Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 47 ✝ Steinunn Óskars-dóttir Haight fæddist í Eystri- Garðsauka, Hvol- hreppi í Rangár- vallasýslu 28. sept. 1921. Hún lést eftir skammvinn veikindi á sjúkrahúsi í Lake- land í Florida 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Óskar Sæ- mundsson, bóndi í Eystri-Garðsauka og skrifstofumaður í Reykjavík, f. 19. júní 1899 í Langagerði, Hvolhr. Rang., d. 6. febr. 1962, og fyrri kona hans Anna Ólafsdóttir, f. 12. jan. 1896 að Kirkjuvogi í Höfnum, d. 1926. Bróðir Steinunnar var Óskar, bif- reiðastj. hjá SVR, f. 17. júní 1924, d. 30. apríl 1992. Síðari kona Ósk- ars var Ásgerður Guðmundsdóttir f. 27. maí 1899, d. 24. nóv. 1999. Systkini Steinunnar samfeðra eru Sæmundur, fyrrv. prófessor, f. 25. jan 1930, Guðmundur, verkfr., f. 8. mars 1932 og Þórunn, tölvufræði- kennari, f. 28. des. 1939, öll búsett í Reykjavík. Eftir að móðir Stein- 1969. Síðustu þrjú árin bjó Stein- unn í Lakeland í Florida. Börn þeirra eru: 1) David Oddur, tölvu- fr., f. 15. okt. 1957, kvæntur Terri Lea Goss, tölvufr., og á með henni fjögur stjúpbörn, David, Michael, Richard og Christine, og þrjú barnabörn, Kyle, Cierra og Cade. 2) Daniel Óli, héraðslæknir, f. 11. apríl 1966, kvæntur Marci Lynn Pepine, húðlækni, og eiga þau eitt barn, Emily Lynn, f. 30. jan. 1999. Steinunn varð fyrir því áfalli um tvítugt að veikjast af berklum en náði síðar fullum bata eftir upp- skurð. Til fróðleiks um ættir Stein- unnar, þá var móðurbróðir hennar Oddur Ólafsson, læknir og alþing- ism., kenndur við Reykjalund, f. 26. apríl 1909, d. 18. jan. 1990, en hann og kona hans Ragnheiður Jó- hannesdóttir, f. 6. sept. 1911, d. 23. febr. 1996, létu sér mjög annt um Steinunni sem hún væri ein af þeirra eigin börnum. Í föðurætt var afi hennar Sæmundur Odds- son, bóndi og sýslunefndarm. í Eystri-Garðsauka, albróðir Ólafs, ljósmyndara og ættfræðings í Reykjavík, afa Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Útför Steinunn- ar fer fram frá kapellu í Arlington- kirkjugarðinum í Washington D.C. í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 að staðartíma. Steinunn hlýtur leg við hlið eig- inmanns síns. unnar lést úr berklum fyrir aldur fram fór Óskar, bróðir hennar, í fóstur til afa síns og ömmu að Eystri- Garðsauka en hún til móðursystur sinnar, Evu Ólafsdóttur að Óslandi í Höfnum, f. 9. febrúar 1899, d. 16. júlí 1994. Steinunn dvaldi þó oft í skemmri eða lengri tíma hjá föður sínum og stjúpmóður og var ávallt mikill kærleik- ur milli Evu, uppeldis- móður hennar, og fjölskyldunnar. Steinunn stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og starfaði síðan hjá American Express bank- anum og pósthúsinu á Keflavíkur- flugvelli. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Van V. Haight, leirlistar- kennara og yfirliðþjálfa í flug- hernum (Master Sergeant (M. S. G. T.)), f. 31. ágúst 1910, d. 30. apríl 1989, ættuðum frá Chicago, Illin- ois, og giftust þau 30. des. 1955. Þau fluttu til Bandaríkjanna 1956 og áttu heima í Tampa, Florida frá Mágkonu minni, Stellu, kynntist ég fyrir tæplega fimmtíu árum á heimili verðandi tengdaforeldra minna í Reykjavík. Hún starfaði á Keflavíkurflugvelli og kom þá mjög oft heim um helgar. Hún tók mér strax afskaplega vel og þróaðist samband okkar á þann veg, að við urðum mjög góðar vinkonur. Ég áttaði mig ekki strax á þeim for- réttindum sem hún veitti mér, því það var ekki fyrr en smám saman sem mér varð ljóst, hve dul hún var og í raun ekki fyrir alla að nálgast hana. Efalaust naut ég þess að Mummi, unnusti minn, var í sérstöku dálæti hjá henni, en þau höfðu starfað saman á flugvellinum og orðið mjög náin. Vinátta okkar dýpkaði með árunum og er mér sérstaklega minnisstæður yndisleg- ur tími sem við þrjú nutum saman síðasta sumarið áður en hún giftist og flutti til Bandaríkjanna. Hún hafði keypt sér forláta bíl af amer- ískri gerð, sem vakti óskipta at- hygli á götum borgarinnar. Meðal annars fórum við í tveggja vikna ferðalag um Norður- og Austur- land í dásamlegu veðri og skoð- uðum við alla helstu staði í þessum fallegu landshlutum. Þetta var hennar fyrsta ferð á þeim slóðum og reyndist hennar síðasta. Það var einstaklega notalegt að vera með Stellu og veitti okkur öllum mikla gleði að vera saman. Á þessum árum sköpuðust þann- ig tryggðabönd, sem aldrei rofnuðu þótt Stella flyttist til annarrar heimsálfu og við af þeim sökum hittumst sjaldan, sérstaklega fyrstu tvo áratugina er lítil efni voru til að ferðast. Sem betur fer átti þetta eftir að breytast og dvöldum við meðal annars tvívegis langdvölum hjá Stellu og Van eig- inmanni hennar og sonum þeirra, Davíð og Daníel. Áttum við með þeim yndislegar stundir í Tampa, þar sem mágarnir undu sér meðal annars við veiðar meðan við Stella spjölluðum, sinntum börnunum og nutum lífsins í hinu sólríka veðri í Flórída og kíktum þess á milli í verslanir. Stella var mikil húsmóðir, átti fallegt heimili og var umhyggjan sem hún bar fyrir drengjunum sín- um aðdáunarverð. Hún var afar skipulögð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og kokkur var hún al- veg frábær. Veislumatur var á borðum á hverju kvöldi, því allt varð að kræsingum í höndum hennar. Ávallt var hún í jafngóðu skapi á sama hátt og Van, svili minn, en hann var einstakt ljúf- menni og barngóður svo af bar. Það bókstaflega streymdi frá hon- um hlýjan og húmorinn var alltaf til staðar. Þetta fengum við allt að reyna með börnum okkar hjá þeim. Þessi tími verður okkur ógleyman- legur. Eitt þótti okkur Van sér- staklega spaugilegt, en það var hvað Stella víxlaði oft nafni yngri sonar síns, Daníels, og bróður síns, Mumma, en hann var allnokkru yngri en Stella og lýsir þetta því hve sambandið milli systkinanna var náið. Þessum ósjálfráðu nafna- víxlum brá fyrir allt til síðasta skiptis sem við hittum hana. Stella og fjölskylda hennar komu nokkrum sinnum til Íslands og átt- um við og börnin okkar góðar sam- verustundir með þeim heima hjá okkur og í ferðum út á land. Eftir að hún varð ekkja, kom hún einu sinni til landsins ásamt sonum sínum og dvöldu þau þá mánaðartíma heima hjá okkur. Það var góður tími. Nokkrum árum áð- ur kom Daníel, yngri sonur hennar, og var um mánaðartíma hjá okkur og var það einnig mjög skemmti- legt fyrir okkur öll. Við hjónin átt- um því láni að fagna að heimsækja Stellu og vera hjá henni í vikutíma í Lakeland fyrir rösku ári síðan og áttum með henni ljúfar og ómet- anlegar samverustundir en ekki ór- aði okkur fyrir því að við ættum ekki eftir að sjá hana aftur. Stella, mágkona mín, var stórglæsileg kona og bar sterkan persónuleika. Hún var góðum gáfum gædd, hafði fágaða framkomu og lagði ávallt gott orð til samferðamanna sinna. Hún var sannur Íslendingur þrátt fyrir áratuga búsetu erlendis og aðdáunarvert hversu góða íslensku hún talaði. Hún skilur eftir sig tvo mannvænlega og vel menntaða syni, Davíð og Daníel, og eitt barnabarn, fallega tveggja ára stúlku, Emely Lynn. Báðir synirnir eru í góðum stöðum og vel kvæntir. Þeir eiga nú um sárt að binda ásamt fjölskyldum sínum, en minn- ingin um ástkæra móður mun ávallt lifa. Við hjónin og börn okk- ar vottum þeim okkar dýpstu sam- úð. Guð blessi minningu Stellu. Svava Gísladóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast Steinunnar, frænku minn- ar, eða Stellu eins og hún var alltaf kölluð. Barnung missti Stella móður sína, Önnu, sem dó úr berklum. Á dánarbeðinu bað Anna systur sína, Evu, um að taka Stellu að sér. Má segja að Eva hafi gengið henni í móðurstað, en Eva var þá á þrí- tugsaldri, stoð og stytta foreldra sinna, þeirra Steinunnar Oddsdótt- ur og Ólafs Ketilssonar, sem áttu heima á Óslandi í Höfnum. Stella ólst upp við mikið ástríki á hinu nýja heimili sínu, en auk móður- systkina hennar, þeirra Sigurðar, Ketils, Evu og Odds, ólust upp með henni á heimili Steinunnar og Ólafs, Eva Magnúsdóttir, sem lést árið 1981, og Haukur Bergsson, vélvirki, búsettur í Reykjavík. Albróðir Stellu, Óskar, ólst upp hjá afa sínum og ömmu, en Óskar faðir Stellu giftist síðar Ásgerði Guðmundsdóttur. Var alltaf gott samband á milli Stellu og föður hennar og stjúpmóður og systkina hennar, þeirra Óskars, Sæmundar, Guðmundar og Þórunnar. Tæplega tvítug veiktist Stella af lungnaberklum. Hún var send fyrir milligöngu Odds Ólafssonar, móð- urbróður síns, til lækninga í Bandaríkjunum. Þar gekkst hún undir erfiða aðgerð og læknaðist þannig af berklunum, en bar þess menjar alla tíð. Stella var nú ung kona í blóma lífsins, há, grönn og glæsileg með sítt, dökkt hár. Alla tíð var hún fremur hlédræg, en samt glaðlynd og hafði smitandi hlátur. Hún var orðvör og fróm í umtali um náung- ann og líktist að þessu leyti ömmu sinni og nöfnu, Steinunni. Hún vann við ýmis störf á Keflavík- urflugvelli, m.a. hjá American Ex- press bankanum. Þarna kynntist hún Bandaríkjamanninum Van V. Haight, yfirliðþjálfa, en hann sá um íþróttir og áhugamál fyrir her- mennina. Tókust með þeim ástir og um jólaleytið 1955 gengu þau í hjónaband. Van, sem lést árið 1989, var yndislegur maður, barngóður og vildi allt fyrir fjölskyldu sína gera. Mér eru minnisstæð jólin 1955 þegar þau Stella og Van komu heim á Reykjalund úr brúðkaup- inu, glæsileg hjón, og við börnin löðuðumst strax að þessum hjarta- hlýja manni, enda þótt við skildum ekki tungumálið sem hann talaði. Nokkrum mánuðum seinna fluttust þau til Sherman í Texas. Þar fædd- ist þeim sonurinn David Oddur. Eins og títt er um hermenn flutt- ust þau Stella og Van mikið til vegna starfa Vans, en hann sá alls staðar um afþreyingu hermann- anna, íþróttir, tómstundamál o.s.frv. Frá Texas fluttist fjölskyld- an til Alaska, þaðan til Kansas, síð- an til Hampton í Virginíu, þar sem yngri sonurinn, Daníel Óli, fæddist. Árið 1969 fluttust þau til Flórída og þar leið Stellu sérstaklega vel, loftslagið átti vel við hana. Stella bjó manni sínum og son- um gott heimili þar sem menning- ararfurinn frá Íslandi duldist eng- um. Þau hjón voru alveg ein- staklega gestrisin og dugleg við að sýna fólki áhugaverða staði þar sem þau bjuggu. Þegar ég var skiptinemi í Bandaríkjunum heim- sótti ég þau til Kansas og til Flór- ída með fjölskyldu mína, er ég var við nám í Kanada. Bræður mínir, Ketill og Þengill, fóru einnig oft í heimsóknir til þeirra á námsárum sínum í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir, Ragnheiður og Oddur, og Eva föðursystir heimsóttu þau til Bandaríkjanna, og Van og Stella komu í heimsóknir til Íslands með syni sína. Það voru mikil tengsl milli fjölskyldnanna, bréfaskriftir og símtöl. Eins og áður var minnst á dó Van árið 1989 og hjúkraði Stella manni sínum heima síðustu mán- uðina sem hann lifði. Síðustu árin bjó Stella nálægt syni sínum Dan- íel Óla í Lakeland, en hann er hér- aðslæknir Polk-sýslu í Flórída. Eldri sonurinn, David Oddur, sem er tölvufræðingur, býr einnig skammt frá. Eftir að heilsu Stellu fór að hraka síðustu árin, hafði hún mikinn stuðning af sonum sínum sem heimsóttu hana svo til dag- lega. Hún var að taka nokkrum framförum á endurhæfingadeild og í undirbúningi fyrir heimferð, er hún veiktist af lungnabólgu í upp- hafi þessa árs. Þessi veikindi reyndust henni um megn og hún lést 6. febrúar. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd systkina minna og fjölskyldna okk- ar þakka vináttuna og samveru- stundirnar við frænku okkar. Þeim Daníel Óla og David Oddi og fjöl- skyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Stellu Ósk- arsdóttur Haight. Ólafur Hergill Oddsson. STEINUNN ÓSKARS- DÓTTIR HAIGHT Elsku Þóroddur litli. Skyndilega ertu hrifinn á brott. Ástvinir þínir endurlifa martröð sem byrjaði fyrir rúmu ári þegar eldri bróðir þinn hann Freysteinn var einnig tekinn svo snögglega í burtu. Nú eru það tveir englar á himnum sem við minnumst hrygg í huga. Okkur finnst sárt að kveðja þig ÞÓRODDUR HARALDSSON ✝ Þóroddur Har-aldsson fæddist í Reykjavík 29. sept- ember 1999. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 5. mars. svona lítinn og saklaus- an. Það getur enginn skilið af hverju svona mikið er lagt á foreldra þína og aðra nána ást- vini. Af hverju þurfa þau að ganga í gegnum slíka þolraun. Það geta víst fáir ímyndað sér slíkan sársauka, til- hugsunin ein og sér er sár. Elsku Hanna og Haraldur, engin orð geta lýst tilfinningum okkar og hve döpur við erum fyrir ykkar hönd. Verst er að vera ekki nær til þess að geta rétt fram hjálparhönd. Við hugsum stöðugt til ykkar og grátum með ykkur í fjarlægð. Elsku Inga, Óli, Ási og aðrir nánir aðstandendur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Inga Guðrún og Ómar. Elsku Hanna og Haraldur. Því miður urðu okkar kynni af Frey- steini og Þóroddi alltof lítil vegna tímabundinnar veru ykkar í Banda- ríkjunum þar sem þið voruð við nám og störf. Sá tími var óðum að styttast að þið kæmuð aftur heim þegar Freysteinn var svo skyndilega tekinn frá ykkur. Þol, þrek og dugnaður ykkar Har- aldar og ástkæri sonur ykkar Þór- oddur hefur verið ykkar stuðningur í gegnum þessa erfiðu tíma. Hvers vegna er slíkur missir og sorg lögð á herðar ykkar í annað sinn? Þið sem eruð ímynd alls sem gott og heilbrigt er! Þið eruð bestu foreldrar og uppalendur sem hægt er að hugsa sér. Megi allt sem hugsast getur styðja og hjálpa ykkur og fjölskyldu ykkar á þessum erfiða tíma. Svava Liv og Þráinn.                  !"#                         !    " "##$ $ %$&$$ !! ' &(!' !!&  ' $ !$ %$&!&  )*($!)  !!! ' &  + ,$ %$&!&  +-  !! * $ %$&!&   . )*($!&  -.  +- !& /             ) 01  12  . $3 $44   !               %  &  '   !    ( !  )  !   * "##$ +   '     ,   -   ! (  . (    /    00111   02%#003 +  ,!  4.5,!   1$ 3 ,-!&    $$(%!! & $$ !! -*1$ $!&  $ * !&  (%$ $$.! !!/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.