Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgarafundur í Hlaðvarpanum Gegn fordómum OPINN borgara-fundur verður áfimmtudaginn 8. mars nk. í Hlaðvarpanum við Vesturgötu í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafn- rétti. María S. Gunnars- dóttir, formaður Menning- ar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna, hefur haft umsjón með undirbúningi fundarins. „Það eru tuttugu og tvö félög og samtök sem standa að þessum fundi. Þetta er árlegur fundur en dagskráin er breytileg frá ári til árs. Hún er venju- lega lituð af því sem er á döfinni hér heima eða í heimsmálunum á hverjum tíma. Í ár er yfirskrift fundarins: Gegn fordómum“ – Hvers vegna var þetta efni valið nú? „Ástæðan fyrir því að fundinum var valin þessi yfirskrift er að Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt til þess að árið 2001 verði helgað baráttu gegn kynþáttafordómum og útlendingahatri.“ – Er þetta efni sem þér sýnist brýnt að kynna hér á landi? „Já, við í undirbúningshópnum töldum nauðsynlegt að opna mál- efnalega umræðu um ástandið á hinu fjölmenningarlega Íslandi. Nýlega hafa birst ýmsar rann- sóknir á viðhorfum Íslendinga. Það þýðir ekki endilega að for- dómar séu eitthvert nýtt fyrir- bæri hér á landi. Ég held að við ættum að vera raunsæ og viður- kenna fordóma sem hluta af mannlífinu. Fordómar geta verið margs konar og það er ákveðið skref að viðurkenna að við erum öll fordómafull á einhvern hátt. Við erum flest föst í ýmsum stað- alímyndum sem geta bæði verið jákvæðar og líka neikvæðar. Ég þekki manneskjur sem eru svo fordómafullar gagnvart sjálfum sér að þær leyfa sér engan veginn að blómstra. Í öðrum birtast for- dómarnir sem ótti við hið óþekkta, það sem fólk þekkir ekki og hræð- ist þess vegna.“ – Hvað fer fram á hinum opna borgarafundi í Hlaðvarpanum? „Þar munu íslenskar og erlend- ar konur leggja sitt af mörkum til umræðunnar og byggja bæði á faglegum rannsóknum og reynslu sinni.“ – Verða konur sérstaklega fyrir fordómum vegna erlends þjóðern- is hér á landi? „Ég held að ástandið hér sé svipað og í nágrannalöndum okk- ar. Við sem höfum gaman af sög- unni við vitum að straumar í Evr- ópu berast að lokum hingað, bara svolítið seinna. Þannig var það með ’68 kynslóðina, hún var tölu- vert yngri hér en hugsanabræður á meginlandinu, þannig var það líka með pönkara, íslenskur pönk- ari er líka talsvert yngri en enskur pönkari. Þetta hefur ákveðna kosti fyrir eyjuna Ísland. Þegar aldan skellur að landi er hún orðin svolítið þreytt. Í dag eru „rasistar“ í Evrópu á undanhaldi. Þessar hreyfingar hafa alls staðar náð hámarki fylgis á tímum kreppu. Nú er fylgi þeirra minnkandi og ástæða þess er tvíþætt. Annars vegar vegna aukins hagvaxtar í Evrópu og minnkandi atvinnu- leysis og hins vegar vegna þess að þeir sem hafa leitt þessar hreyf- ingar hafa sjálfir grafið sína eigin gröf. Það kemur kannski ekki á óvart að menn sem eru andmann- úðlega sinnaðir skuli einnig vera dæmdir fyrir andfélagslega hegð- un.“ – Eru margir fyrirlesarar á borgarafundinum? „Það verða sex fyrirlestrar og fjallað verður um efni eins og: hvað fylgir fjölmenningu, kyn- þáttafordóma og viðhorf til nýbúa. Fundinum lýkur með umræðum. Fundarstjóri verður Kesara An- amthawat-Jónson grasafræðing- ur.“ – Er þessi fundur efnislega í takt við umræður erlendis nú? „Nei, við erum eins og fyrr sagði einum fjórum árum á eftir umræðu um þessi efni víðast í ná- grannalöndunum. En við erum auðvitað í tengslum við ýmsar hreyfingar og höfum fylgst með umræðunni þar. Þetta er frekar fundur sem efnt er til af því að við teljum að þörf sé á málefnalegri umræðu um þetta efni hérna núna.“ – Hvað viljið þið gera í þessum „fordómamálum“ „Markmið lýðræðissinna á Ís- landi er ekki að banna hreyfingar af einu eða neinu tagi. Lýðræði nærist nú einu sinni á ólíkum skoðunum og skoðanaskiptum, en við þurfum að standa vörð um rétt allra í samfélaginu. Þess vegna þurfa lögin að tryggja þegnana fyrir öllum áróðri fyrir kynþáttahatri og það að hvetja til ofbeldis gagnvart manneskju af öðrum kynþætti hlýtur alltaf að vera refsivert athæfi. Síðastliðið haust sagði í skýrslu Ís- lands til Sameinuðu þjóðanna að kynþáttamisréttismál hefði aldrei komið fyrir dómstóla hér á landi. Það sýnir vonandi að við séum meðvituð um þá staðreynd að Ís- lendingar í útlöndum eru þrisvar sinnum fleiri en útlendingar bú- settir hér, þrátt fyrir mikla fjölg- un innflytjenda.“ María S. Gunnarsdóttir  María S. Gunnarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Tjörnina 1976 og fór eftir það til náms við University of Sussex í Brighton. Hún lauk námi í bókasafnsfræði við Há- skóla Íslands 1983 og hefur unn- ið eftir það við sitt fag, m.a. sem forstöðumaður Safnahússins í Vestmannaeyjum árunum 1983 til 1986. Þá gerðist hún deild- arstjóri íslenskra bóka hjá Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar til haust 1989, eftir það hefur hún starfað við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem bókasafns- fræðingur og kennt frönsku. María er gift Gérard Lemarquis kennara og fréttaritara og eiga þau fjögur börn. Lögin þurfa að tryggja þegnana fyrir kyn- þáttaáróðri Svona, ekkert bí, bí-blaður, titturinn þinn, vegabréfið og hvaðan ertu að koma? LJÓST þykir nú orðið að ekki er unnt að uppræta með lyfjameðferð HIV-veiruna hjá þeim sem smitast hafa og fengið geta alnæmi. Har- aldur Briem sóttvarnalæknir sat nýverið alnæmisráðstefnu í Banda- ríkjunum og tjáði hann Morgun- blaðinu að nýjar rannsóknaniður- stöður leiddu þetta í ljós. Einnig segir hann nú reynt að meta árang- ur þess að veita lyfjameðferð með ákveðnum hléum. „Menn hafa lengi haldið að hægt væri að uppræta smit með lyfjum og töluðu fyrst um að það væri hægt á þremur til fjórum árum og síðan kannski fimm til tíu en nú hefur verið staðfest að svo er ekki,“ sagði Haraldur. „Ákveðin hvít blóð- korn geyma veiruna í sér svo lengi sem við lifum og má að því leyti líkja þessu ferli við mislinga. Ef við höfum fengið mislingja sem börn fáum við þá ekki aftur vegna þess að minnisfrumur eru fyrir hendi og það sama á við um HIV-veiruna.“ Lyfjum beint á aðra staði Haraldur segir að á ráðstefnunni hafi einnig verið rætt um svonefnd lyfjahlé, þ.e. hver reynsla væri af því að gefa lyfin um stundarsakir en taka síðan hlé. Rannsökuð hefðu verið ýmis tilbrigði við þessa að- ferð, t.d. að gefa lyf í viku og taka síðan viku hlé eða gefa lyf í tvo mánuði og taka mánaðarlangt hlé. Sagði hann að svo virtist sem fyrri aðferðin gæfi betri árangur en ljóst væri að væru tekin svona hlé drægi úr fylgikvillum hjá sjúklingum og sparnaður væri talsverður. Segir Haraldur miklar rannsóknir stund- aðar á þessu sviði. Þá sagði hann stöðugt í gangi rannsóknir með fleiri lyf sem unnið geta á ónæmum stofnum, a.m.k til að byrja með, og hafa önnur skot- mörk veirunnar en þau lyf hafa sem fyrir hendi eru. Vonast er til að lyf finnist sem hafa færri auka- verkanir og eru þægilegri til töku því meðferðin er ævilöng. Á Íslandi höfðu um síðustu ára- mót greinst 143 sjúklingar með HIV-veiruna og eru 34 úr þeim hópi nú látnir. Um þessar mundir greinist um það bil einn á mánuði með HIV. Hann segir að eftir breytingu árið 1996 þegar farið var gefa lyfjablöndur hafi dánartíðnin lækkað og tiltölulega fáir fái al- næmi. Ekki er unnt að uppræta HIV-veiruna með lyfjum Reynt að meta árangur lyfjagjafar með hléum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.