Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 39 TÝNDA teskeiðin var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1977 og var þá þriðja leikritið sem Kjartan Ragn- arsson sendi frá sér. Hin tvö, Sauma- stofan og Blessað barnalán, voru þá bæði á fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur þannig að veturinn 77– 78 átti Kjartan þrjú leikrit í gangi samtímis í jafnmörgum leikhúsum. Týndu teskeiðina í Þjóðleikhúsinu, Saumastofuna sem var á sínu þriðja leikári í Iðnó og Blessað barnalán var leikið á miðnætursýningum í Austur- bæjarbíói (Bíóborginni). Geri aðrir betur. Öll hafa þessi leikrit notið mik- illa vinsælda meðal áhugaleikfélaga og sennilega er Kjartan mest leikni höfundurinn hérlendis síðasta aldar- fjórðunginn. Týnda teskeiðin gæti sem best flokkast sem „farce ma- cabre“ sem útleggst óhugnaðarfarsi, en þarna segir frá tvennum hjónum sem sitja uppi með dauðan mann og þar sem frystkistan er tóm og hús- bóndinn kjötiðnaðarmaður og þaul- vanur að úrbeina og brytja í gúllas, þá er einfalt mál að eyða öllum vegs- ummerkjum um líkið. Hvergerðingar hafa fundið verkinu leikstíl við hæfi undir stjórn Sigurðar Blöndal. Leik- myndin er heimili á áttunda áratugn- um en að öðru leyti er tímasetning verksins látin liggja milli hluta, gæti sem best verið í dag. Sýningin tekur hins vegar hæfilega lítið mark á raunsæislegri umgjörðinni og leikur- inn er yfirdrifinn, kraftmikill og farsakenndur þar sem öll meðul eru nánast leyfileg og úr verður hröð og kröftug sýning sem hafa má af hina bestu skemmtun þó einhverjum smá- atriðum sé ábótavant. Leikendur ráða reyndar misvel við hraðann og kraftinn en þar er Steinþór Gestsson tvímælalaust fremstur meðal jafn- ingja en hann leiðir sýninguna og smitar útfrá sér krafti og leikgleði. Steinþór hefur margoft sýnt hvers hann er megnugur sem gamanleik- ari, ég minnist hans í ágætri sýningu á einþáttungum Jónasar Árnasonar, Tápi og fjöri og Drottins dýrðar koppalogni fyrir nokkrum árum. Svipbrigði og líkamsbeiting Stein- þórs eru kostuleg og gaman að sjá hversu sterka tilfinningu hann hefur fyrir áhorfendum og nýtti sér mögu- leika sína til hins ítrasta. Allt sjón- arspilið með hárkolluna var kapítuli útaf fyrir sig. Ekki skyldi þó vanmeta framlag annarra leikenda sem drógu ekki af sér. Jóhann Tryggvi Sigurðs- son í hlutverki heimilisföður og kjöt- iðnaðarmanns var yfirmáta stressað- ur og Sigurður Blöndal átti góðan sprett sem hinn fordrukkni ná- granni. Konurnar létu sitt ekki eftir liggja og voru skemmtilegar and- stæður, drykkfellda eiginkonan á heimilinu varð sífellt subbulegri og sjúskaðri eftir því sem á leið í með- förum Svövu Bjarnadóttir og „Mammsa“ í höndum Guðríðar Aad- negaard var hæfilega viðutan allt til enda, sýndi eins konar þögla móður- sýki sem átti ágætlega við. Hin þriðja, nágrannakonan í kjallaran- um, var fullkomlega óþolandi en Anna Jórunn Stefánsdóttir kom því vel til skila að þar væri ekki allt sem sýndist. Unga fólkið var hæfilega hissa á þessu öllu saman og gaman að sjá kynslóðirnar mætast í leikstarf- inu með þessum hætti. Í Völundi, bæjarleikhúsinuí Hveragerði má því hafa ágæta skemmtun af Týndu te- skeiðinni þessa dagana. Hávar Sigurjónsson Að taka skrokk LEIKLIST L e i k f é l a g H v e r a g e r ð i s Eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri Sigurður Blöndal. Leik- arar: Anna Jórunn Stefánsdóttir, Svava Bjarnadóttir, Steinþór Gests- son, Sigurður Blöndal, Ylfa Lind Gylfadóttir, Jóhann Tryggvi Sigurðsson, Ingvi Pétursson og Guðríður Aadnegaard. 2. mars. TÝNDA TESKEIÐIN Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í 2 vorferðir til Costa del Sol, 24. apríl og 8. maí á hreint ótrúlegu verði. Þú getur valið um 14 nætur, eða 28 nætur, og nýtur fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við Mið- jarðarhafið og getur valið um frábæra gististaði á ströndinni, í göngufæri við veitingastaði, skemmti- staði og strandlífið. Meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi kynnisferðir til heillandi staða Andalúsíu. 24. apríl og 8. maí til Costa del Sol í 14 daga frá 47.885 47.885 kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 24. apríl, 14 nætur. Santa Clara, íbúð með 1 svefnh., flug, gisting, skattar. 59.930 kr. M.v. 2 studíó, Bajondillo, 24. apríl, 14 nætur, flug, gisting, skattar. Aðeins 50 sæti á sértilboði Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is SATT að segja runnu á mann tvær grímur er spurðist út að Philip Kauf- man ætti að leikstýra kvikmynd byggðri á ævi hins nafnkunna öfug- ugga og nautnaseggs, markgreifans De Sade (Geoffrey Rush). Þess hins sama og við er kenndur kvalalosti – sadismi, ef einhver kynni að velkjast í vafa. Var þessi einn frægasti kynóra- penni fyrr og síðar snillingur eða brjálæðingur? Um það hafa menn deilt í 200 ár, sjálfsagt var hann ríku- leg blanda af hvorutveggja. Enga greinir hinsvegar á um að greifinn var – og er – hneykslunarhella á sögu- legu plani. Líkt og Henry Miller og Anaïs Nin – sem einmitt hinn fyrrum ágæti fagmaður, Kaufman, kvik- myndaði með eftirminnilega náttúru- lausum árangri. Sem tæpast hefur verið ætlunin. Dapra útkomu Henry & June er þó ekki hægt að skrifa ein- göngu á reikning handritshöfundar- ins/leikstjórans Kaufmans; Fred Ward var álíka þokkafullur og reka- viðsdrumbur sem skáldið og einhver dúkkulísa, Maria De Madeiros, ámóta kyntröll og Ward, lék Nin. Aðeins Uma Thurman, sem eiginkonan June, hafði það sem til þurfti í ástarleikja- dramanu. Hitt ber einnig að hafa í huga að ferill Kaufmans, allt frá því hann gerði eðalvestrann The Great North- field Minnesota Raid (’72), til og með kvikmyndagerð Óbærilegs léttleika tilverunnar (’88), var nánast samfelld sigurganga. Þá kom bakslagið, Henry & June (’90), önnur mistök, Rising Sun (’93), fylgdu fast á eftir og Kauf- man féllust hendur. A.m.k. hefur ekk- ert komið frá honum síðan, fyrr en nú. Öllum til bærilegs léttleika er leik- stjórinn búinn að ná fyrri styrkleika; Fjöðurstafir er í senn kynngimögnuð, kolsvört gamanmynd og vitrænn óhugnaður sem gefur afþreyingar- hrollum einsog Hannibal langt nef. Að þessu sinni byggir Kaufman á margfalt betra handriti en í síðustu tveim myndum, kvikmyndagerðin er eftir Doug Wright, höfund Obie-verð- launaleikritsins Quills. Neistandi af orðsnilld, háði og ádeilu á ógnaröldina sem réð ríkjum á sögutímanum, í kjölfar frönsku byltingarinnar við upphaf 19. aldar. Myndin segir frá síðustu vikunum í lífi greifans, sem vegna siðspillts lífernis á ystu nöf, að mati siðfræðikenninga kirkjunnar og óheftum anda í gagnrýni á þjóðfélagið og valdastjórn Napóleons, er vistaður á geðveikrahæli í Charenton. Þar hef- ur hann unað hag sínum nokkuð vel, enda í náðinni hjá umsjónarmanni þess, Coulmier ábóta (Joaquin Phoenix). Sem sér um að skáldið skorti ekki mat eða drykk, né hina lífsnauðsynlegu fjöðurstafi, blek og pappír. Slíkt frelsi nægir ekki uppreisnar- manni andans. Þjónustustúlkan Madeleine (Kate Winslet), smyglar handritum hans jafnóðum útaf hæl- inu. Justine og aðrar byltingarsinn- aðar klámbókmenntir eru því gefnar út með sínum andþjóðfélagslega boð- skap þar sem dregið er dár að spillt- um stjórnvöldum. Það er meira en keisarinn fær kyngt, hann sendir því illræmdan lækni sinn og pyntinga- meistara, Royer-Collard (Michael Caine), til að koma skikk á hælismálin og þagga niður í hinum eitraða penna. Sem vefst ekki fyrir svíðingnum. Inní frásögnina af tilraunum stjórnvalda til að þagga niður í De Sade blandast gráglettin hliðarsaga af Fríðu og dýrinu; Royer-Collard og Simone, (Amelia Warner), barnungri og fallegri, munaðarlausri stúlku sem á engra kosta völ og verður að giftast ómenninu. Sem kæfir hana í verald- legum allsnægtum. Simone hrífst hinsvegar af Justine, sem hún nálgast eftir krókaleiðum. Munaðarfull sagan hertekur stúlkuna af slíkum losta að hún stingur bónda sinn af og heldur útí frelsið með handverksmanni. De Sade hefur betur fram í rauðan dauð- ann, gegn óbilgjarnri harðstjórninni sem hann er óragur við að hæða og spotta. Annar þáttur og mikilvægari er hlutur ábótans. Persóna hans endur- speglar togstreitu góðs og ills sem alls staðar liggur í loftinu í áleitinni mynd sem tekur á sígildum spurning- um um persónufrelsi og ritskoðun, gagnrýnir hræsni og sýndar- mennsku, þó á yfirborðinu segi hún sögu af hneykslunarhellu sem gengur jafnvel fram af mönnum enn þann dag í dag, þegar menn ættu að vera flestu vanir. Kaufman hefur dregið upp nið- dimma mynd um einstakan, hálfóðan mann (a.m.k.), þörf mannshugarins að tjá sig, hrylling kúgunarafla. Samt sem áður er hún oft meinfyndin á sinn undarlega hátt. Kaufman heldur vel á sínu og stjórn hans á leikurunum er athyglisverð. Rush vinnur leiksigur, þeim Kaufman tekst að halda leikn- um mátulega tempruðum. Hinn gjör- spillti öfuguggi fer aldrei úr böndum, heldur vinnur áhorfandann á sitt band, þrátt fyrir allt. Pervisminn meiri í orði en á borði. Rush er skemmtilega óskammfeilinn frá upp- hafi til enda, túlkar eftirminnilega óð- an (en ekki vitstola) mann sem gefur öllum hömlum, ekki síst siðferðileg- um, langt nef og siglir sinn sjó, hvern- ig sem viðrar. Winslet og Caine eru óaðfinnanleg, galla myndarinnar er helst að finna í óljósri persónu Coulmiers og hjálpar ekki Phoenix að finna sannfærandi tök á henni. Leikhópurinn í hlutverk- um hælismanna er einstaklega magn- aður. Fjöðurstafir er vönduð í alla staði, búningar og sviðsmunir og kvikmyndataka í sérflokki. Þrátt fyrir alla sína kosti, sem eru fáséðir í dag, er Fjöðurstafir vísast ekki að allra smekk. Hún gengur langt, traðkar ekki á vitsmunum áhorfenda með ódýrum bláma eða óþarfa subbuskap, reynir þess meira á sálarhróið sem hún gefur engan frið. Ef hún væri ekki á köflum mein- fyndin, væri Fjöðurstafir skelfileg upplifun. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó Leikstjóri Philip Kaufman. Hand- ritshöfundur Doug Wright. Tón- skáld Stephen Warbeck. Kvik- myndatökustjóri Rogier Stoffe. Aðalleikendur Geoffrey Rush, Kate Winslet, Joaquin Phoenix, Michael Caine, Billie Whitelaw, Amelia Warner, Jane Menelaus. Sýning- artími 125 mín. Bandarísk. Fox Searchlight. Árgerð 2000. FJÖÐURSTAFIR – QUILLS KVALIR OG LOSTI „Geoffrey Rush er skemmtilega óskammfeilinn frá upphafi til enda, túlkar eftirminnilega óðan (en ekki vitstola) mann sem gefur öllum hömlum, ekki síst siðferðilegum, langt nef og siglir sinn sjó.“ ÁKVEÐIÐ hefur verið að end- urflytja einleikinn Uppgjör við Pét- ur Gaut, sem Gunnar Eyjólfsson frumflutti á 75 ára afmælisdegi sínum þann 24. febrúar á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. Auka- sýningin verður sunnudaginn 18. mars kl. 21. Í einleiknum flytur Gunnar valda kafla úr verki Ibsens, og tengjast þeir á einn eða annan hátt konunum í lífi Pét- urs Gauts. Það var Einar Bene- diktsson sem þýddi Pétur Gaut og tónlistin í verkinu er eftir Edvard Grieg. Páll Ragnarsson hannaði lýsingu við einleikinn og Þórhallur Sig- urðsson hefur umsjón með upp- færslunni. Pétur Gautur endurfluttur Gunnar Eyjólfsson NÚ stendur yfir málverkasýning Garðars Jökulssonar í anddyri ÁTVR í Kringlunni. Garðar sýnir nokkrar stórar myndir. Einnig sýnir Garðar verk sín í húsakynnum Landsbanka Íslands, Laugavegi 77. Þar eru um 25-30 myndir, flestar nýlegar. Garðar sækir myndefni sitt í landslag og náttúru Íslands. Sýningarnar standa báðar fram til mánaðamóta. Málverk í Kringlunni SÝNINGIN Krísuvíkin mín, sýning á málverkum eftir Svein Björnsson í Hafnarborg er framlengd til mánu- dagsins 12. mars. Sýning framlengd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.