Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.03.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUÐ hefur borið á því upp á síð- kastið að fólk hefur hneykslast á því að Magnúsi Þór Jónssyni (Megasi) hlotnuðust bókmenntaverðlaun þau sem kennd eru við Jónas Hallgríms- son. Hér eru þó engin efni til hneykslunar. Fremur er ástæða til að dást að ákvörð- un tilkvaddrar nefnd- ar um veitingu verð- launanna. Engir angurgapar stóðu þar að verki. Öðru nær. Þar áttu hlut að máli bókmennta- fræðingar og málfræðingar sem án vafa eru dómbærir á íslenska skáldmennt og vita hvað má verða henni til framdráttar. Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti verðlaunin með virðulegum hætti á hátíðlegri stundu. Megasi er að jafnaði ekki mark- að vítt svið í heimi skáldskapar, hvort sem það er réttmætt eða ekki, því að hann kemur víða við í skáldskap sínum eins og Textar útgefnir 1991 af Almenna bóka- félaginu bera með sér. Hann hefur þó einkum orðið kunnur sem söngvaskáld, flytjandi sinna eigin laga og ljóða. Sönghæfni og gít- arspil hans læt ég liggja milli hluta. En varla mun ofsagt að hann er athyglisvert skáld, orðlist- armaður. Þar kemur margt til. Eitt er það að trúbadúrinn Megas veit að ekki er væn- legt að aftengja söng- ljóð á íslensku fornri skáldskaparíþrótt Ís- lendinga sem lifað hefur um aldir, samgróin alþýðlegum skáldskaparsmekk og ljóðskilningi. Megas skynjar taktslátt stuðlanna, reglufestu rímsins, hina marg- reyndu músík bundins ljóðforms allt frá dög- um Suttungs og Gunnlaðar. Hann finnur að dráputaktar Egils Skallagrímssonar, trumbusláttur og rapp er allt af sömu rót, partur af ljóðgaldri. En Magnús Þór Jónsson er eng- inn formhengill sem vart er við að búast á hraðfleygri öld breytinga. Reyndar er óþarfi að taka svo til orða. Ljóðform eru ekki kyrrstæð. Sem skáldbræður hans um aldir finnur hann hversu hinir ,,bundnu“ bragarhættir eru þjálir, hæfir til umsköpunar án þess að eðlið breytist. Jafnvel elstu bragarhætt- ir voru ekki rígskorðaðir, hvað þá rímnahættir eftir að þeir komu til sögu. Ætli nokkur viti tölu þeirra með afbrigðum og frávikum? Ís- lensk ljóðhefð markast því ekki af einu tilsniðnu formi, heldur fjöl- þættum formum og formbrigðum. Sú margvelkta tugga að ,,hefð- bundið“ ljóðform sé ,,dautt“ á sér litla stoð, enda sögð í hálfkæringi og eignuð skáldi sem orti því betur sem það hélt sig við stuðlamál og bundið ljóðform yfirleitt. Ef söngljóðalistin á að lifa verða söngvaskáldin að virða alþýðlega skáldreynslu, þekkja mun skálda- máls og leirburðar samkvæmt klassískum viðmiðunum og mæli- stikum. Þá munu menn komast að því að stuðlamál er ekki dautt fremur en rímið. Megas gerir sér grein fyrir þessu öðrum fremur. Reyndar má svo djarft til orða taka að hann er einn örfárra um þá sæmd að vera skáld þeirra sem fengist hafa við að yrkja söngljóð (,,texta“) um árabil. Ljóð hans eru ekki dægurflugur. Fólk með snefil af smekk fyrir íslenskri tungu og skáldskap hrekkur í kút við að hlusta á þá málbjögun, leirburð og væmni sem íslenskir ,,popparar“ leyfa sér tíðum að bera fram sem gjaldgenga vöru. Reitur Megasar er vin í eyðimörk poppheimsins. Fyrir skáldskap sinn í heild á hann reyndar sess á góðskáldabekk. En verðskuldar Magnús Þór Jónsson, þó skáld sé, að hljóta verðlaun kennd við Jónas Hall- grímsson? Hugum að því. Megas hefur verið sproksettur fyrir kvæði sitt ,,Um skáldið Jón- as“ og sagt að hann hafi saurgað minningu listaskáldsins og eigi ekki skilið að hljóta slík verðlaun. Þeir sem svo tala hafa ekki skil- ið kvæði Megasar vitlegum skiln- ingi, enda ljóðmælandinn hrekkja- lómur á yfirborðinu. Hér þarf að lesa milli línanna. Jónasarkvæði Megasar er satíra sem beinist að þeim sem lagt hafa æru Jónasar í einelti. Það vísar til söguburðar um ætlaðan ólifnað skáldsins og heilsufar fyrir þær sakir, gróu- sagna sem gengið hafa um Jónas kynslóð af kynslóð og látið yfir- gnæfa ljóðsnilld hans og fræði- mannsafrek. Kvæði Megasar er satírisk hæðni og átal á þá sem (enn í dag) eltast við smáborg- aralega hleypidóma um lifnaðar- hætti Jónasar og velta sér upp úr kjaftasögum um siðferði hans – allt með sýn til samtímans. Kvæði Megasar um listaskáldið úr Öxna- dal afhjúpar tvískinnung Íslend- inga um manninn Jónas Hall- grímsson. Kvæðið kastar síst af öllu rýrð á Jónas, en rístir níð for- dómum og yfirdrepsskap af hvaða tagi sem er, hvar og hvernig sem slíkt birtist. Jónas kvæðisins er Jónas allra tíma. Ljóðagerð Megasar gengur yf- irleitt þvert á efni og hugblæ róm- antísks skáldskapar og sýnist hvorki módernisk né póstmódern- isk. Hann er utan og ofan við fræðilegar gaddavírsgirðingar af því tagi. En eins og Jónasarkvæði hans sannar gengur hann ekki fram sem auðskilið skáld um hvað- eina. Hann yrkir ekki heilræða- vísur og syngur ekki um fegurð lífsins eða hina björtu framtíð. Samt er hann aldamótaskáld 2000. Það er hann þótt hann líkist ekki bjartsýnum aldamótaskáldum 1900 nema að því leyti sem hann er skáldmæltur á við þau. Aldamóta- skáldin fyrir 100 árum voru menn síns tíma. Það er Magnús Þór Jónsson líka. Hann er ævinlega sjálfum sér samkvæmur, harður og grófur í tali, órómantískur og öld- ungis óvæminn túlkandi afkimanna í íslenskum samtíma, talsmaður þeirra sem utanveltu eru og munu ekki vera færri en hagtölur þykj- ast sjá. Við sem lifum í velsældinni og þekkjum ekki annað, hvort sem er innanlands eða utan, látum sem við þurfum ekki að huga að þeim sem Megas er fulltrúi fyrir. Þá gleym- um við því að hann yrkir og syng- ur um okkar samtíma, samferða- menn okkar, okkar fólk, vini og frændur, sem fara halloka í vel- sældinni, liggja utan hennar. Meg- as yrkir ekki náttúrulausa og væmna vellu, heldur blóðríkan skáldskap Magnúsar Þórs Jóns- sonar, sem verður lesinn fram eftir öldinni, ef íslenskt skáldamál á sér framtíð. Megas er lífvænlegt skáld. Lífvænleg skáldlist Ingvar Gíslason Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Söngljóðalist Reitur Megasar er vin í eyðimörk poppheimsins, segir Ingvar Gíslason, sem telur að Megas eigi sess á góðskálda- bekk fyrir skáldskap sinn í heild. UM ÁRATUGA skeið hefur innflutn- ingur búfjár og bú- fjárafurða til Íslands verið háður ströngum takmörkunum. Vegna þessara varnaraðgerða, legu lands okkar og þeirr- ar einangrunar sem af því leiddi áður fyrr hefur Ísland sloppið við ýmsa búfjársjúk- dóma, sem með öðr- um þjóðum hafa vald- ið erfiðleikum og þrásinnis miklu tjóni og afföllum á bústofn- um. Skal þar öðru fremur nefnd gin- og klaufaveiki sem nú geisar í Bretlandi með ógnvænlegum afleiðingum. Varn- araðgerðir stjórnvalda gegn bú- fjársjúkdómum sættu til skamms tíma harðri og oft óvæginni gagn- rýni. Neikvæð afleiðing af varn- araðgerðunum er þó að íslenskir bændur hafa til skamms tíma ekki getað notið til jafns við starfs- bræður sína í nálægum löndum ár- angurs af öflugu kynbótastarfi á sviði hinna ýmsu búgreina sem fyrst og fremst beinist að því að auka arðsemi búfjár. Samanburður á verði og afurða- magni búfjár á Íslandi við nálæg lönd hefur stöðugt orðið óhagstæð- ari auk þess sem hnattræn lega landsins veldur meiri framleiðslu- kostnaði en annarra framleiðenda, sem sækja inná íslenska markaði. Framleiðsla mjólkur og sauðfjár- afurða hefur lengi notið stuðnings af framlögum úr landssjóði. Jafn- lengi hefur sá stuðningur sætt gagnrýni og þau sjónarmið verið uppi að íslenskar búfjárafurðir eigi að keppa á samkeppnismörkuðum við innfluttar afurðir án framlaga af fjármunum úr ríksissjóði. Á fundi um málefni landbúnaðarins fyrir skömmu sagði fram- kvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands, Sig- urgeir Þorgeirsson, að helsta ógn við íslensk- an landbúnað væri bág afkoma bænda og óvissa um framtíð- arþróun. Hafið er yfir vafa að innlend bú- vöruframleiðsla og reyndar afurðir land- búnaðar almennt verða ekki varðar í framtíðinni með tolla- álögum og sjúkdóma- vörnum að því marki sem til skamms tíma hefur verið. Með aðild sinni að Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO) hefur Ís- land opnað greiðari leið fyrir er- lendar landbúnaðarafurðir inn á markaði landsins. Samið hefur verið um lækkun tolla á ákveðnu magni búfjárafurða. Á þessu ári nær sá samningur til 95 tonna af nautakjöti og heildarmagn kjöts og kjötafurða með lækkuðum tolla- álögum er tæp 700 tonn. Mjólkurafurðir frá erlendum framleiðendum sem njóta tollaí- vilnana í ár eru um 170 tonn skv. sama samningi. Ásókn innflytj- enda, sem leitast eftir að koma er- lendri búvöruframleiðslu inn á ís- lenskan markað er um þessar mundir tvöföld á við það sem tolla- ívilnanir fást fyrir. Flestum bænd- um og forystumönnum félagasam- taka þeirra hefur lengi verið ljóst að búvöruframleiðsla hér á landi hefði engan veginn þá arðsemi sem þarf til þess að standast sam- anburð við landbúnað, þar sem ríkt hafa margfalt rýmri aðstæður um ræktun búfjár, m.a. með blönd- un kynja, fyrst og fremst í því skyni að auka arðsemi. Búgreinafélög hafa lengi knúð á um innflutning dýra og erfðaefnis til þess að bæta innlenda búfjár- stofna og auka arðsemi þeirra, vegna erfiðrar samkeppnisaðstöðu. Mikið hefur áunnist á þeim vett- vangi á síðustu árum, en alls ekki allt, sem gæti orðið. Allur innflutn- ingur í þessu skyni hefur lotið ströngum skilyrðum sérfróðra manna í sjúkdómafræðum búfjár og eftirliti, þegar til Íslands er komið. Loðdýrastofn á Íslandi, sem al- inn er til arðs og afkomu, byggist á innfluttum dýrum, bæði í upphafi og síðar til kynbóta Rekstur kjúklinga og eggja- framleiðslubúa byggist alfarið á innfluttum stofnum síðustu ár. Þar hefur slíkur árangur náðst að eld- istími kjúklinga í dag til þess að ná sláturþyngd er 5 vikur, en tíu til tólf vikur þurfti fyrir röskum ára- tug til að ná sömu þyngd kjúk- linga. Allt miðað við sama fóð- urmagn. Svínabændur hafa sýnt mikla samstöðu um að bæta svínastofn- inn í landinu með innflutningi kyn- bótagripa, bæði frá Noregi og Finnlandi. Með kynbótastarfinu hefur þeim tekist að laga fram- leiðslu sína mjög vel að kröfum neytenda og lækka framleiðslu- kostnað að þeim mörkum að hann stenst samanburð við erlenda framleiðslu. Síðasti stóráfangi þeirra í kynbótum er að auka vaxt- arhraða gripa úr 400 gr í 600 gr á dag af sama fóðurmagni. Svo er nú komið að engin ásókn mun vera í innflutning svínakjöts. Framleiðsla nautakjöts af ís- lenskum stofni stenst engan sam- anburð við það sem erlendir naut- gripastofnar gefa af sér. Kynblöndun við Galloway-gripi, sem bændur hafa alllengi átt kost á, hefur ekki skilað ásættanlegum árangri, hvað varðar kjötmagn og gæði. Nautgripabændum tókst ár- ið 1994 að fá innflutta fósturvísa úr Angus og Limosin nautgripum frá ræktunarbúum í Danmörku. Ítarlegar samanburðarrannsóknir liggja nú fyrir frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, RALA, um fallþunga alíslenskra gripa samanborið við Angus- og Limos- in-blendinga. Niðurstöður sýna að blendingsgripir skila miklu meiri og betri afurðum í kjöti heldur en íslensku gripirnir. Munur á fall- þunga, sem byggist alfarið á betri fóðurnýtingu blendingsgripanna, er með ólíkindum. Tveggja ára gamlir reyndust þeir 100 kg þyngri hver gripur heldur en al- íslenskir gripir. Skv. framansögðu hefur umtals- verður innflutningur á kynbóta- dýrum og erfðaefni átt sér stað, einkum síðasta áratug. Árangur er eftir fremstu vonum, því í öllum tilvikum hefur tekist að auka framlegð og arðsemi og styrkja þannig stöðu innlendra framleið- enda í síharðnandi samkeppni. Mikill ávinningur felst einnig í því, sem of fáir hafa gefið gaum, að aukin arðsemi íslensks búfjár dregur úr þrýstingi á innflutning búfjárafurða og minnkar þar með sjálfkrafa hættu á nýjum búfjár- sjúkdómum. Ekki er vitað til að sjúkdómar hafi borist með inn- flutningi kynbótadýra eða erfða- efnis, enda öll framkvæmd á þeim vettvangi háð samþykki sérfróðra manna um búfjársjúkdóma eins og áður segir. En betur má ef duga skal. Ís- lenska kýrin, Búkolla, Huppa, Skjalda og allar hinar, sem hér hafa þraukað í þúsund ár og eiga fjölda formælenda, mjólka skv. nýjustu skýrslum 4.600 lítrum mjólkur á ári að meðaltali. Vitað er um kyn í nágrannalöndum okk- ar, sem skila mun meira afurða- magni í mjólkurlítrum talið. Það er því ekki að undra að nautgripa- bændur sækist eftir því að flytja inn fósturvísa í tilraunaskyni úr norskum kúm, sem mjólka um 8000 lítra að meðaltali séu þær fóðraðar til afurða sambærilega við íslenskar kýr. Heimild er feng- in fyrir tilrauninni og er ætlað að framkvæma hana á einangrunar- stöðinni í Hrísey. Sérfræðingar þeir sem hingað til hefur verið treyst til að meta áhættuþætti varðandi sjúkdóma við innflutning hafa samþykkt að þessi tilraun verði framkvæmd. Hópur fólks hefur á síðustu vik- um magnað upp andstöðu við framkvæmd tilraunarinnar. Mun í þeim hópi fjöldinn mestur, sem lítt þekkir hvaða hagsmunir eru hér í húfi fyrir atvinnuveginn. Verra er að margir bændur sem ætla má að stefni að framtíðarbú- rekstri við mjólkurframleiðslu hafa lagst gegn hinum áformuðu til- raunakynbótum. Samningur við mjólkurframleið- endur rennur út eftir 4 ár. Enginn veit nú við hverja verður þá að semja eða um hvað kann að semj- ast. Vitað er að vegna alþjóða- samninga og þrýstings af ýmsum toga verður áframhaldandi knúð á um rýmkun innflutnings landbún- aðarafurða og að dregið verði úr innlendum stuðningi og verndarað- gerðum fyrir íslenskan landbúnað. Mikið andvaraleysi væri af hálfu mjólkurframleiðenda að ganga að því vísu að fá áframhaldandi senda heim úr ríkissjóði ávísun mánaðar- lega fyrir nær helmingsandvirði mjólkurframleiðslunnar, eins og þeir fá skv. núgildandi samningi. Illt væri ef niðurstaða réðist af þeim sem hafa í máli þessu asklok fyrir himin. Stöðug þekkingarleit, þekkingarmiðlun og þróunarstarf eru forsendur fyrir bjartri fram- tíðarsýn í íslenskum landbúnaði. Þekkingarleit og þróunarstarf í þágu íslensks landbúnaðar Sveinbjörn Dagfinnsson Höfundur er fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Landbúnaður Aukin arðsemi íslensks búfjár dregur úr þrýstingi á innflutning búfjárafurða, segir Sveinbjörn Dagfinns- son, og minnkar þar með sjálfkrafa hættu á nýjum búfjár- sjúkdómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.