Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í Neytandablaði Morgunblaðsins þann 22. febrúar var fjallað um innflutt húsgögn í nýlendustíl og farið nokkuð frjálslega með staðreyndir. Ég hef flutt inn áð- urnefnd húsgögn síðan 1995 og var Míra fyrsta verslunin hér á landi sem bauð og seldi þessi húsgögn. Í gegnum þessi sex ár sem liðin eru frá því ég hóf inn- flutning á þessum vörum hef ég lært mik- ið um vinnslu og mis- munandi tegundir og gæði á harðvið. Ég hef tekið eftir því að kunnátta á Íslandi á hinum ýmsu viðartegundum er mjög takmörkuð og hafa verslanir komist upp með að merkja vörur sínar ranglega. Tekk frá Indónesíu er helmingi dýrari við- ur en mahogany frá Indónesíu, ég hef séð vörur úr mahogany merktar í verslunum sem tekk og mango við frá Indlandi merktan sem seasam- við sem er helmingi dýrari viður en mango. Ég hafði samband við Neyt- endasíðu Mbl. fyrir nokkrum árum og benti á þessar staðreyndir og einnig að um geysilegan verðmun væri að ræða á milli verslana. Míra hefur einkaumboð fyrir vörum frá Segusino í Mexico og á þessum tíma var verslun hér í bæ að selja Segus- ino-húsgögn sem keypt voru í Dan- mörku og seld hér á mun hærra verði en í verslun minni. Borð sem kostuðu hjá Míru kr. 26.000 voru seld á 42.000 í umræddri verslun. Neytandasíðan hefur frá því ég man eftir kannað mjög reglulega og birt verðmun á matvöru svo sem niður- soðnum baunum og morgunkorni. Ekki þótti ástæða til að kanna þetta nánar og hef ég aldrei séð neitt birt um þessi húsgögn fyrr en í Mbl. 22. febrúar. Ég fagna því að Neytendasíðan skuli loksins sjá ástæðu til að fjalla um þessi mál en finnst miður af hve mikilli ónákvæmni það er gert. Í grein Neytendasíð- unnar er sagt að Míra ásamt öðrum verslun- um hafi hætt innflutn- ingi á þessum húsgögn- um, það er ekki rétt. Míra hefur hætt inn- flutningi á húsgögnum frá Indónesíu vegna þess að raki í Indónesíu er það mikill allt árið að ógerningur er að þurrka viðinn nægilega til að tryggja að hann springi ekki í þurru lofti eins og hér á landi. Jafnvel þótt viðurinn sé að fullu þurr þegar framleiðslan hefst þá er loftrakinn það mikill að við- urinn tekur hann strax í sig aftur. Það er á engan hátt hægt að bera saman harðvið sem kemur frá Indónesíu eða Indlandi. Það þekkja allir muninn á Mercedez-Bens og ... Á Indlandi eru þúsundir fyrir- tækja að framleiða harðviðarhús- gögn. Þau eru jafnólík og þau eru mörg. Fyrirtækið sem ég versla við hefur komið sér upp geysistórum verksmiðjum með nýjum vélum sem keyptar voru í Þýskalandi og er við- urinn þurrkaður í 10–14 daga áður en framleiðsla hefst. Þetta fyrirtæki framleiðir að meðaltali eitthundað og fjörutíu 40 feta gáma á mánuði og selur út um allan heim. Það kemur fyrir að hreyfing er á viðnum eftir að hann kemur til Íslands og er þá full ábyrgð tekin á vörunni og hún ann- aðhvort tekin til baka eða gert við hana viðskiptavininum að kostnaðar- lausu. Í upphafi innflutningsins frá Ind- landi var viðurinn hins vegar ekki nægilega þurr og var öllum kvört- unum sinnt jafnóðum og þær bárust. Við brugðumst þannig við að við báð- um viðskiptavininn að sýna þolin- mæði þar til viðurinn væri fyllilega þurr og þá tókum við borðin (það voru yfirleitt borð sem sprungu) og settum þau í viðgerð hjá Húsgagna- vinnustofu Guðmundar Ó Eggerts- sonar. Þar voru borðin tekin í sundur og sett saman upp á nýtt og voru borðin sem þangað fóru meðhöndluð af mikilli fagmennsku. Síðar settum við upp okkar eigið verkstæði og starfar hér húsgagnasmiður sem fer í gegnum allar vörur áður en þær eru seldar. Í margnefndri grein er sagt að sú regla sé viðhöfð að vara kaup- endur við hættu á sprungumyndun- um og að ekki sé tekið við vörunni ef hún springur. Þetta er alrangt og mikið ábyrgðarleysi af höfundi greinarinnar að setja alla húsgagna- sala undir sama hatt og birta annað eins bull. Fólk er gjarnan að kaupa sér húsgögn sem prýða eiga heimilin til margra ára og er þess vegna mik- ils virði að góð þjónusta og vörugæði séu höfð að leiðarljósi og markmið okkar í Míru er að enginn viðskipta- vinur fari frá okkur óánægður með sín kaup. Það eru ekki öll húsgögn Míruhúsgögn Þetta er ekki auðveldur rekstur og byggist velgengni á þrautseigju og mikilli vinnu og þjónustu. Margir húsgagnakaupmenn fóru í fótspor Míru og fluttu inn húsgöng frá Aust- urlöndum með misjöfnum árangri. Fljótlega eftir að þessi vara komst í tísku var talað um Míruhúsgögn og gilti þá einu um hvar þau voru keypt. Samkvæmt grein Neytendasíðunnar hafa þessar verslanir nú gefist upp og í stað þess að viðurkenna vanmátt sinn í þessari grein þá má lesa á milli línanna að vínberin séu súr. Undirstaðan er vinna og þjónusta Margrét Kjartansdóttir Innflutningur Ég fagna því, segir Margrét Kjartans- dóttir, að Neytenda- síðan skuli loksins sjá ástæðu til að fjalla um þessi mál. Höfundur er eigandi verslunarinnar Míru. ÞAÐ ætti ekki að fara framhjá fólki, að hin fræga kvótanefnd Alþingis er nú að störfum. Meiningin var að hún skilaði af sér áliti með vorinu. Síendurteknar árásir stórútgerðarmanna á smábátasjómenn og strandveiðiflotann benda til þess að þeir séu með annað augað á kvótanefndinni í áróðursherferðum sín- um. Markmið þeirra er að ná öllum veiði- heimildum undir fá- eina stóra útvalda. Ein slík árás kom fram í Útvegi, fréttabréfi LÍÚ nýlega. Í greinar- gerð sinni í Útvegi getur höfundur, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar, ekki setið á sér að henda ónotum í smábátaútgerðar- menn. Þar talar hann um að smá- bátar á Vestfjörðum skapi lítið starfsöryggi fyrir atvinnulífið og fari helst ekki á sjó þegar einhver gola er á miðunum. Heyr á endemi! Hvar var starfsöryggið hjá stór- útgerðarmönnum á Vestfjörðum á síðasta áratug tuttugustu aldar? Ísafjörður: Fimm stór togveiðiskip, bæði frysti- og ísfisktogarar, eru horfin þaðan og þá flest á und- anförnum fjórum árum. Tveimur stórum frystihúsum, með þeim stærstu og fullkomnustu á landinu, var lokað á sama tímabili, sjómenn og landverkafólk tvístraðist og burtfluttist margt, nema þeir sem fóru í útgerð á smábátum sér til bjargar. Kvóti upp á 15 þúsund þorskígildistonn er horfinn. Bolungarvík: Tvö stór togveiði- skip horfin og með þeim 5 þúsund tonna kvóti. Þrjú stór línuveiðiskip horfin og með þeim kvóti upp á 1.500 tonn. Stóra frystihúsið lokað, eitt af því stærsta hér á landi. Sjó- menn og landverkafólk sumt farið, nema þeir sem gátu bjargað sér um borð í smábátana. Suðureyri: Tvö stór togveiðiskip horfin og með þeim allur kvóti. Tvö stór línuveiðiskip farin og með þeim allar veiðiheimildir. Hús stóðu mörg auð og yfirgefin og staðurinn var að fara í eyði, þegar smábátarnir komu til bjargar. Flat- eyri: Stór togari horfinn ásamt tveimur stórum línuveiðiskipum, allur kvóti þeirra á bak og burt. Súðavík: Tvö stór togveiðiskip farin. Eftir standa tveir litlir rækjubátar. Framtíð Súðavíkur liggur í höndum Hnífsdælinga. Það sem eftir stendur af starfsöryggi stórútgerðarmanna á norðanverð- um Vestfjörðum er: Hraðfrystihús- ið-Gunnvör í Hnífsdal og útgerð þess sem á einn frystitogara og fjögur stór togveiðiskip. Heiður sé þeim að standa þessa holskeflu af sér, þeim er hér óskað alls hins besta. Sóknarfæri Skoðum nú hvað hefur verið að gerast á síðustu árum í smábátaút- gerðinni á sama svæði. Ísafjörður: Í dag eru 9 bátar undir 6 smálestum gerðir út á línu á ársgrundvelli. Fyrir fjórum árum var einungis einn smábátur gerður út. Bolungarvík: Þegar ósköpin dundu yfir þar og stórútgerðin ásamt frystihúsinu fór yfir um og allt var á hverfanda hveli, þá voru það einungis tveir eða þrír smábát- ar og einn 65 tonna línubátur sem eftir stóðu, ásamt 5 innfjarðar- rækjubátum. Í dag eru litlu 6 lesta bátarnir orðnir 20 sem stunda línu- veiðar árið um kring og 65 tonna línubátnum hefur verið skipt út fyrir nýtt beitningavélaskip, þá er þar einnig lítið togveiðiskip. Þarna var vel að verki staðið. Suðureyri: Þar eru nú 14 smá- bátar á línuveiðum, á ársgrundvelli. Þeir útvega meðal annars frysti- húsinu þar hráefni fyrir fiskvinnsl- una. Það er uppgangur á staðnum. Þingeyri: Þar eru 5 litlir bátar sem stunda veiðar að staðaldri og þeim fer fjölgandi. Fjölnir, nýtt fiskvinnslufyrirtæki sem tók við byggða- kvótanum sem þar var úthlutað, hefur staðið undir væntingum. Þar horfa málin til betri vegar. Nú munu vera nálægt 60 smábátar sem róa á ársgrund- velli frá norðanverðum Vestfjörðum. Yfirleitt má telja að sex manns starfi við hvern bát á sjó og í landi. Hverj- um manni eru taldir fylgja um 3,5 fjöl- skyldumeðlimir. Þarna er þá komið beint um 1.300 manns. Þar við bæt- ist slæging ásamt töluverðri vinnslu í fiskvinnslustöðvum. Það er ekki fjarri lagi að tala um 2.000 manns sem hafa beina atvinnu af þessum bátum með einum eða öðr- um hætti. Í þessum pistli ætla ég ekki að fara yfir útgerðarmálin á vestanverðum fjörðunum. En þar bjarga smábátar verulegum fiski á land. Á sl. ári og það sem af er þessu ári hefur vinnslan úr smá- bátaaflanum stóraukist í landi á heimaslóðum. Þessir litlu bátar leigja til sín helling af þorskkvóta á almennum kvótamörkuðum, því flestir þeirra eiga mjög lítinn kvóta. Mörgum manninum blæðir í aug- un að þessi tegund báta fái að veiða frjálst utan kvóta, ýsu og steinbít, sem er það sem bjargar þeim til þess að geta verslað á leigukvóta- markaðinum. Þess má geta hér að leyfður ýsuafli eftir fyrirmælum Hafró hefur sjaldan náðst og stein- bítsaflinn aldrei. Það er því ekki hægt að telja að óvarlega sé farið. Sóknardagabátar og sjósókn Að lokum er rétt að minna á sóknardagabátana sem hafa leyfi til þess að veiða 23 sóknardaga á ári. Á hverju sumri hópast útgerðar- menn með báta sína til handfæra- veiða alls staðar að á landinu. Það væri ágæt saga til annarra landa ef einkavinakærum stjórnvöldum þessa lands tækist að útrýma þess- ari vistvænu tegund strandveiði- flotans. Að endingu er rétt að benda þeim á það sem tala um að smá- bátamenn fari ekki á sjó þegar ein- hver gola er á miðunum, að sá bát- ur sem harðast sótti frá Bolungarvík fór að meðaltali 22 róðra í hverjum mánuði, alls 256 sjóferðir á árinu og fiskaði 830 tonn af fiski. Meðaltalsbáturinn er með um 17 róðra í mánuði og um 570 tonn af fiski á ári. Ég fullyrði að hvergi í heiminum er sjórinn sóttur af meiri hörku en hér við Djúp á þessum fleytum. Ég vil benda framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal á að fara nú á frjálsu fisk- markaðina hér vestra og bjóða í fisk sem er frá litlu bátunum. Hann þarf ekki að borga veiðiheimildirn- ar, það sjá þeir sjálfir um. Fram- kvæmdastjórinn fær þar nóg af hráefni til þess að opna stóra og glæsilega frystihúsið sitt sem stendur á eyrinni á Ísafirði, að- gerðarlítið. Það myndi skapa hér mikið starfsöryggi. Nú er bara að byrja, Einar. Þú hefur kraftinn. Ónot Halldór Hermannsson Höfundur er skipstjóri á Ísafirði. Kvóti Hvar var starfsöryggið hjá stórútgerðarmönn- um á Vestfjörðum, spyr Halldór Hermannsson, á síðasta áratug tutt- ugustu aldar? Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjar- stjórinn í Mosfellsbæ hafa undirritað samn- ing um breytt landa- merki á milli Reykja- víkur og Mosfellsbæjar í suðurhlíðum Úlfars- fells. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki borgarráðs Reykjavík- ur og bæjarráðs Mos- fellsbæjar. Samkvæmt samn- ingnum færast 447 ha í suðurhlíðum Úlfars- fells úr lögsögu Mos- fellsbæjar til Reykja- víkur. Fyrir lögsögubreytinguna greiðir Reykjavíkurborg 400 millj- ónir króna og afhendir Mosfellsbæ nokkra landskika sem borgin á á láglendi og á heiðum í Mosfellsbæ, samtals um 250 ha. Auk þessa mun Mosfellsbær fá aðgang að því að tengjast holræsakerfi Reykjavíkur- borgar fyrir lægra verð en áður hefur staðið til boða. Reykjavíkurborg mun fljótlega hefja skipulag 10–12.000 manna íbúðabyggðar í suðurhlíðum Úlfars- fells. Með hliðsjón af því hvernig komið er fyrir fjárhag Mosfellsbæjar, eftir of langa stjórnar- tíð núverandi meiri- hluta framsóknar- manna og G-lista, kann að vera að hagstætt sé að afhenda Reykjavík- urborg lögsögu yfir hluta af Mosfellsbæ og nota greiðsl- urnar sem fyrir það koma til þess að greiða niður skuldir bæjarins. Í fjár- hagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2001 er gert ráð fyrir að netto skuld- ir bæjarins (neikvæð „peningaleg staða“ ens og það heitir í reikning- um bæjarins) verði í lok ársins orðn- ar 2,1 milljarður. Skuldirnar hafa aukist hratt í tíð núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar eða sem nemur 750.000 krónum á dag hvern einasta dag sem hann hefur setið við völd. Þetta er í annað skiptið sem R-list- inn í Reykjavík kemur meirihlutan- um í Mosfellsbæ til hjálpar til að rétta af fjárhaginn því að fyrir þremur árum seldi Mosfellsbær hitaveituréttindi sín til Reykjavík- urborgar fyrir um 100 milljónir króna. Það er þekkt fyrirbæri að sveit- arfélög hafi horfið inn í önnur sveit- arfélög þar sem þau áttu vart ann- arra útkosta völ vegna fjárhags- stöðu sinnar. Hætt er við að með sama áframhaldi styttist óðum í að Mosfellingar verði Reykvíkingar hvort sem þeim líkar betur eða verr. Breytt bæjarmörk Mosfellsbæjar Hákon Björnsson Landamerki R-listinn í Reykjavík, segir Hákon Björnsson, reynir að hysja upp um bæjarstjórnarmeirihlut- ann í Mosfellsbæ. Höfundur situr í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar fyrir sjálfstæðismenn. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.