Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 49 einn daginn að nú myndir þú park- etleggja skýin. Mér verður hugsað til allra ferða- laga ykkar út um um allan heim, sem hafa gert ykkur bæði víðsýn og opin. Það eru margar ferðasögur sem þið hafið sagt mér. Þú varst stoltur og ánægður að hefja nám við Háskóla Íslands í haust og síðast þegar ég sá þig, varstu að skrifa ritgerð í tengslum við námið. Leikhúsferðanna þinna og barnanna, sem mér virtust vera al- veg heilagar stundir ykkar saman, eiga börnin nú eftir að sakna. Þú talaðir svo oft um að þú sakn- aðir þess að hafa ekki fengið að kynn- ast honum Óla okkar, mági þínum. Nú færðu tækifæri til þess. Ég trúi því að hann hafi tekið á móti þér með opinn faðminn og þið eigið eftir að fylgjast með okkur hinum, sem eftir erum. Elsku Katla mín og börnin öll, missir ykkar er mikill og sár. Fram- undan eru erfiðir tímar og það er fátt huggandi sem ég get sagt. Ég vil að þið vitið það að ég er til staðar fyrir ykkur, hvenær sem þið þurfið á mér að halda. Ég votta ykkur, allri fjölskyldu Palla, mína dýpstu samúð og bið góð- an Guð að styrkja ykkur í sorginni. Inga mágkona. 23. febrúar var erfiður dagur. Pabbi hringdi í mig og sagði mér að hann Palli mágur minn væri dáinn. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinning- um sem í gegnum huga manns fara á svona stundum en það er eins og mörg ár renni í gegn á örskots- stundu. Ég kynntist Palla fyrir um 13 ár- um þegar hún Katla systir mín kynnti hann fyrir fjölskyldunni. Það verður ekkert öðruvísi sagt en svo að ég varð samstundis heillaður af hon- um. Hann var svo skemmtilegur og öll hans framkoma var á þann hátt að ef hann var að tala þá hlustaði maður af áhuga. Hann sagði svo skemmti- lega frá. Ég var unglingur á þessum tíma og leit mikið upp til hans. Hann var líka einhvern veginn þannig að það skipti ekki máli hvort hann var að tala við börn, unglinga, jafnaldra eða gamalmenni, hann sýndi öllum sömu virðingu. Palli lá aldrei á skoð- unum sínum sem slíkum. Ef honum mislíkaði eitthvað sem ég gerði þá fékk ég að vita það en hann tók mig stundum á þessum árum undir verndarvæng sinn og leiðbeindi mér í ýmsum málum ef honum fannst ég vera að fara í ranga átt. Því þótt ég ætti mjög góða foreldra sem gerðu það sama þá var það einhvern veginn öðruvísi að heyra Palla segja það. á mig. Hann gat tekið gamla bíla í tætlur og sett þá aftur saman, eins tók hann heilu íbúðirnar og gjör- breytti þar öllu. Steinveggir stóðu ekki fyrir honum því hann braut þá bara niður ef því var að skipta. Bæði Njörvasundið og Eikjuvogurinn fengu stóra og mikla upplyftingu eft- ir að hann hafði farið höndum um. Svo nú síðast tók hann fokhelda íbúð- ina í Reynihvamminum og gerði þar allt með eigin höndum. Gerði hana að höll. Það var reyndar um það talað að hann hlyti að vera ofvirkur því hann mátti sjaldan vera að því að setjast niður og slaka á. Ef ekki þurfti að rífa upp gólf eða skipta um glugga í húsinu þá tók hann bara háaloftið og gerði úr því fjölskylduherbergi. Það fengu líka margir að njóta þess að liggja úti á pallinum sem hann byggði í Eikjuvoginum en hann var engin smásmíði. En Palli hugsaði líka vel um börnin og hafði gaman af að gera eitthvað fyrir þau og með þeim. Þannig var það að hann ætlaði að smíða smákofa úti í garði eins og svo margir gera. En þegar hann var risinn stóð á flötinni tveggja hæða kofi með steinullareinangrun, gleri í gluggum og að sjálfsögðu sólpalli. Þær eru margar minningarnar um það hvað hann Palli var stórtækur en hann hafði samt ekkert gaman af því nema geta deilt því með öðrum því allt sem hann gerði og átti virtist vera svo aðrir gætu notið þess líka með honum. Við Palli náðum mjög vel saman og öll þessi ár leit ég ekki bara á hann sem mág minn, heldur líka sem bróð- ur. Við vorum alltaf vinir og ég naut þess líka alltaf að koma í heimsókn til þeirra Kötlu því ávallt var manni tekið opnum örmum. Allir sem kynntust Palla urðu heillaðir af honum og svo var líka um hana Ellu mína því þau náðu líka mjög vel saman. Palli var alltaf að spyrja okkur hvort við ætluðum nú ekki að fara að láta pússa okkur sam- an, við ættum svo vel saman. Ein- hvern veginn þykir mér mjög vænt um þessi orð hans. Ég á eftir að sakna þín, Palli minn, mjög mikið nú þegar þú ert farinn. Ég veit líka að nú átt þú eftir að kynnast honum Óla bróður mínum sem þú svo oft talaðir um að þig hefði langað til að kynnast. Það var svo margt í þínu fari sem mér fannst svo aðdáunarvert og þú kenndir mér svo margt. Ég á líka eftir að sakna spila- kvöldanna sem við höfðum svo gam- an af. Elsku Katla mín, Lilja, Arna, Steini, Óli, Diljá og aðrir aðstand- endur, ég veit að Palla líður vel á þeim stað sem hann er núna og hann vakir yfir okkur. Palli var einstakur maður og skarð hans verður aldrei fyllt. Megi Guð styrkja ykkur á þess- ari erfiðu stundu. Þorsteinn Þorsteinsson. Kæri Palli. Mig langar með fáum orðum að kveðja þig. Mér er það minnisstætt hvernig þú tókst á móti mér er ég hitti þig í fyrsta sinn. Þú gekkst hröðum skrefum til mín, þungur á brún eins og ég ætti ekki von á góðu en allt í einu ljómaði and- lit þitt og þú sagðir hátt og snjallt: „Velkominn í fjölskylduna.“ Margoft þegar við Inga áttum leið hjá varstu ýmist með hamar á lofti eða sög að gera heimilið ykkar betur búið og fallegt. Ég veit að þú varst dugnaðarforkur og alltaf ákveðinn að gefa fjölskyldunni þinni aðeins það besta, sem var svo einkennandi fyrir þig. Við þau tækifæri þegar fjölskyld- an kom saman, varstu áberandi og með mikla kátínu. Þú virtist mjög víðsýnn og gast rætt allt á milli him- ins og jarðar. Ég met mikils auðsýndan skilning og stuðning frá þér er ég leitaði til Kötlu með málið mitt. Þessi hlýju orð frá þér skipta mig miklu máli enda veit ég að þú vissir nákvæmlega hvað var að brjótast um í mér. Þú varst fyrirmyndarfaðir, börnin fengu alla þína athygli og umhyggju. Fyrir rúmri viku síðan ætlaði ég að koma við um kvöld með pakka til ykkar Kötlu og hafði hringt á undan mér. Þú beiðst mín í anddyrinu og tókst ekki í mál að ég færi án þess að þiggja kaffi. Við áttum langt og gott samtal, þar sem þú varst svo einlæg- ur og hreinskilinn. Öllum ástvinum þínum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi Kötlu, börnunum og fjöl- skyldu þinni styrk í sorginni. Megi guð vera með þér og hvíl í friði. Þinn svili Sigurður Guðmundsson. Elsku Palli minn. Það er með þungum huga sem ég kveð þig. Við náðum svo vel saman strax við fyrstu kynni og þú varst einn af þeim fyrstu til að bjóða mig velkomna í fjölskyld- una. Oft fékk ég líka að heyra frá þér hversu mikið ég tilheyrði þessari fjöl- skyldu, og mér þótti svo vænt um að heyra það. Það voru mörg spilakvöldin sem við áttum fjögur saman, þú, Katla, ég og Steini. Ég á eftir að sakna þeirra kvölda mjög mikið því það var alltaf svo gaman þegar við hittumst og þú varst alltaf svo hress, og hélst uppi hlátri með bröndurum, hnyttnum at- hugasemdum og skemmtilegum um- ræðum. Mér finnst ofsalega skrýtið að þú sért farinn því ég sá þig alltaf fyrir mér sem svila minn og mér fannst ég vera svo heppin að hafa eignast svona frábæran svila. Hver á núna að spyrja mig hvernig ég viti hvort ég sé með magaverk eða bakverk? Og svo varstu alltaf að spyrja okkur Steina hvort við ætluðum ekki að fara að setja upp hringa, þér fannst ekkert annað koma til greina. Elsku Palli minn, þú varst lang- besti og yndislegasti svili sem ég hefði getað eignast. Ég á eftir að sakna samverustundanna með þér mikið. En ég mun varðveita minning- arnar um þig í huga mínum og hjarta. Ég veit að Guð tekur vel á móti þér og hugsar vel um þig. Takk fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar sem við Steini eigum saman um skemmtilega tíma með þér. Blessuð sé minning þín. Elsku Katla mín, Lilja, Steini, Arna, Óli og Diljá, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Elín Margrét. Hinsta kveðja hjartans vinur góði. Heimilisprýðin, vonin kvödd í ljóði. Sofðu vinur, sofðu rótt. Sofðu vinur, góða nótt. (Hulda.) Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja Palla okkar sem kallaður var burtu í blóma lífsins. Við biðjum algóðan Guð að styrkja fjölskyldu hans, foreldra, systkini og aðra ástvini í þeirra miklu sorg. Við skulum öll minnast þess að þegar tíminn, hinn mikli græðari, hefur læknað dýpstu sárin, þá lifir eftir minningin um yndislegan dreng sem okkur öllum þótti svo vænt um. Ég bið af hjarta barna vininn góða. Að blessa soninn hér í minning ljóða. Hann lifir áfram blessað ljósið blíða. Ásvinir hans þeir trúa, vona og bíða. (Hulda.) Blessuð sé minning Palla frænda. Svala og Richard. Hann Palli er horfinn af sjónar- sviðinu, horfinn óvænt og allt of skyndilega. En þannig birtist hann okkur fyrst haustið 1987, óvænt og skyndilega. Hún Katla vinkona okk- ar hafði farið á dansleik um helgina og hitt draumaprinsinn sinn, hann Pál. – Hvaða Pál? spurðum við. – Þið hittið hann á sunnudaginn, hann langar svo að bjóða ykkur út að borða. – Okkur? Af hverju okkur? – Nú hann langar til að kynnast vinum mínum. Við áttum yndislegt kvöld, borðuð- um góðan mat og spjölluðum um lífið og tilveruna og hann langaði að vita allt, allt um hana Kötlu sína. Og þannig var hann. Ákafur í að inn- byrða allt sem viðkom lífi hennar, prinsessunnar sem hann hafði hitt þá um helgina. Og hún hafði líka hitt sinn mann, það sáum við þessa kvöld- stund. Ófáar stundir höfum við átt síðan og alltaf hefur verið glatt á hjalla, við höfum hlegið, hlustað á óperur, karp- að lítilsháttar um heimsins gagn og nauðsynjar. Yfirleitt höfðu þau hjón- in frá einhverju skemmtilegu að segja frá síðustu utanlandsferð, þar sem oftar en ekki hafði þeim tekist að rata í óvænt ævintýri. Við hittumst sjaldnar á síðari ár- um, en í fertugsafmælinu hans Palla í fyrra var hann sami strákurinn og sá sem bauð okkur út að borða fyrir 14 árum og með sama ástarblikið í aug- um. Í okkar huga var Palli hennar Kötlu hress og skemmtilegur maður sem alltaf var gaman að hitta. En lífið er því miður ekki alltaf eintóm sæla og hann Palli fékk að kynnast því. Það er erfitt og sárt að þurfa að sætta sig við að hann sé farinn. Við hugsum mikið til hennar Kötlu vinkonu okkar núna og sendum henni og öllum ynd- islegu börnunum þeirra hlýjar hugs- anir oft á dag. Lífið er stundum fáránlega erfitt og maður skilur ekki hver meiningin er. Eina ráðið er víst að horfa fram á veginn, annað er ekki í boði. Elsku Katla, Lilja, Steini, Arna, Óli, Diljá og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur öllum. Dóra og Guðmundur. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Genginn er góður og hæfileikaríkur drengur. Foreldrar muna ljóshærðan og bláeygan hnokka, sem óx úr grasi og varð að ungum og myndarlegum manni. Systkini minnast Palla bróður á öll- um aldursskeiðum. Eiginkona og börn minnast föður og maka. Þegar minningarnar um Palla hrannast upp er kraftur og atorkusemi það fyrsta sem kemur upp í hugann. Allt varð að fram- kvæma strax, ekki bara byrja, heldur líka að klára. Ungur hugsaði hann stórt og lét verkin tala. Til er sú skil- greining að sá einn sé ríkur er geti gefið. Þetta átti vel við um Palla, á milli hans og orðsins „rausnarlegur“ var samasemmerki. Hann nam ung- ur tölvufræði og starfaði á því sviði til æviloka. Allir sem kynntust honum á þeim vettvangi vita að þar var enginn hálfdrættingur á ferðinni. Palli og systkini hans fengu öll í veganesti ríflegan skerf af verklagni. Á heimili hans má sjá smekklegt handbragðið hvar sem litið er. „Sækjast sér um líkir“ á vel við um Palla og Kötlu eiginkonu hans. Hún átti fyrir soninn Steina og gekk fljót- lega Örnu, dóttur Palla, í móður stað. Saman eignuðust þau svo Óla og Diljá. Katla gaf Palla ekkert eftir í atorkusemi. Það segir sitt að með barnauppeldi hefur hún tekið stúd- entspróf og er nú nálægt því að ljúka lögfræðinámi í Háskóla Íslands. Fá hjón hafa ferðast jafn víða og gest- risni þeirra var annáluð. Fyrir einu og hálfu ári fluttist fjölskyldan í Reynihvamm í Kópavogi. Þar tóku þau við fokheldu húsi og komu sér fyrir með sínum vel þekkta krafti og dugnaði. Nú stöndum við frammi fyrir óvæntum og þungbærum lærdómi í lífsins skóla. Á kveðjustund vitum við þó að Palli á eftir að lifa með okkur í minningunni um ókomna tíð. Elsku Katla, Diljá, Óli, Arna, Steini og Lilja. Það er gott að eiga góðar minningar um pabba sem var stoltur af börnunum sínum, duglegur að fara með þau í leikhús, á tónleika, í bíó, út að borða og í ótal ferðalög inn- an lands sem utan, því: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spá- maðurinn). Fjölskyldan í Vallargerði 39. Það sló þögn á okkur vinnufélag- ana á bæjarskrifstofunni í Hvera- gerði þegar fregnaðist að Palli væri látinn. Það var erfitt að trúa því að hann svona ungur og glæsilegur væri allur og að við fengjum ekki njóta nærveru hans framar. Palli starfaði fyrir veiturnar í Hveragerði á annan áratug, ávallt af mikilli samviskusemi og dugnaði. Hann stofnaði ungur sitt eigið forrit- unarfyrirtæki og byggði upp á eigin spýtur afar flókið og umfangsmikið orkureikningakerfi sem fjöldi hita- og rafveitna vítt og breitt um landið hefur nýtt sér. Eins og flestir vita þá er mikil vinna fólgin í því að veita hugbún- aðarþjónustu, hugbúnaðurinn verður að vera í stöðugri framþróun og stöð- ugt þarf að auka fjölbreytni hans, til að mæta síauknum kröfum tölvusam- félagsins sem við lifum öll í. Palli var fáliðaður í sínu fyrirtæki og var því alltaf eins og þeytispjald út um allt land til þess að þjónusta okkur, þessa óþolinmóðu kúnna, sem skiptu við hann. Við sem notum hugbúnað í okkar starfi getum ekki beðið þegar eitthvað fer úrskeiðis, orkureikning- arnir verða að koma út á réttum tíma og Palli verður að koma, ekki seinna en strax til að kippa málunum í lag. Það fór að sjálfsögðu ekki fram hjá okkur að Palli var undir gríðarlegu álagi í sínu starfi enda samviskusam- ur með afbrigðum og lagði metnað sinn í að halda okkur viðskiptavinum sínum ánægðum. Palli kom alltaf eins fljótt og hann gat til að bjarga mál- um. Það er ekki ofsagt að okkur vinnu- félögunum þótti afar vænt um Palla, hann hafði þessa útgeislun sem fékk okkur, svona ósjálfrátt, til að brosa í hvert skipti sem hann kom inn úr dyrunum og okkur leið vel í nærveru hans. Hann hafði líka frá svo mörgu óvenjulegu, skemmtilegu og bros- legu að segja um það sem á daga hans hafði drifið og okkur fannst líf hans hljóta að vera spennandi og við- burðaríkt. Ég votta þér, Katla, fjölskyldu þinni, foreldrum og systkinum Páls innilega samúð í þeirri von og trú að ykkur veitist nægur styrkur til að takast á við sorgina og missinn. Guðmundur F. Baldursson. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. En upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Það voru hörmuleg tíðindi, þegar ég frétti af láti Páls, en hann var ná- granni minn í mörg ár. Upphaf kynna okkar voru þau að yngstu börnin þeirra tvö, Óli og Diljá, fóru að venja komur sínar til mín þegar ég var úti að vinna í garð- inum. Þetta varð til þess að ég kynnt- ist foreldrum þeirra Kötlu og Palla og leiddi það til einlægrar vináttu. Ég var reyndar búin að taka eftir því hve þessi ungu fallegu hjón voru samtaka í að fegra heimili sitt og garð og hlúa að börnum sínum. Oft var ég gestur á heimili þeirra og þá fann ég hvað þau voru fróð og víðlesin og jákvæð í afstöðu til manna og málefna. Palli studdi af alhug konu sína, þegar hún ákvað að fara út í langt og strangt laganám, en hún hafði lokið stúdentsprófi jafnframt sínu hús- móðurhlutverki á stóru heimili. Ég sá fljótt að allt handverk lék í höndunum á Palla, sama hvort það voru smíðar eða eitthvað annað. Þegar þau hjón ákváðu að selja húsið og flytja saknaði ég þeirra og barnanna. – Eftir að þau fluttu gleymdu þau ekki gamla nágrannan- um. Þau buðu mér í fertugsafmæli Palla síðastliðið sumar, sem mér þótti ákaflega vænt um. Ég hitti fjölskylduna síðastliðið að- fangadagskvöld eftir aftansöng í Langholtskirkju. Þá geisluðu þau af hamingju og hlýjan streymdi frá þeim eins og svo oft áður. Elsku Katla mín, á þessari sorg- arstundu koma mér í hug orð sem letruð eru á legstein ömmu minnar, en hún missti mann sinn frá ungum börnum: Í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ei skjól nema Guð. Ég bið þann sem öllu ræður að vera ykkur nálægur og styðja ykkur og styrkja. Blessuð sé minning látins vinar. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.