Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Séra Hans-Joach-im Bahr fæddist 28. júní 1895. Hann andaðist hinn 8. jan- úar síðastliðinn. Þannig hafði hann lifað 2 árþúsund, 3 aldir og tvær heims- styrjaldir. Foreldrar hans voru sr. Erich og Margarethe Bahr í Königsmühl í Pommern. Þau áttu átta börn og var Hans-Joachim elstur þeirra. Kona hans var Gertrud Bahr, fædd Schöne, frá Berlín, f. 1897, d. 1992. Afkomendur þeirra eru: 1) Elisabeth, f. 1926, d. 1965, maki: Baldur Ingólfsson mennta- skólakennari og þýðandi. Börn þeirra eru: a. Baldur Joachim, f. 1953, arkitekt og iðnskólakenn- ari, maki Halla Hauksdóttir, f. 1952, fulltrúi í Íslandsbanka-FBA; b. Hans Eiríkur, f. 1957, master í búddískum fræðum, búsettur í Boulder í Bandaríkjunum; c. Magnús Diðrik, f. 1959, MA í heimspeki, aðstoðarmaður há- skólarektors, maki Sigríður Þor- geirsdóttir, f. 1958, doktor í heim- speki og dósent við Háskóla Íslands. Dóttir þeirra er Elísabet, f. 1986, nemi. 2) Hans-Eckehard, f. 1928, doktor í guðfræði og pró- fessor við Háskólann í Bochum í Þýskalandi, maki 1. Anne Hase- mann, f. 1934, þjóðfélagsfræðing- ur og menntaskólakennari, maki 2. Rosemarie Ochs, f. 1949, tungu- málakennari. 3) Klaus-Dietrich, doktor í hagfræði og erindreki UNESCO í París og Alþjóða- bankans í Wash- ington, maki Ruth von Creyz, f. 1933. Börn þeirra eru: a. Dorothee, f. 1958, tískuteiknari, gift Francois Rousseau einkasjúkraþjálfara. Sonur þeirra er Pierre, f. 2000. Þau eru búsett í París; b. Kathrin, f. 1961, gift Vincent Forveille, f. 1961. Börn þeirra eru Sara, f. 1990, Simon, f. 1993. Þau reka býflugnabú í Suð- ur-Frakklandi; c. Christoph, f. 1964, tölvunarfræðingur, maki Claudia, tölvunarfræðingur, f. 1964. Dóttir þeirra er Jana, f. 2000. Þau eru búsett í Düsseldorf; d. Valérie, f. 1966, maki Arnold Staniczek, f. 1964, náttúrufræð- ingur. Synir þeirra eru Arne, f. 1994, Jan, f. 1996. Þau eru búsett í Tübingen. 4) Christiane, f. 1936, kennari, maki Jan Sieverts dr. jur., f. 1931. Börn þeirra: a. Jul- iane, f. 1964, sérkennari; Henn- ing, f. 1966, blaðamaður og tón- listarmaður, maki Elke, f. 1963, tónlistarkennari. Dætur þeirra eru Johanna, f. 1994, Miriam, f. 1996. Þau eru búsett í München. Útför Hans-Joachim Bahr fór fram frá Südfriedhof-kapellunni í Minden í Nordrhein-Westfalen 15. janúar. Séra Hans-Joachim Bahr stund- aði háskólanám í Tübingen og Soest og tók embættispróf og vígslu 1924. Fram að seinni heimsstyrjöld gegndi hann, eins og faðir hans og afi, prestsembætti í heimahögum sínum í Pommern og 1930 settist fjölskyldan að í smábænum Jassow nálægt Stettin sem nú heitir Jarz- ewo og er í Póllandi og bjó þar til 1945. Þegar H.-J. Bahr var í síðasta bekk í menntaskóla var fyrri heims- styrjöldin skollin á. Því var allur bekkurinn látinn taka skyndi-stúd- entpróf, sendur í heræfingar og síð- an á vígstöðvarnar. Sr. Bahr særðist hættulega í Rússlandi er hann fékk skot þvert gegnum kviðarholið en það tókst að græða hann svo að hægt var að senda hann á ný á víg- völlinn þar sem hann særðist aftur en minna en í fyrra sinnið. Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á í sept- ember 1939 var hann aftur kvaddur í herinn, þá 44 ára, en ekki sendur á vígstöðvarnar heldur látinn stjórna ásamt öðrum stríðsfangabúðum fyr- ir franska liðsforingja, 5000 menn. Það lýsir vel sr. Bahr að það var ekki fyrr en mörgum árum eftir stríðslok að í ljós kom að hann hafði hjálpað hópi þessara fanga að strjúka úr fangabúðunum. Þegar stríðinu lauk hafði hann verið sam- tals 10 ár undir vopnum og hlotið tit- ilinn höfuðsmaður. Hann sagði stundum frá frönsku drengjunum sínum sem skrifuðu honum til að þakka mannúðlega framkomu við sig og rifja upp liðinn tíma. Þegar framsókn Rússa hófst vestur með Eystrasalti undir lok stríðsins flýðu milljónir manna vestur á bóginn og mynduðu geysilanga flóttamanna- lest sem lá undir árásum á landi og úr lofti. Enginn veit hve margir fór- ust á flóttanum, en um það bil 1½ milljón komst til Slésvíkur og Holt- setalands. Það varð frú Gertrud Bahr og börnunum til bjargar að stórbóndi einn, nágranni og tryggur vinur fjöl- skyldunnar hafði útbúið flóttavagn handa sér og fjölskyldu sinni og lét sig ekki muna um að taka þau fimm með. Þau hjónin, sr. H.-J. Bahr og frú Gertrud höfðu samið um það við vinveitta fjölskyldu í Eckernförde nálægt Kiel að fá þar húsaskjól ef þau yrðu að flýja. Það stóðst á end- um að þegar stríðinu lauk í byrjun maímánaðar 1945 komst bóndinn á flóttavagninum góða heilu og höldnu til Eckenförde nálægt Kiel og um sama leyti kom sr. Bahr þangað á gömlu reiðhjóli sem hann hafði fengið úr eigum hersins til að kom- ast áfram frá Lübeck þar sem hann hafði afhent Bretum frönsku stríðs- fangana. Það hefur verið stór dagur þegar öll fjölskyldan hittist aftur heil á húfi og gat meira að segja flutt strax inn í gott hús. Sr. Bahr talaði stundum um þetta sem “Gnade des neuen Anfangs, náðina að mega byrja aftur. Hér þurfti sannarlega að byrja nýtt líf og afla sér alls sem til þurfti því að á flóttanum hafði fjölskyldan ekki getað tekið með sér annað en smádót. Sr. Bahr fékk strax nóg að starfa við að koma á laggirnar hjálp- arstarfsemi fyrir þá sem höfðu flúið frá austurhéruðunum. Þetta var risavaxið verkefni sem tókst þó að leysa á næstu árum. Fljótlega tók hann að sér prestsembætti í Slésvík og Holtsetalandi og stjórn heima- vistar fyrir menntaskólanemendur sem höfðu flúið að austan. Í nokkur ár bjuggu þau í Lauenburg við Sax- elfi og síðan í Soest í Westfalen þar sem íslenskir pílagrímar höfðu stundum viðkomu á leið til Róma- borgar á miðöldum. Í Soest hafði sr. Bahr mjög fallegan blómagarð sem hann annaðist af smekkvísi og kunn- áttu, enda hafði hann stundum á orði að hann hefði orðið garðyrkju- maður ef hann hefði ekki valið preststarfið. Síðasti áfanginn var flutningur þeirra hjóna á elliheimili í Minden þar sem hún andaðist 1992 en hann 2001. Fyrsta samband Bahr-fjölskyld- unnar við Ísland komst á þegar Margarethe Bahr, eldri systir sr. Bahrs kynntist íslenskum stúdent- um í Greifswald um 1935 og kom svo hingað í kynnisferð 1936 og fór til Akureyrar til að starfa þar. Á Ak- ureyri kynntist hún landa sínum, efnafræðingi sem hét Frank Hüter og starfaði þar. Þau felldu hugi sam- an og giftust skömmu síðar og eign- uðust dóttur sem var skírð Eva Ísa- fold. Þegar Ísland var hernumið af Englendingum tóku þeir Frank Hüter höndum og sendu hann til Ástralíu. Hann kom aldrei aftur til Íslands en Margarethe kynntist dönskum garðyrkjumanni á Akur- eyri, syni hirðgarðyrkjumanns dönsku krúnunnar, og eignaðist dóttur með honum Birthe að nafni. Þau fjögur fluttust 1949 til Dan- merkur og settust þar að nálægt Hilleröd á Sjálandi. Margarete og Ib Möller önduðust bæði árið 1999. Eva var áður flutt til Ástralíu. Sumarið 1949 varð það að ráði að Elisabeth Bahr, þá 23 ára, færi eitt ár eða svo til Margarethe frænku sinnar á Akureyri til að létta á heim- ilisrekstrinum hjá foreldrum hennar og fá sér vinnu á Akureyri. Sú dvöl varð þó lengri en ráðgert var því að 1951 giftist hún þeim sem þetta rit- ar og settist að hér. Hún andaðist fyrir aldur fram í desember 1965 að- eins 39 ára. Sr. Bahr fór margar ferðir til Ís- lands á vegum kirkjunnar í Þýska- landi til að heimsækja landa sína sem höfðu flust hingað eftir stríðið. Hann heimsótti líka starfsbræður sína, hélt fundi með þeim og tók þátt í guðsþjónustum og prestsverkum með þeim. Þegar heim kom hélt hann fyrirlestra um ferðir sínar og sýndi skuggamyndir og skrifaði greinar um íslensk og þýsk málefni. Hann gaf lengi út dálítið blað handa fyrrverandi Pommernbúum og skrifaðist á við fjölda manns í ýms- um löndum. Hann var nýlega kosinn heiðursfélagi Íslandsvinafélaganna í Köln og Hamborg en áður hafði hann hlotið heiðursorðu Sam- bandslýðveldisins Þýskalands (Bundeverdienstkreuz) fyrir störf sín. Eftir að Bahr-hjónin settust að í Minden fluttist miðpunktur fjöl- skyldunnar með þeim þangað. Sá hluti fjölskyldunnar sem næst þeim bjó var Christiane, yngri dóttir þeirra og hennar fólk í Berlín og þannig varð það hennar hlutverk að halda uppi sambandinu við föður sinn og það gerði hún af mikilli fórn- fýsi. Sr. Bahr lifði mestan hluta ævinn- ar við góða heilsu og fylgdist með öllu. Aðeins síðust þrjá dagana sem hann lifði sýndi hann merki þess að sér þætti nóg lifað enda hefði hann orðið 106 ára í sumar. Requiescat in pace. Baldur Ingólfsson. HANS JOACHIM-BAHR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur -           00)1) '1   .  $&  $:%!  ,$%4=1$-  8! !& ,& 4 9    )  #  :   6    ,$ !&  .3$ !! 5$ !! $) !&  * $ !! . (: !&         3  3,3  3  3,/ ;   <      <    6     &   ,6, '      &          )  .1  1+)1 1  &  :%$',  1 !/ (    <   7        (!& ,&4  9      '     ,9 + - !&  (!5 !   !&    !!   !&  93!! +-  3 ,!&   &$ *!!  $ 3 ,!! >  '%/                   .?09502    !& ,& .        #   '   6   %  % !&  3 ,* &  ' ,$$ 3 !! 9* ! 1 +/'% !&  * /'  ! *9!!/ 0    '   ,!       =        "#$$  "0#$' !  > ((?@@;(>ABC@((DE4@  7        1 1 1 ?  : *$ :%$ @ $ !, $%  $:%!(   76 - (     %  89 ,      .!( A *!&  *!$ !!/ ;  <  9   6  &  '  ) ,'    7                ) 11) 2 1 -/ %B%& !   0 $ !6C - (      * & (   <  7    ) ,!&  ,   F   .!( !&  ) $ $$)  !! + $3 ,!&     )  !&  )  ! !! 3  3,/               01;'0 12 3 & '( &  D$!   ,!&  ,  ! ,  (     % $ ( $  !&   $  !! $ A+ , ! !&  E   !! $ *0 * &        3  3,3  3  3,/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.