Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN 64 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fágun fagmennska Gullsmiðir EFTIR rólega byrjun hefur Kasparov sett í fluggírinn og unnið hverja skákina á fætur annarri. Einungis Judit Polgar hefur tekist að ná jafntefli gegn honum síðan hann hóf sigurgöngu sína í fjórðu umferð mótsins. Skák þeirra Judit Polgar í sjöundu umferð varð gríð- arlega spennandi og flestir þeirra sem fylgdust með skákinni töldu að henni mundi ljúka með glæsilegum sigri Kasparovs. Reyndar var Kasparov sjálfur þeirrar skoðunar meðan skákin stóð yfir og líklega gaf staðan tilfefni til þess, en Judit varðist af hugkvæmni og tókst að halda jafntefli eftir mikla baráttu sem hélt skákáhugamönnum um allan heim hugföngnum. Karpov var ekki jafnheppinn í sömu um- ferð gegn Grischuk. Þar náði hann að jafna stöðuna með svörtu, og jafnvel betra tafli, en í fertugasta og síðasta leik fyrir tímamörkin lék hann skákinni af sér. Karpov hefur vakið nokkra athygli á mótinu fyrir taflmennsku sína. Það er t.d. at- hyglisvert, að hann hefur aldrei hrókað í þeim fjórum skákum þar sem hann hefur stýrt svörtu mönn- unum. Þá hefur hann teflt prýð- isvel á köflum, en virðist ávallt lenda í tímahraki þegar á reynir og það hefur spillt fyrir honum. Hann er því greinilega ekki sami skák- maður og á sínum gullaldarárum þegar hann bar höfuð og herðar yf- ir aðra skákmenn, tefldi hraðar en flestir aðrir og lenti aldrei í tíma- hraki. Í áttundu umferð fékk Karp- ov þó uppreisn æru með því að leggja sjálfa Judit Polgar að velli. Hinn fyrrverandi heimsmeistarinn á mótinu, Gary Kasparov, vann einnig sína skák. Í þetta sinn var fórnarlambið Alexei Shirov. Greinilegt er, að nú er að fyrnast yfir fyrri deilur þeirra Kasparovs og Karpovs eins og fram kom þeg- ar þeir mættust í fimmtu umferð mótsins. Þá heilsuðust þeir fyrir skákina og gáfu sér góðan tíma til að skoða skákina saman að henni lokinni. Kasparov hugsar einnig vafalítið hlýtt til Karpovs eftir sig- ur hans gegn Judit, því þar með er Kasparov öruggur með að enginn nær að skjótast upp fyrir hann á mótinu. Kasparov er nú með tveggja vinninga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan á mótinu er þessi: 1. Kasparov 6 v. 2. Judit Polgar 4 v. 3.–6. Anatoly Karpov, Peter Leko, Alexei Shirov, Griscuk 3½ v. Fórnarlamb Kasparovs í sjöttu umferð var ungverski stórmeistar- inn Leko. Byrjunin var spænskur leikur, þar sem Kasparov sneiddi hjá hinni vel þekktu Marshall-árás. Hann tefldi byrjunina rólega en yf- irvegað og þessi leikmáti virðist hafa komið Leko í opna skjöldu því hann tefldi mjög ómarkvisst og lét Kasparov hreinlega pakka sér saman! Hvítt: Gary Kasparov (2.849) Svart: Peter Leko (2.745) Spænski leikurinn [C88] 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0–0 8. a4 Kasparov forðast Marshall-árásina sem upp kæmi eftir 8. c3 d5 8. ... Bb7 9. d3 d6 10. Rbd2 Ra5 11. Ba2 c5 12. Rf1 He8 Annar möguleiki er 12. ... b4 13. Re3 Í skákinni Balashov-Frolov Moskva 1996 var framhaldið 13. Rg3 h6 14. Rf5 Bf8 15. Bd2 b4 16. R3h4 og hvítur stóð aðeins betur 13. ... h6 14. Bd2 Tilgangur þessa rólega leiks er ekki eingöngu að koma manninum út, heldur hótar hann að riðla peðastöðu svarts með Bxa5 Dxa5 og axb5 14. ... c4? Nú missir Leko þol- inmæðina. Betra var 14. ... Rc6 15. c3 Dd7 og upp er kominn dæmi- gerð staða úr spænskum leik, þar sem hvítur heldur örlitlum stöðu- yfirburðum 15. Bc3 Db6 16. Rd2 Rc6 Skárra var 16. ... cxd3 17. cxd3 Rc6 þó hvítur haldi öflugu frum- kvæði eftir 18.b4 17. Rd5! Rxd5 18. exd5 Ra5 19. Bxa5 Dxa5 20. dxc4 Dxa4 21. c5 21. ... Db4? Leko er heillum horf- inn. Ekki var öll nótt úti enn eftir 21. ... Da5 22. Re4 Dc7 þó eftir 23. c6 hafi hvítur töglin og hagldirnar 22. Re4 Dxb2 23. cxd6 Bf8 24. c3 f5 25. d7 Hed8 26. d6+ Kh8 27. Rc5! Kasparov gat nú unnið drottninguna með 25. He2 Da3 26. Be6, en textaleikurinn er mun sterkari 27. ... Bc6 28. Rd3 Dxc3 29. Rxe5 Be4 30. Rf7+ Kh7 31. Rg5+ og Leko gafst upp því hann er varnarlaus eftir 31. ... Kg6 32. Rxe4 fxe4 33. Bd5! og eftir Ha7 kemur 24. Bxe4+ Kf6 25. Dg4 blas- ir mátið við, 1–0. Bragi missti naumlega af áfanga Bragi Þorfinnsson stóð sig afar vel á skákmótinu í Capelle la Grande, einu fjölmennasta og sterkasta opna skákmóti ársins. Þegar tvær umferðir voru til loka mótsins þurfti hann einungis hálf- an vinning til að tryggja sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann tapaði hins vegar báðum síðustu skákunum og missti því naumlega af áfanganum. Miðað við frammi- stöðu hans á mótinu er þess greini- lega skammt að bíða að hann tryggi sér alþjóðlegan meistaratit- il. Alls sóttu 18 íslenskir skákmenn mótið undir forystu Helga Ólafs- sonar, stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands. Skákþing Kópavogs Skákþing Kópavogs hófst á sunnudag, en frestaðar skákir verða tefldar á þriðjudagskvöld, 6. mars, kl. 19:30. Þeir sem hafa áhuga á að hefja keppni á þriðju- daginn hafi samband við Harald Baldursson (s.: 896 6925, hallib@- mmedia.is) eða mæti tímanlega til leiks og skrái sig á staðnum. Tefld- ar verða 7 umferðir eftir Monrad- kerfi. Umhugsunartími er 90 mín- útur á 30 leiki og 45 mínútur til að ljúka skákinni. Skákmót á næstunni 9.3. SÍ. Íslandsmót skákfélaga. 11.3. Hraðskákmót Íslands. 12.3. TR. Fyrirl. Ian Rogers. 15.3. SA. 10-mínútna mót. 16.3. SÍ. Íslandsm. grunnsk.sv. 16.3. TR. Íslandsm. framhsk.sv. Kasparov langefstur Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson SKÁK L i n a r e s LINARES-SKÁKMÓTIÐ 23.2.–7.3. 2001 Morgunblaðið/ÓmarGary Kasparov þungt hugsi. KJARTAN Guð- jónsson, minn gamli kennari úr Myndlista- og handíðaskólanum, vandar okkur gagn- rýnendum Morgun- blaðsins ekki kveðj- urnar í nær þriggja dálka langhundi sín- um, laugardaginn 17. febrúar. Hvergi hef ég séð mann nota jafn- mörg orð til þess eins að frábiðja sig gagn- rýni. Hefði hann ekki betur sparað sér blek- ið með því að biðja sómafólkið Elínbjört og Tryggva um að verja sýningasal Gallerí Foldar fyrir ágengni okkar? Í staðinn kaus Kjartan að flíka ólundinni sem hann hefur svo oft látið í ljós eftir að önnur tegund listsköpunar en hann aðhyllist kom til sögunnar. Eins og sannast á frábærum skrif- um hans til varnar abstraktlistinni á ofanverðum fimmta áratugnum naut hann sín í hvívetna meðan hann var sjálfur ungur og upp- reisnargjarn. Hans verður ábyggi- lega lengi minnst fyrir eldmóðinn og rökfestuna þegar hann hafði þann góða málstað að verja sem var framúrstefnulist eftirstríðsár- anna. En hætt er við að hans verði jafnframt minnst með öðrum hætti eftir að heimurinn tók að þróast ei- lítið öðruvísi en honum þóknaðist. Þegar ný kynslóð listamanna kom til sögunnar sem honum var ekki að skapi tók hann þegar til við að væna hana um slæleg vinnubrögð, nákvæmlega eins og þegar honum og hans kynslóð var brigslað um fúsk tuttugu árum fyrr. Í staðinn fyrir að leggja saman tvo og tvo og læra af síendurteknum mistökum þröngsýnna samferðarmanna kaus Kjartan að spóla með þeim í for- pokunarforinni. Svo lágt leggst hann í herferð- inni á hendur ímynduðum and- stæðingum sínum frá sjöunda ára- tugnum að hann vílar ekki fyrir sér að veitast að látnum listamanni. Þannig fullyrðir hann í viðtali við Þórunni Þórsdóttur – í Morgun- blaðinu, laugardaginn 24. febrúar – að Jón Gunnar Árnason, mynd- höggvari, hafi ekki farið að brillera fyrr en hann veiktist af hvítblæði. Fyrir utan glámskyggnina – en hún ber vott um hreina vanþekk- ingu hans á höggmyndalist – er svona fleipur um látinn kollega svo smekklaust að það er engum manni sæmandi, ekki einu sinni Kjartani Guðjónssyni. Þá er það í hæsta máta óviðeig- andi þegar Kjartan notar orðið múslimi sem skammaryrði um mig. Hér á landi búa ófáir sem aðhyllast íslam og hvers á þetta blessaða fólk að gjalda? Eru þetta ekki ansi grófir fordómar? Ég hef heyrt orð- ið talíbani notað um hvers kyns öfga. Það hefði verið snöggtum við- kunnanlegra einkum nú þegar þeir eru uppvísir að spell- virkjum gegn ómetan- legum fornminjum í Afganistan. Af ofansögðu má sjá að það er hið mesta hnoss að fá það óþveg- ið frá Kjartani, jafnvel þótt yfirhalningin sé uppfull af dylgjum og mótsagnakenndum rangfærslum. Sem dæmi er honum á ein- um stað mjög í mun að milli listar nútímans og fyrri alda haldist ákveðin tengsl. Dálæti hans á Picasso er ekki hvað síst fyrir það að Spánverjinn skyldi ætíð halda tryggð við klassísk viðhorf hversu oft sem hann hljóp út undan sér. Að sama skapi telur hann einn versta glæp ungu kynslóðarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum vera þann að rjúfa öll slík tengsl við fortíðina. En um leið og hann viðrar slík sjónarmið fer það ekki lítið fyrir brjóstið á honum að ég skuli voga mér að benda á tengsl Þorbjargar Höskuldsdóttur við einn af ágæt- ustu meisturum endurreisnartím- ans, þó svo það megi kallast borð- leggjandi, og sé Þorbjörgu ekki til annars en sóma. Það er eins og ég sé að drýgja glæp eða ofsækja kollega hans ef mér verður á að benda á þau tengsl sem Kjartan telur mest um vert að listamenn samtímans varðveiti. En hann hefur ekki fyrr sleppt ákær- unni um að ég fari offari í sam- anburðarfræðunum þegar hann álasar mér fyrir að dæma Pétur Gaut án þess að taka tillit til hefð- arinnar og tengsla hans við hana. Þannig kemur á daginn, ef farið er í saumana á skrifum Kjartans, að rökin í einni málsgreininni stangast á við fullyrðingarnar í þeirri sem á undan fór uns ekkert stendur eftir af allri orðræðunni annað en innantóm stílæfingin. Það er vissulega gott að hafa stíl, en mikið er það þreytandi þegar ekk- ert er á bakvið stílinn annað en sví- virðingar í garð þeirra sem maður velur að kalla óvini sína. Dylgjunum svarað Halldór Björn Runólfsson Höfundur er gagnrýnandi. Listrýni Það kemur á daginn ef farið er í saumana á skrifum Kjartans, segir Halldór Björn Runólfs- son, að rökin í einni málsgreininni stangast á við fullyrðingarnar í þeirri sem á undan fór. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Mjólkurglös kr. 1.050 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur Hálskremið — hálskremið BIODROGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.