Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 61 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is H ö n n u n & u m b ro t e h f / D V R 0 5 6 - trygging fyrir l águ verði! fjölbreytt úrval B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til 13. mars Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 14. mars kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 3ja herb. Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð 305 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.211.008 Búsetugjald kr. 42.442 Afhending maí/júní Nónhæð 1, Garðabæ 90m2 íbúð 202 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.198.301 Búsetugjald kr. 42.168 Afhending í apríl 2ja herb. 4ra herb. Miðholt 3, Hafnarfirði 81m2 íbúð 201 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 931.748 Búsetugjald kr. 37.280 Afhending í apríl Nýtt - Kirkjustétt, Reykjavík 112m2 íbúð 107 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.977.000 Búsetugjald kr. 77.122 Afhending 18. maí Frostafold 20, Reykjavík 88m2 íbúð 201 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.308.002 Búsetugjald kr. 47.073 Afhending fljótlega Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. ÉG FLETTI upp í almennum hegningar- lögum frá 1940, nr. 19 frá 12. febrúar. Í 34. gr. stendur: „Í fangelsi má dæma menn ævi- langt eða um tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár. Þegar lögin leggja fangelsi við af- broti, er átt við fang- elsi um tiltekinn tíma, nema annað sé sér- staklega ákveðið.“ Síðastliðið vor voru tvær ungar stúlkur myrtar á miskunnar- lausan hátt hér á landi, önnur þeirra var yngri dóttir mín. Þær þurftu báðar að berjast fyrir lífi sínu og töpuðu. Dóttir mín var alein, algjörlega alein að berjast fyr- ir lífi sínu við fullburða karlmann. Meðalaldur íslenskra kvenna er u.þ.b. áttatíu ár. Það eru allar líkur á að báðar þessar stúlkur hefðu átt sextíu ár ólifuð. Annar morðingj- anna fékk sextán ára fangelsi og hinn 14 ár. Reyndar eiga bæði málin eftir að fara fyrir Hæstarétt. Nokkrum mánuðum eftir að stúlk- urnar voru myrtar var ungur maður innan við þrítugt einnig myrtur. Ég held það sé örugglega rétt hjá mér að það eigi eftir að dæma í því máli. Miðað við ofangreinda dóma eru engar líkur á að sökudólgurinn fái lengri dóm en sextán ár. Meðalaldur karla er aðeins lægri en kvenna, efa- laust hefði þessi ungi maður lifað í a.m.k. 50 ár í viðbót. Miðað við 40. gr. sömu hegningarlaga og að ofan er vitnað í munu þessir menn aldrei sitja inni nema 50-75% tímans. Í þeirri grein stendur: „Þegar fangi hefur afplánað 2/3 hluta refsitímans getur Fangelsismálastofnun ríkisins ákveðið að fanginn skuli látinn laus til reynslu.Reynslulausn má þó veita, ef sérstaklega stendur á, þeg- ar liðinn er helmingur refsitímans. Reynslulausn verður ekki veitt ef slíkt þykir óráðlegt vegna haga fangans, enda skal honum vís hent- ugur samastaður og vinna eða önnur kjör sem nægja honum til fram- færslu. Yfirlýsing hans skal og feng- in um að hann vilji hlíta þeim skil- yrðum sem sett eru fyrir reynslulausn.“ Það er hvergi minnst á að fanginn gæti verið stórhættu- legur öðrum og umhverfi sínu og hefði kannski ekkert út í þjóðfélagið að gera. Þetta er ekki mikil refsing fyrir að taka heilt mannslíf. Morðingi tek- ur ekki bara eitt mannslíf. Hann tekur líf foreldra fórnarlambanna. Allar væntingar til barnsins (ég nota orðið barn vegna þess að af- kvæmi þitt er alltaf barnið þitt, það skiptir ekki máli á hvaða aldri það er) eru teknar frá foreldrun- um og líf þeirra hrynur til grunna. Barnið er hluti og framlenging af foreldrinu. Þótt for- eldrar eigi fleiri börn þá geta þeir yfirleitt ekki hjálpað þeim í gegnum þeirra sorg vegna þess að þeir hafa ekkert að gefa af sér, þeir eru í svo miklum sárum. Það getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar í för með sér. Þegar ég frétti af láti yngri dóttur minn- ar var ég að passa dótturson minn, þá innan við þriggja ára gamlan. Hann horfði á mig „geðbilast“. Ég gat ekkert sinnt honum né eldri dóttur minni mánuðum saman, en hef verið að reyna að vinna í því al- síðustu mánuði. Ég veit ekki hvaða afleiðingar þetta áfall mun hafa á dótturson minn í framtíðinni . Stundum reiðist hann mér eða mömmu sinni án nokkurrar sýni- legrar ástæðu. Hvorug okkar veit hvernig á að hjálpa þriggja ára barni að syrgja náinn ástvin. Hann veit að hún er dáin, en ekki hvernig hún dó. Einhvern tíma verður að segja honum frá því, en hvenær? Ég ætla ekki að lýsa því í smáat- riðum hvernig mér leið fyrstu mán- uðina, en það var eins og helvíti á jörðu. Ég vildi fá að leggjast inn á spítala og láta taka líf mitt, en ég hafði engan rétt til þess. Þessi vilji minn kom því ekkert við hvort ég elskaði eldri dóttur mína og dótt- urson, ég taldi mig bara ekki færa um að lifa. Núna reyni ég bara að komast í gegnum einn dag í einu og það er enginn leikur. Það tekur for- eldra 2-4 ár að læra að lifa með þess- um mesta missi í heimi, en þeir bera sorgina það sem þeir eiga eftir ólif- að. Hér vitna ég í bók eftir Barböru D. Rosof sem heitir „The Worst Loss“ og ég pantaði hjá Máli og menningu. Það var óvenju stór hóp- ur foreldra sem misstu börnin sín á síðasta ári og ég ráðlegg þeim að lesa fyrrnefnda bók. Hún auðveldar manni að skilja allar tilfinninga- flækjurnar sem fylgja barnsmissi. Það mættu líka fleiri lesa þessa bók, t.d. þeir sem tengjast þeim sem hafa misst barn. Margir spurðu mig fljót- lega eftir þetta mikla áfall hvort ég væri ekki farin að hressast, eins og það hefði verið tekinn úr mér botn- langinn eða eitthvað álíka. Ég hefði verið tilbúin að gefa líf mitt í stað dóttur minnar, eins og hendi væri veifað, en ég fékk ekki það val og ég er viss um að allir for- eldrar þessara ungmenna hefðu ver- ið jafntilbúnir og ég að gefa þeirra líf í stað barna þeirra. Ég mun aldr- ei sætta mig við að hafa ekki getað verndað dóttur mína frá þessum hryllingi. Nú hefur verið tekinn frá mér sá réttur að deyja sæmilega sátt við sjálfa mig og lífið. Tíminn læknar ekki öll sár og aldrei stærsta sár í heimi: Að missa barnið sitt. Eina sem ég tel heilagt í þessum heimi er líf hverrar mann- eskju, það má enginn, alls enginn snerta annars líf. Ef ég hefði framið einhvern af þessum glæpum fyndist mér ég hafa fyrirgert lífi mínu og vildi að það yrði tekið frá mér. Ef einhvern tíma er ástæða til að dæma einstakling í lífstíðarfangelsi þá er það þegar hann hefur tekið annars líf. Ég vil gjarna að einhver svari mér sem vit hefur á hvenær ástæða er til að dæma einhvern í lífstíðarfangelsi. Er hægt að fremja stærri glæp en morð? Mig langar einnig til að vita hvaða formúla var notuð þegar þessi 16 ára regla var ákveðin. Ég er sannfærð um að ég tala fyr- ir munn þeirra foreldra sem hlut eiga að máli. Hvaða glæpur krefst lífstíðardóms á Íslandi? Gerður Berndsen Refsingar Ég ætla ekki að lýsa því í smáatriðum, segir Gerður Berndsen, hvernig mér leið fyrstu mánuðina, en það var eins og helvíti á jörðu. Höfundur er teiknari FÍT. annan hvern miðvikudag Njálsgötu 86, s. 552 0978 Vöggusængur, vöggusett, barnafatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.