Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 24
FRÉTTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „HETJUBLÓÐGJAFAR“ voru heiðraðir á ársfundi Blóðgjafa- félags Íslands sem var haldinn 28. febrúar sl. í húsnæði Landspítala – háskólasjúkrahúss. Fundurinn var sá fjölmennasti til þessa. Að þessu sinni voru 110 blóðgjöf- um veittar viðurkenningar fyrir að hafa gefið blóð 50 sinnum. 14 blóð- gjafar fengu viðurkenningu fyrir að hafa gefið blóð 75 sinnum og 6 blóð- gjafar náðu 100 blóðgjafa markinu. Á fundinum voru haldin tvö fræðsluerindi. Annars vegar sagði Íris Ösp Bergþórsdóttir nemi í Há- skólanum frá viðhorfskönnun með- al almennings til Blóðbankans. Síð- ara erindið var flutt af Kristjönu Bjarnadóttur, starfsmanni í Blóð- bankanum, og fjallaði um væntan- lega beinmergsgjafaskrá á Íslandi. Fundurinn hófst á venjubundnum aðalfundarstörfum og var fundar- stjóri Birkir Þór Gunnarsson en hann er einn þeirra sem náði 100 blóðgjafa markinu á síðastliðnu ári. Hundraðshöfðingjar Árið 1992 náði fyrsti blóðgjafinn 100 gjafa markinu en nú eru þeir orðnir 19 talsins. Í daglegu tali eru þessir blóðgjafar nefndir hundr- aðshöfðingjar. Að þessu sinni var haldið upp á að í fyrsta sinn var kona í hópi blóðgjafa sem náð höfðu að gefa blóð 50 sinnum á liðnu ári, hún heitir Úrsula E. Sonnenfeld. Í skýrslu formanns um starfsemi félagsins á liðnu ári kom fram að félagið hefur átt í viðræðum við yf- irstjórn heilbrigðismála um hlut- verk félagsins í blóðgjafaþjónustu landsins. Á fundinum var kosin sjö manna stjórn og endurkjörinn for- maður hennar er Björn Harðarson starfsmaður í Blóðbankanum. Stjórn félagsins vill sérstaklega þakka forstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss fyrir sýndan vel- vilja í garð félagsins. „Blóðgjafafélagið heldur á lofti hagsmunum blóðgjafa en þeir eru meðal annars betri aðbúnaður blóðgjafa, bætt öryggi, betri nýting blóðgjafarinnar og fjölgun í blóð- gjafahópnum. Á fundinum kom fram að á síðustu árum hefur orðið aukning í hópi virkra blóðgjafa og nýskráningu blóðgjafa hefur einnig fjölgað. Árið 1999 voru virkir blóð- gjafar á skrá 13.202 og þar af nýir blóðgjafar 1781. Árið 2000 voru virkir blóðgjafar 14.258 og þar af nýir blóðgjafar 2.298. Með markvissu starfi í Blóð- bankanum fyrir og eftir alþjóðlega vottun á starfseminni hefur tekist að ná góðum árangri í þessa veru. Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað á síðustu misserum að konur hafa komið í æ ríkari mæli í Blóð- bankann og lagt sitt af mörkum til hjálpar sjúkum, því blóðgjöf er ætíð gjöf blóðgjafanna til þeirra sem um sárt eiga að binda,“ segir í frétt frá Blóðgjafafélagi Íslands. Blóðgjafar hafa aldrei verið fleiri en nú Björn Harðarson, formaður Blóðgjafafélags Íslands, Úrsula E. Sonn- enfeld, fyrsta konan sem gefur blóð 50 sinnum á ári, og Þorbjörg Auð- unsdóttir, varaformaður Blóðgjafafélags Íslands. UM 260 hundar af 40 tegundum tóku þátt í al- þjóðlegu hundasýningu Hundaræktarfélags Ís- lands, sem haldin var í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina, en sigurvegari var írski setterinn, Eel Gardens Ztorny Ztormwind, sem er ís- lenskur meistari. Húsfyllir var á sýningunni sem tókst í alla staði mjög vel, að sögn Emilíu Sigursteinsdóttur sýningarstjóra. Á sýningunni voru hundarnir skoðaðir og dæmdir út frá rækt- unarstaðli, sem hundaræktarfélög í upp- runalöndum tegundanna gefa út. Emilía sagði að hundarnir væru m.a. dæmdir út frá almennri líkamsbyggingu, eins og hæð og þyngd, höf- uðlagi og feldi. Þá sagði hún að hreyfingar, skapferli og almennt yfirbragð skipti einnig máli. Að sögn Emilíu hefur Hundaræktarfélagið verið mjög heppið með dómara og sagði hún það fyrst og fremst helgast af því að íslensku sýn- ingarnar hefðu getið sér gott orð víðsvegar um heim. Að þessu sinni voru það Michael McCarthy, frá Írlandi, sem hefur réttindi til að dæma allar tegundir, og Annika Ulltveit-Moe, frá Svíþjóð, sem sáu um dómgæsluna. Eins og áður sagði var það írski setterinn Eel Gardens Ztorny Ztormwind, sem sigraði á sýn- ingunni. Hundurinn er í eigu Jónu Th. Viðars- dóttur, en Magnús Jónatansson, eiginmaður hennar, sýndi hundinn í úrslitunum. Í öðru sæti varð hundur af shih tzu-tegund, sem heitir Íselda Mánagull, en hann er í eigu Sveinbjörns Nikulássonar. Í þriðja sæti varð Freyja, sem er íslenskur fjárhundur í eigu Önnu Dóru Markúsdóttur. Freyja og Íselda Mánagull urðu íslenskir meistarar á sýningunni, en Eel Gardens Ztorny Ztormwind bar þann titil fyrir. Á sýningunni var einnig valinn besti öldung- urinn og besti hvolpurinn. Íslenski og alþjóðlegi meistarinn, setterinn Xandra vom Laacher- Haus, var valinn besti öldungurinn en hann er í eigu Hjördísar H. Ágústsdóttur. Besti hvolpur sýningarinnar var valinn hundur af shuh tzu- tegund, sem er í eigu Emilíu Sigursteinsdóttur og heitir Tangse Spader. Hluti af starfsemi Hundaræktarfélags Ís- lands er þjálfun ungra sýnenda á aldrinum 10 til 17 ára. Er þá metið hversu vel hundur er sýnd- ur, hversu góðu sambandi sýnandi nær við hundinn og hversu góða þekkingu hann hefur á viðkomandi hundakyni. Að þessu sinni tóku um 40 ungmenni þátt í sýningunni og sagði Emilía að mikill áhugi væri á meðal ungra sýnenda og að margir þeirra væru á heimsmælikvarða. Dómari hjá ungum sýnendum var Hans Åke Sperne. Besti ungi sýnandinn í flokki 10 til 13 ára var valinn Katrín Hill, sem sýndi tíbet spaniel. Í flokki 14 til 17 ára var Steinunn Þóra Sigurðar- dóttir valin besti sýnandinn, sem einnig sýndi tíbet spaniel. Næsta sýning Hundaræktar- félagsins verður haldin í Kópavogi í lok júní. Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin í Kópavogi Írskur setter var valinn bestur Margrét Andrésdóttir sýndi enska setterinn Eðal-Rjúpu. Chuahua-hundurinn Íslands Ísafoldar Fönix Snær gægist yfir öxl eiganda síns, Önnu Jónu Halldórsdóttur. Boxer-hundar úr Bjarkeyjarræktun frá Ingu Gunnarsdóttur og Þresti Ólafssyni. Morgunblaðið/Ásdís Írski setterinn Eel Gardens Ztorny Ztormwind var valinn besti hundurinn á sýningu Hundaræktarfélags Íslands um helgina. Í öðru sæti varð Íselda Mánagull, hundur af shih tzu-tegund, og í þriðja sæti varð íslenski fjárhundurinn Freyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.