Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 53 Fyrrum samstarfs- maður minn í rúman áratug á Orkustofnun, Benný Ingibjörg Bald- ursdóttir, hefur nú fallið frá fyrir aldur fram. Á stuttum tíma hefur verið höggvið stórt skarð í þann litla hóp góðra kvenna sem unnu á stofn- uninni á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Benný kom til starfa BENNÝ INGIBJÖRG BALDURSDÓTTIR ✝ Benný IngibjörgBaldursdóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1932. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kapellu 1. mars. á Orkustofnun vorið 1976 þegar auglýst var starf þunnsneiðar- gerðarmanns hjá útibúi Orkustofnunar í Keldnaholti. Mér fannst Benný strax dugnaðarleg og hress og tók af skarið með að ráða hana til starfa hjá stofnuninni. Reyndist það vera heilladrjúg ákvörðun því í starfi reyndist Benný einnig vera dugnaðarforkur og gekk að störfum með krafti og útsjónarsemi. Jafnframt var hún bæði skemmtileg og góður félagi og féll vel inn í það sérstaka og glaðværa samfélag sem ríkti í okkar litla hópi. Benný var þar gjarnan hrókur alls fagnaðar. Þeg- ar starfsemi stofnunarinnar var flutt á Grensásveginn og í Skeifuna varð lengra á milli okkar og dagleg samskipti minni en þó vorum við nokkur á Grensásveginum sem gjarnan fórum í hádegismat til Bennýjar og Gígju í Skeifunni. Árið 1987 varð Benný að láta af störfum hjá stofnuninni vegna van- heilsu og gat eftir það ekki sinnt vinnu. Við höfum þó haldið nokkru sambandi og síðast í haust ræddum við lengi saman í síma eftir að ein fyrrum samstarfskona okkar féll í valinn. Ég heyrði þá að Benný var léleg til heilsunnar en gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið veik hún var, enda ekki hennar vandi að bera sig illa. Þótt ævi Bennýjar hafi verið erfið og margt á henni mætt var aðdáunarvert hvað hún gat sætt sig við orðinn hlut og litið á björtu hliðar lífsins. Ég þakka góðri konu samfylgdina og votta syni Bennýjar og öðrum ættingjum samúð mína. Hrefna Kristmannsdóttir. Mig langar að hripa niður nokkrar línur til að minnast elskulegrar frænku minnar, hennar Jönu. Æska mín hefði um margt verið fá- tæklegri, hefði ég ekki fengið að njóta samvista við Frænku, eins og ég kall- aði hana nánast alltaf. Aðrir nákomn- ir henni kölluðu hana Jönu, en fyrir mér var hún alltaf Frænka. Ferðirn- ar á Akranes eru mér snemma minn- isstæðar, frænkan sem tók alltaf svo stórmannlega á móti okkur, hugsaði um að enginn liði skort og hreinleg tróð í mann kræsingunum ef svo bar undir, en umfram allt stóð uppúr hvað hún var skemmtileg. Hún hló gjarnan dátt, og sendi skeytin frá pabba hressilega til baka, það átti enginn neitt inni hjá henni. Hún var orðheppin og fylgin sér. Þegar ég var KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Kristjana Krist-jánsdóttir fædd- ist á Innra-Leiti á Skógarströnd 14. desember 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 23. febrúar. ekki svo ýkja há í loft- inu fékk ég að fara ein með Akraborginni til Frænku í langa heim- sókn. Þetta var heilmik- ill viðburður og dvölin stóð öll rúmlega undir væntingum. Ég fékk að fara með Magga frænda í hesthúsið, Fúsi frændi skrapp með mig í sjoppuna í ís og annan tíma var ég eins og viðhengi á Jón- asi, meðan Frænka var að vinna. En ég beið hennar þegar hún kom heim, hún nefnilega ræddi málin við unga frænku, gaf mér ótakmarkaðan tíma og athygli, en ég er henni líka þakklát fyrir að hún var svo hrein- skiptin að hún gaf mér byr undir báða vængi þegar við átti en óvægna gagn- rýni þegar henni fannst það passa. Og þrátt fyrir að ég hefði einatt bara trú á einni skoðun, þ.e.a.s. minni, mátti Frænka gagnrýna, og fékk mig ótrúlega oft til að skoða hug minn á ný. Eftir því sem árin liðu þurfti ég meira á henni að halda, og fór æði oft með Boggunni á Skagann, ég trúði Frænku fyrir öllum mínum málum, og enn þann dag í dag veit ég að hún reyndist traustsins verð. Ég hef alltaf dáðst að því hvað hún hafði mikinn tíma til að skipta á milli allra, þrátt fyrir langan vinnudag, stórt hjarta sem gaf stöðugt af sér og ofurmann- lega orku til allra verka. Hún hafði líka stórt skap, þessi elska, en snemma lærðist manni að það var jafnfljótt úr henni. Mér finnst það vera forréttindi að hafa kynnst svo einarðri og elskuverðri konu, sem Frænka var mér, og þótt samskiptin hafi verið minni síðustu árin lifir minningin sterk og hlý um þau bæði, hana og Jónas, sem var mér sá allra besti og þolinmóðasti stóri frændi, sem nokkur gæti óskað sér. Það er trú mín að nú séu þau hamingjusam- lega sameinuð á ný og hendi gaman að öllu milli himins og jarðar. Guð blessi minningu þeirra beggja. Ég votta öllum öðrum vandamönnum okkar samúð mína. Með kveðju frá okkur á Egilsstöð- um, Steinunn. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Á heimasíðu okkar utfarir.is má finna: Undirbúningur á útför. Myndir af kistum. Myndir af kórum og söngvurum. Listi yfir sálma. Verð á öllu sem lýtur að útför. Símar 567 9110 og 893 8638 runar@utfarir.is Rúnar Geirmundsson útfararstjóri ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla.  7           )             9500F9G 2  -: %%46 . @  '   !      ,   !  < !  2 "##$ .   !!&  ) ( 0 9!&  5!H/0, !9!! 1 9!&   $9!!  9!&  <F$ &  9<$) !! . .!&  !  !! )  0 9<$!&  5) .! !! ) 9<$9<$!! .!('/$ %$&!&  $ 9<$!! (! 3 *!&  $9<$!! ( $% !&  ! !!! ( <$ !&  3 , !!&  $ $$ %$&!!/  7     7    .  2 ' !! : $ '( 3 $I '       (  :           0 &     '         !  ! '   1 "##$ +  '      F         '$& /$ &  $ /$ !! B& /       ' 0 ; 0F 01;  ' 3 $#    '   !     8 '  !   G "##$ :  '     !  *!(! !  ,!-& / ;  <     <  6      &   '  , '                    1 '15?  ?+10 . $: '!/ (   <     H'  ,    I !,'  9 9    ,6! F  9  ' ,$(! ! $ 3 ,./' ,!&  ', $+ ,!! )*('/' ,!! 1$ $' ) !&  $ 3 ,)*(&  .!) !! 3  3,3  3  3,/         .  /.   1  J: *$ :%$$&  $;  C - (        2 & '  !   8  !  '    1 "##$ .     <  <  ' !    ,   I       : $)!  &/)! 9<$9<$!! $ ' & K:  1&<!&  ($ : & 3  3,/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.