Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 78

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alríkislögreglumaðurinn Elliot Ness varð þess óþægilega heiðurs aðnjótandi að verða goðsögn í lif- anda lífi. Nafn hans varð eins og nýyrði fyrir hugtakið réttvísi þegar hann kom, ásamt hópi sínum, „hin- um ósnertanlegu“, glæpakonungi Chicaco, Al Capone, á bak við lás og slá. Fyrir vikið varð Ness að þjóð- hetju og raunir hans efniviður í sjónvarpsþáttaröð og síðar í kvik- myndina The Untouchables þar sem Kevin Costner fór með hlut- verk Ness, Robert De Niro lék Capone og Sean Connery hlaut Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á samstarfsmanni Ness, Jim Malone. En þar var „ævintýrum“ Eliot Ness ekki lokið. Og eftir því sem á́ eftir kom að dæma var Ness ef til vill mun áþreifanlegri en nafngiftin á lögregluhópi hans gaf í skyn. Nokkrum árum eftir að Capone var innpakkaður fangelsisveggjum vegna ógreiddra skatta í lok þriðja áratugarins fluttist Ness til Cleve- land þar sem hann gerðist yfirmað- ur öryggismála. Þar varð hann fyr- ir mikilli gagnrýni vegna þess hve illa honum varð ágengt að stöðva fjöldamorðingja nokkurn sem drap 23 einstaklinga á hrottafenginn hátt. Bókin Torso eftir Brian Michael Bendis og Marc Andreyke fjallar um þessa atburði. Bókin hefst á blaðamannafundi í Cleveland þar sem borgarfulltrúar eru að bjóða Ness opinberlega vel- kominn til starfa. Eitthvað hefur verið um líkfundi í borginni, þar sem fórnarlömbin eru hræðilega limlest og nánast handan þess að hægt sé að bera kennsl á þau. Ness fær reglulega orðsendingar frá morðingjanum á póstkortum þar sem hann gerir miskunnarlaust grín að getuleysi Ness og lög- reglunnar til að hafa uppi á sér. Þetta hljómar allt eins og gömul rulla í hasarmynd. Ekki skrýtið og í raun ótrúlegt að ekki sé búið að gera kvikmynd eftir þessari sögu, þarna er að finna ekta glæpasögu- drama úr raunveruleikanum þar sem aðalsöguhetjan er hvorki meira né minna en þjóðhetja í Bandaríkjunum. Þetta ætti því vit- anlega að vera skothelt efni í stór- mynd. Það eru líklegast tvær megin- ástæður fyrir því að myndin er enn ógerð. Sú fyrri er líklegast sú að það er ekki svo vinsælt að sjá „þjóð- hetjur“ haga sér á einhvern annan máta en hetjulega. Ness var í mik- illi sálarkreppu vegna hins gífur- lega álags vinnu sinnar og stöðugra árekstra í einkalífinu. Seinni ástæðan er líklegast sú að morðing- inn náðist aldrei. Það þýðir þó ekki að það hafi ekki verið nein málalok og lesendur bókarinnar eru alls ekki látnir hanga eftir í lausu lofti. Hinir raunverulegu atburðir voru hinsvegar ekki gerðir opinberir á sínum tíma og allar lögreglu- skýrslur um málið hurfu á undar- legan hátt. Bókin er unnin upp úr viðtölum við aðstandendur, blaða- greinum frá þessum tíma og vanga- veltum sérfræðinga um málið. Bókin er afbragðs lesning og sú staðreynd að efniviður hennar er unninn upp úr sönnum atburðum er ávísun upp á það að lesendur henn- ar geta ómögulega lagt hana frá sér fyrr en lestrinum er lokið. MYNDASAGA VIKUNNAR Torso: A True Crime Graphic Nov- el eftir Brian Michael Bendis og Marc Andreyke. Bókin er útgefin af Image Comics árið 2000 og vann hin eftirsóttu Eisner verðlaun. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Frekari ævintýri hins áþreifanlega Elliot Ness Birgir Örn Steinarsson Bíóblaðsdagar í Stjörnubíói 2 á verði eins* miðar *Gegn framvísun þessa miða færðu tvo miða á verði eins á kvikmyndina QUILLS vikuna 2.-9. mars ✄ Fjaðurpennar Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.hradlestrarskolinn.is SÍÐASTA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ! Viltu margfalda lestrarhraðan og auka afköst í starfi? Viltu margfalda lestrarhraðan og auka afköst í námi? Ef svarið er jákvætt, skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestrarnám- skeið vetrarins (aukanámskeið) sem hefst fimmtudaginn 8. mars. - AUKANÁMSKEIÐ -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.