Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGINN 8. mars verður í fyrsta skipti formleg kynning á öllu meistaranámi við Háskóla Íslands. Meistaranám í sjávar- útvegsfræðum við HÍ er meðal þess náms sem kynnt verður. Meistaranám í sjáv- arútvegsfræðum er 60 eininga rannsóknar- tengt framhaldsnám sem miðað er við að taki 2 ár. Til að komast inn í námið þarf við- komandi að hafa BA-, BS- eða tilsvarandi há- skólagráðu. Námið er þverfaglegt sem þýðir að kjarni þess er gerður úr flestum fögum sem snerta sjávarútveg og kennd eru við hinar ýmsu deildir Háskólans. Með- al faga má nefna fiskihagfræði, markaðs- og útflutningsfræði sjáv- arútvegs og rekstur sjávarútvegs- fyrirtækja sem kennd eru við við- skipta- og hagfræðideild; fiskiðnaðartækni sem kennd er við verkfræðideild; fiskifræði sem kennd er við raunvísindadeild; sjáv- arútvegurinn í ljósi félagsfræði og mannfræði sem kenndur er við félagsvísindadeild og lagaumhverfi sjávarút- vegs sem kennt er við lögfræðideild. Með svona fjölbreytilega samsettum greinum kynnast nemendur öll- um hliðum sjávarút- vegs, ekki aðeins bók- lega heldur líka verklega. Í fiskifræði, sem kennd er við raun- vísindadeild, fara nem- endur í Flóarall á haf- rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og vinna störf hafrann- sóknamanna. Í fiskiðn- aðartækni, sem kennd er við verkfræðideild, reykja nem- endur fisk og þurrka. Fjölbreytni námsins gerir það áhugavert, skemmtilegt og ekki síst lærdóms- ríkt. Fyrir utan kjarnafögin hér að of- an velur nemandi valfög eftir sínu áhugasviði. Þau velur hann úr þeirri deild sem hann hefur ákveðið að út- skrifast frá og jafnvel með hliðsjón af lokaverkefni. Nemandi með BS- próf úr raunvísindadeild getur út- skrifast úr meistaranámi sjávarút- vegsfræða frá viðskipta- og hag- fræðideild. Þetta víkkar tvímæla- laust sjóndeildarhring hans. Auk þess að kynnast mörgum hliðum sjávarútvegs í náminu þjálf- ast nemendur í akademískum vinnu- brögðum. Þeir þurfa að takast á við krefjandi verkefni einir eða í hóp sem mun nýtast þeim þegar út í at- vinnulífið er komið sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. Útskrifaðir nemendur ættu því að verða góðir og nýtir þegnar þjóðfélagsins! Meistaranám í sjávar- útvegsfræðum við HÍ Arna Bjartmarsdóttir Sjávarútvegsfræði Auk þess að kynnast mörgum hliðum sjávar- útvegs í náminu, segir Arna Bjartmarsdóttir, þjálfast nemendur í akademískum vinnubrögðum. Höfundur er með BA-próf í spænsku og er í meistaranámi í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands. Í UMRÆÐUNNI um framtíð flugvallar- málsins upp á síðkastið hefur komið í ljós að þar er í raun komið að spurningunni hvernig við Íslendingar viljum haga flugsamgöngum okkar í framtíðinni. Bent hefur verið á að víðast erlendis er reynt að sameina innanlands- og millilandaflug á sama flugvelli. Stærsti ávinningur þess er tímasparnaður þeirra sem vilja fara beint úr innanlandsflugi í milli- landaflug eða öfugt. Þennan möguleika hafa margir bent á sem kost við þá hugmynd að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Í sambandi við þá hugmynd að byggja nýjan flugvöll á Lönguskerj- um hefur verið bent á að grunnsævið þar og rýmið sem fyrir hendi er dugi fyrir flugvöll sem gæti tekið þær flugvélategundir sem Flugleiðir nota í millilandaflugi sínu. Það er að segja flugvélar af gerðunum Boeing 737 og 757. Allt millilandaflug Flugleiða fer fram með þessum flugvélum. Fyrir utan þetta er leiguflug með Boeing 747 sem þarf lengri flugbrautir en rúmast í Skerjafirði og þyrftu því að vera áfram í Keflavík. Mestur ávinn- ingur í sambandi við flugmál framtíð- arinnar væri að tengja áætlunarflug- ið beint við innanlandsflugið, í þannig samræmdum áætlunum væri t.d. hægt að koma með innanlandsflugi og hoppa beint yfir í millilandaflug og komast nánast hvert á land sem er í Evrópu fyrir hádegi. Þetta væri hugsanlega meiri ávinningur í sam- göngumálum lands- byggðarinnar, á tímum alþjóðavæðingar, en okkur órar fyrir. Auð- veldara yrði að halda í unga fólkið, á öllum flugtengdum stöðum, því það væri komið jafnnálægt alþjóðasam- félaginu, ef ekki nær, og gerist í flestum lönd- um Evrópu. Ávinning- ur fólks á höfuðborgar- svæðinu yrði hins vegar fyrst og fremst sá að geta farið á 5–15 mín. út á flugvöll og er þá reiknað með brú yfir á Álftanes en með því yrðu sveitarfélögin á suðurhluta svæðisins í beinni vegatengingu við Lönguskerjaflugvöll líkt og Reykvík- ingar. Unga fólkið sem vill verða hluti af alþjóðasamfélaginu getur þá á tveimur tímum verið komið út í heim og þess vegna ef mikið liggur við komið sér heim seinni part sama dags. Utanlandsflugið yrði þá eins konar innanlandsflug í Evrópu. Ávinningur ríkisins og einkafyrir- tækja yrði gífurlegur. Ríkisstarfs- menn þurfa nú í síauknum mæli á skyndifundi út um alla Evrópu og í staðinn fyrir að þetta séu dýrar lang- ferðir með gistingu, dagpeningum og slíku ásamt tímatapi gætu þetta orð- ið dagsferðir sem komið er úr að kvöldi. Þetta er ekki síður áhugavert fyrir þá sem eru í atvinnurekstri sem byggist á nánum samskiptum við er- lend fyrirtæki og markaði, akstur suður á Keflavíkurflugvöll til að taka á móti viðskiptavinum og að sjá þeim fyrir uppihaldi og gistingu er þung byrði á íslenskum fyrirtækjum. Aug- ljóst er að samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja myndi batna til muna með tilkomu alþjóðaflugvallar við bæjardyrnar. Árið 2000 fóru 283.000 Íslendingar til útlanda. Um 60% þeirra notuðu áætlunarflugið, eða um 170.000, 340.000 ferðir til og frá Keflavík gætu sparast. Útlendingar sem komu á síðasta ári voru 302.000, um 600 þús. ferðir til og frá Keflavík, þeim væntanlega til ama og kostn- aðarauka. Auk þessa er fjöldi svo- kallaðra viðkomufarþega, þ.e. þeirra sem lenda í Keflavík og skipta e.t.v. um vél, 300.000 á ári. Flestir eru þessir farþegar á ferð fram og til baka yfir Atlandshafið og stoppin því um 600.000 talsins. Aðeins hefur tek- ist að fá um 50.000 transit-farþega til að nýta sér tilboð um „stopover“. Ef þessir farþegar á hinn bóginn væru lentir á flugvellinum á Lönguskerj- um og aðeins 10 mínútna akstur í miðbæinn mundi án efa miklu hærra hlutfall þessara viðkomufarþega koma inn í landið og eyða háum upp- hæðum í kaup, t.d. á listiðnaði og ís- lenskri framleiðslu. Hér er ekki verið að setja fram endanlegan efnahagsávinning eða úttekt á flutningi áætlunarflugsins á Löngusker, það er heilmikið reikn- ingsdæmi, en auðvelt er að átta sig á helstu stærðargráðum með einföld- um reikningi. Ef við reiknum með að um 5.000 kr. sparist í 340.000 ferðum Íslendinga í áætlunarflugi á ári gerir það 1,7 milljarða á ári í sparnað og er þá hinn sérstaki viðskiptalegi ávinn- ingur ekki tekinn inn í dæmið. Ef við segjum að hver erlendur ferðamaður nýtist efnahagnum um 3.000 kr. bet- ur með því að þurfa ekki að eyða tíma og peningum í ferðir til og frá Kefla- vík yrðu það um 0,9 milljarðar á ári. Ef í þriðja lagi „stopover“-farþegum í transit-fluginu fjölgaði um 100 þús. og við metum ávinning af því sem 20.000 á mann, flestir yrðu aðeins part úr degi á höfuðborgarsvæðinu, það gerir 2,0 milljarða á ári. Sam- anlagt skila þessir þrír liðir þjóð- hagslegum ávinningi upp á 4,6 millj- arða á ári hverju skv. ofangreindri áætlun. Ekki er reiknað með virði mannslífa sem sífelt týnast á Kefla- víkurveginum. Með flugvöll, nánast inni í höfuð- borginni, á Lönguskerjum fengjum við mögulega fleiri fjársterka fjár- festa hingað, sem ekki gefa sér mik- inn tíma í tafir og hindranir. Lista- menn kæmu hér frekar við í ferðum sínum yfir Atlantshafið. Ef til vill gæti glæsileg miðborgarbyggð á flugvallarsvæðinu, með 5 mínútna akstursvegalengd út á flugvöll, freistað þeirra sem staður til búsetu. Slíkt fólk gæti orðið þjóðfélaginu mikil lyftistöng. Unga fólkið mundi líka sækjast hér eftir búsetu því það vill eiga möguleika á beintengingu við hið al- þjóðlega samfélag. Reykjavík breyttist þannig úr að vera afskekkt sveitaþorp í að vera alþjóðleg borg í betri flugtengslum við flugkerfi heimsins en flestar aðrar borgir. Að losa Vatnsmýrina við ótrúlega fáránlegan flugvöll á besta mögulega byggingarsvæði höfuðborgar lands- ins, nýta það fyrir íbúabyggð og aðr- ar byggingar sem henta í tengslum við miðbæjarkjarnann væri sann- kölluð land- og lofthreinsun og borg- in ætti möguleika á að verða al- mennileg borg. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær, stóra flugslysið verður í miðborginni, það gæti þess vegna orðið eftir tvö ár og þá verður sama hvaða dýru endurbætur hafa verið gerðar á þessu kauni, það verður flutt. Stórt flugslys í miðri Reykjavík verður tilfinningalega og efnahags- lega dýrkeypt. Það yrði efnahagslegt stórslys ef ráðamenn þjóðarinnar sjá ekki að þessi ofantaldi ávinningur er árviss og fram til 2016 er um að ræða 4,6 milljarða sinnum 16 eða samtals 70–80 milljarða. Það er víst að Bandaríkjamenn munu ekki til margra ára til viðbótar fjármagna flugbrautir í Keflavík fyr- ir sólarlandaferðamenn frá Íslandi og þá þurfa Íslendingar að borga fyr- ir það sjálfir á komandi árum. George Bush, nýr forseti Bandaríkj- anna, hefur gefið yfirlýsingu um að dregið verði úr kostnaði Bandaríkja- hers í Evrópu. Megi víðsýni ráða- manna, hvar í flokki sem þeir standa, verða til góðs fyrir þjóðina og að við megum njóta þeirrar gæfu að þeir sameinist um að koma þessu í fram- kvæmd sem fyrst og löngu fyrir 2016. Ávinningur flutnings milli- landaflugs á Löngusker Trausti Eiríksson Flugvöllur Mestur ávinningur í sambandi við flugmál framtíðarinnar, segir Trausti Eiríksson, væri að tengja áætl- unarflugið beint við innanlandsflugið. Höfundur er verkfræðingur. FJÖLMÖRG flug- slys hafa orðið við og á Reykjavíkurflugvelli á undanförnum árum. Síðast varð mann- skætt slys 7. ágúst á nýliðnu ári. Af völdum slyssins biðu fimm bana og einn stórslas- aðist. Nauðlending var fyrir nokkrum dögum eða nánar til- tekið 15. febrúar sl. Lítil flugvél sem fór frá Reykjavíkurflug- velli áleiðis til Græn- lands sneri við vegna alvarlegrar bilunar. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins 16. febrúar var um neyðarástand að ræða. Sem betur fór náði flugvélin inn á eina flugbrautina í miðborg Reykjavík- ur. Þetta er ekki fyrsta flugvélin í ferjuflugi sem rétt sleppur inn á flugvöllinn. Fyrir nokkrum árum hrapaði flugvél í ferjuflugi og splundraðist um 500 metrum frá gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu, sem eru ein fjölförnustu gatnamót höf- uðborgarinnar. Þeir sem voru í vél- inni fórust. Þá risu hátt kröfur um að allt ferju-og millilandaflug smá- véla yrði flutt til Keflavíkurflug- vallar. Við því hafa yfirvöld ekki orðið. Ráða einhverjir hagsmunir hér meiru en öryggi íbúanna? Fyr- ir Guðs mildi hafa flugvélar ekki enn hrapað í íbúðarhverfi heldur skollið niður á flugvallarsvæðinu eða í Skerjafjörð. Í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum við Pétur Ein- arsson, þáverandi flugmálastjóra, talaði hann um „kraðak“ æfinga- og kennsluflugvéla yfir höfuðborg- arsvæðinu og að það væri bara tímaspurs- mál hvenær af hlytist alvarlegt flugslys. Við sem búum á Kársnesi í Kópavogi höfum ekki farið var- hluta af þessu krað- aki. Lágflug æfinga- og kennsluflugvéla yf- ir Kársnesið hefur stóraukist undanfarin ár með tilheyrandi há- vaðamengun og slysa- hættu. Þegar þessar flugvélar taka á loft til austurs snarbeygja þær til suðurs á móts við vesturenda Foss- vogskirkjugarðs, fara þvert yfir Fossvog og nota ýmist Kópavogs- kirkju eða Kársnesskóla sem kennileiti. Það er raunar maka- laust að flugmenn í lágflugi skuli nota barnaskóla sem viðmiðunar- punkt. Yfir Kársnesinu er á ný snarbeygt til vesturs og flogið lágt yfir íbúðarbyggð með „mótorana á fullu“ því flugvélarnar eru að hækka flugið. Hávaðamengun vegna þess flugs er ótrúleg. Varla er hægt að tala saman utandyra vegna stöðugra véladruna. Þetta er ekki ein og ein flugvél sem flýgur yfir. Á sólríkum og góðum sum- ardögum er mergð smáflugvéla sem flýgur hring eftir hring, lendir og tekur á loft á ný. Oft eru ekki nema þrjár mínútur á milli flug- véla. Svo til allar eru þessar flugvélar eins hreyfils. Ef það verður vél- arbilun yfir Kársnesinu er ekki víst að þær kæmu til jarðar á flugvall- arsvæðinu eða í Skerjarfirði. Talað er um að hefja e.t.v. framkvæmdir við kennslu- og æfingaflugvöll í Hvassahrauni árið 2003. Eftir því er ekki hægt að bíða. Þessu lágflugi yfir íbúðarbyggð verður strax að linna. Það hlýtur að vera hlutverk flugmálayfirvalda og sveitarstjórna að sjá til þess að ónæði og slysahætta af flugumferð sé í lágmarki. Bein fluglína milli Reykjavíkur- og Keflavíkurflug- vallar er um 30 km. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að fljúga milli þessara flugvalla. Æfinga- og kennsluflug er hægt að hefja á Reykjavíkurflugvelli, fljúga til Keflavíkurflugvallar, æfa þar lend- ingar og ljúka fljúginu í Reykjavík. Keflavíkurflugvöllur er ekki inni í miðri borg, heldur fjarri byggð, flugumferð er lítil, t.d. eru þar nú fjórar orrustuþotur, en voru fjór- tán fyrir nokkrum árum, lendingar millilandavéla eru eldsnemma á morgnana og síðdegis, og öryggis- mál þar eru á heimsmælikvarða. Flugmálayfirvöld gera þó ekkert í málinu. Þeirra helsta áhugamál er að halda óbreyttu ástandi. Bæj- arstjórn Kópavogs verður að taka af skarið og krefjast þess að allt flug æfinga- og kennsluflugvéla yf- ir íbúðarbyggð í bænum verði bannað. Kraðak yfir byggð Þórir Hallgrímsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi. Flugvöllur Bæjarstjórn Kópavogs verður að taka af skarið, segir Þórir Hallgrímsson, og krefjast þess að allt flug æfinga- og kennsluflugvéla yfir íbúðarbyggð í bænum verði bannað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.