Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 77 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Án fjarvistarsönnunar (No Alibi) S p e n n u m y n d ½ Leikstjóri: Bruce Pittman. Aðal- hlutverk: Dean Cain, Eric Roberts og Lexa Doig. (95 mín) Myndform. Bönnuð innan 12 ára. HVAÐ er svosum hægt að segja um fjöldaframleiddar sjónvarps- myndir á borð við Án fjarvistar- sönnunar? Þeir sem séð hafa eina hafa séð þær all- ar. Áhersla er á sakamál og flókna og snúna fléttu. Allt púðrið fer í að koma áhorfandan- um á óvart, en um leið er ekki fersk- ur þráður í mynd- inni. Konur eru hættulegar og karlmenn auðtrúa. Morð eru fram- in og Eric Roberts leikur í mynd- inni. Kynlífsatriði eru notuð reglu- lega til þess að vekja dottandi áhorfandann upp úr heiladoðanum. Tónlistin gæti hafa verið samin á níunda áratugnum. Ég spyr: Hverjir leigja svona myndir? Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Sjónvarps- myndir að eilífu IT HAPPENED ONE NIGHT (1934) Bráðskemmtileg og smellin gam- anmynd, ein sú fyrsta sem kennd er við „screwball“; svolítið klikkaðar gínmyndir þar sem ein óvænt upp- ákoma tekur við af annarri. Aðalper- sónurnar lenda fyrir tilviljun í sama langferðabíl frá Florída til New York. Peter (Clark Gable), er jarð- bundinn blaðamaður, nýrekinn fyrir drykkjuskap í vinnunni. Ellie (Claudette Colbert), er úr hinum enda þjóðfélagsstigans; ofdekruð, vellauðug dóttir milljarðamærings. Hún er að strjúka úr einangrun frá karli föður sínum, til að giftast manni sem er honum ekki að skapi. Ferða- lagið norður á bóginn er litríkt og allt hið fjörlegasta og nærri má geta hvernig það endar hjá aðalpersónun- um. Ein þeirra mynda sem allir hafa gaman af og hefur ekki elst um dag. Var sú fyrsta til að innbyrða öll fimm aðal-Óskarasverðlaunin (fyrir leik- stjórn, handrit (Rifkin), bestan leik í aðalhlutverkum beggja kynja – og besta mynd ársins). Tímamótamynd sem fékk Cohn til að breyta Col- umbia úr skranverksmiðju í dvergr- isa (ásamt Universal, lengst af tveir). Capra nældi í Gable frá MGM, þar sem hann var í tímabundinni ónáð, og Colbert, sem var á þessum arum samningsbundin aðalstjarna hjá Pa- ramount, kom einnig til að gera þessa einu mynd, því launin voru tvö- földuð. Stórkostleg í alla staði. LOST HORIZON (1937) Áður en lengra er haldið er rétt að benda lesendum á að rugla ekki þess- ari klassík saman við hroðalegt mús- ikal, endurgerð sem Columbia gerði 7́3. Ronald Colman leikur Breta í ut- anríkisþjónustunni, sem fer fyrir hópi farþega, (Evrópubúa á flótta undan uppreisninni í Kína), er flug- vél þeirra hrapar í Himalayafjöllun- um. Djúpt í óbyggðunum finna þau Shangri La, hið fullkomna drauma- land, þar sem íbúarnir eldast ekki og lifa alsælir í sátt og samlyndi. Sitt- hvað á eftir að breytast með aðkomu- fólkinu, ekki síst með ástinni sem grípur um sig meðal gestanna og íbú- anna. Ógleymanlegt og fagurt ævin- týri þar sem Capra fylgir eftir inn- taki metsölubókar friðarsinnans James Hilton. Með Jane Wyatt, Tho- mas Mitchell, Sam Jaffe, ofl. MR. SMITH GOES TO WASH- INGTON (1939) Ein besta mynd Capra og ein af perlum Hollywoodkvikmyndanna fyrir stríð, segir frá auðtrúa sakleys- ingja (James Stewart), sem kosinn er í öldungadeildina en þegar hann kemur til Washington D.C. kynnist hann engu nema spillingu og kemst að því að hann á að vera peð í hönd- um fjárplógsmanna. Sérlega þjóð- rækin amerísk fánakveðja um litla manninn, sem vinnur sigur á þeim stóru, sett í heillandi búning með Stewart í essinu sínu. Fyndin og hröð frásögn uppúr góðu handriti tryggir að manni leiðist aldrei, jafnvel þótt myndin sé komin til ára sinna. Jean Arthur, Claude Rains, Edward Arn- old, Guy Kibbee, Thomas Mitchell og Beulah Bondi í aukahlutverkum. Sígild myndbönd NÆSTKOMANDI fimmtudag tek- ur Filmundur til sýninga eina bestu mynd eins nafntogaðasta leikstjóra sögunnar. Þetta er Blúndur og blásýra – Arsenic and Old Lace (’44), eftir Bandaríkja- manninn Frank Capra. Ástæðan fyrst og fremst sú að 17. þ.m. mun Leikfélag Reykjavíkur setja upp samnefnt leikrit eftir Joseph Kes- selring sem kvikmyndin er byggð á. Ameríski draumurinn Þá var einnig orðið löngu tíma- bært að rekja feril Capra í þessum pistlum, eins ástsælasta leikstjóra af sinni kynslóð, með fjölda stór- virkja að baki. Ekki síst á fjórða áratugnum þegar hver gæðamynd- in og kassastykkið rak annað. Sú staðreynd að hann vann sig sjálfur uppúr því að vera allslaus, sikil- eyskur innflytjandi, í einn vinsæl- asta og virtasta kvikmyndagerð- armann allra tíma, endurspeglast í mörgum mynda hans. Þær boða óbilandi trú á ameríska drauminn og dyggðir og drengskap hins óbreytta borgara. Andstætt flest- um öðrum stórleikstjórum Hol- lywood, hafði Capra ákveðnar pólitískar og þjóðfélagslegar skoð- anir, sem fóru að koma í ljós eftir It Happened One Night (’34), fyrsta smellinn hans, sem vann til fjölda Óskarsverðlauna, m.a. sem besta myndin og fyrir leikstjórn- ina. Á blómaskeiði Capra, um og eftir miðjan, fjórða áratuginn, gerði hann nokkrar sígildar mynd- ir til viðbótar sem voru ámóta vel séðar hjá gagnrýnendum og al- menningi, jafnvel svo að tvær til viðbótar unnu þessi eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins. Til að koma boðskap sínum til fjöldans, fléttar Capra saman gamanmálum, stjórnmálaskoð- unum, þjóðfélagsádeilu og vinsæl- ustu stjörnum samtíðarinnar. Nýt- ur gjarnan aðstoðar handritaskáldsins Roberts Riskin, við að fullgera forskriftina að átökum „litla mannsins“ við kerf- ið, rotna kaupsýslumenn og spillta stjórnmálamenn. Dramatík, grín og gagnrýni haldast í hendur. Áhorfendur áttu gott með að setja sig í spor hetjanna, sem gjarnan voru leiknar af James Stewart eða Gary Cooper og Jean Arthur gjarnan í aðalkvenhlutverkinu. Í myndum á borð við Mr Deeds Goes To Town (’36), You Can’t Take It With You (’38), eða Mr Smith Goes To Washington (’39), þar sem þær berjast við gjörspillt kerfið, oft holdi klætt af Edward Arnold. Eftir síðari heimsstyrjöldina varð Capra ljóst að heimurinn hafði breyst og áhorfendur ekki jafnspenntir fyrir uppskriftinni hans; blöndu gamansemi og þjóð- félagsádeilu. Sneri þá aftur til upphafs síns, ómengaðra gam- anmynda; endurgerði jafnvel tvær af elstu myndum sínum. Capra (1897–1991), var aðeins 6 ára er hann fluttist með fjölskyldu sinni yfir hafið og settist að í Kali- forníu. Sá fyrir sér sjálfur frá unga aldri, vann sig í gegnum nám við California Institute of Technology, og reyndi síðan fyrir sér í ýmsum störfum uns hann endaði í kvikmyndaiðnaðinum. Var farinn að leikstýra stutt- myndum 1922. Komst að því hvað hann kunni lítið fyrir sér og byrj- aði aftur, frá grunni, í illa launuðu starfi aðstoðarmanns. Að hætti sinna eigin framtíðarhetja, vann Capra sig í gegnum flestar deildir kvikmyndagerðarinnar. Fékk m.a. vinnu sem brandarasmiður og handritshöfundur í gamanmynda- smiðju Macks Sennet. Þar vann hann mikið með stjörnunni Harry Langdon og var meðleikstjóri Tramp, Tramp, Tramp (’26), fyrstu, löngu myndar gamanleik- arans. Móti honum lék engin önn- ur en Joan Crawford, kornung og lítt þekkt. Þeir félagar unnu að gerð tveggja mynda til viðbótar; The Strong Man (’26) og Long Pants (’27). Þær eru taldar meist- araverk Langdons og hér má sjá glitta í hjartans mál Capra (sem einnig var meðhöfundur handrit- anna) – fléttu gaman- og þjóð- félagsmála. Þrátt fyrir að samstarfið gengi að óskum, ákvað Langdon að leik- stýra sér sjálfur í framtíðinni og Capra hafði lítið fyrir stafni uns kom að The Love of Mike (’27), sem þótti lítið forvitnileg. Capra stóð því uppi atvinnulaus um tíma, uns hann réð sig aftur hjá Sennet á lækkuðum launum. Sló því hik- laust til er Columbia bauð honum samning í árslok ’27, þótt hann hefði litla hugmynd um hvað biði hans hjá hinu unga smáfyrirtæki á Hollywoodvísu. Hæfileikarnir uppgötvaðir Næstu 12 árin tvinnuðust saman örlög og uppgangur Capra og Col- umbia. Hann varð fljótlega þeirra atkvæðamesti leikstjóri og átti manna mest þátt í að lyfta kvik- myndaverinu úr dufti smæðar og metnaðarleysis í eitt hinna stóru. Til að byrja með fékkst Capra við B-myndirnar, sem voru hið dag- lega brauð á bænum þeim. Eig- andi versins, rustinn Harry Cohn, var nánast skyggn á hæfileika og treysti Capra til að leikstýra The Donovan Affair (’29), fyrstu tal- mynd Columbia. Capra var einn örfárra Hollywoodleikstjóra með verkfræðimenntun og reynslu. Sá bakgrunnur kom honum að góðum notum. Capra lét einhvern tímann hafa eftir sér: „Ég var menntaður efnaverkfræðingur svo ég þekkti til hljóðsins, vissi eiginleika þess. Var því fær um að ráða við hljóð- mennina, lét þá ekki stjórna mér. Ég gat því hagnýtt mér það í stað þess að hljóðið yrði baggi á kvik- myndagerðinni.“ Capra hressti mikið uppá feril smástirnisins Jean Harlow, með því að ráða hana í aðalhlutverk myndarinnar Platinum Blonde (’31), en stóra uppgötvunin hans var Barbara Stanwyck, sem hann sá til að yrði ráðin og sett í fremstu röð stjarna dvergrisans. Saman gerðu þau fjórar myndir, þ. á m. hina athyglisverðu The Bitter Tea of General Yen (’32), sem gerist í Austurlöndum fjær. Stanwyck varð fræg, þarna fléttar hún fyrst saman sjálfstæði og við- kvæmni, sem átti eftir að verða vörumerki hennar um ókomin ár. Næst á dagskrá var American Madness (’32), sem segir af óför- um litla mannsins í baráttu sinni við kerfið, er banki verður gjald- þrota í yfirstandandi „Kreppunni miklu“. Sýn Hollywood og Capra á tíbeska paradís: Jane Wyatt og Ronald Colman í Lost Horizon. James Stewart, sem öldungadeildarþingmaðurinn hugsjónaríki, les Claude Rains pistilinn í Mr. Smith Goes To Washington. FRANK CAPRA I. Capra leggur hér línurnar fyrir Frank Sinatra, Keenan Wynn og Joi Lansing á tökustað myndarinnar A Hole in the Heart. Clark Gable og Claudette Col- bert eru rómantíkin uppmáluð í It Happened One Night. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.