Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 12

Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ 5. mars 2001. 82. fundur. Dag- skrá Alþingis þriðjudaginn 6. mars 2001 kl. 1½ miðdegis. 1. Tekjuskattur og eign- arskattur, stjfrv., 481. mál, þskj. 767. – Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Umgengni um nytjastofna sjávar, stjfrv., 504. mál, þskj. 791. – Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Stjórn fiskveiða, stjfrv., 120. mál, þskj. 807. – 3. umr. 4. Leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis, stjfrv., 175. mál, þskj. 808. – 3. umr. 5. Eftirlit með útlendingum, stjfrv., 284. mál, þskj. 313. – 3. umr. 6. Kísilgúrverksmiðja við Mý- vatn, stjfrv., 510. mál, þskj. 800. – 1. umr. 7. Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða, stjfrv., 480. mál, þskj. 766. – 1. umr. 8. Hönnunarréttur, stjfrv., 505. mál, þskj. 792. – 1. umr. 9. Sjálfbær orkustefna, þáltill., 274. mál, þskj. 302. – Fyrri umr. 10. Sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, frv., 178. mál, þskj. 186. – 1. umr. 11. Tekjuskattur og eign- arskattur, frv., 181. mál, þskj. 190. – 1. umr. 12. Húsaleigubætur, frv., 195. mál, þskj. 205. – 1. umr. 13. Þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis, þáltill., 198. mál, þskj. 208. – Fyrri umr. VERIÐ er að hrinda tillögum starfshóps í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu um breytingar á Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins í framkvæmd. Árangursstjórnar- samningur verður gerður við stofn- unina og tekið með þeim hætti á ýmsum vandamálum sem við er að glíma. Þetta kom fram í svari Ingi- bjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrir- spurn Ástu Möller, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, á Alþingi fyrir helgi. Ásta spurði ráðherra m.a. hver væri framtíðarskipan í heilbrigðis- þjónustu heyrnarskertra og benti á að heyrnarskerðing virðist vera að aukast hér á landi. Samhliða hafi spurn eftir þjónustu vegna heyrn- arskerðingar aukist verulega á und- anförnum árum. „Sambærileg þróun hefur einnig átt sér stað á Norðurlöndum. Ástæðurnar eru helstar taldar vera fjölgun aldraðra, betri og smærri tæki, auk þess sem ungt fólk er nú fremur en áður tilbúið að nota heyrnartæki,“ sagði Ásta og nefndi að um þúsund heyrnartækjum hefði verið úthlutað á árinu 1996, en fjór- um árum síðar hefðu tvöfalt fleiri fengið slíkt tæki afhent. „Margir heyrnarskertir eru á biðlista eftir heyrnartækjum, ekki síst eldra fólk. Áhrif skertrar heyrn- ar nær langt út yfir heyrnarskerð- inguna sjálfa. Hún veldur minnkaðri virkni í mannlegum samskiptum, en það getur leitt til einangrunar, sem eykst eftir því sem biðtíminn er lengri. Sjálfstraust viðkomandi bíð- ur skaða og hann verður í auknum mæli háður öðrum um túlkun á um- hverfinu. Afleiðingin getur orðið hraðari öldrun, minni lífsgæði og aukin hætta á að viðkomandi þurfi fyrr á aðstoð samfélagsins að halda,“ sagði Ásta ennfremur. Fram kom í svari Ingibjargar Pálmadóttur að úttekt hefur verið gerð á starfsemi Heyrnar- og tal- meinastöðvarinnar á vegum stjórn- enda stofnunarinnar og var hún kynnt ráðuneytinu í apríl í fyrra. Til- lögur ráðgjafarfyrirtækisins beind- ust fyrst og fremst að innri starf- semi stöðvarinnar og bent er á að endurskoða þurfi skipun stjórnar og endurskilgreina hlutverk stofnunar- innar, móta framtíðarsýn og stefnu og breyta lögum til þess að skapa starfinu nauðsynlegan ramma. Ráðherra upplýsti ennfremur að verið væri að endurskoða lög um Heyrnar- og talmeinastöðina og myndi hún leggja fram frumvarp á vorþingi. Í því væri sérstaklega til skoðunar stjórn stöðvarinnar, hvort skipa eigi gæðaráð sem væri m.a. skipað fulltrúum þeirra samtaka sem sinna hagsmunum skjólstæð- inga stofnunarinnar og með hvaða hætti þjónustu við skjólstæðingana verði best fyrir komið. Erfitt að fá lækna til starfa „Erfitt hefur verið að fá lækna til starfa og sérstaklega til afleysinga og mun svo verða áfram að óbreyttu. Því er mikilvægt að tryggja að starfskraftar lækna, sem menntaðir eru á þessu sviði, nýtist stofnuninni sem allra best og má hugsa sér að læknisfræðileg þjón- usta við stofnununina sé veitt á grundvelli þjónustusamnings við háls-, nef- og eyrnadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Það er sérstaklega til skoðunar þessa dagana. Formanni stjórnar hefur verið falið að meta hve mikið fjármagn þarf til þess að ná niður biðlistum sem nú er við að glíma og hve mikið þarf af viðbótarstarfsfólki með fagmenntun. Niðurstöðu hans er að vænta innan skamms,“ sagði Ingibjörg. Biðtími eftir heyrnarmælingu að jafnaði þrír mánuðir Heilbrigðisráðherra var spurður, af þeim Svanfríði Jónasdóttur og Kristjáni L. Möller, Samfylking- unni, um hve langur biðtími væri að jafnaði eftir þjónustu stöðvarinnar og hve margir hefðu verið á biðlista um síðustu áramót. Fram kom í svari ráðherra að bið- tími eftir heyrnarmælingu og lækn- isskoðun er að öllu jöfnu þrír mán- uðir. Um síðustu áramót voru um 650 einstaklingar á biðlista eftir heyrnarmælingu og læknisskoðun. Af þeim hópi eru um 86% 67 ára og eldri. „Á undanförnum árum hafa legið niðri að mestu ferðir starfsmanna Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar út á land. Þetta er bæði vegna skorts á fjármagni og skorts á starfsfólki. Í undirbúningi er að taka slíkar ferðir upp að nýju enda eru til fullbúnir heyrnarmælingarklefar má segja á heilsugæslustöðvum um allt land. Einnig verður skoðað hvort stofnunin geti komið upp þjón- ustueiningum á landsbyggðinni og sinnt þar með skjólstæðingum sín- um betur,“ sagði Ingibjörg Pálma- dóttir ennfremur. Rætt um breytingar á starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar ríkisins 670 bíða eftir tækjum ÞINGMENN á löggjafarsamkund- unni fá til sín gríðarlegt magn lesefnis í viku hverri og verða vitaskuld að kunna skil á því markverðasta hverju sinni. Það tekur tekið á að blaða í skjölunum meðan á þingfundi stendur og hér sýnist syfja sækja að leiðtoga vinstri grænna, Steingrími J. Sig- fússyni. Hann er raunar frægur fyrir að taka virkan þátt í um- ræðum á þingi og hefur eflaust aðeins verið að bíða eftir því að komast í pontu og segja nokkur vel valin orð. Morgunblaðið/Golli Blaðað í þingskjölum Bókasafns- og upplýsingafræði LÖGUM um bókasafnsfræðinga verður breytt verði stjórnarfrum- varp þar að lútandi samþykkt á Al- þingi, en í því felst að lagaákvæði um lögbundið starfsheiti og námskröfur bókasafnsfræðinga verða löguð að þeim breytingum sem orðið hafa á námi og þar með starfssviði bóka- safnsfræðinga og tilkomu upplýs- ingafræðinnar. Heiti á námi bókasafnsfræðinga við Háskóla Íslands hefur verið breytt í bókasafns- og upplýsinga- fræði til samræmis við þróun upplýs- ingasamfélagsins og kröfur þess. Nám í bókasafns- og upplýsinga- fræði er nú sérskor innan félagsvís- indadeildar Háskóla Íslands. Í frum- varpinu er ennfremur lagt til að námskröfur til þeirra sem sækja um leyfi til þess að bera starfsheitið bókasafns- og upplýsingafræðingur verði gerðar skýrari. HEIMILT er að sameina Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnar- fjarðar og stofna hlutafélag um reksturinn sem nefnist Hitaveita Suðurnesja, samkvæmt frumvarpi til laga sem iðnaðar- og viðskipta- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Samkvæmt því er ríkisstjórninni heimilt að leggja hlutafélaginu til hlut ríkissjóðs í Hitaveitu Suður- nesja. Samkvæmt frumvarpinu skulu eignarhlutir í Hitaveitu Suðurnesja skipast á eftirfarandi hátt: Reykja- nesbær 43,5%, ríkissjóður Íslands 16,667%, Hafnarfjarðarbær 16,667%, Grindavíkurbær 9,38%, Sandgerðisbær 5,825%, Gerða- hreppur 5,058%, Vatnsleysustrand- arhreppur 2,975%. Í ákvæðum til bráðabirgða með frumvarpinu kemur fram að sam- eignarfélagar Hitaveitu Suðurnesja og eigandi Rafveitu Hafnarfjarðar bera áfram, gagnvart kröfuhöfum, einfalda óskipta ábyrgð á skuld- bindingum Hitaveitu Suðurnesja annars vegar og Rafveitu Hafnar- fjarðar hins vegar sem stofnast hafa fyrir samruna fyrirtækjanna og áður en hlutafélag er stofnað um reksturinn. Innbyrðis skiptist ábyrgð sameigenda Hitaveitu Suð- urnesja samkvæmt eignarhlutföll- um svo sem þau voru fyrir samruna Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar. Ennfremur að á stofnfundi skuli kjósa stjórn félagsins og skal hún starfa þar til ný stjórn hefur verið kosin á fyrsta aðalfundi eftir að félagið hefur tekið til starfa. Hlut- verk stjórnar fram að yfirtöku er að undirbúa yfirtöku á rekstri Hita- veitu Suðurnesja og Rafveitu Hafn- arfjarðar en eftir það að stjórna félaginu í samræmi við ákvæði laga. Í fyrra náði stjórn Hitaveitu Suð- urnesja samkomulagi við Hafnar- fjarðarbæ um sameiningu Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnar- fjarðar. Jafnframt samþykktu að- ilar að stefna að stofnun hlutafélags um reksturinn undir nafni Hita- veitu Suðurnesja enda næðist skattalegt jafnræði við önnur orku- sölufyrirtæki með hlutafélagsformi. Í kjölfar þess að eigendur Hita- veitu Suðurnesja og Rafveitu Hafn- arfjarðar samþykktu sameininguna var þess óskað við iðnaðarráðuneyt- ið að lagt yrði fram frumvarp til laga sem heimiluðu þessar breyt- ingar. Hlutafélag um Hitaveitu Suðurnesja Kosið í nefndir ALÞINGI hefur kosið þrjá aðalmenn og þrjá varamenn í stjórn Kristnihá- tíðarsjóðs, skv. 3. grein nýsam- þykktra laga um Kristnihátíðarsjóð. Fram kom einn listi sem á voru jafnmörg nöfn og þeir menn sem skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti for- seti yfir að kosnir væru án atkvæða- greiðslu: Aðalmenn: Anna Soffía Hauksdótt- ir verkfræðingur, Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur, Þorsteinn Gunnars- son rektor. Varamenn: Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, Jón Páll Halldórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, Þóra Guðmunds- dóttir arkitekt. Þá hafa fulltrúar einnig verið kosn- ir til setu í sérnefnd um stjórnar- skrármál, sbr. 42. gr. þingskapa. Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og þeir menn sem skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti for- seti yfir að kosnir væru án atkvæða- greiðslu: Sigríður A. Þórðardóttir, Jó- hann Ársælsson, Einar K. Guðfinnsson, Jón Kristjánsson, Guð- mundur Árni Stefánsson, Tómas Ingi Olrich, Ögmundur Jónasson, Þor- gerður K. Gunnarsdóttir og Kristinn H. Gunnarsson. Sjávarset umhverfis Reykjavík Ekki laust við efna- mengun SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að sjávarset umhverfis Reykjavík sé ekki laust við mengun af völdum efnisins PCB. Rannsóknir hafi sýnt að mengunina megi að mestu leyti rekja til fráveitna og greinist mestur styrkur næst gömlum skolútrásum. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar Fjeldsted, Sjálfstæðis- flokki, um PCB-mengun í Sundahöfn og á fleiri stöðum í Reykjavík. Ráðherra upplýsti að greiningar á PCB í sjávarseti í og við Sundahöfn sl. þrjú ár sýndu að í hverju tonni af þurrkuðu sjávarseti væri á bilinu 12– 20 mg af PCB-efnum. PCB-mengun í sjávarseti væri tiltölulega stöðug og því væri þess ekki að vænta að þessi mengun hyrfi á næstu árum. Hins vegar hefðu verið settar reglur um meðferð dýpkunarefnis og í nýlegri flokkun Hollustuverndar ríkisins flokkaðist sjávarset í og við Sunda- höfn sem ómengað eða lítillega mengað. Einnig sagði ráðherra að framangreindar greiningar væru vel undir sambærilegum umhverfis- mörkum í Evrópu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.