Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 66
HESTAR 66 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SAMNINGSDRÖGUM er gert ráð fyrir að sæðingarstöðin verði opnuð í 40 daga og tekið sæði úr Orra frá Þúfu og fyrir það verður greidd ein og hálf milljón króna. Sagði Sigurður að það væri síðan undir þeim hjá Orrafélaginu komið hversu vel þeir nýttu þennan tíma og hvað mörgum hryssum þeir kæmu að í sæðingar. Kostnaður á hverja hryssu ráðist af því hversu margar hryssur verða sæddar og deilist fjöldinn í þessa heildarupp- hæð. Á síðasta ári voru greiddar 20 þúsund krónur fyrir hverja hryssu en Sigurður sagðist gera ráð fyrir að hann yrði mun hærri nú. Sagð- ist hann gera ráð fyrir að vel gæti svo farið að greiddar yrðu 50 þús- und krónur á hverja hryssu nú. Næsta skref verður að kalla saman fund hjá Orrafélaginu og bera þessar hugmyndir undir eigendur hestsins. Tíu tollar á frjálsan markað Á aðalfundi Orrafélagsins nýlega var samþykkt að aðeins yrðu boðin pláss fyrir 10 hryssur á frjálsum markaði en á síðasta ári voru 20 pláss seld á frjálsum markaði. Sig- urður sagði þó koma til greina að bæta við 5 hryssum til að mæta kostnaðaraukningu vegna sæðinga. Að loknum sæðingum í sumar fer Orri í girðingu og sagði Sig- urður að þá væri gert ráð fyrir að búið væri að afgreiða hið minnsta 30 hryssur og og yrðu þá 40 eða 45 hryssur hjá honum á tveimur gangmálum sem væri nokkuð hóf- legt álag fyrir hestinn. Á síðasta ári fengu 78 hryssur við Orra en tvær hryssur fyljuðust ekki sem gerir 97,5% fyljun sem sjálfsagt er einsdæmi hjá hesti sem gagnast svo mörgum hryssum. Þess ber að gæta 56 hryssur af þessum 78 voru sæddar. Sigurður sagði að lögð væri mjög rík áhersla á að allar hryssurnar fengju því tóm hryssa þýddi mikið fjárhags- tjón fyrir þann sem ætti hlut að máli. Telja menn útilokað að ná svo háu fyljunarhlutfalli án þess að sæðingar komi til þrátt fyrir að frjósemin hafi alltaf verið í góðu lagi hjá Orra. Folatollar á hálfa milljón króna Á aðalfundi félagsins var ákveðið að verð á tollum á frjálsum mark- aði yrði hið sama og á síðasta ári eða 350 þúsund krónur. Eins og áður kom fram voru 20 hlutir seld- ir á frjálsum markaði í fyrra og voru nokkrir þeirra endurseldir og mun hæsta verð sem vitað er um hafa farið yfir hálfa milljón króna. Er það að öllum líkindum lang- hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir folatoll hjá íslenskum stóð- hesti. Sigurður sagði að engin áform væru uppi um útflutning á sæði úr Orra þótt allnokkrar fyrirspurnir hefðu borist félaginu. Sæðingarnar standa og falla með Orra Páll Stefánsson dýralæknir hjá Sæðingarstöðinni í Gunnarsholti sagði að fyrirtækið hafi ritað Orra- félaginu bréf þar sem fram kom að ekki gæti orðið um sæðingar að ræða á sama fjárhagsgrundvelli og á síðasta ári og um leið kannað hvort félagið hefði hug á viðræðum um nýjan samning. Sagði Páll ljóst að ef ekki næðust samningar um sæðistöku úr Orra yrði engin starf- semi þetta árið en eftir viðræður við formann félagsins væri kominn samningsgrundvöllur. Ef samning- ar nást er hugsanlegt að einhverjir fleiri hestar verði látnir fljóta með og nefndi hann til dæmis Andvara frá Ey sem er í eigu Hrossarækt- arsamtaka Suðurlands sem eru hluthafar í Sæðingarstöðinni. Kann- aður hefði verið áhugi hjá eigend- um Kolfinns frá Kjarnholtum og Gusts frá Hóli I að láta taka sæði úr klárunum en hann ekki verið fyrir hendi. Hvað frystingu sæðis varðar sagði Páll að Sæðingarstöðin hefði sótt um styrk til tilrauna við fryst- ingu sæðis til Framleiðnisjóðs en svar hefði ekki enn borist. Yrði þar um að ræða þriggja ára verkefni sem vantar fjármagn til. Útflutn- ingur á sæði byggist á því að lausn finnist á frystingu þess. Samningur um sæðing- ar í sjónmáli Orrafélagið og Sæðingarstöðin í Gunnarsholti reyna að finna samstarfsflöt Allt stefnir í að Sæðingarstöðin í Gunnarsholti verði opnuð á vordögum en útlit var fyrir að svo yrði ekki eftir taprekstur síðasta árs. Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Orrafélagsins og Sæðingar- stöðvarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið verði sæði úr Orra í 40 daga. Valdimar Kristinsson ræddi við nýkjörinn formann Orrafélagsins Sigurð Sæ- mundsson og Pál Stefánsson dýralækni um þessi samningsdrög og hugsanlega starfsemi á árinu. Morgunblaðið/Valdimar Páll Stefánsson dýralæknir segir að þátttaka Orrafélagsins í sæðingum sé grundvöllur þess að hægt sé að opna stöðina í vor. Morgunblaðið/Valdimar Orri frá Þúfu verður 40 daga á Sæðingarstöðinni í Gunnarsholti ef samningar takast milli stöðvarinnar og eig- enda hestsins en fer síðan í heimahagana þar sem hann mun afgreiða þær hryssur sem eftir verða. ÚRSLIT hafa borist frá þremur mótum sem haldin voru um helgina og einu sem fram fór í síðustu viku. Fyrst er að nefna að í Hafnarfirði hélt Sörli sitt árlega mót sem fram til þessa hefur verið kallað PON-mót en heitir nú með nýjum styrktaraðila Virkon S-mót. Var mótið haldið inn- anhúss og var þátttaka góð í opnum flokki. Að Hrísholti í Biskupstungum héldu Logi og Trausti sitt fyrsta sameiginlega mót. Er þar um að ræða stigasöfnunarmót en alls verða mótin þrjú. Þátttaka var allþokkaleg eða um 30 keppendur. Á Lögmannshlíðarvelli á Akureyri var Léttir með sitt fyrsta vetrarmót sem reyndar stóð til að halda á ís á Pollinum. Þegar farið var að ryðja ís- inn kom í ljós að hann var ekki traustur og því brugðið á það ráð að halda mótið á félagssvæðinu. Keppt var í tveimur flokkum í tölti og 100 metra fljúgandi skeiði. Þá var í vikunni haldið fyrsta mót- ið í meistaradeild 847 á Ingólfshvoli þar sem miklir snillingar leiddu sam- an gæðinga sína í fjórgangi. Þar varð Hinrik Bragason hlutskarpastur á Roða frá Akureyri. Athygli vakti góð frammistaða Sigurðar Sæmunds- sonar á Esjari frá Holtsmúla sem er reyndar afbragðsgóður fimmgangs- hestur. Sigurður hafði ekki hugsað sér að taka þátt í þessu móti en var eggjaður til þess á síðustu stundu. Var reyndar nýkominn úr erfiðum þrekþjálfunartúr á Esjari en kembdi klárnum og setti á hann yfirbreiðslu og upp í kerru og beint á Ingólfshvol. Ætla má að þessi mót gætu orði skemmtileg þegar líður á. Öðru stigasöfnunarmóti Geysis sem halda átti á laugardag var frest- að vegna veðurs. Þá er þess að geta að úrtaka fyrir Stjörnutölt sem hald- ið verður í Skautahöllinni á Akureyri verður á föstudagskvöldið næstkom- andi. Stjörnutöltið verður haldið um aðra helgi en úrtakan mun fara fram í Skautahöllinni. Úrslit mótanna urðu annars sem hér segir: Meistaradeild 847 haldið á Ingólfshvoli 1. Hinrik Bragason á Roða frá Akureyri, 6,60 2. Sigurbjörn Bárðarson á Hauki frá Akur- gerði 6,57 3. Sigurður Sæmundsson á Esjari frá Holts- múla 6,50 4. Sigurður Sigurðarson á Óliver frá Aust- urkoti 6,50 5. Tómas Ragnarsson á Jódísi frá Reykjavík 6,50 6. Vignir Jónasson á Hegra frá Glæsibæ 6,47 7. Adolf Snæbjörnsson á Glóa frá Hóli 6,37 8. Þórður Þorgeirss. á Þengli frá Kjarri 6,33 9. Erlingur Erlingsson á Fold frá Feti 6,23 10. Friðdóra Friðriksdóttir á Hnokka frá Ár- móti 6,07 Börn 1. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Díönu 9 v. frá Enni 2. Margrét F. Sigurðardóttir, Sörla, á Skildi 8 v. frá Hrólfsstöðum 3. Jón Bjarni Smárason, Sörla, á Frosta 8 v. frá Galtanesi 4. Bjarnleifur Bjarnleifsson, Gusti, á Tommu 8 v. frá Feti 5. Skúli Þ. Jóhannsson, Sörla, á Flugu 16 v. frá Hafnarfirði Unglingar 1. Halldór F. Ólafsson, Andvara, á Róm 11 v. frá Hala 2. Harpa Þorsteinsdóttir, Andvara, á Söru 9 v. frá Húsey 3. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Árvakri 11 v. frá Sandhóli 4. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, á Gáska 11 v. frá Reykjavík 5. Halla M. Þórðardóttir, Andvara, á Regínu 6 v. frá Flugumýri Ungmenni 1. Bylgja Gauksdóttir, Andvara, á Kolgrím 7 v. frá Ketilsstöðum 2. Daníel I. Smárason, Sörla, á Vestfjörð 10 v. frá Hvestu 3. Eva Benediktsdóttir, Herði, á Ísak 7 v. frá Mosfellsbæ 4. Perla D. Þórðardóttir, Sörla, á Tý 8 v. frá Lambleiksstöðum 5. Margrét Guðrúnardóttir, Sörla, á Frökk 8 v. frá Hafnarfirði Opinn flokkur 1. Adolf Snæbjörnsson, Sörla, á Eldingu 6 v. frá Hóli 2. Birgitta D. Kristinsdóttir, Gusti, á Nótt 7 v. frá Hlemmiskeiði 3. Matthías Barðason, Fáki, á Reginn 6v. Ketu 4. Magnea R. Axelsdóttir, Herði, á Rúbín 6 v. frá Tröllagili 5. Haukur Hauksson, Fáki, á Eddu 7 v. frá Hvammi Vetrarmót Léttis á Lögmannshlíðarvelli Tölt, opinn flokkur 1. Baldvin A. Guðlaugsson á Golu frá Ysta- gerði 2. Úlfhildur Sigurðardóttir á Skugga frá Tumabrekku 3. Ríkharður Hafdal á Þraut frá Glæsibæ 4. Björn Einarsson á Hrolli frá Árdal 5. Ásmundur Gylfason á Hákoni frá Hraukbæ Börn og unglingar 1. Dagný B. Gunnarsdóttir á Fannari frá Hólshúsum 2. Gréta Jónsteinsdóttir á Gretti frá Skriðu 3. Ragnhildur Haraldsdóttir á Dyni frá Neðri Vindheimum 4. Sigurður H. Stefánsson á Glettu frá Ás- laugsstöðum 5. Guðmunda Sveinsdóttir á Ternu frá Skjaldarvík 100 metra fljúgandi skeið 1. Þorbjörn H. Matthíasson á Bleikju frá Ak- ureyri, 8,4 sek. 2. Baldvin A. Guðlaugsson á Vaski frá Vögl- um, 8,4 sek. 3. Freyja Putkammer á Eldjárn frá Efri- Rauðalæk, 8,6 sek. Fallegasti hestur mótsins Ofsi frá Brún sem Höskuldur Jónsson sat. Vetrarmót Loga og Trausta haldið í Hrísholti Börn 1. Tinna D. Tryggvadóttir, Loga, á Lyftingu 12 v., bleikálóttri frá Kjarnholtum 2. Ragnheiður Bjarnadóttir Trausta, á Hlé 9 v. brúnum frá Þóroddsstöðum 3. Andri Þ. Valgeirsson, Loga, á Klængi 6 v. brúnum frá Torfastöðum 4. Guðrún K. Snæbjörnsdóttir, Trausta, á Maístjörnu 8 v. rauðri frá Efstadal Beint úr þrek- þjálfun í keppni Hestamót helgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.