Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 36

Morgunblaðið - 06.03.2001, Page 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á háskólatón- leikum í Nor- ræna húsinu á morgun, miðvikudag, leika þeir Carl Möller píanóleikari, Birgir Braga- son bassaleik- ari og Guð- mundur Steingrímsson trommuleikari tónlist eftir Carl Möller við ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson. Karl Guðmundsson leikari flytur ljóð- in. Tónlist við Hljóðleika „Tónlistin er unnin út frá nýj- ustu ljóðabók Jóhanns Hjálmars- sonar en hún heitir Hljóðleikar. Þarna er fléttað saman ljóða- lestri og tónlist og svo hef ég skotið inn á milli „instrumental“ lögum sem eru ekki endilega tengd ljóða- bókinni. Þetta er svona sam- suða sem ég veit ekki hvort ég myndi flokka beint undir djass frekar en annað,“ segir Carl en játar því þó að tónleikarnir verði undir formerkjunum Ljóð og djass. Leika í hálftíma „Samsuða í þjóðlegum anda með djassspunaívafi,“ segir hann þegar hann er beðinn um ná- kvæmari skilgreiningu. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 á morgun og taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500 en ókeypis er fyrir hand- hafa stúdentaskírteina. Ljóð og djass á háskólatónleikum „Samsuða í þjóðlegum anda með spunaívafi“ Carl Möller Jóhann Hjálmarsson BÓKIN Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson hefur hlotið góða dóma í blöðum í Svíþjóð. „Sagnalist höfundar kemur sífellt á óvart og sýnir bæði ytri og innri heim sög- unnar af skerpu og tækni sem að- eins er hægt að leyfa sér í skáld- skap,“ segir John Swedemark m.a. í dómi sínum í Göteborgs-posten, undir yfirskriftinni „Frásögn frá ógnartíð“. „Það þarf meistara til að draga upp slíka mynd. Thor Vil- hjálmsson (fæddur 1925) er einn af stærstu prósamódernistunum. Frá því að fyrsta bók hans kom út 1950 hefur hann sýnt óviðjafnanlega stíl- lega breidd og kannað klofna vitund nútímamannsins og sjálfskreppu í djúpsæjum skáldsögum,“ segir hann ennfremur Fleiri ritdómarar í Svíþjóð hafa lokið lofsorði á Morgunþulu í stráum: „Af miklu öryggi dregur höfundurinn með penna sínum upp mynd af manni sem fullur mótsagna og efasemda gekk gegn samtíð sinni en endaði samt á því að gera eins og samfélagið bauð,“ segir Carolina Söder- holm í Kristianstads- bladet. „Í hlýjum og nær- færnum höndum Thors Vilhjálmssonar fær söguhetjan víddir sem lyfta honum yfir hið hversdagslega. Frá- sagnarmátinn er næm- ur og sannfærandi og speglar vel geðslag Sturlu Sighvatssonar. Og útkoman er vel skipulagður hrynur sem rís með vaxandi hraða og ákefð. Segja má að þarna sé Thor Vil- hjálmsson að gera upp við hina dæmigerðu karlmennskuímynd Ís- lendingasagnanna,“ segir Dan Brundin í Södra Dalarna Tidning. Tord Wallström kallar bókina „töfr- andi upplifun“ í dómi sínum í Tidningen Boken og segir m.a.: „Seiðmagnið helst órofið frá upphafi til enda og skapar spennu sem er allt annars eðlis en í sagn- fræðilegum afþreying- arbókmenntum. Þessa bók er hægt að lesa aftur og aftur og finna stöðugt nýjar hugsan- ir, nýjar myndir.“ Morgunþula í stráum gerist á Sturl- ungaöld og segir sögu Sturlu Sighvatssonar, sem ferðaðist til Rómar og ætlaði að verða mestur höfðingi á Íslandi Thor fékk Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 1998 fyrir bókina Morgunþula í stráum. Morgunþula í stráum fær góða dóma í sænskum blöðum Thor Vilhjálmsson „Sagnalist höfundar kemur sífellt á óvart“ RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gengið frá samningi við þýska útgáfufyr- irtækið Bastei-Lübbe um útgáfu á tveimur skáldsögum eftir Arnald Indriðason, Mýrina sem út kom í fyrra og Syni dufts- ins sem var fyrsta skáldsaga hans. Bast- ei-Lübbe tilheyrir einni stærstu útgáfu- samsteypu Þýska- lands og hefur á sín- um snærum höfunda á borð við Stephen King og Ken Follett. Arnaldur Indriðason kvaddi sér hljóðs með Sonum duftsins árið 1997 og kynnti þar til sögunnar tvo rannsóknarlögreglumenn sem hafa verið áberandi í verkum hans síð- an. Mýrin er þriðja bókin þar sem þeir félagar eru í aðalhlutverki en 1998 sendi Arnaldur frá sér sakamálasög- una Dauðarósir. Ári síðar kom út spennu- sagan Napóleonsskjölin en þar koma Erlendur og Sigurður Óli aðeins fyrir í mýflugumynd. Þaulsætin á metsölulistum Mýrin er nýjasta bók Arnaldar og hlaut hún góðar viðtökur gagn- rýnenda og lesenda fyrir síðustu jól. Mýrin var þaulsætin á metsölulistum og þá var Arnaldur tilnefndur til Menningarverðlauna DV á dög- unum fyrir söguna. Vaka-Helgafell gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar á Íslandi. Arnaldur Indriðason rithöfundur Tveggja bóka samn- ingur í Þýskalandi Arnaldur Indriðason GYÐINGURINN Olga Horak, sem lifði af helförina, stendur hér við málverk Þjóðverjans Ernst Kirchn- ers, „Þrjár að lauga sig“, í Listasafni New South Wales í Sydney. Ástralir rannsaka nú hvort verkið, sem er frá árinu 1913, og átta önnur í safninu séu partur af sex hundruð þúsund listaverkum sem nas- istar stálu á heimilum gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari. Hugsanlegt þýfi nasista Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.