Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á háskólatón- leikum í Nor- ræna húsinu á morgun, miðvikudag, leika þeir Carl Möller píanóleikari, Birgir Braga- son bassaleik- ari og Guð- mundur Steingrímsson trommuleikari tónlist eftir Carl Möller við ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson. Karl Guðmundsson leikari flytur ljóð- in. Tónlist við Hljóðleika „Tónlistin er unnin út frá nýj- ustu ljóðabók Jóhanns Hjálmars- sonar en hún heitir Hljóðleikar. Þarna er fléttað saman ljóða- lestri og tónlist og svo hef ég skotið inn á milli „instrumental“ lögum sem eru ekki endilega tengd ljóða- bókinni. Þetta er svona sam- suða sem ég veit ekki hvort ég myndi flokka beint undir djass frekar en annað,“ segir Carl en játar því þó að tónleikarnir verði undir formerkjunum Ljóð og djass. Leika í hálftíma „Samsuða í þjóðlegum anda með djassspunaívafi,“ segir hann þegar hann er beðinn um ná- kvæmari skilgreiningu. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 á morgun og taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500 en ókeypis er fyrir hand- hafa stúdentaskírteina. Ljóð og djass á háskólatónleikum „Samsuða í þjóðlegum anda með spunaívafi“ Carl Möller Jóhann Hjálmarsson BÓKIN Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson hefur hlotið góða dóma í blöðum í Svíþjóð. „Sagnalist höfundar kemur sífellt á óvart og sýnir bæði ytri og innri heim sög- unnar af skerpu og tækni sem að- eins er hægt að leyfa sér í skáld- skap,“ segir John Swedemark m.a. í dómi sínum í Göteborgs-posten, undir yfirskriftinni „Frásögn frá ógnartíð“. „Það þarf meistara til að draga upp slíka mynd. Thor Vil- hjálmsson (fæddur 1925) er einn af stærstu prósamódernistunum. Frá því að fyrsta bók hans kom út 1950 hefur hann sýnt óviðjafnanlega stíl- lega breidd og kannað klofna vitund nútímamannsins og sjálfskreppu í djúpsæjum skáldsögum,“ segir hann ennfremur Fleiri ritdómarar í Svíþjóð hafa lokið lofsorði á Morgunþulu í stráum: „Af miklu öryggi dregur höfundurinn með penna sínum upp mynd af manni sem fullur mótsagna og efasemda gekk gegn samtíð sinni en endaði samt á því að gera eins og samfélagið bauð,“ segir Carolina Söder- holm í Kristianstads- bladet. „Í hlýjum og nær- færnum höndum Thors Vilhjálmssonar fær söguhetjan víddir sem lyfta honum yfir hið hversdagslega. Frá- sagnarmátinn er næm- ur og sannfærandi og speglar vel geðslag Sturlu Sighvatssonar. Og útkoman er vel skipulagður hrynur sem rís með vaxandi hraða og ákefð. Segja má að þarna sé Thor Vil- hjálmsson að gera upp við hina dæmigerðu karlmennskuímynd Ís- lendingasagnanna,“ segir Dan Brundin í Södra Dalarna Tidning. Tord Wallström kallar bókina „töfr- andi upplifun“ í dómi sínum í Tidningen Boken og segir m.a.: „Seiðmagnið helst órofið frá upphafi til enda og skapar spennu sem er allt annars eðlis en í sagn- fræðilegum afþreying- arbókmenntum. Þessa bók er hægt að lesa aftur og aftur og finna stöðugt nýjar hugsan- ir, nýjar myndir.“ Morgunþula í stráum gerist á Sturl- ungaöld og segir sögu Sturlu Sighvatssonar, sem ferðaðist til Rómar og ætlaði að verða mestur höfðingi á Íslandi Thor fékk Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 1998 fyrir bókina Morgunþula í stráum. Morgunþula í stráum fær góða dóma í sænskum blöðum Thor Vilhjálmsson „Sagnalist höfundar kemur sífellt á óvart“ RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gengið frá samningi við þýska útgáfufyr- irtækið Bastei-Lübbe um útgáfu á tveimur skáldsögum eftir Arnald Indriðason, Mýrina sem út kom í fyrra og Syni dufts- ins sem var fyrsta skáldsaga hans. Bast- ei-Lübbe tilheyrir einni stærstu útgáfu- samsteypu Þýska- lands og hefur á sín- um snærum höfunda á borð við Stephen King og Ken Follett. Arnaldur Indriðason kvaddi sér hljóðs með Sonum duftsins árið 1997 og kynnti þar til sögunnar tvo rannsóknarlögreglumenn sem hafa verið áberandi í verkum hans síð- an. Mýrin er þriðja bókin þar sem þeir félagar eru í aðalhlutverki en 1998 sendi Arnaldur frá sér sakamálasög- una Dauðarósir. Ári síðar kom út spennu- sagan Napóleonsskjölin en þar koma Erlendur og Sigurður Óli aðeins fyrir í mýflugumynd. Þaulsætin á metsölulistum Mýrin er nýjasta bók Arnaldar og hlaut hún góðar viðtökur gagn- rýnenda og lesenda fyrir síðustu jól. Mýrin var þaulsætin á metsölulistum og þá var Arnaldur tilnefndur til Menningarverðlauna DV á dög- unum fyrir söguna. Vaka-Helgafell gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar á Íslandi. Arnaldur Indriðason rithöfundur Tveggja bóka samn- ingur í Þýskalandi Arnaldur Indriðason GYÐINGURINN Olga Horak, sem lifði af helförina, stendur hér við málverk Þjóðverjans Ernst Kirchn- ers, „Þrjár að lauga sig“, í Listasafni New South Wales í Sydney. Ástralir rannsaka nú hvort verkið, sem er frá árinu 1913, og átta önnur í safninu séu partur af sex hundruð þúsund listaverkum sem nas- istar stálu á heimilum gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari. Hugsanlegt þýfi nasista Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.