anir, en vonandi gleymist ekki sam- anburður á þeim samgöngubótum, sem í húfi eru, og vonandi sigrar ekki bara margföldunartaflan í svo mikilvægu máli. Mér kemur í hug annar samanburður: Eitt stykki flugvél af gerðinni Boeing 747–400 kostar u.þ.b. 200 milljónir dollara, eða töluvert hærri uppæð en kostn- aður við nýjan flugvöll á Löngu- skerjum. Setjum sem svo að ís- lenzka ríkið vantaði slíka flugvél til einhverra brýnna nota, s.s. land- helgisgæzlu m.a. Væntanlega yrði þá sú vél keypt, en ekki farin ein- hver önnur „hagkvæmari“ leið, þ.e. önnur ódýrari flugvél keypt, sem ekki væri hentug til áætlaðra nota. Nú er góða fréttin sú að sem betur fer þarf ekki Landhelgisgæzlan á Boeing 747–400 að halda, hitt er verra, að Íslendinga bráðvantar nýj- an flugvöll fyrir höfuðborgina. Í bí- gerð er að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Vonandi ber okkur gæfu til að taka rétta ákvörð- un í þessu mikla hagsmunamáli allra landsmanna, ákvörðun sem miðast við framtíðarlausn, og verður þar af leiðandi dýrari en allar bráðabirgða- lausnir. Um flugvöll Höfundur er flugstjóri í Lúxemborg. Flugvöllur Ein Boeing 747-400 kostar töluvert hærri upphæð, segir Ingi Kolbeinsson, en kostnaðurinn er við nýjan flugvöll á Lönguskerjum. Ingi Kolbeinsson Iðnbúð 1, 210 Garðabæ sími 565 8060 Nýtt Nýtt Afskorin blóm 20% afsláttur í mars Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.