Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 51 Barcelóna Íbúð til leigu miðsvæðis í borginni. Uppl. gefur Helen f.h. í síma 899 5863. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Skóla- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins Opinn fundur Er menntun fjárfesting? Þriðjudaginn 6. mars kl. 17.15—18.30 í Valhöll. Frummælendur: Runólfur Ágústsson rektor: Jafnrétti til náms. Áslaug B. Guðmundardóttir, sérfræðingur í fræðslumálum: Að skapa verðmæti með þekk- ingu, hugviti og hæfileikum. Magnús Ragnarsson, markaðsstjóri: Íslenskt NBA-nám — nýr valkostur. Ketill B. Magnússon, MA í heimspeki: Frelsi til menntunar. Fundarstjóri er Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður. Síðan verða almennar umræður. Allir áhugamenn um heilbrigðismál eru vel- komnir. Stjórnin. Hjúkrunarfræðingar Félagsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga verður haldinn á Suðurlandsbraut 22 fimmtudaginn 8. mars kl. 17.00—18.00. Fundarefni: Kosning fulltrúa Reykjavíkurdeild- ar á fulltrúaþing félagsins 17.-18. maí 2001. Hjúkrunarfræðingar á Reykjavíkursvæðinu eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Aukanámskeið Vilt þú breyta lífsmynstrinu? Helgarnámskeið dagana 24., 25. og 31. mars og 1. apríl. Þú hefur hæfi- leikann til að umbreytast á öllum sviðum lífsins, tilfinningalega, and- lega og líkamlega. Verð 16.900 kr. *** Annað nýtt námskeið; orkustund á laugar- dagsmorgnum, og hugarró, slökun og kyrrð á miðvikudagskvöldum. Verð 7.000 kr. Lærðu að þróa mátt hugans hjá Fannýju Jón- mundsdóttur. Innritun og upplýsingar í símum 552 7755 og 692 2758. TIL SÖLU Verslun til sölu Rekstur verslunarinnar Nesval, Melabraut 19, Seltjarnarnesi, er til sölu. Um er að ræða versl- un með matvöru, vídeó, sælgæti o.fl. Upplýsingar veitir Arnar í síma 575 2200. Stórglæsilegt málverk eftir Jóhannes S. Kjarval frá 1957, sem ber heitið Ísland (Iceland), er til sölu. Verkið er 105x155 cm. Þeir, sem kunna að hafa áhuga á að eignast málverkið, eru beðnir um að senda upplýsingar til augldeildar Mbl., merktar: „Kjarval“, fyrir 12. mars 2001. Beðið er um nafn og símanúmer viðkomandi. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Reiki Reikimeistaranám- skeið 17. mars. Karuna-Reiki 18. mars. Námskeið í Reiki 1 og Reiki 2 24.og 25. mars. Einkatímar í heilun. Guðbergur Björnsson, Reikimeistari, sími 898 0277. ÝMISLEGT ■ www.nudd.is Roger Dyson, hómópati og grasalæknir, mun starfa í Heilsuhvoli, Flóka- götu 65, þri. 6. mars, fim. 8. mars og fös. 9. mars. Roger gerir alls kyns prófanir, m.a. á ofnæmi, fæðuóþoli og umhverfisóþoli. Upplýsingar í símum 561 2129 og 588 4461. FÉLAGSLÍF  EDDA 6001030619 III  HLÍN 6001030619 VI  Hamar 6001030619 I I.O.O.F.Rb.4  150358-8½.O*  FJÖLNIR 6001030619 I Atkv. AD KFUK, Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson fjallar um trúarlíf Bachs. Allar konur velkomnar. Kvöldvaka í F.Í.-salnum 7. mars kl. 20.30. Skarphéð- inn Þórisson, líffræðingur á Egilsstöðum, fjallar um hreindýr á Íslandi fyrr og nú í máli og myndum. Inga Rósa Þórðardóttir fer yfir byggða- sögu Víðidals í Lóni og sýnir myndir úr dalnum. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500. Kaffiveitingar. Skíðagönguferð í Tindfjöll- um 9.—11. mars. Bakpokanámskeið 13. mars. Spurningaleikur á heimasíðu F.Í: www.fi.is. Textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI Í BOÐI Amma mín, Soffía Helgadóttir, hefur lok- ið sínu æviverki og skil- ur eftir hjá mér sæg minninga sem ég hef verið að ylja mér við síðustu daga. Þó við eyddum góðum tíma saman núna síð- ustu árin leita á mig minningar frá minni barnæsku. Þar standa hæst minningar um Blómsturvelli, heimili þeirra ömmu og afa í Neskaupstað, þar sem ávallt var sól, tifandi lækjar- sprænan, sjóstillan, rólan á snúrunni, stóri kartöflugarðurinn, afi að vinna í stóru gúmmístígvélunum sínum, stéttin sem maður notaði sem parís á alla kanta og ég tala nú ekki um dul- arfulla kofann undir bílskúrnum með moldargólfinu. En það var ekki bara sjarmi í kringum húsið utanhúss heldur var það í mínum huga afar spennandi og hrollvekjandi á köflum innanhúss. Efri hæðin með sínum krókum og kimum, herbergin undir súð og litla dimma kompan inn af stiganum. En það sem var hrollvekjandi, svo mjög að hárin risu, var gryfjan inni í þvottahúsi. Það eru ekki nema um tvö ár frá því ég fékk að vita hvað var niðri í henni!! Einnig er amma mér lifandi í minningunni í ljósbláa sloppnum í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu í Neskaup- stað sem hún veitti forstöðu til fjölda ára. Þangað var gott að koma, fá mjólkurglas og bakkelsi, en ekki síst að fá að sjá öll þau risavöxnu heim- ilistæki sem þar voru. Þegar kom að því að amma þurfti SOFFÍA HELGADÓTTIR ✝ Soffía Helgadótt-ir fæddist á Mel í Norðfirði 23. janúar 1925. Hún lést á Landspítalanum 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarð- arkirkju 3. mars. að láta af störfum vegna aldurs tók hún til við önnur störf, störf sem undu upp á sig með vaxandi barnabarna- hóp. Þessi störf fólust í því að fylgjast vel með sínum barnabörnum og barnabarnabörnum, prjóna á þau yngstu peysur, húfur, vettlinga og hosur og hekla eða prjóna á þau eldri sjöl og trefla. Einnig var hún dugleg við að föndra og skildi eftir sig marga fallega hluti sem voru merktir með hennar upphafs- stöfum og vænst þykir mér um drykkjarkönnurnar sem hún málaði og merkti með nafni handa drengj- unum mínum. Hún lagði sig fram við að muna alla afmælisdaga og lét allt- af í sér heyra við þau tilefni. Gjaf- mildi hennar var einstök og hún passaði upp á að gefa öllum sínum börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum afmælisgjafir og jóla- gjafir. Ég var oft búin að halda langa tölu um að hún ætti að lifa lífinu og nýta peningana sína til þess en henn- ar svar var stutt og laggott: „Þetta er líf mitt og yndi og þetta er það sem veitir mér gleði.“ Já, ég var svo heppin að eiga með ömmu góðar stundir síðustu árin hennar. Mér er minnisstætt hversu hamingjusöm hún var eftir afmælis- veislu sína í Skíðaskálanum í Hvera- dölum þegar hún varð 70 ára, eftir líf- legan harmonikuslátt þar sem hún dansaði og söng innan um börnin sín, barnabörnin og barnabarnabörnin. Einnig áttum við góðar stundir sam- an úti á Spáni sumarið 1999 í þrjár vikur, þá var það hún sem dró okkur unga fólkið í fjörið á kvöldin, ég tala nú ekki um þar sem bingóið var. Í þessari dvöl fann ég þó að eitthvað óljóst var byrjað að taka toll af heilsu ömmu sem smátt og smátt ágerðist. Nú síðastliðið sumar dvaldist hún hjá mér í góðar fjórar vikur þar sem hún aðstoðaði mig við heimilið og börnin í fjarveru eiginmanns míns. Ég veit að það kostaði ömmu mikla þrautseigju að halda út þessa vist en hún tók ekki í mál að gefast upp. „Nei, ég efni mín loforð,“ sagði hún og gerði það vel. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund, stund sem ég hefði vilj- að geta frestað enn um nokkur ár en stund sem var þér og okkur sem þyk- ir vænt um þig þrautalausn úr því sem komið var. Guð blessi minningu þína. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hildur Jóhannsdóttir. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina +      6  &  ,6, '                         5 5 12 1 %*  %!   0 $ 67 - (/ ! ./8$% 1 5! !! .! 5! !! 9 % /./ :& ! .!( /.! !&  !  / ! !!/ + &   / -     7    .1 5 1   ,!&  ,       # ! ( !! + , !!&  (  !!! ' &   !!&  5!  $ %$&!& /  7         .  0;                  #   '   6      & !   ' & &  )!1 +$!!    1&<! $/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.