Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Galant V6 2500 station, 5 dyra, 16“ álfelgur, geislaspilari, skyggaðar rúður, nýskráður 10,09,1999, ekinn 16.000 km. Ásett verð 2.140.000. frá þekktum og óþekktum einstak- lingum.“ Hildur sagði að margt skemmti- legt hefði gerst í söfnuninni, t.d. hefði félaginu borist fullur bali af skiptimynt. Það hefði verið „þyngsta“ framlagið sem barst. Gott starf sjálfboðaliða Söfnun Krabbameinsfélagsins var í samvinnu við Kiwanis og Lions og sagði Hildur að þessar tvær hreyf- ingar hefðu eins og aðrir sjálfboða- liðar staðið afskaplega vel að mál- um. „Það lögðu margir mikið á sig og víða um land myndaðist góð stemmning. Í Grímsey, þar sem búa um 90 manns, söfnuðust t.d. 320 þúsund krónur. Í Vestmannaeyjum tóku 85 manns þátt í söfnuninni þrátt fyrir að þar væri afar slæmt veður. Formaður Krabbameins- félagsins þar orðaði það svo að það hefði myndast kosningastemmning. Þar söfnuðust 850 þúsund sam- kvæmt bráðabirgðatölum, eingöngu frá einstaklingum. Það náðist líka að byggjast upp góð stemmning á höf- uðborgarsvæðinu. Margir fóru tvær eða þrjár ferðir og komu til baka með fulla bauka,“ sagði Hildur. Hildur sagðist ekki hafa hugmynd um hvað margir einstaklingar hefðu gefið í söfnunina en það hefði nánast verið undanteking ef fólk gaf ekki eitthvað. Þeir sem ekki gáfu hefðu þá oftar en ekki verið fólk sem hafði ekkert að gefa. Söfnunarfólk hefði því mætt einstökum velvilja. Hildur sagði að 30–40% af söfn- unarfénu hefðu komið í gegnum UM 76 milljónir höfðu safnast í landssöfnun Krabbameinsfélags Ís- lands í gær, en hún fór fram um helgina. Hildur Björk Hilmarsdóttir söfnunarstjóri sagði að enn væru að berast framlög frá fyrirtækjum og því kæmi ekki í ljós fyrr en í lok vik- unnar hver heildarupphæði yrði. „Söfnunin tókst einstaklega vel. Það var gífurlega góð þátttaka. Okk- ur telst til að á þriðja þúsund sjálf- boðaliðar hafi gengið með söfnunar- bauka og tekið við framlögum. Söfnunarfólk mætti alls staðar miklum velvilja. Framlögin voru af ýmsum stærðum, allt frá einni krónu upp í milljón. Margir gáfu há- ar upphæðir til minningar um vini og ættingja sem hafa látist úr krabbameini á liðnum árum. Hæstu framlögin eru ein milljón símasöfnun. Þar hefði fólki sem sjálfboðaliðar náðu ekki til gefist færi á að koma framlagi í söfnunina. Hún sagði að Landssíminn hefði gef- ið alla þjónustu við söfnunina, bæði lán á tækjabúnaði og vinnu tækni- manna. Framlag Símans hefði verið mikilvægt sem og framlag Búnaðar- bankans sem er fjárgæsluaðili með söfnuninni. Mikil vinna væri við að telja og halda utan um öll framlög. „Markmiðið með söfnuninni er að auka þjónustu við krabbameins- sjúklinga, ekki síst með því að hjálpa þeim að komast út í lífið á nýjan leik, efla forvarnir og treysta núverandi starfsemi Krabbameinsfélagsins. Fyrst og fremst leggjum við áherslu á að bæta þjónustu við krabba- meinssjúklinga sem brýn er þörf á,“ sagði Hildur. Krabbameinsfélagið hefur þrisvar áður staðið fyrir lands- söfnunum, 1982, 1986 og 1990. Árið 1990 söfnuðust um 52 milljónir króna, sem jafngildir 72 milljónum í dag. Um 76 milljónir króna hafa safnast Enn voru að berast framlög í landssöfnun Krabbameinsfélags Íslands í gær Morgunblaðið/Tómas Jónasson Um fjórðungur fjárins kom gegnum söfnunarsímann 750 5050 en þar vann hópur sjálfboðaliða við símsvörun. Landssímann um að fá aðgang að breiðbandinu. Hann sagðist hafa orðið var við áhuga hjá áskrifendum félagsins að tengjast breiðbandinu, t.d. hjá þeim sem væru að flytjast í ný hverfi. ÍÚ vildi þess vegna kom- ast inn á breiðbandið með Stöð tvö, Sýn, Bíórásina og Fjölvarpið. Vilja fá lausn til framtíðar Hreggviður sagði að upphaflega hefði verið ágreiningur milli Lands- símans og ÍÚ um verð. Verðlagning Landssímans hefði verið með þeim hætti að það hefði verið óhagkvæmt fyrir ÍÚ að fara út í þetta nema velta VIÐRÆÐUR standa yfir milli Ís- lenska útvarpsfélagsins (ÍÚ) og Landssímans um að ÍÚ noti breið- bandið til að dreifa sjónvarpsstöðv- um félagsins. Bæði RÚV og Skjá 1 er dreift á breiðbandinu. Um helgina hóf Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá 1, endurvarp á tveimur erlendum sjónvarpsstöðvum sem sýna jaðaríþróttir og erótík. Vafi leikur á hvort útsending á sjónvarps- rásinni sé í samræmi við útvarpslög. Hreggviður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska útvarps- félagsins (ÍÚ), sagði að ÍÚ hefði átt í viðræðum með hléum í nokkur ár við kostnaðinum yfir á áskrifendur. Árið 1998 hefði Samkeppnisstofnun úr- skurðað að Landssíminn yrði að gæta jafnræðis við aðrar sjónvarps- stöðvar í verðlagningu, en RÚV hefði þá haft aðgang að breiðband- inu án endurgjalds. Viðræðurnar núna snerust því um tæknilegar út- færslur og að tryggja heildarlausn fyrir alla viðskiptavini ÍÚ, einnig þá sem eru með Fjölvarpið og Bíórás- ina. „Við áttum okkur á því að þegar við erum komnir inn á breiðbandið er ekki um það að ræða að fara það- an út aftur. Við getum ekki leyft okkur að koma þannig fram við okk- ar viðskiptavini að svipta þá dreifi- leið sem þeir hafa valið. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir okkur að ganga frá málum okkar til allrar framtíðar,“ sagði Hreggviður. Útvarpslög heimila aðeins óbreytt endurvarp Þór Jes Þórisson, framkvæmda- stjóri breiðbandssviðs Landssímans, sagði að Landssíminn hefði rætt við Íslenska útvarpsfélagið um að það kæmi inn á breiðbandið með Stöð 2 og Sýn á sama grundvelli og RÚV og Skjár 1, þ.e. án endurgjalds a.m.k. til að byrja með. Þetta hefði staðið til boða um hríð. Menn hefðu sameig- inlega verið að reyna að finna bestu leiðir til að koma þessum rásum inn á breiðbandið. ÍÚ væri hins vegar einnig með Bíórásina, Popptíví og Fjölvarpið og breiðbandið gæti ekki tekið við öll- um þessum rásum. Á breiðbandinu væru 34 rásir í dag, en kerfin í fjöl- býlishúsum tækju almennt ekki við nema um 40 rásum. Eins væru vissir tæknilegir annmarkar á því að tengja breiðbandið við loftnet. Það væri unnið að því að leysa þessi mál, en það hefði tekið lengri tíma en von- ast hefði verið eftir. ÍÚ í viðræðum um að dreifa efni um breiðband Símans EITT hundrað ára varð í gær Guð- munda Guðmundsdóttir frá Grinda- vík og hélt hún upp á afmælisdag- inn með afkomendum sínum á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún býr. Alls á Guðmunda nú 51 afkom- anda á öllum aldri og var stærstur hluti þeirra mættur í afmælisveisl- una. Guðmunda fæddist í Buðlungu í Grindavík 5. mars 1901 og ólst upp að Búðum í Grindavík. Maður henn- ar var Guðlaugur Þórðarson sjó- maður, fæddur 7. ágúst árið 1902, en hann lést í ágúst 1962. Þau bjuggu í Reykjavík frá árinu 1941 og hefur Guðmunda dvalið á Hrafn- istu síðustu árin. Guðmunda hlustar mikið á útvarp og las mikið til skamms tíma en hef- ur nú orðið að draga úr því þar sem sjónin er aðeins farin að daprast. Hún getur því fylgst vel með frétt- um og atburðum líðandi stundar en hún man ekki síst gamla tíma. Guðmundu og Guðlaugi varð tveggja barna auðið en alls á Guð- munda nú 51 afkomanda eins og áð- ur er getið og fagnaði meirihluti þeirra áfanganum með afmælis- barninu í gær. Fagnaði 100 ára afmæli sínu í hópi fjölda afkomenda Morgunblaðið/Guðlaugur Wium Guðmunda Guðmundsdóttir er hér í hópi fjölda afkomenda sinna sem heiðruðu hana á afmælisdaginn. BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra vill ekkert tjá sig um yf- irlýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur, í Morgun- blaðinu sl. laugardag. Þar sagðist Inga Jóna ætla að sækjast eftir því að veita lista flokksins áfram for- ystu í næstu kosningum. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja en kemur fram á síðunni minni,“ sagði Björn þegar Morg- unblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans í gær. Í pistli á heimasíðu sinni í gær vék Björn að vangaveltum um hugsanlegt framboð hans til borg- arstjórnar Reykjavíkur, en þetta mál kom m.a. til umræðu í þætti Egils Helgasonar á Skjá einum sl. sunnudag. Þar segir Björn: „Stef- án Jón Hafstein, ráðgjafi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, og hún sjálf virðast hafa af því nokkr- ar áhyggjur að ég hafi ekki tekið af skarið í þessu máli. Verða þau að bíða enn um sinn.“ Tjáir sig ekki um framboð Björn Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.