Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 1
54. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. MARS 2001 FRAKKAR bönnuðu í gær útflutn- ing og flutning á nautgripum, sauðfé, svínum og hrossum næstu tvær vik- urnar til að reyna að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki. Sjúkdómurinn hefur ekki greinst í Frakklandi en grunur vaknaði um að veiran hefði borist til landsins og hafa a.m.k. tíu bóndabýli verið sett í sóttkví og hef- ur slátrun dýra verið hraðað. Að sögn landbúnaðarráðherra Frakklands, Jean Glavany, eru að- gerðirnar hluti af nýrri áætlun sem miðast að því að sjúkdómurinn berist ekki til landsins. David Byrne, sem fer með heil- brigðis- og neytendamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti því yfir í gær að hann væri bjartsýnn á að það tækist að hafa hemil á útbreiðslu sjúkdómsins, gripið hefði verið til nauðsynlegra varúðarráðstafana. Í sláturhúsum í Bretlandi, þar sem gin- og klaufaveiki greindist fyrir um tveimur vikum, var farið að slátra í gær á nýjan leik til að mæta skorti í verslunum. Heilbrigð dýr, ætluð til manneldis, frá svæðum í Skotlandi þar sem veiran hefur ekki fundist, voru leidd til slátrunar undir ströngu eftirliti. Staðfestum tilfellum gin- og klaufaveiki fjölgaði í 74 í Bretlandi í gær. Slátrun dýra var haldið áfram á meginlandinu í gær þrátt fyrir að ekkert tilfelli sjúkdómsins hefði ver- ið staðfest þar enn. Landbúnaðar- ráðherra Belga, Jaak Gabriels, sagði frá því í gær að niðurstöður annarrar umferðar rannsóknar á þremur svín- um sem talin voru sýkt fyrir helgi hefðu verið neikvæðar. Danir stað- festu í gær að kýr sem grunur lék á að væri sýkt væri ekki haldin gin- og klaufaveiki. Dýralæknir fylkisins Vestur-Agd- er í Noregi mæltist í gær til þess að bændur í Lista rækju dýr sín inn í hús vegna grunsemda um að farfugl- ar beri með sér smit. Fyrstu farfugl- arnir, starrar, eru þegar komnir til Noregs eftir vetrardvöl á Bretlands- eyjum. Þeir halda sig einkum í grennd við ræktað land og vegna þess að þeir eru oft í grennd við bú- fénað er ekki hægt að útiloka að þeir beri með sér smit, segir dýralækn- irinn Karsten Kjølleberg. Íslensk stjórnvöld gripu í gær til aðgerða til varnar því að gin- og klaufaveiki berist til landsins. Frakkar grípa til hertra aðgerða gegn útbreiðslu gin- og klaufaveiki Banna útflutning búfjár Reuters Franskur bóndi grætur eftir að 800 kindum hafði verið slátrað í gær. París, Ósló. AFP, AP, Morgunblaðið.  Farþegar frá Bretlandi/18 ARIEL Sharon, leiðtogi Likud- flokksins, var í gær að leggja loka- hönd á myndun nýrrar ríkisstjórnar í Ísrael. Shas-flokkur bókstafstrúar- gyðinga samþykkti á sunnudag að taka þátt í stjórnarsamstarfinu og hefur Sharon því hlotið nægan stuðning til að mynda meirihluta- stjórn. Búist er við að hann leggi til- lögu um stjórnarmyndun fyrir ísra- elska þingið á morgun. Ísraelsstjórn jók í gær öryggisvið- búnað í kjölfar sjálfsmorðsárásar Palestínumanns, sem varð þremur Ísraelum að bana í bænum Netanya við Miðjarðarhafsströndina á sunnu- dag. Þúsundir lögreglumanna voru í gær á vakt í verslunarmiðstöðvum og á öðrum stöðum þar sem marg- menni er saman komið. Sjálfsmorðsárásin á sunnudag var önnur mannskæða sprengjuárásin í Ísrael á fjórum dögum. Palestínu- maðurinn sprengdi sig í loft upp á fjölförnum gatnamótum í miðbæ Netanya, en hann hafði áður reynt að komast inn í strætisvagn, vænt- anlega með það fyrir augum að sprengja hann. Um 70 manns særð- ust í sprengingunni. Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengjuárásinni á hendur sér, en tvær þekktustu hreyfingar herskárra múslíma, Hamas og Heilagt stríð íslams, hafa lýst því yfir að þær myndu fremja hryðjuverk til að grafa undan rík- isstjórn Sharons. Dóttir Rabins í ríkisstjórn Þeir flokkar sem samþykkt hafa að eiga aðild að ríkisstjórn Ariels Sharons og Likud-flokks hans, Verkamannaflokkurinn, Israel Beit- einu, sem er flokkur rússneskra inn- flytjenda, og nú síðast Shas-flokkur- inn, eiga samtals 64 sæti af 120 á ísraelska þinginu. Tilkynnt var í gær að Dalia Rabin-Plossof, dóttur Yitzh- aks Rabins, fyrrverandi forsætisráð- herra, hefði verið boðið embætti að- stoðarvarnarmálaráðherra. Sharon að ljúka stjórnarmyndun Getur myndað meirihluta- stjórn RÚTA og tveir fólksbílar féllu í fljótið Douro í Portúgal á sunnu- dagskvöld þegar gömul brú hrundi og er óttast að um 70 manns hafi farist. Embættismaður í héraðinu sagðist hafa varað stjórnvöld í höfuðborginni Lissa- bon margsinnis við og bent á að brúin væri hættuleg en um hana fóru að jafnaði um 1.600 bílar á sólarhring. Erfiðlega gekk að finna lík hinna látnu vegna þess að straumur er mikill í fljótinu í kjölfar rigninga að undanförnu. AP 70 fórust er brú hrundi  Þjóðarsorg/33 TIL átaka kom í gær milli albanskra skæruliða og makedóníska hersins skammt frá landamærum Kosovo. Her Makedóníu reynir af öllum mætti að hafa hemil á uppreisnarmönnum og koma í veg fyrir að átökin breiðist út um landið. Atlantshafsbandalagið, NATO, herti eftirlit við landamærin en makedónísk stjórnvöld gagnrýndu NATO fyrir að láta sér nægja að fylgjast með átökunum úr fjarlægð. Íslendingar á vegum alþjóðastofnana í Kosovo sem voru á heimleið voru kyrrsettir í Skopje, höfuðborg Mak- edóníu, í gærkvöldi vegna ástandsins. Richard Boucher, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði Bandaríkjastjórn fordæma skæru- hernaðinn og að hún styddi ríkisstjórn Makedóníu. Boucher sagðist gera ráð fyrir að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna, SÞ, myndi ræða ástandið síðar í vikunni líkt og ríkisstjórn Makedóníu hefur farið fram á. Að sögn varnarmálaráðuneytis Makedóníu voru Albanar upphafs- menn átakanna í gær. Það var annar dagurinn í röð sem upp úr sýður milli uppreisnarmanna og hersins. Þrír hermenn létust í átökunum á sunnu- dag en enginn í gær. Makedónía lok- aði landamærunum við Kosovo í kjöl- farið. Að sögn stjórnvalda í Maked- óníu hafa átökin verið bundin við nokkur þorp í grennd bæjarins Tan- usevci, 30 km norður af Skopje. Javier Solana, æðsti talsmaður Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum, hvatti skæruliða til að leggja niður vopnin hið snarasta en óttast er að allt geti farið í bál og brand á þessum slóðum breiðist átök- in út. Nær þriðjungur af íbúum Makedóníu, sem eru tvær milljónir, er Albanar og hafa þeir krafist auk- inna réttinda síðan Makedónía hlaut sjálfstæði með friðsamlegum hætti fyrir tíu árum. Talið er að skæru- liðarnir séu í tengslum við albanskar uppreisnarsveitir í Presevo-dalnum í suðurhluta Serbíu. Að sögn Davíðs Loga Sigurðsson- ar, starfsmanns Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu í Pristina, var honum og öðrum starfsmönnum bráðabirgðastjórnsýslu alþjóðastofn- ana í Kosovo, þ.á m. fimm Íslending- um, haldið kyrrum í Skopje í gær- kvöldi. Starfsmennirnir áttu frí í gær vegna helgidags múslíma, Eid al- Adham, og höfðu margir nýtt sér tækifærið til að bregða sér úr landi. Davíð Logi segir skýringu kyrrsetn- ingarinnar líklega vera að stjórnvöld vilji þrýsta á að hlutlaust svæði undir stjórn SÞ verði við landamærin. Íslendingar kyrrsettir í Skopje vegna árása aðskilnaðarsinna Skærurnar magnast í Makedóníu Debelde. AP, AFP. Bandaríkin Tveir féllu í skotárás Santee. AFP. TVEIR nemendur Santana-fram- haldsskólans í Santee austur af San Diego létust þegar samnemandi þeirra hóf skotárás í gærmorgun að staðartíma. Þrettán manns voru fluttir á sjúkrahús í grenndinni. Annar nemendanna lést á staðnum en hinn á sjúkrahúsi. Lögreglustjór- inn í San Diego, William Kolander, sagði að aðstoðarlögreglustjórinn hefði verið við kennslu í skólanum þegar atvikið varð og verið kominn á vettvang nokkrum andartökum eftir að skothríð hófst. Fimmtán ára nem- andi var tekinn höndum og leitaði lögregla samverkamanna hans í gær. Georg W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði atburðinn vera „smánar- legt verk hugleysingja“. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.