Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 23 FRÆÐSLUNEFND Suðurlands stóð nýlega fyrir námstefnu um menningartengda ferðaþjónustu á Hótel Geysi. Var námstefnan vel sótt, meðal annars af aðilum utan Suður- lands sem vildu kynna sér það sem Sunnlendingar hafa þegar lært. Samgönguráðherra, Sturla Böð- varsson, opnaði námstefnuna örlítið síðar en til stóð sökum þess hversu seinlega honum gekk að komast um vegagerðarsvæði skammt frá Geysi. En þegar námstefnan hafði verið sett tóku við fyrirlestrar tíu aðila sem fjölluðu um ótal leiðir til að laða ferða- menn að svæðum. Mikla athygli vakti fyrirlestur Margrétar Hallgrímsdótt- ur þjóðminjavarðar. Í lok hans luku fundargestir upp einum rómi um það að mál hennar gæfi fyrirheit um meiri tengingu þjóðminjavörslu við ferða- þjónustu í framtíðinni en verið hefði hingað til. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um Njálusafn og Þórður Tómasson um safnið á Skógum og greindu báðir frá þeirri reynslu sem þar hefði feng- ist og þeim frumherjakrafti sem þarf til að byggja upp slíka staði. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, kynnti uppbyggingu Snorrastofu og Heimskringlu í Reykholti. Bjarni Harðarson ritstjóri og Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistari, fjölluðu um þjóðtrú, örnefni og drauga í ferða- þjónustu og Rögnvaldur Guðmunds- son ferðamálafræðingur um sagnalist og mikilvægi íslenskrar sagnahefðar í ferðaþjónustu. Jóhanna B. Magnúsdóttir, formað- ur ferðamálasamtaka Suðurlands, fjallaði um þann árangur sem hefði náðst í uppbyggingu á menningar- tengdri afþreyingu á Suðurlandi og ræddi einnig um ný tækifæri. Ásborg Ósk Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, greindi frá því sex ára ferli sem lá að baki opn- unar Geysisstofu allt frá því hún var draumur og þar til hún varð að veru- leika á síðasta ári. Í hádegishléi var námstefnugestum boðið að skoða Geysisstofu undir leiðsögn Guðmund- ar Jónssonar arkitekts sem hannaði sýninguna og fá sér smá „skjálfta“ í eftirrétt, á jarðskjálftaherminum, eins og einhver gestur orðaði það. Sá óvænti atburður átti sér stað á námstefnunni að opnað var nýtt vef- setur Geysis og þrýsti samgönguráð- herra á hnappinn sem opnaði http:// www.geysiscenter.is við lófatak gesta. Síðasti fyrirlesturinn fjallaði um fjármögnun menningartengdrar ferðaþjónustu og leiddi Sigurður Bjarnason frá Atvinnuráðgjöf Suður- lands gesti í allan sannleika um hana. Eftir fyrirspurnir og umræður í lok fyrirlestranna sleit Jón Hjartarson fundarstjóri námstefnunni formlega um fjögurleytið og buðu þá staðar- haldarar á Geysi, þau hjónin Már Sig- urðsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir, gestum til kaffihlaðborðs á Hótel Geysi. Ráðstefna um menningartengda ferðaþjónustu Margar leiðir til að efla ferðamennsku Ljósmynd/Bjarni Harðarson Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og starfsmaður Pjaxa opnuðu nýjan vef Hótels Geysis. andi starf, þjálfist í að útfæra hug- myndir sínar frá fyrstu hugdettu til lokaútfærslu hugmyndarinnar, auki skilning sinn á gildi hönnunar og að lokum tengi hugmynda- og verkefnavinnu við raunverulegar aðstæður.“ Kennari er listakonan Elísabet Haraldsdóttir. Síðastliðið vor fór svo fram ný- sköpunarkeppni grunnskóla og komust tveir nemendur Andakíls- skóla í úrslit. Hákon Garðar átti tvö hugverk í samkeppninni. Ann- að þeirra, túnhliðastrekkjari, hlaut 1. verðlaun í keppninni, en hitt, rokbaninn, var það áhugavert, að stjórnendur Vírnets hf. ákváðu að kaupa framleiðslurétt að hugverk- inu og hefur sá samningur nú verið staðfestur. Einnig hægt að nota sem skjól í landgræðslu Í samningnum stendur: „Samn- ingur þessi er um þróun og nýtingu á hugmynd, sem ungur hugvits- Grund - Hinn 27. febrúar sl. boðaði skólastjóri Andakílsskóla til fund- ar í skólanum. Tilefni fundarins var að gefa nemendum, kennurum og gestum tækifæri á að fagna þeirri ánægjulegu athöfn, þegar Vírnet hf. í Borgarnesi staðfesti með undirritun sinni samning um þróun og nýtingu á hugverkinu „Rokbananum“, sem hugvitsmað- urinn Hákon Garðar Þorvaldsson, 12 ára nemandi í Andakílskóla, fann upp og hannaði. Rokbaninn er skjól fyrir hesta og önnur húsdýr þegar hvasst er í veðri. Aðdragandann að þessu hug- verki má rekja til síðastliðins vetr- ar, en þá var bætt við einni kennslustund á viku í nýsköpun í skólanámskrá Andakílsskóla. Markmið þessarar kennslu var eft- irfarandi: „Stefnt skal að því að nemandinn: vinni með eigin hug- myndir sem lausnir á þörfum eða vandamálum í umhverfinu, virki hugmyndir sínar í gegnum skap- maður skilaði inn í nýsköp- unarkeppni grunnskólanemenda árið 2000 undir nafninu Rokbani. Rokbaninn er skjól fyrir hesta og önnur húsdýr þegar hvasst er í veðri. Hann er byggður þannig, að veggir með þaki mynda kross eða X og þar eru einnig jötur með grasi og heyi til þess að skepn- urnar geti fengið næringu þegar þær eru í þessu skýli. Rokbaninn er gerður úr færanlegum einingum, sem einnig er hægt að nota sem skjól við uppgræðslu. Gerður er munur á hæð eininganna eftir því hvort um hesta eða kindur er að ræða. Með samningi þessum heimilar hinn ungi hugvitsmaður Vírneti-Garðastáli hf. að vinna áfram að þróun og hönnun hug- myndarinnar. Verði til mark- aðshæf afurð úr þróunarvinnunni er fyrirtækinu frjálst að sækja um hönnunarvernd fyrir hana, sem verður þá eign fyrirtækisins, sem það getur ráðstafað að vild, m.a. með því að framselja hana öðrum.“ Samið um þróun og nýtingu á rokbananum Morgunblaðið/Davíð Pétursson Stefán Haraldsson, forstjóri Vírnets-Garðastáls, undirritar samninginn. Rokbaninn; frekari útfærsla Vírnets-Garðastáls hf. í Borgarnesi.Frumhönnun Hákons Garðars Þorvaldssonar á rokbananum. Nýsköpun grunnskólanemenda í Andakílsskóla á Hvanneyri Bolungarvík - Stóra upplestr- arkeppni grunnskólanema stendur nú yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Nemendur sjö- unda bekkjar grunnskólanna í Bolungarvík, á Ísafirði og á Suð- ureyri taka þátt í keppninni í ár. Forkeppni fer fram í hverjum skóla fyrir sig en úrslitakeppn- in, þar sem tveir nemendur úr hverjum þessara þriggja skóla keppa, verður haldin á Ísafirði 12. mars nk. Tólf nemendur í sjöunda bekk Grunnskóla Bol- ungarvíkur kepptu nýlega um sæti í úrslitakeppninni. Nem- endurnir lásu upp úr sögum og ljóðum sem þau völdu sér en síð- ustu tvær vikur hafa staðið yfir stífar æfingar undir leiðsögn umsjónarkennara þeirra, Unn- ar Ingvadóttur. Sigurvegarar í forkeppninni í grunnskóla Bolungarvíkur urðu þau Svala Þórarinsdóttir sem las upp úr sögunni Maddit og Beta eftir Astrid Lindgern og Ásmundur Gunnar Ásmunds- son sem las upp úr bókinni Frelsun Berts eftir Sören Ols- son og Anders Jacobsson. Vara- maður þeirra í úrslitakeppninni verður Valdimar Olgeirsson. Sigruðu í upplestr- arkeppni á Bolung- arvík Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Ásmundur Ásmundsson, Valdimar Olgeirsson og Svala Þórarinsdóttir ásamt umsjónarkennara sínum, Unni Ingadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.