Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Calypso og Goðafoss koma í dag. Bjarni Sæmundsson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom í gær. Stella Pollux fór í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48, Reykjavík. Skrifstofan er opin miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551-4349. Fataút- hlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikudag í mánuði, kl. 14–17 s. 552- 5277. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- saumur, bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans- kennsla, kl. 13 opin smíðastofan, trésmíði/ útskurður. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Versl- unarferð í Hagkaup Skeifunni verður farin 7. mars kl. 10 kaffiveit- ingar í boði Hagkaups. Skráning í afgreiðslu s. 562-2571. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Sundtímar á Reykjalundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10 hár- snyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Bridge og saumur kl. 13:30. Línudans í fyrra- málið kl. 11, byrjendur velkomnir. Á fimmtudag verður bingó kl.13:30. Haust- ferð FEBH 1. okt. til Prag, Bratislafa, Búda- pest og Vínar, skráning og upplísingar í Hraun- seli síma 555-0142. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur“ á miðvikud. kl. 14 og sun- nud. kl. 17. Miðapant- anir í símum 588-2111, 568-9082 og 551-2203. Skák í dag kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Starfsmaður frá Skatt- stofu Reykjavíkur að- stoðar félagsmenn við gerð einfaldra skatt- framtala föstudaginn 9. mars, vinsamlegast pantið tíma á skrifstofu FEB í síma 588-2111. Laugardaginn 10. mars nk verður haldið annað fræðsluerindið á vegum Félags eldri borgara: Svala Thorlacius hrl. talar um erfðamál. Elín Guðjónsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir og Sig- rún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafar hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur, ræða um algengustu erfðamál sem berast félagsþjón- ustunni. Fræðslufund- irnir hefjast kl. 13.30. Allir velkomnir. Uppl. í síma 588-2111 frá kl. 10–16. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a . glerskuður, kl. 13. boccia. Aðstoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars, skráning hafin. Myndlistarsýning Ólafs Jakobs Helgason- ar stendur yfir. Allar veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 silkimálun, handa- vinnustofa opin, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Ávaxtadagur verður fimmtud. 8. mars undir yfirskriftinni „úr ávöxt- um skulum við orku fá“ dagskrá hefst kl. 14. M.a. flytur Laufey Steingrímsdóttir mat- vælafræðingur erindi. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnistofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 14 boccia. Dans kl. 18. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna. Hraubær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl.12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–16.30 myndlist. Mið- vikudaginn 14. mars koma fulltrúar frá skattinum og aðstoða við skattaframtal. Uppl. í s. 587-2888. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Aðstoð við skattaframtal verður mánudaginn 12. mars kl. 9 tímapantanir hjá ritara s. 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur, tréútskurður og frjáls spilamennska. Miðvikud. 7. mars kl. 13.15 verður bingó, rjómapönnukökur með kaffinu.Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 20 bingó. Kvenfélag Langholts- sóknar. Afmælisfundur verður haldinn í safn- aðarheimilinu í kvöld og hefst kl. 20. Gestir fund- arins verða konur úr Kvenfélagi Laug- arnessóknar. Félags- konur eru hvattar til að koma í íslenskum bún- ingi og taka með sér gesti. Hringurinn verður með félagsfund í félagsheim- ilinu á Ásvallagötu 1, miðvikudaginn 7. mars kl. 18.30. Hana-nú Kópavogi Fundur verður í Hlát- urklúbbi Hana-nú í handavinnustofunni í Gullsmára kl. 20 í kvöld. Kvenfélagið Fjallkon- urnar, aðalfundurinn er í kvöld kl. 20 í safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju. ITC-deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 í fundarsal Sjálfstæð- ismanna í Grafarvogi að Hverafold 5 á 2. hæð. Uppl. hjá Önnu í s. 863 3798. Kvenfélag Seljasóknar heldur fund þriðjudag- inn 6. mars kl. 19:30. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þirðjudaginn 6. mars kl. 20 í safnaðarheimilinu. Í dag er þriðjudagur 6. mars 65. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Jes- ús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jóh. 20.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. HVERT ár hefur hingað til verið evrópskt (alþjóðlegt) tungumálaár í almennings- bókasöfnum á Íslandi: Þau bjóða viðskiptavinum sín- um upp á úrval bóka, tíma- rita, blaða og annars efnis á Norðurlandamálum, ensku og ýmsum öðrum evrópsk- um málum, svo sem þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku og fleiri málum auk ást- kæra ylhýra málsins okkar. Einnig bjóða þau til láns námskeið í þessum og fjölda annarra tungumála á snældum, myndböndum, hljóð- og mynddiskum og margmiðlunardiskum. Auk þessa gefst notend- um almenningsbókasafna aðgangur að Netinu á al- menningsbókasöfnum þar sem hægt er að nálgast fjölda tungumála, orðabóka og ýmiss konar landkynn- ingar- og menningarefni, þó aðallega á ensku. Það er næsta hlálegt að nú þegar haldið skal sér- stakt evrópskt tungumála- ár skuli vera búið að leggja stein í götu safnanna og einstaklinga við innkaup erlends (þ.á m. evrópsks) efnis í bókaformi, þar sem eru hertar og/eða nýjar reglur um gjaldtöku og eyðublaðaútfyllingar við innflutning. Undanfarið hafa verið nefnd ótal dæmi um óhagræði þessa og margir, bæði einstaklingar og söfn, hafa neyðst til að endursenda bækur og rit vegna þess að gjaldtakan er þeim ofviða. Fyrir utan svo auðvitað töfina, vafstrið og kerfishremmingarnar sem þessu fylgja. Þær breytingar sem á þessum málum urðu sl. haust hafa fært okkur Ís- lendinga aftur til 19. aldar- innar þegar menn þurftu að bíða vor- eða haustskipa eftir gæðum og gögnum frá útlandinu. Það er aukinheldur afar undarlegt að á sama tíma sem yfirvöld menningar- og menntamála hvetja til notkunar Netsins og ann- arrar tölvutækni skuli þeir framsæknu, sem farnir voru að tileinka sér mögu- leikana til innkaupa um veraldarvefinn á efni frá er- lendum vefbókaverslunum, s.s. Amazon og Barnes and Noble í Ameríku og margra slíkra á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu, nú þurfa að hætta því – og jafnvel endursenda efni með afsök- unarbeiðnum! Ekkert hef- ur heyrst um þessi mál frá stjórnvöldum þessa lands, aðeins æmt frá viðkomandi embættismönnum sem skýla sér bak við yfirlýsing- ar um að þeir séu aðeins að gera skyldu sína. Það er kaldhæðnislegt að almenningsbókasöfn á Ís- landi skuli þurfa að hætta við innkaup erlendra (mest evrópskra) bóka og ann- arra rita á evrópskum tungum vegna evrópskra reglugerða á evrópsku tungumálaári 2001! Bókapési. Fyrirspurn til RÚV HELGI Hjörvar stofnaði sjóð til minningar um Daða Hjörvar son sinn fyrir mörgum árum. Úr sjóðnum var veitt til þess er talaði fegursta málið í Ríkisút- varpinu. Veitt var úr sjóðn- um þrisvar. Hvenær voru síðast veitt verðlaun úr honum og hvenær verða þau veitt næst? H.P. Gervikosning KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að þakka fyrir bréf sem birtist í Morgunblaðinu 23. febr- úar sl. og heitir Gervikosn- ing, eftir Gísla Ragnarsson. Í þessu bréfi koma fram mjög góðar upplýsingar um það hvernig borginni er stjórnað. Það væri gott að fá meira af svona upplýs- ingum. Tapað/fundið Gullkeðja tapaðist GULLKEÐJA með krossi (trú, von og kærleikur) tap- aðist í desember sl. Keðjan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Fundarlaun. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 552-6920. Bækur töpuðust 23. DESEMBER sl. töpuð- ust þrjár bækur í fríhöfn- inni í Keflavík. I-II bindi af sjálfsævisögu Guðmundar Kjærnested og bókin Karl- ar eru frá Mars, konur frá Venus. Vinsamlegast hafið samband í síma 481-1406 eftir kl. 18. Gullhálsmen tapaðist LAUGARDAGINN 3. febrúar sl. tapaðist í eða við Perluna stórt hálsmen úr gulli með rauðum steinum. Gripurinn hefur mikið til- finningalegt gildi. Vinsam- legast hafið samband í síma 898-0189. Fundarlaunum heitið. Nokia 3210 tapaðist GRÁR Nokia 3210 GSM- sími tapaðist, annaðhvort á miðvikudag eða fimmtu- dag. Upplýsingar í síma 896-0655. Nokia 3310 tapaðist AÐFARANÓTT laugar- dagsins 3. mars sl. tapaðist Nokia 3310 milli 3.30 og 4.30, líkast til í bifreið á leið frá miðbænum upp í Þver- holt (í Reykjavík). Símans er sárt saknað og skilvís finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 557-5380 sem fyrst. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bókasöfn og evrópskt tungumálafár Víkverji skrifar... NÚ STYTTIST í það að boðaðverkfall sjómanna verði að veruleika. Ekkert virðist ganga í samningaviðræðum útvegsmanna og sjómanna og finnst Víkverja það satt að segja lítt skiljanlegt að það skuli vera nánast árviss viðburður að stefni í verkfall sjómanna og stjórnvöld skuli hafa þurft að grípa inn í deil- urnar með misvinsælum aðgerðum. Víkverji telur það skyldu sjómanna og útvegsmanna að ná sáttum eins og nánast allir aðrir aðilar vinnumark- aðsins gera. Það eru ekki bara hags- munir sjómanna og útvegsmanna að samningar náist, heldur þjóðarinnar allrar. Verði verkfall nú, er ljóst að mikið tekjutap verður vegna þess að loðnu- kvótinn næst ekki. Ekki er hægt að „geyma“ loðnuna í sjónum, því hún drepst að lokinni hrygningu. Einnig getur verkfallið sett stórt strik í veið- ar okkar á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg. Loks setur verkfallið fisk- verkafólk í mikinn vanda, því það missir vinnuna, berist enginn fiskur að landi. Víkverji hvetur útvegsmenn og sjómenn til að ná sáttum sem fyrst öllum landsmönnum til hagsbóta. x x x MÁLFAR okkar Íslendinga erVíkverja mikið áhugamál. Allt of oft verður hann var við ranga mál- notkun og klaufalega. Oft eru áhrif enskunnar áberandi, en Víkverji vill þó ekki setja samasemmerki milli góðrar ensukunnáttu og slakrar mál- vitundar. Skýringin liggur frekar að mati í Víkverja í slakri íslenzkukunn- áttu. Víkverji rakst um daginn á aug- lýsingu frá flatbökufyrirtæki. Í til- boði frá því var meðal annars sagt að hægt væri að fá tvö álegg með bök- unni fyrir ákveðið verð. Álegg er hins vegar ekki til í fleirtölu í málvitund Víkverja, en kannski hefur þetta átt að þýða að um einhvers konar egg úr áli væri um að ræða. Við notum ýmis orð án þess að vita hvernig þau hafa orðið til. Það á til dæmis við orðið stígvél, sem stundum hefur verið útskýrt sem vél til að stíga í. Það mun hins vegar vera rangt. Samkvæmt heimildum Vík- verja kemur orðið stígvél fyrst fyrir í íslenzku í Nikulásarsögu. Þar er sagt að konungur hafi dregið stígvél á fót byskupi. Orðið stígvél er til í þýzku og hinum Norðurlandamálunum með mismunandi hætti. Þetta skemmti- lega orð mun vera komið úr latínu og þar nefndist þessi skófatnaður esti- vale, sem merki uppháir sumarskór. x x x ANNAÐ skemmtilegt orð er munyngra í íslenzku og komið inn í hana með allt öðrum hætti. Þetta er orðið hundaklifberi og var það meðal annars notað um landeyður eða slæma menn. Þetta orð er ættað úr dönsku og kom þannig inn í málið að menn hér á landi fréttu af því að í Danmörku væru til menn sem hefðu af því lífsviðurværi að klippa hunda. Þetta þótti mörlandanum alveg fáránlegur atvinnulegur og hinn löð- urmannlegasti, enda höfðu hundar þá líklega aldrei verið klipptir á Íslandi. Orðið hundeklipper breyttist því í hundaklifbera og var notað um land- eyður eins og áður sagði, því varla var hægt að hugsa sér löðurmannlegri vinnu en að klippa hunda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 erkifífl, 8 fægja, 9 hljóð- færi, 10 vindur, 11 hvell- andi, 13 vagn, 15 ástand, 18 þunn skýjahula, 21 tré, 22 ljúki, 23 menga, 24 velmegunin. LÓÐRÉTT: 2 setur í gang, 3 hávaði, 4 bjálka, 5 gramur, 6 háðs, 7 sjóða, 12 heiðurs, 14 bókstafur, 15 kjöt, 16 skræfa, 17 flakks, 18 dynk, 19 reiðri, 20 ein- kenni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 grand, 4 hroll, 7 undur, 8 ósmár, 9 gæf, 11 gort, 13 árás, 14 aflar, 15 skóp, 17 afar, 20 ung, 22 rómur, 23 róandi, 24 kerfi, 25 tjara. Lóðrétt: 1 grugg, 2 andar, 3 durg, 4 hróf, 5 ormur, 6 lurks, 10 æxlun, 12 tap, 13 ára, 15 strók, 16 ólmur, 18 flaka, 19 reifa, 20 urði, 21 græt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.