Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR hlýlegt andrúmsloft sem ég gekk inn í á fimmtudags- kvöldið þar sem ég var mættur á hinn dönskukennda Poll til þess að hlýða á tríóið Guitar Islancio leika listir sínir. Það var og vel við hæfi að á næsta borði við mig sátu Sjálend- ingar að sumbli og skrafi, gefandi hinni skandinavísku stemmningu staðarins aukið vægi fyrir vikið. Fólk var margt en yfirleitt ekki ölv- að heldur virtust flestir vera komnir til þess að „hygge sig“ og hlýða á þjóðlagatónlist af bestu gerð. Þeir Gunnar, Björn og Jón hófu leik á stemmu frá 12. öld, „Sæll Jes- ús sæti“, í C-dúr og þrátt fyrir að maður skynjaði að gott eitt væri í vændum þá var auðheyrður nokkur hrynstirðleiki eins og algengt er þegar um eins konar upphitun er að ræða. Byrjendabragur var þó eng- inn á leik félaganna og í næsta lagi, „Góða veislu gjöra skal“, var tríóið komið í framúrskarandi hryn sem og í meistarastykki Django Rein- hardt, „Minor Swing“, þar sem Björn og Gunnar sýndu „úr hverju þeir eru gerðir“, svo notað sé orða- lag þekkts knattspyrnuþjálfara. Hljómurinn í gítar Björns var feiki- góður, hlýr, þykkur og skýr. Aftur á móti þótti mér miður hversu gítar Gunnars hljómaði grunnur og á köflum harður þrátt fyrir afbragðs meðhöndlun hans á gripnum. Hljóðfæri Gunnars hefði líka að skaðlausu mátt vera lítið eitt hærra stillt í hljóðblöndun. Kontrabassi Jóns mallaði mátulega í dýpri hluta hljóðmyndar eins og vera ber og féll einkar vel inn í heildarmyndina. Gunnar og Björn eru afar ólíkir gítarleikarar og var sérdeilis skemmtilegt að verða vitni að sam- leik þeirra. Björn er gríðarlega öruggur og tæknilega snjall með af- ar fallegan tón og á köflum þótti mér sem hann væri hreinlega of öruggur; valdið á hljóðfærinu var hreinlega það mikið að hugtök eins og háski, kjarkur og óvissa voru víðs fjarri, sem í mínum huga er ekki endilega vel, einkum þegar djass eða skyldar stefnur eru annars veg- ar. Gunnar myndi líklega teljast talsvert lakari gítarleikari en Björn út frá einhverjum afdönkuðum tækni- og akademíusjónarmiðum en frá mínum bæjardyrum séð er hann ekki síðri, bara öðruvísi. Hann hefur vissulega ekki sömu tækni og Björn en bætir það margfalt upp með hinu mikla „músíkaliteti“ sem hann er gæddur. Hann leikur oft fáar, en þeim mun áhrifameiri, nótur og innsæið er gríðarlegt. Gunnar var á stundum hálfstirður í hröðum flétt- um en lék dásamlega er hann „sól- aði“ í hægum ballöðum á borð við „Nuages“ eftir Django og eigin smíð, „Borgarblús“, sem er og af- bragð. Björn átti stórleik þetta kvöld og þrátt fyrir að ég hafi á stundum háskans saknað þá telur það lítið þegar yfir mann er ausið slíkri snilld sem Björn bauð upp á til að mynda í gullfallegu lagi úr eigin smiðju, „Tango“, sem og í þjóðlög- um á borð við „Krummi svaf í klettagjá“ og „Fagur galaði fuglinn sá“. Í því síðarnefnda sýndi Björn reyndar kynngimagnaða tilburði sem oft hafa verið kenndir við „slap“-tækni í bassaleik. Það fór heldur lítið fyrir Jóni Rafnssyni í leik tríósins eins og oft vill verða með þá sem sinna hjart- slætti tónlistarinnar, hryninu. Hann skilaði sínu í flestu afar vel, hélt sig að mestu við einfaldleikann og batt hlutina vel saman. Jón virkaði þó lít- ilsháttar óöruggur á köflum en varla svo að orð sé á gerandi. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast á frábærar útsetningar félag- anna á hinum ýmsu perlum tónlist- arsögunnar, einkum var ég hrifinn af meðhöndlun tríósins á þjóðlaginu við vísur Vatnsenda-Rósu, „Augun mín og augun þín“. Þrátt fyrir kynngi fyrrnefndra laga var flutn- ingurinn á því lagi sennilega há- punktur tónleikanna. Listilega gert. Guitar Islancio flutti 15 lög þetta kvöld og þrátt fyrir að allt hafi ekki verið í hæsta gæðaflokki er sjaldan sem ég hef verið jafnánægður með tónlistardagskrá í léttari kantinum hér heima. Björn og félagar voru líka stórskemmtilegir í kynningum á milli laga og ég er sannfærður um að tónleikagestir hafi haldið afar sáttir heim að tónleikum loknum. Enginn byrj- enda- bragur TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Tónleikar Guitar Islancio, Pollinum, Akureyri, fimmtudags- kvöldið 1. mars. Fram komu Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson, og Jón Rafnsson. POLLURINN Morgunblaðið/Kristján „Gunnar og Björn eru afar ólíkir gítarleikarar og var sérdeilis skemmtilegt að verða vitni að samleik þeirra.“ Orri Harðarson ,!/#/% !$!B  $/4L/% !,!B ,!4M% !$!B  $4"/% !$!B ,!/76/% ! $!!B  $/7I/% ! $!!B ,!/6L/% ! $!!B       Í HLAÐVARPANUM Háaloft geðveikur svartur gamanleikur Ath. síðustu sýningar 29. sýn. í kvöld þri. 6. mars kl. 21 uppselt „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur 18. sýn. fim. 8. mars kl. 21.00 örfá sæti laus „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.)              Nemendaleikhúsið sýnir STRÆTI eftir Jim Cartwright  ! "#$%  & GJ#  &  "$J# '(   & < "#J# '(    ) * '+ "," -  ",." - -  ' / 0112 00 16G#$32245 *6 "$#"G32245 G6"2#$32245 "$6 "1#"G32245 ""6##$32245 "6 %#"G32245 *  -6 7 ) (    " -     "0)"G )   6 6    (    "$'      8, 4  * 7   '  -) * ' ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: 9:;< 3;4 3;3 => ' ?1* :61 8 *J# 1    &"2J# 4 <3@</;?5  '   ?1  ' ( - -    -  "$J#  & "1J#  &#J#  AB 9C=553; CC '     1 (""J#"%   "1  "*J#"%   "1  &  ",8$% ) &  &0J#"%   "1  "J%"%   "1 '(   &*J%"% '( 322/?=;@ 2D53;/35 ","    / 47+ '1      10   7 ,   "E$%& ) "*"6 7 )  Smíðaverkstæðið kl. 20.00: 4 <3@</;?5  '   ?1  - 1J#  &GJ#  &""J#   "%J#   "0J#  &"*J#  & "J#   J#  0J#  & GJ#  &#$J#  Litla sviðið kl. 20.30: ?B&9 C/?C ' F +( G-9' 1 8GJ# "$J# 1    &"2J#  "1J# HHH" *  "    I *  " (     "$'     -   1 ( "J! " "%JE& -"J " "%J,"        6G $ 6 "$ $ '( 6"" $ 6 "1 $- ) (  7 " - 1      "%K.1'-)  )  " 8#,8" HHH" ' "  552 3000 Opið 11-19 virka daga Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fös 9/3 laus sæti SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG KL. 20 lau 10/3 laus sæti fös 16/3 laus sæti Síðustu sýningar! WAKE ME UP before you go go mið 7/3 kl. 21.00 örfá sæti laus lau 10/3 kl. 24.00 UPPSELT sun 11/3 kl. 20 örfá sæti laus 530 3030 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 Frumsýn. mið 21/3 UPPSELT fim 22/3 A&B kort gilda UPPSELT lau 24/3 kl. 16, C&D kort, UPPSELT sun 25/3 E kort gilda, UPPSELT þri 27/3 F&G kort gilda, UPPSELT mið 28/3 H&I kort gilda, UPPSELT fim 29/3 örfá sæti laus fös 30/3 UPPSELT lau 31/3 kl. 16 laus sæti, Aukasýning sun 1/4 örfá sæti laus mið 4/4 nokkur sæti laus fim 5/4 nokkur sæti laus lau 7/4 UPPSELT sun 8/4 nokkur sæti laus mið 11/4 laus sæti fim 12/4 laus sæti - Skírdagur lau 14/4 laus sæti Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýn- ingu og um helgar opnar hún í viðkomandi leik- húsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is Stóra svið MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 11. mars kl. 14 - UPPSELT Sun 18. mars kl. 14 - UPPSELT Lau 24. mars kl. 13 - UPPSELT Sun 25. mars kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 31. mars kl 13 - UPPSELT Sun 1.apríl kl 14 Sun 8. apríl kl 14 Sun 22. apríl kl 14 Sun 29. apríl kl 14 SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 10. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fim 15. mars kl 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 24. mars kl 19 Menningarverðlaun DV Sýningum lýkur í mars ÍD KRAAK EEN OG KRAAK TWEE eftir Jo Strömgren POCKET OCEAN e. Rui Horta Fös 9. mars kl 20 - 3 sýning Litla svið ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Fim 8. mars kl 20 Fös 9.mars kl 20 Sun 18. mars kl 20 ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Lau 10. mars kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fim 15. mars kl 20 Lau 24. mars kl 19 SÍÐUSTU SÝNINGAR PÖNKTÓNLEIKAR – FRAM KOMA: FALLEGA GULRÓTIN OG RASS Mið 7. mars kl 21 BARBARA OG ÚLFAR – SPLATTER: PÍSLAGANGAN Lau 17. mars kl 19 – VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA Hliðarsvið BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Þri 6. mars kl. 20 Forsýningar, miðaverð kr. 1.000. Frumsýning haustið 2001 í nýjum sal Borgarleikhússins. Ertu í saumaklúbbi? Skráðu klúbbinn á póstlistann á www.borgarleikhus.is og fáðu glæsileg leikhústilboð fyrir hópinn vikulega. Mánaðarlega er einn sauma- klúbbur dreginn út og öllum meðlimum boðið á leiksýningu í Borgarleikhúsinu. Á SIRKUS í kvöld, kl. 22.30, ætlar spunakvartettinn a(superscript: d)- (a)n’ak að spinna tilraunakenndan tónlistarvef fyrir gesti og gang- andi. Það hefur verið nokkur broddur í tilraunatónlist undan- farið og þar hafa ungir og efnilegir djassarar heldur betur verið dug- legir, hafa þar komið til sveitir eins og Drum’n’Brass og Anus svo ein- hverjar séu nú nefndar. Þessi nýj- asta og undurfurðulega nefnda sveit er annars skipuð þeim Davíð Þór Jónssyni (hljómborð), Róbert Sturlu Reynissyni (rafgítar, „My first Sony“), Helga Svavari Helga- syni (trommur, slagverk, hljóð- smali) og Hrafni Ásgeirssyni (saxó- fónn). „Þetta er svona spariverkefni hjá okkur,“ segir Hrafn. „Það verður frítt inn svo við getum einbeitt okk- ur algerlega að því spila beint frá hjartanu. Við komum allir úr ólík- um áttum tónlistarlega og kvöldið á eftir að bera þess merki.“ Morgunblaðið/Jim Smart Hrafn Ásgeirsson, einn meðlima a(superscript: d)-(a)n’ak. Af fingrum fram Tilraunadjass á Sirkus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.