Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll Sverrir Pét-ursson fæddist á Akranesi 13. maí 1960. Hann lést 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Margrét Vet- urliðadóttir, f. á Ísa- firði 18. júlí 1930, og Pétur G. Jónsson, f. í Reykjavík 15. des- ember 1931. Systkini Páls eru: 1) Jóna Lilja Pétursdóttir f. 27. apríl 1953, sambýlis- maður hennar er Árni Jón Kristjáns- son, f. 20. desember 1955. 2) Jón Pétur Pétursson, f. 26. mars 1954. Kona hans er Kristín H. Guð- mundsdóttir, f. 27. júní 1958. 3) Gunnar Pétursson, f. 24. janúar 1956. Kona hans er Elísabet Magn- úsdóttir, f. 13. ágúst 1957. 4) Þor- lákur Pétursson, f. 21. ágúst 1968. Kona hans er Sigríður H. Sigmars- dóttir, f. 27. janúar 1968. Hinn 13. maí 1989 kvæntist Páll eftirlifandi eiginkonu sinni, Kötlu Þorsteinsdóttur, f. 11. janúar 1964 í Reykjavík. Hún er dóttir hjónanna Þorsteins Ólafssonar, f. 25. júní 1942, og Kolfinnu Ketils- dóttur, f. 10. ágúst 1943. Börn Páls eru: Af fyrra hjónabandi Jónína Lilja, f. 11. júní 1980, Arna, f. 18. apríl 1985. Af seinna hjónabandi Ólafur, f. 15. maí 1990, Diljá, f. 21. sept- ember 1993. Sonur Kötlu af fyrra hjóna- bandi og fóstursonur Páls er Þorsteinn, f. 5. desember 1983. Fyrri eiginkona Páls er Martha Árna- dóttir. Þau skildu. Páll starfaði sem kerfisfræðingur. Ferill hans sem slíks hófst hjá Heimilis- tækjum árið 1981. Í framhaldi af því stofnaði hann sitt eigið hug- búnaðarfyrirtæki, sem hann rak svo síðar í samstarfi við aðra – ALLT hugbúnað. Árið 1990 seldi hann stóran hluta fyrirtækisins til Ópuss og er sá samruni þekktur undir nafninu Ópus-Allt í dag. Hann sneri sér svo alfarið að því að þjóna hugbúnaði hita- og rafveitna og vann sjálfstætt að því til 1998 er hann seldi þann þátt til Tölvu- mynda. Þar starfaði hann til 2000 er hann hóf störf hjá Landsteinum þar sem hann starfaði er hann lést. Útför Páls fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Dáinn, horfinn, harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir, en ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Þannig fórust Jónasi Hallgríms- syni orð, þegar honum bárust þau tíðindi, að hans besti vinur og nánasti samstarfsmaður hefði lotið í lægra haldi fyrir dauðans bitra brandi á meðan ævisólin hans stóð enn í há- degisstað. Okkur finnst sem áþekkar tilfinn- ingar og Jónas lýsir hafi tekið sér bú- stað í hjarta okkar, þegar elsku hjartans drengurinn okkar, hann Páll Sverrir, sem við alltaf kölluðum Palla, var hrifinn frá okkur foreldr- um hans, fjölskyldu hans og öðrum ástvinum á svo grimmdarlegan og miskunnarlausan hátt, að okkur finnst við stödd í náköldu niða- myrkri, þar sem við sjáum ekki handa okkar skil. Við skiljum ekki hvers vegna þetta hlaut þannig að fara og getum í raun og veru alls ekki sætt okkur við það. Palli okkar, þessi yndislega góði, fallegi, ljúfi og hjartahlýi drengur, horfinn frá okkur fyrir fullt og allt! Við trúum því ein- faldlega ekki. En samt vitum við, að það er staðreynd, sem við verðum að lúta og búa við á meðan ævin okkar endist. En það er svo ósegjanlega sárt og erfitt að hugsa sér lífið án þín, elsku drengurinn okkar, sem svo oft tendraðir gleðiljós í hjarta okkar með návist þinni einni saman. Og þegar við lítum til liðinna stunda, þá er sem rofi til. Heljarmyrkrið svarta víkur fyrir björtum geislum frá þeim ljúfu og ljósu minningum, sem við eigum frá samverustundum með þér. Þær munu lifa og lýsa okkur til leið- arloka. Sjálfur verður hann þó alltaf bjart- asti geislinn. Hann kom eins og ynd- islegur sólargeisli inn í líf okkar þeg- ar hann fæddist. Og þannig var það löngum á meðan leiðirnar okkar lágu saman. Brosandi gleði og birta fylgdu honum. Glettnisblikið í augum hans var bjart og tært eins og dögg á vori. Hann var svo einstaklega minn- ugur á hin ýmsu tímamót í lífi okkar, afmælisdaga, mæðradag og aðra há- tíðisdaga í lífi fjölskyldunnar gerði hann lifandi, með blómum eða á ein- hvern þann hátt annan, sem honum þótti við hæfi. Honum var líka svo eiginlegt að vefja mömmu sína örm- um og tjá henni þannig væntum- þykju sína. Hið hlýja viðmót var meðal þeirra mörgu góðu eiginleika, sem einkenndu hann allra mest. Hann var smekkvís í klæðaburði, háttvís í framkomu og glæsimenni að vallarsýn. Þótt það sé að vísu alveg rétt, að „hverjum þykir sinn fugl fag- ur“, þá getum við staðhæft þetta með fullri vissu, af því að allir þeir sem þekktu hann Palla okkar, voru á einu máli um útlit hans. Góðir námshæfileikar Palla voru okkur mikið gleði- og þakkarefni. Það var sem flest þau hlutverk er hann fékkst við, léku í höndum hans. Fallegt heimili og dásamleg fjöl- skylda var honum einnig af Guði gef- in. Ein af mörgum samverustundum með Palla okkar og Kötlu hans var ferðin okkar með þeim til Kúbu fyrir tæpum fimm árum. Þar reyndist Palli og þau hjónin bæði okkur svo vel, að ekki gleymist. Þar var öll áhersla á það lögð, að við fengjum að njóta sem allra best alls þess, sem fyrir augu og eyru bar. Kæmu upp einhver vandamál, voru þau leyst í einni svipan og reynt að koma til móts við allar óskir okkar, væri þess nokkur kostur. Og þetta var ekki í eina skiptið, sem við fengum að njóta umhyggju þeirra og elskusemi. Þau áttu alltaf nóg af hlýju og kærleika til þess að gera okkur glatt í geði og varpa birtu fram á veginn. En nú er hann Palli ekki lengur hjá okkur. Við sitjum ein eftir vafin svörtum sorgarskuggum. Eina von- arstjörnu eygjum við þó á framtíð- arhimninum, þá sömu og Jónas forð- um. Við vitum, að látinn lifir. Hann Palli lifir í kærleiksfaðmi Guðs, í samfélagi við foreldra okkar, afa sína og ömmur, og aðra kæra ástvini, sem þegar eru gengnir Guðs á fund. Við vitum og trúum því staðfastlega, að þar, á landi lifenda, fáum við í fyll- ingu tímans fagnandi að reyna með honum, þegar „æðri dagur, dýrðar- skær og blíður, með Drottins ljósi skín á öll vor spor“. Við kveðjum þig, elsku drengurinn okkar, með dýpri og heitari þökk en mannleg orð fá tjáð, biðjum góðan Guð að blessa Kötlu og börnin ykkar öll, lýsa þeim með ljósi kærleika síns og vaka yfir heimilinu ykkar. Guð geymi þig, elsku vinur. Mamma og pabbi. Guð minn góður, hvað hefur gerst? Þú ert dáinn og þú valdir það? Af hverju komstu ekki til okkar og baðst um hjálp? Og af hverju leið þér svona illa? Það er svo erfitt að vera fullur af spurningum sem enginn getur svar- að, og að vita að þú gætir örugglega ekki svarað þeim, elsku pabbi minn. Þú varst með stærsta hjarta sem ég veit um og þú réðst ekki við það. Þú elskaðir svo sterkt og hlýtt að það var enginn vafi á að þú elskaðir okk- ur, þess vegna er svo erfitt að vita að þér leið samt svo illa að á endanum gafstu upp. Svo margar minningar rifjuðust upp þegar þetta gerðist, eins og þeg- ar þú kallaðir mig alltaf „stóra happ- drættisvinninginn“ þinn. Ég á eftir að sakna þess svo mikið. Margt annað hefur líka rifjast upp eins og þegar ég var fjögurra ára og borðaði allt nammið úr dagatölunum okkar Steina og sagði að vinur Steina hefði gert það en þú vissir nú betur. Það sem mun sitja svo fast í minn- ingum mínum er það sem við gerðum bara tvö saman, eins og í London, ég var ellefu ára og við fórum á óperu, bara við tvö, og þú gafst mér kjól til að fara í og ég var svo fín eins og þú. Svo í sumar fórum við öll til Ítalíu, sem var svo yndisleg ferð, jafnvel þótt þú hentir okkur allavega þrisvar á dag í ískalda laugina, og ég á eftir að sakna þess svo mikið að fara með þér til útlanda. Elsku pabbi minn, við eigum svo margar minningar saman að þær geta brennt mig að innan og ég græt og hlæ til skiptis. Ég er búin að hugsa mikið um hver á að leiða mig upp að altarinu þegar ég gifti mig? Hver fer með mér í æf- ingaakstur? Og hver á eftir að kalla mig „stóra happdrættisvinninginn“ sinn? Ég veit að það verður ekki þú, en ég mun hugsa til þín alltaf þegar ég geri þessa hluti og ég veit að þú verður alltaf þarna hjá mér þótt ég sjái þig ekki. Það er svo sárt og ósanngjarnt að þurfa að kveðja þig núna, ég er bara fimmtán og þú fertugur. En ég veit að þetta er bara kveðja í bili, því þeg- ar ég dey og fer til himna verður þú þar og tekur á móti mér með opnum örmum, tekur utan um mig og kyssir mig. Elsku pabbi minn, megi góður Guð passa þig þangað til ég kem til þín. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun alltaf gera það og ég mun hugsa til þín á öllum stundum og veit að þú munt passa mig og fylgjast með mér í lífinu. Bless í bili, pabbi minn, ég elska þig. Þín dóttir, Arna. Elsku pabbi okkar. Okkur finnst svo leiðinlegt að þú sért dáinn út af því að við elskum þig svo mikið og við eigum svo erfitt með að trúa þessu. Takk fyrir allar leikhúsferðirnar og bíóferðirnar og allt sem þú hefur gert með okkur. Við munum aldrei gleyma þér og því sem þú gerðir fyrir okkur. Við munum aldrei hætta að elska þig þótt þú sért farinn frá okk- ur. Þegar við söknum þín sem mest þá getum við alltaf hugsað um góðu stundirnar okkar saman og þær voru sko mjög margar. Þú varst besti pabbi í heimi. Þú varst alltaf svo góð- ur við okkur. Við vonum að Guð passi þig og þú sért núna kominn til ömmu þinnar og Óla frænda. Við vonum að þú sért að fylgjast með okkur og verðir alltaf hjá okkur. Við elskum þig, elsku pabbi, og við söknum þín. Þín börn Ólafur og Diljá. Við erum öll harmi slegin yfir brottför þinni, elsku hjartans Palli minn, en vegir Drottins eru órann- sakanlegir. Við verðum að trúa því að nú líði þér vel og afar okkar og ömm- ur hafi tekið vel á móti þér í nýjum heimkynnum. Við trúum því líka að nú hafir þú hitt Dodda frænda, sem var þinn besti vinur í æsku og þú saknaðir svo sárt, og hann hafi fagn- að þér og nú getið þið tekið upp þráð- inn sem frá var horfið. Sársaukinn er ólýsanlegur er ég hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aftur, heyra hláturinn þinn, sjá glettnina í fallegu augunum þínum og ekki síst finna fyrir sterku og hlýju faðmlagi þínu, elsku bróðir minn, en minningarnar um þig mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna framtíð. Mér finnst ég finna fyrir ná- lægð þinni nú er ég rifja upp þessi minningarbrot. Mér finnst ég sjá þig í gegnum tárin, þú brosir svo fallega til mín, brosi sem enginn á nema þú. Ég var sjö ára gömul er mér hlotn- aðist sá heiður að eignast þig fyrir bróður. Ég man hve mér fannst þú fallegur og stoltið skein úr augum mömmu og pabba er þau kynntu þig fyrir okkur, mér, Didda og Gunna. Ég fylltist strax ábyrgðartilfinningu gagnvart þér og mín fyrstu viðbrögð voru að fá að vera ein með þér og horfa á þig. Ég vildi hafa þig út af fyrir mig. Þú dafnaðir vel við ástríki foreldra okkar og það gerðum við öll. Við átt- um góða æsku og mér fannst að ég sem elst af okkur systkinunum þyrftiað hjálpa mömmu og pabba að passa ykkur bræðurna og þá sérstak- lega þig, Palli minn, þar sem þú varst þá yngstur. Þú varst svo prúður og skemmtilegur lítill drengur, bros- mildur, söngelskur og svolítill prakk- ari eins og gerist og gengur með litla drengi. Þér datt ýmislegt í hug eins og að fara að skoða heiminn og þá fórum við öll að leita að þér. Þú varst oftast skammt undan og ég fékk skammir fyrir að hafa ekki passað þig nógu vel. Í gegnum árin höfum við systkinin oft skemmt okkur við að rifja upp ýmis skemmtileg atvik frá æsku okk- ar. Þér fannst alltaf jafnspaugilegt að heyra mig segja frá aðferðinni sem ég notaði þegar ég svæfði þig á kvöldin. Fyrst las ég ótal bækur, svo frumsamdar sögur og síðast drauga- sögur og þá loks sofnaðir þú. Svo voru bíóferðirnar á hverjum sunnu- degi. Oftast var sama bíómyndin viku eftir viku en það skipti ekki máli, þér fannst hún alltaf jafnskemmtileg. Ég keypti eitt sæti fyrir okkur bæði svo ég gæti keypt meira nammi handa þér. Á þessum tíma voru myndavélar ekki eins mikil almenningseign eins og nú og foreldrar okkar áttu enga slíka. Þegar þú varst fimm ára lang- aði mig til að láta taka af þér mynd. Ég klæddi þig í þín fínustu föt og ferðinni var heitið til Reykjavíkur til alvöru ljósmyndara. Ég hlýt að hafa fjármagnað þetta uppátæki mitt sjálf því mamma og pabbi vissu ekki af þessu fyrr en ég sýndi þeim mynd- irnar. Hárið þitt var að vísu ekki nógu vel greitt og slaufan ekki alveg bein, en í dag, elsku Palli minn, þakka ég Guði fyrir að láta mér detta þetta í hug því þetta eru einu mynd- irnar sem til eru af þér á þessum aldri. Það kom fljótt í ljós smekkur þinn fyrir fegurð. Þú vildir alltaf vera fínn til fara og það hefur fylgt þér alla tíð. Glæsileiki þinn og fáguð framkoma þín hefur verið þitt vörumerki. Strax sem lítill drengur vaktir þú athygli fyrir glæsileika og ég man þegar þú fékkst græna tírolhattinn þinn með fjöðrinni, þú varst svo „flottur“ að eftir var tekið. Þú tókst fljótt ákvörðun um að ganga menntaveginn og eiga skjala- tösku. Þú hafðir allt að bera til að sú ákvörðun stæðist. Ég gleymi seint hve stolt mamma og pabbi voru þeg- ar þú settir upp hvíta kollinn og afi setti sinn líka upp í tilefni dagsins. Þú varst gleðigjafi, elsku vinur, um- hyggjusamur og hjartahlýr. Ávallt varst þú fyrstur með blóm og gjafir og það lýsir þér best þegar þú aðeins átta ára fórst fyrstur okkar systkin- anna með stóran blómvönd og færðir mömmu á fæðingarheimilið þegar Doddi yngsti bróðir okkar fæddist. Nú ert þú horfinn úr lífi okkar og þínu hlutverki hér á jörðu lokið. Það er erfitt að skilja hvers vegna Guð tekur til sín ungar sálir en þinni hef- ur verið ætlað annað hlutverk á æðri stöðum. Ég þakka þér fyrir samveru- stundirnar sem ég átti með þér, elsku hjartans bróðir minn, og megi algóð- ur Guð styrkja fjölskyldu þína, for- eldra okkar og aðra ástvini sem eiga um sárt að binda í þessari miklu sorg. Ég elska þig, bróðir minn, og megi Guð blessa minningu þína. Þín systir, Jóna Lilja. Elskulegur tengdasonur minn Páll Sverrir Pétursson er látinn. Sorgin nístir, en það verður engu breytt. Haustið 1987 kom Palli inn í líf okkar Þorsteins þegar þau Katla dóttir okkar felldu hugi saman. Hann var afar fallegur maður og myndarlegur og þar að auki vel gerð- ur í alla staði. og sem árin liðu kynnt- umst við því líka hve harðduglegur og handlaginn hann var, allt lék í höndum hans, hvort sem hann var að leggja parket, smíða sólverönd eða gera upp gamlan Benz, allt var gert af hagleik og stakri vandvirkni og hvert smáatriði skipti máli. Í sínu fagi sem kerfisfræðingur veit ég að Palli var einnig afar flinkur þó ég fylgdist betur með því sem hann gerði í tómstundum sínum. Heimilið og fjölskyldan var honum allt og hann var afar stoltur af fjöl- skyldunni sinni. Börnin hans voru hænd að honum og hann var góður faðir, faðir sem gaf sér tíma til að sinna þeim og taka tillit til þarfa þeirra og langana. Börnin voru alltaf í fyrirrúmi, þau fengu að fara með í ferðalög til útlanda og Palli fór með þeim í bíó og leikhús. Þau fengu líka gott uppeldi sem mun áreiðanlega reynast þeim gott veganesti inn í framtíðina. Þau hafa misst mikið, elsku dóttir mín og barnabörnin. Ég vona að góður Guð gefi þeim styrk til að halda ótrauð áfram og lifa góðu og fallegu lífi Það er gott að eiga góðar minn- ingar þegar ástvinir kveðja, það er eitt af því sem hjálpar okkur sem eft- ir lifum að afbera missinn, sorgina. Minningarnar koma líka eins og flaumur fram í hugann og þeim skul- um við deila saman, elsku Katla mín, Lilja, Steini, Arna, Óli og Diljá. Við biðjum góðan Guð að taka vininum okkar opnum örmum inn í himnarík- ið. Blessuð sé minningin um tengda- son minn Pál Sverri Pétursson. Kolfinna Ketilsdóttir. Elsku Palli minn. Tómarúm í fjöl- skyldunni okkar hefur myndast. Það eru orðin 13 ár síðan þú komst inn í fjölskyldu okkar og ég hef fengið mörg og góð tækifæri til að kynnast þér. Þegar ég hugsa um þig þá hugsa ég alltaf í fleirtölu. Það er auðvitað vegna þess að þú og Katla eruð eitt í mínum huga. Samband ykkar var án efa mjög tilfinningaþrungið og ást- mikið. Ég sé fyrir mér ljómann úr augum ykkar af ást hvors til annars. Ég er glöð fyrir ykkar hönd yfir öll- um þeim minningum sem þið hafið skapað og Katla getur yljað sér við. Glæsileiki hefur alltaf verið þinn stíll. Þú hefur alltaf viljað og valið það besta fyrir ykkur Kötlu og börn- in. Þið hafið byggt ykkur fallegt og hlýlegt heimili þar sem áberandi gestrisni hefur ríkt. Boðin sem þið hélduð voru alltaf svo glæsileg. Það sem þú tókst þér fyrir hendur kláraðir þú vel. Þau eru mörg handa- verkin sem þú skildir eftir þig. Park- et hér og þar, gamlir uppgerðir Benzar og margt fleira. Diljá sagði PÁLL SVERRIR PÉTURSSON ERFIDRYKKJUR STÆRRI OG MINNI SALIR Borgartún 6 ehf., sími 561 6444 Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.