Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                       !  "    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG VAR að fá launaseðilinn minn fyrir desember og janúar. Umslag- ið var þykkt, svo að ég hlakkaði til að opna það og skoða innihaldið. Í því voru tveir launseðlar. Annar fyrir desember, hinn fyrir janúar og bréf um það, að nú yrði ég að fá mér starfsmannakort Kaupáss til þess að geta sett í reikning og feng- ið afslátt af því sem ég kaupi inn í nokkrum verslunum Kaupáss. Mér brá heldur en ekki í brún þegar ég fór að lesa þetta bréf. Þar er okkar annars fallega máli hrein- lega misþyrmt. Ég tek sem dæmi sögnina að versla. Fólk virðist ekki vita að hún er sjálfstæð og stendur ekki með nafnorði. Við segjum: „Ég ætla að fara að versla“ eða: „Ég verslaði fyrir 10.000 krónur þegar ég var í London.“ Maður verslar ekki einhvern hlut eins og ítrekað var haldið fram í þessu bréfi. „Á sama hátt geta aðrir starfs- menn fyrirtækisins sem hafa starfs- mannakort verslað vörur með af- slætti í Húsgagnahöllinni og Intersport.“ „Ekki er hægt að versla vörur í reikning í Krónubúð- unum né í Húsgagnahöllinni.“ Þessi villa er síendurtekin í gegn- um bréfið og sögnin aðeins einu sinni notuð rétt. „Í Krónubúðunum er ekki hægt að versla í reikning né veittur starfsmannaafsláttur vegna sér- stöðu hennar með lágt vöruverð.“ Í þessari setningu er hins vegar önnur villa. Nefnilega sú, að venja er að segja hvorki-né, en ekki ekki-né. Það sér hver maður að það er hreinlega rangt. „Þann 1 janúar sl. tók Kaupás hf. yfir rekstur Intersports og Hús- gagnahöllinni...“ Í þessu setningarbroti eru þrjár villur. Í fyrsta lagi er það raðtalan fyrsta. Maður segir þann fyrsta janúar sl. en ekki þann einn janúar sl. Fyrsta er þá táknað með einum og punkti þar fyrir aftan (1.). Í öðru lagi er það sögnin að taka yfir. Það er í sjálfu sér ekki rangt. En því er ekki að neita að þetta er bein þýðing úr ensku sögninni „to take over“. Þetta lýti á málinu sést hvert sem litið er. Dæmi eru „tek- urðu mjólk í kaffið?“ (do you take milk?) og „Hafðu góða helgi“ (have a nice weekend). Hið síðarnefnda heyrist oft í minni starfsgrein (af- greiðsla og ýmis þjónustustörf í stórmarkaði, með skóla). Þriðja villan er beygingaratriði. Maður tekur yfir (eins og það er svo haganlega orðað í bréfinu) rekstur einhvers en ekki „rekstur eitthvað“. Þá hefði átt að segja „...tók Kaupás yfir rekstur Inter- sports og Húsgagnahallarinnar“. Fallegra hefði þó verið að orða þetta þannig „...tók Kaupás við rekstri Intersports og Húsgagna- hallarinnar“. Annað er það þegar fólk setur óþarfa orð inn í setningar. „Þegar starfsmaður lætur af störfum hjá fyrirtækinu þá lokast sjálfkrafa fyrir notkun á starfs- mannakortinu.“ Hér væri fallegra að sleppa þessu auka „þái“. Sem dæmi úr daglegu máli má nefna: „...fyrir hálftíma síð- an“, (danska: for en halv time sid- en). Þarna hefði mátt sleppa orðinu síðan. Ég vona að þetta bréf verði ekki til þess að ég verði hreinlega rekin, en ég gat bara ekki á mér setið og skrifa þetta bréf í von um að starfs- menn og starfsmannastjóri Kaupáss bæti málfræðikunnáttu sína verulega. En hvað get ég svosem sagt? Ég er bara láglaunastarfsmaður hjá Nóatúni. SIGRÚN V. ÞORGRÍMSDÓTTIR, 17 ára, Rekagranda 8, Reykjavík. Málfræðimis- þyrming í starfs- mannabréfi Frá Sigrúnu Völu Þorgrímsdóttur: ÉG VIL gjarnan greina frá ánægjulegum viðskiptum mínum við fyrirtækið Svefn og heilsa, Listhúsinu í Laugardal. Haustið 1999 keypti ég mér mjög fullkomið rúm, dýnu, rúmteppi og fleira til- heyrandi hjá fyrirtækinu. Skila- frestur var einn mánuður frá kaup- degi ef mér líkaði ekki rúmið. Þremur mánuðum eftir kaupin var mér ljóst að rúmið hentaði mér og mínu baki engan veginn. Hafði ég samband við Sigurð, eiganda fyr- irtækisins, og sagði honum sem var að ég gæti ekki sofið í rúminu vegna bakverkja. Hann var hinn almennilegasti, tók dýnuna til baka og sendi mér nýja, stinnari dýnu sem við töldum að mér myndi henta betur. Svo fór þó ekki og voru mér send tvö ný rúm til reynslu og lukkulega hef ég nú fengið óskarúmið fyrir mig. Rúmin fékk ég ávallt send heim mér að kostnaðarlausu og sama prúð- mannlega framkoman mætti mér hjá fyrirtækinu. Samskipti okkur enduðu á þá vegu að ég fékk end- urgreiddan mismun á rúminu og fylgihlutum, sem ég upphaflega keypti og rúminu sem ég endaði með. Var þar um talsverða upphæð að ræða. Þessi samskipti mín við fyrir- tækið kalla ég fullkomna fyrir- greiðslu. Hafið þökk fyrir. HERDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Háaleitisbraut 101, Reykjavík. Ánægjuleg viðskipti Frá Herdísi Sigurðardóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.