Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 68
FRAMHALDSNÁM VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS MEISTARANÁM, DOKTORSNÁM OG VIÐBÓTARNÁM háskólaárið 2001-2002 Umsóknarfrestur er til 15. mars vegna náms sem hefst á haustmisseri 2001 og til 15. september vegna náms sem hefst á vormisseri 2002, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Guðfræðideild: Unnt er að stunda nám til meistaraprófs og doktorsprófs í guðfræði- deild. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu nemendaskrár HÍ og skrif- stofu guðfræðideildar. Nánari upplýsingar um námið fást hjá deildar- forseta og á skrifstofu deildarinnar. Sími 525 4348. Umsóknir berist til skrifstofu guðfræðideildar, Háskóla Íslands, Aðalbyggingu v. Suðurgötu, 101 Reykjavík. Viðbótarnám í guðfræðideild: Djáknanám. Boðið er upp á 30 eininga djáknanám og er námstími þrjú misseri. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi á sviðum uppeldisfræði, hjúkrunarfræði eða félagsráð- gjafar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu guðfræði- deildar. Umsóknir í djáknanám berist fyrir 20. apríl nk. til skrifstofu guðfræðideildar. Læknadeild: Unnt er að stunda nám til meistaraprófs og doktorsprófs í heilbrigðis- vísindum í læknadeild. Nemandi og kennari (væntanlegur leiðbeinandi) leggja í sameiningu fram umsókn þar sem lýst er rannsóknarverkefni nemandans og gerð tillaga um námsskipan, m.a. samval námskeiða og umfang rannsóknarverkefnis. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu læknadeildar. Sími 525 4881. Umsóknir berist til skrifstofu læknadeildar, Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Læknadeild heimilar innritun að fenginni jákvæðri umsögn frá rannsóknanámsnefnd læknadeildar. Viðskipta- og hagfræðideild: Meistaranám í viðskipta- og hagfræðideild er að lágmarki 45 einingar, sem samsvarar fullri vinnu í eitt ár. Einungis er unnt að hefja námið á haustmisseri. Nemendur hafa þrjú ár til að ljúka náminu, þannig að það hentar einnig fyrir þá sem vilja vinna með námi. Að loknum námskeiðum, sem svara til 30 eininga, skila nemendur annað hvort 15 eða 30 eininga ritgerð til að hljóta M.S.- gráðu. Meistaranám í viðskiptafræði greinist í fjögur sérsvið: a) Gæðastjórnun, kostnaðarstjórnun og rekstrarstjórnun. b) Markaðs- fræði og alþjóðaviðskipti. c) Stjórnun og stefnumótun. d) Fjármál. Í skipulagi námsins er gert ráð fyrir að þriðjungur þess, 15 einingar, fari fram við erlendan samstarfsháskóla. Meistaranám í fjármálum og stjórn- un og stefnumótun er allt í boði hérlendis. Meistaranám í hagfræði skiptist í kjarna og sérsvið. Tvö sérsvið eru í boði: a) Fjármál og b) Hagfræði náttúruauðlinda. (Þetta sérsvið hefur ekki verið kennt undanfarin ár). Miðað er við að umsækjendur í meistaranám í viðskiptafræði og hagfræði hafi a.m.k. lokið B.S.-prófi af viðkomandi fræðasviði, en nem- endur sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum geta sótt um skrán- ingu í undirbúningsnám með einstaklingsbundinni námsáætlun. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Sími 525 4500. Umsóknir berist til skrifstofu viðskipta- og hagfræðideildar, Háskóla Ís- lands, Odda v. Sturlugötu, 101 Reykjavík. Heimspekideild: Frestur til að sækja um innritun í nám til meistaraprófs og doktorsprófs í heimspekideild háskólaárið 2001-2002 rennur út 15. mars nk. Boðið er upp á meistaranám (M.A.-nám) í almennri bókmenntafræði, ensku, heimspeki, dönsku, íslenskri málfræði, íslenskum bókmenntum, íslensk-um fræðum og sagnfræði. Einnig er boðið upp á M.Paed.-nám (kenn-aranám) í íslensku, ensku og dönsku. Hægt er að leggja stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum, ís- lenskri málfræði og sagnfræði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um námið fást á skrifstofu heimspekideildar. Sími 525 4400. Umsóknir berist til skrifstofu Hugvísindastofnunnar, Háskóla Íslands, Nýja Garði, 101 Reykjavík. Tannlæknadeild: Unnt er að stunda nám til meistaraprófs og doktorsprófs í tannlækna- deild. Ennfremur geta tannlæknar stundað viðbótarnám aðallega í klín- ískum greinum eftir samkomulagi við deildina. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu tannlæknadeildar. Sími 525 4871. Umsóknir berist skrifstofu tannlæknadeildar, Læknagarði, Vatnsmýrar- vegi 16, 101 Reykjavík. Verkfræðideild og raunvísindadeild: Boðið er upp á meistara- og doktorsnám í verkfræðideild og raunvís- indadeild. Upplýsingar um fjármögnun og aðrar forsendur námsins, ásamt leiðbeiningum, fást á skrifstofu deildanna. Símar 525 4644 (raun- vísindadeild) og 525 4645 (verkfræðideild). Boðið er upp á meistara- og doktorsnám við allar skorir í báðum deild- um, en þær eru: Verkfræðideild: Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, véla- og iðnað- arverkfræðiskor, rafmagns- og tölvuverkfræðiskor og tölvunarfræðiskor. Raunvísindadeild: Stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, efnafræðiskor, líf- fræðiskor, jarð- og landfræðiskor, og matvælafræðiskor. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu nemendaskrár í Aðalbyggingu HÍ eða á skrifstofum verkfræði- og raun- vísindadeilda, Háskóla Íslands, VR-II, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík. Félagsvísindadeild: Eftirfarandi framhaldsnám er unnt að stunda við félagsvísindadeild: Cand. psych. nám í sálfræði. Um er að ræða 60e nám sem uppfyllir skilyrði laga nr. 40/1976, með síðari breytingum, um rétt til að kalla sig sálfræðing. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. M.A.-nám í mannfræði. Um er að ræða 60e nám. Nemendur geta valið á milli fimm rannsóknasviða. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Meistaranám við stjórnmálafræðiskor er tveggja ára (60e) nám. Boðið er upp á tvær námsleiðir, meistaranám (M.P.A.) í opinberri stjórn- sýslu og M.A. í stjórnmálafræði. Vakin er athygli á því að nemendur eru einungis teknir inn í námið annað hvert ár. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Framhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræðiskor. Frá og með háskólaárinu 2001-2002 verða sex leiðir í boði til framhaldsnáms. Auk 60e M.A. náms með áherslu á rannsóknarfærni verður boðið upp á 45e nám til M.Ed. prófs, sem er starfsmiðað. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Þá er í fyrsta sinn boðið upp á þrjár námsleiðir í 15e Dipl. Ed. fram- haldsnámi í uppeldis- og menntunarfræði. Nemendur sem hyggjast sækja um Dipl. Ed. nám sækja um á skrifstofu nemendaskrár á tímabilinu 22. maí til 6. júní á umsóknareyðublöðum sem þar fást. M.A. nám við félagsvísindadeild er 60e - fjögur misseri - eða tvö ár. Stúdent skal hafa lokið B.A. prófi frá Háskóla Íslands eða sambærilegu námi. Að jafnaði er þeim aðeins veitt innganga í námið sem hlotið hafa fyrstu einkunn á B.A. prófi. Fyrsta einkunn veitir þó ekki sjálfkrafa að- gang að náminu. Ágæti einstakra umsókna getur ráðið úrslitum um það hvort innritun verður heimiluð. Einn umsjónarkennari hefur umsjón með hverjum nemanda í M.A. námi. Einstaklingsbundið framhaldsnám. Annað fræðilegt framhaldsnám (M.A. nám eða doktorsnám) er hægt að stunda í aðalgreinum félagsvísindadeildar, eftir því sem aðstæður leyfa. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Í öðru M.A. námi en því sem boðið er upp á í mannfræðiskor, sálfræði- skor, stjórnmálafræðiskor og uppeldis- og menntunarfræðiskor, er sam- setning námskeiða ákveðin fyrir hvern einstakan nemanda. Allir nem- endur skulu þó skrifa 30-45e meistaraprófsritgerð og ljúka 15-30e í námskeiðum. Allir nemendur skulu taka að minnsta kosti eitt aðferða- fræðinámskeið á M.A. stigi (sjá nánar sameiginleg námskeið í félags- vísindadeild). Skráning í önnur námskeið fer fram í samráði við um- sjónarkennara. Doktorsnám. Doktorsritgerð við félagsvísindadeild er metin til 90e. Gera má kröfu til að nemandi í doktorsnámi taki þar að auki allt að 30e bóknámshluta, sé talin þörf á að bæta við undirstöðuþekkingu nem- andans á fræðasviði ritgerðarinnar. Bóknámshluta námsins má sinna jafnt í lesnámskeiðum sem almennum námskeiðum á framhaldsstigi. Nemendur sem hefja doktorsnám skulu hafa lokið M.A. prófi frá félags- vísindadeild Háskóla Íslands með fyrstu einkunn, eða sambærilegu prófi. Sjá nánar reglur um meistara- og doktorsnám við félagsvísinda- deild sem hægt er að fá á skrifstofu deildarinnar. Reglur, umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um meistaraprófs- og doktorsnám við félagsvísindadeild fást á heimasíðu deildar http://www.hi.is/pub/fel/index.htm og á skrifstofu deildarinnar í Odda. Sími 525 4502. Starfsmiðað viðbótarnám í félagsvísindadeild: I. Bókasafns- og upplýsingafræði til starfsréttinda. Nemendur sem lokið hafa B.A. prófi, B.S. prófi eða sambærilegri gráðu í annarri grein geta lokið 60 eininga námi í bókasafns- og upplýsinga- fræði til starfsréttinda. Nemendur sem hyggjast sækja um nám í bókasafns- og upplýsinga- fræði til starfsréttinda sækja um á skrifstofu nemendaskrár á tímabilinu 22. maí til 6. júní á umsóknareyðublöðum sem þar fást. II. Hagnýt fjölmiðlun (blaðamennska). Um er að ræða eins árs nám (33 einingar). Miðað er við að nemendur hafi lokið B.A./B.S.-prófi, B.Ed.-prófi eða öðru háskólaprófi, eða hafi fimm ára starfsreynslu á fjölmiðli. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. III. Nám í námsráðgjöf: A. Um er að ræða 34 eininga nám sem unnt er að taka á einu ári eða tveimur árum. Miðað er við að nemendur hafi lokið: 1. B.A.- prófi í uppeldis- og sálarfræði, eða 2. B.Ed.- prófi í uppeldis- og sálarfræði, eða 3. B.A./B.S.-prófi í öðrum greinum ásamt kennsluréttindanámi. Æskilegt er að nemendur hafi kennslureynslu. B. Í fyrsta sinn verður boðið upp á fjarnám í náms- og starfsráðgjöf (34e). Um er að ræða annars vegar námsráðgjafarlínu og hins vegar starfs-ráðgjafarlínu og ætlað þeim sem hyggjast starfa ýmist við námsráðgjöf í skólum eða við starfsráðgjöf á vinnumiðlunum. Námið er skipulagt sem hlutanám sem dreifist á fimm misseri. Miðað er við að nemendur hafi lokið: 1. B.A.–prófi í félagsvísindum eða 2. B.Ed.-prófi, eðasss 3. B.A./B.S.-prófi í öðrum greinum ásamt kennsluréttindum. Nánari upplýsingar er að finna á www.hi.is/nam/fel/namsrad Umsóknarfrestur er til 1. apríl. IV. Nám í kennslufræði til kennsluréttinda: Nám í kennslufræði er 30 einingar. Unnt er að ljúka náminu á einum vetri að afloknu B.A./B.S.-prófi. Einnig er hægt að dreifa náminu á tvö ár og þarf þá að hafa lokið a.m.k. 60 einingum í aðalgrein áður en nám hefst. Til þess að öðlast kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi þarf að ljúka tilsettum einingafjölda í kennslufræði. Um er að ræða ýmist 15 eða 30 einingar, en kröfur um einingafjölda til kennsluréttinda miðast við fyrri menntun, samkvæmt lögum nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskóla- kennara og skólastjóra. Fjarkennsla í kennslufræði. Kennslufræði til kennsluréttinda er í boði í fjarkennslu frá hausti 2001. Námið er skipulagt sem þriggja missera nám en mögulegt er að dreifa því á allt að fimm misseri. Umsóknarfresur er til 1. apríl. V. Nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda: Miðað er við að nemendur hafi lokið eða leggi stund á: 1. Nám í félagsráðgjöf til B.A.-prófs með starfsréttindum. 2. B.A.-nám í félagsfræði, sálarfræði eða uppeldisfræði sem aðalgrein ásamt skyldunámskeiðum í félagsráðgjöf. 3. B.A.- eða B.S.-prófi í öðrum greinum á sviði heilbrigðis- og félags- vísinda ásamt skyldunámskeiðum í félagsráðgjöf. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félags- vísindadeildar, http://www.hi.is/pub/fel/index.htm og fást einnig á skrifstofu deildarinar. Sími 525 4502. Umsóknir um viðbótarnám berist fyrir 1. apríl nk. (nema þar sem annað er tekið fram í þessari auglýsingu) til skrifstofu félagsvísindadeildar, Háskóla Íslands, Odda v. Sturlugötu, 101 Reykjavík. Lyfjafræðideild: Við lyfjafræðideild er boðið upp á rannsóknatengt framhaldsnám, bæði meistaranám og doktorsnám, í öllum helstu sérgreinum lyfjafræðinnar. Meistaranámið er metið til 60 eininga og doktorsnámið til 150 eininga að loknu B.S. námi, en til 90 eininga að loknu kandídatsprófi í lyfjafræði eða öðru sambærilegu meistaranámi. Gert er ráð fyrir að hluti námsins sé stundaður með þátttöku í námskeiðum, málstofum og lesnám- skeiðum. Nánari upplýsingar veitir Skrifstofa lyfjafræðideildar, Haga, Hofsvalla- götu 53, 107 Reykjavík, sími 525 4353. Hjúkrunarfræðideild: Nám til meistaraprófs í hjúkrunarfræði er 60 eininga rannsóknanám að afloknu BS-prófi í hjúkrunarfræði. Einungis er unnt að hefja námið á haustmisseri. Með umsókn skal fylgja lýsing unnin í samvinnu umsækj- anda og væntanlegs leiðbeinanda á námi og/eða rannsóknaverkefni umsækjanda. Við inntöku er m.a. gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25) og tveggja ára starfsreynslu. Gert er ráð fyrir að nemendur dvelji eitt misseri við er- lendan háskóla eða rannsóknastofnun. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu hjúkrunar- fræðideildar, sími 525 4960. Umsóknir berist til skrifstofu hjúkrunarfræðideildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Viðbótarnám í hjúkrunarfræðideild: Nám í ljósmóðurfræði háskólaárið 2001–2002. Frestur til að sækja um innritun til náms í ljósmóðurfræði rennur út 15. mars 2001. Inntökuskilyrði er próf í hjúkrunarfræði, viðurkennt í því landi þar sem námið var stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Til að námsskrá í ljósmóðurfræði á Íslandi sé í samræmi við námsstaðla Evrópusambandsins og að kröfur sem gerðar eru á háskólastigi séu uppfylltar þurfa hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa lokið BS prófi að ljúka 16 eininga fornámi. Nánari upplýsingar um fornám, reglur um val nemenda og skipulag námsins er að finna í Kennsluskrá Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að taka 10 nemendur inn í námið og að 2 til 3 nem- endur geti stundað fjarnám að hluta frá Akureyri. Umsóknum ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, meðmæl- um, afritum af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt greinargerð um- sækjanda um áhuga á námi í ljósmóðurfræði og hvernig sá áhugi þró- aðist skal skila í síðasta lagi 15. mars 2001 á skrifstofu hjúkrunar- fræðideildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar gefur: Lára Erlingsdóttir, fulltrúi, ljósmóðurfræði, eftir hádegi alla virka daga, á skrifstofu hjúkr- unarfræðideildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Sími 525 4217. Netfang: lara@hi.is Meistaranám í sjávarútvegsfræðum: Meistaranám í sjávarútvegsfræðum er rannsóknatengt framhaldsnám við Háskóla Íslands sem skipulagt er í samvinnu háskóladeilda. Um er að ræða 60 eininga (tveggja ára) þverfaglegt nám, sem skiptist í þrjá hluta; kjarna, sérsvið, og 15 eða 30 eininga rannsóknarverkefni. Nem- endur velja að vinna rannsóknarverkefni sitt við ákveðna deild og út- skrifast frá henni með meistaragráðu í sjávarútvegsfræðum. Inntökuskilyrði er að jafnaði fyrsta háskólagráða (B.A./B.S.) með góðri frammistöðu. Velji meistaranemi sérsvið óskylt því sem hann áður hefur lært, eru líkur á að gerðar verði kröfur um fornám. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Sjávarútvegsstofnun HÍ, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími 525 4056, fax 525 5829. Tölvufang: fisheries@rhi.hi.is Meistaranám í umhverfisfræðum: Meistaranám í umhverfisfræðum er rannsóknatengt framhaldsnám við Háskóla Íslands sem skipulagt er í samvinnu háskóladeilda. Sú deild sem nemandi innritast í ræðst af rannsóknarverkefni hans. Námið er 60 einingar með sterkan þverfaglegan kjarna. Það tekur að jafnaði tvö ár, þannig að nemandi tekur alls 45 einingar á þremur misserum, en lýkur síðan 15 eininga verkefni á síðasta misseri námsins. Inntökuskilyrði er 90 eininga háskólanám með fyrstu prófgráðu (B.A./B.S.) frá viðurkenndum háskóla. Nánari upplýsingar fást hjá Umhverfisstofnun Háskóla Íslands, Tækni- garði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, símar 525 5871 og 5286. Rannsóknanámssjóður: Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Rannsókna- námssjóði er 1. mars ár hvert. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rann- sóknatengt framhaldsnám við háskóla og geta efnilegir stúdentar sem lokið hafa háskólanámi (B.A., B.S. o.s.frv.) sótt um styrk til meistara- eða doktorsnáms. Frekari upplýsingar og eyðublöð fást á heimasíðu Rannsóknarráðs Íslands, http://www.rannis.is eða á skrifstofu sömu stofnunar, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 562 1320. Stúdentar Háskóla Íslands geta snúið sér beint til skrifstofu rannsókna- sviðs Háskólans í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, v. Suðurgötu, 101 Reykjavík, sími 525 4352. Þar fást upplýsingar um starfsemi sjóðsins og hvernig ber að sækja um. Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu rannsóknasviðs http://www.hi.is/HI/Stjorn/Rann Aðgangur að meistaranámi, doktorsnámi og viðbótarnámi við Háskóla Íslands er takmarkaður í sumum tilvikum. Auglýsing þessi er birt með fyrirvara um nægilegar fjárveitingar til kennslunnar. Kynningardagur framhalds- og viðbótarnáms 8. mars 2001 Kennarar og nemendur í framhaldsnámi verða á staðnum og svara fyrirspurnum. Auk þeirra munu ýmsar stofnanir svo sem Rannsóknanámssjóður, LÍN, Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, SÍNE og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands kynna þjónustu sína. Þeir sem áhuga hafa á framhaldsnámi eru hvattir til að mæta á kynninguna því sjón er sögu ríkari. Námskynning framhaldsnáms við Háskóla Íslands 8. mars, kl. 16-19 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.