Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 38

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 38
LISTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TRÍÓ Reykjavíkur lék á tónleik- um í Hafnarborg á sunnudagskvöld- ið, þrjú verk franskrar síðrómantík- ur; Meditation úr óperunni Thaïs eftir Massenet, Sónötu fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir César Franck og loks Tríó í e-moll eftir Ernst Chauss- on. Þessi þrjú verk eiga fátt sameig- inlegt í músíkölskum skilningi, þótt höfundar þeirra hafi verið samtíðar- menn og allir þekkst; – Chausson var nemandi bæði Massenets og Francks. Hugleiðingin úr óperunni Thaïs er eitt af þekktustu verkum sígildra tónbókmennta. Óperan sjálf er flest- um gleymd, en þetta litla millispil hefur öðlast sjálfstætt líf, og gjarnan flutt sem aukalag á tónleikum. Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté léku þetta litla verk mjög fal- lega; túlkunin var áköf og ör, öðru vísi en maður heyrir þetta oftast flutt, og ég er ekki frá því að þessi heiti leikstíll hæfi Hugleiðingunni betur en þetta venjulega hæga tempó og yfirdrifna rúbató sem gerir verkið frekar væmið. Túlkun Guð- nýjar gaf allavega svolítið aðra sýn á þennan klassíska standard. Sónata í A-dúr eftir César Franck er eitt fallegasta verk sinnar tegund- ar og þyldi vel að heyrast oftar. Verkið var brúðargjöf tónskáldsins til vinar síns og landa, fiðluleikarans Eugène Ysafe árið 1886, sem frum- flutti verkið síðar sama ár. Áður en þau Guðný og Peter léku verkið, rakti Guðný eins konar framætt sína til þess; – kennarinn, sem kenndi henni verkið á sínum tíma, hafði ver- ið nemandi eins af þekktustu nem- endum Ysafes, þannig að leikur Guð- nýjar var í fjórða lið frá fyrstu túlkun verksins! Þau Guðný og Peter Máté léku verkið sérstaklega vel og gegn- sær og tær leikur þeirra var trúr fín- gerðu yfirbragði þess. Ernest Chausson var aðeins tutt- ugu og sex ára árið 1881 þegar hann samdi píanótríó op. 3 í e-moll, sem Tríó Reykjavíkur lék eftir hlé. Mað- ur hlýtur að spyrja sig hvað hafi gengið á í huga ungs manns sem semur svona verk; það er þrungið yf- irþyrmandi dramatík og mögnuðum harmrænum kenndum. Hnígandi stef fyrsta þáttar verða leiðarstef verksins alls; gegnumgangandi áminning um trega; hljómhæfur moll og einradda kaflar fiðlu og sellós; langar strófur með þéttum boga og miklu víbratói; – allt þetta magnar upp mikla spennu sem geng- ur eins og rauður þráður gegnum allt verkið. Tríó Reykjavíkur lék verkið feikna vel; – Peter Máté var í miklum ham og Guðný og Gunnar léku af miklum þrótti og músíkalskri dýpt. Þetta er ástríðuþrungin tónlist sem bræðir harðasta ís, og flutningur Tríósins var gott veganesti út í kalda og hvassa vetrarnóttina. Morgunblaðið/Ásdís „Þetta er ástríðuþrungin tónlist, sem bræðir harðasta ís, og flutningur Tríósins var gott veganesti út í kalda og hvassa vetrarnóttina,“ segir Bergþóra Jónsdóttir meðal annars í umsögn um tónleikana í Hafnarborg. Ástríður í Hafnarborg TÓNLIST H a f n a r b o r g Tríó Reykjavíkur: Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari fluttu Meditation úr óperunni Thaïs eftir Massenet, Sónötu fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir César Franck og Tríó í e-moll eftir Ernst Chausson. Sunnudag kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir MYNDIR Robert Altmans hafa að sönnu verið misjafnar að gæðum, einkum satírur hans. Hann hefur gert stórkostlegar slíkar myndir eins og M*A*S*H* og The Player og ægilega vondar eins og t.d. Pret-a- porter og þessa nýjustu sem heitir Dr. T og konurnar eða Dr. T. and the Women. Hvað hún átti að verða þeg- ar hún var enn á teikniborðinu er óljóst. Það er hins vegar bert hvað hún hefur orðið í framleiðslu, nefni- lega algjört rusl. Það væri kannski einfaldast að segja að hún fjallaði um gargandi kerlingar á biðstofu kvensjúkdóma- læknis því það er fátt annað hafandi í henni. Þær virðast koma þangað til þess að láta Richard Gere, sem aldr- ei getur verið sannfærandi í neinu hálærðu hlutverki, káfa á sér. Ekk- ert amar að þeim en silfurhærði kvensjúkdómalæknirinn sem fer um þær höndum og hlustar á þær er líka einskonar sálfræðingur þeirra og þess vegna skríkja þær og væla frammi á biðstofunni myndina út í gegn af því að hann hefur ekki tíma til þess að sinna þeim. Ef Altman ætlaði sér að gera mynd sem sýndi fölskvalausa kvenfyrirlitningu tókst honum það. Ugglaust á kerlinga- gargið að vera fyndið, þetta eru yf- irstéttarkonur í Dallas sem hafa ekk- ert betra við tímann að gera en láta kvensjúkdómalækni fara um sig höndum, en það skortir sárlega húm- orinn eða tengingu við satíruna svo niðurstaðan er einskonar afskræm- ing sem verður fyrst og fremst að stórkostlegum leiðindum. Ef Altman ætlaði að gera gaman- drama eins og það er kallað, gam- anmynd blandaða melódramatík, mistókst honum það herfilega. Ein- hverstaðar í myndinni leynist saga af lækninum góða og hvernig áhrif það hefur á hann þegar eiginkona hans gengur í barndóm (vegna þess að hún hefur það svo gott í lífinu!) og hann fer að sofa hjá glæsilegum golf- leikara (Helen Hunt) án þess að pæla nokkuð meira í sjúklingnum eiginkonu sinni, sem komin er inn á hæli. Allt er þetta svo losaralegt og illa samið að undrun vekur. Gere á greinilega að vekja samúð en maður furðar sig á algjöru siðleysi hans og skilur ekki hvað það er sem rekur hann áfram nema ef vera skyldi flótti undan kerlingagarginu. Hvort tveggja, kvenhatrið og vond sagan, nægði til þess að gera Dr. T að verstu mynd ársins en þegar við bætist leikurinn, sem er kapítuli út af fyrir sig, er málið í höfn: Dr. T og konurnar er versta bíómyndin sem sýnd hefur verið hér á árinu. KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri: Robert Altman. Handrit: Anne Rapp. Aðalhlutverk: Richard Gere, Helen Hunt, Farrah Fawcett, Shelley Long, Laura Dern, Kate Hudson. 2000. DR. T OG KONURNAR „DR. T AND THE WOMEN“ 1 ⁄2 Kvensjúkdóma- læknirinn og konurnar hans Arnaldur Indriðason SELMA Hannesdóttir og Helga Berndsen hafa opnað samsýningu í Listhúsinu Engjateig 17-19 á glerlistaverkum og olíumálverk- um. Báðar lærðu teikningu og vatns- litamálum hjá Vigdísi Kristjáns- dóttur og hafa verið á teikninám- skeiðum hjá Tómstundaskólanum. Selma stundaði nám í gler- myndagerð 1993-4 hjá Björgu og Gústa í Tiffanýs og námskeið í glerskurði og glerbræðslu 1997 hjá Frauanau Bildwerk Zwiesel í Þýskalandi. Hún hefur selt myndir hérlendis og í Þýskalandi. Helga hefur lært að fara með olíuliti hjá Arnheiði Einarsdóttur. Sýningin stendur til 17. mars. Samsýning í Listhúsinu MIKIL þrekvirki hefur Sæbjörn Jónsson unnið í íslensku tónlistarlífi, ekki síst sem kennari og bakhjarl ungra tónlistarmanna. Stórsveit Reykjavíkur verður þó að teljast helsta afreksverk hans og fyrir það mun hans minnst í íslenskri djass- sögu. Hljómsveitin hélt tíu ára af- mælistónleika sína í Stykkishólmi og Reykjavík á dögunum og voru þetta jafnframt kveðjutónleikar Sæbjarn- ar. Hann er farinn að kröftum en mun þó ekki yfirgefa sveitina alveg, heldur um stjórnvölinn á væntanleg- um geisladiski með Reykjavíkurlög- um í útsetningu Veigars Margeirs- sonar, mun sjá um nótnasafn sveitarinnar og vera þeim hollur ráð- gjafi sem löngum fyrr. Hljómsveitin mun byggja á gestastjórnendum einsog verið hefur algengt undanfar- in ár og er það vel. Nýir straumar og ferskir verða að leika um listina eigi hún ekki að staðna. Sæbjörn Jónsson kynnti sjálfur á þessum tónleikum og rifjaði ýmis- legt upp úr sögu hljómsveitarinnar. Það var engin furða að Frank Foster skyldi vera honum hugstæðastur af gestastjórnendum sveitarinnar. Frank var fyrrum einn af helstu ten- órsólistum stórsveitar Count Basies. Eftir dauða Basies 1985, flutti Thad Jones frá Kaupmannahöfn til að stjórna sveitinni. Hann lést ári síðar og tók Frank þá við stjórinni allt til ársins 1995 þegar Grover Mitchell tók við sprotanum. Sæbjörn hefur gjarnan leitað á mið Basies og spor- göngumanna hans og var því við hæfi að upphafslag tónleikanna væri blús Fosters: Frankie’s Flat. Það var sveiflan heit og allir sólóarnir eftir bókinni einsog oftast á þessum tón- leikum. Skar Sigurður Flosason sig helst úr og tókst stundum að opna til nýrra átta s.s. í sóló sínum í öðru lagi tónleikanna, Bird Count eftir Maríu Schneider, en sá merki tónamálari stjórnaði Stórsveitinni á tónleikum í Íslensku óperunni á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra. Ég minnist ekki að hafa heyrt verk þetta á þeim tón- leikum, enda er það meira í ætt við Basie-útsetjara seinni ára en höfuð- lærimeistara Schneiders, Gil Evans. Sigurður var að sjálfsögðu í aðalhlut- verkinu í minningaróði sínum gull- fallegum um Svein Ólafsson, fyrsta stórdjassleikara Íslands. Er það eitt þeirra laga Sigurðar sem Svíinn Daniel Nolgård hefur útsett fyrir stórsveit og hefur stjórnað í tvígang með Stórsveit Reykjavíkur. Aðra tónleika með alíslenskum tónsmíð- um hélt Stórsveitin í Salnum í Kópa- vogi þarsem Stefán S. Stefánsson stjórnaði stórsveitarútsetningum sínum á eigin verkum. Eitt þeirra var á efnisskrá Sæbjarnar í Tjarn- arsal og Basie-sveiflan gægðist fram þó skrifað væri fyrir rafgítarinn á þann hátt er Freddie Green hefði aldrei leikið. Eina lagið sem var af fjarskyldum meiði Basie-ættarinnar, utan Reykjavíkurlaganna sem brátt verður vikið að, var eftir Dennis DiBalasio, sem blés í barýton og flautu með stórsveit Maynards Fergusons uppúr áttatíu og útsetti fyrir þá háværu sveit. Var ópusinn tileinkaður börnum á öllum aldri og verðugt lokalag á tónleikum uppal- andans snjalla: Sæbjarnar Jónsson- ar. Ekki má skiljast svo við þessa tón- leika að söngvaranna sé ekki getið, en þeir voru þeir sömu og fyrst sungu með sveitinni, Andrea Gylfa- dóttir og Ragnar Bjarnason. Þau sungu Reykjavíkurlög í útsetningu Veigars Margeirssonar auk þess sem Andrea söng útsetningu Óskars Einarssonar á svínglaginu gamla, It’s All So Quiet, sem Björk gerði vinsælt að nýju. Útsetningar Veig- ars, sem lengi var einn okkar fremsti trompetleikari en dvelur nú við tón- smíðar í Hollywood fyrir Disney- samsteypuna og álíka kvikmynda- ver, sæta engum tíðindum en eru fagmannlega unnar. Andrea var fín í Herra Reykjavík, grúfið fönkí þartil að sóló Sigurðar Flosasonar kom. Blés hann á klassískum svíngnótum uns hrynsveitin fönkaði að nýju og Andrea skattaði óborganlega, en mikið hefði ég viljað heyra Andreu og Ragnar syngja klassískan söng- dans í lokin í stað New York, New York. Þetta eru nú einusinni þeir söngvarar okkar sem hafa djasstúlk- un slíkra dansa best á valdi sínu. Það var troðfullt í Tjarnarsal á laugardaginn og stóðu tónleikarnir hátt í tvo tíma án hlés. Sæbjörn var orðinn nokkuð móður í lokin enda hefur hann aldrei kunnað sér hóf og væri Stórsveit Reykjavíkur ekki tíu ára um þessar mundir ef svo hefði verið. Í litlu landi þarsem áhugi ein- staklinganna er aflvaki í listum þarf eldhuga á borð við Sæbjörn til að koma gerjuninni af stað. Dugnaður, ósérhlífni og miklir kennsluhæfileik- ar hafa gagnast honum vel við að koma Stórsveit Reykjavíkur yfir erf- iðustu hjallana – sveit er skiptir djasstónlist landsins jafn miklu máli og Sinfónían tónskáldatónlistina og er jafn verðugur fulltrúi landsins meðal hljómsveita heimsins. Sæbjörn kveður með léttri sveiflu DJASS T j a r n a r s a l u r R á ð h ú s s i n s Einar Jónsson, Birkir Freyr Matthíasson, Örn Hafsteinsson og Freyr Guðmundsson, trompetar; Oddur Björnsson, Björn R. Ein- arsson, Edward Frederiksen og David Bobroff, básúnur, Sigurður Flosason, Ólafur Jónsson, Jóel Páls- son, Stefán S. Stefánsson og Krist- inn Svavarsson, saxófónar, klarin- ettur og flautur, Davíð Þór Jónsson, píanó, Edvarð Lárusson, gítar, Gunnar Hrafnsson, bassi, og Jóhann Hjörleifsson, trommur. Söngvarar: Andrea Gylfadóttir og Ragnar Bjarnason. Laugardaginn 3. mars 2001. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.