Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HYDRA-DETOX
RAKAGEFANDI OG HREINSANDI HÚÐVÖRUR
FYRIR KARLMENN
FYRIR FRÍSKARI HÚÐ OG
FALLEGRI HÚÐLIT
Snyrtitaska fylgir
þegar keyptir eru
2 hlutir
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Andorra Hafnarfiðri, Bjarg Akranesi, Bylgjan
Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Akureyri,
Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi,
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ
SAMANBURÐUR Ríkisendur-
skoðunar á heildarútgjöldum fimm
hjúkrunarheimila á legudag á árinu
1999 við umsamið daggjald ásamt
húsnæðiskostnaði hjúkrunarheimil-
isins við Sóltún leiðir í ljós að dag-
gjald Sóltúnsheimilisins sé um 14%
hærra. Að undanskildum húsnæð-
iskostnaði eru þau um 17% hærri á
Sóltúnsheimilinu en það er rekið
með einkaframkvæmdarsniði.
Þetta kemur fram í skýrslu Rík-
isendurskoðunar sem gerð var að
beiðni forsætisnefndar Alþingis en
Ögmundur Jónasson alþingismaður
óskaði í september á síðasta ári eft-
ir svörum við nokkrum spurningum
sem lutu að útboði, hagkvæmni,
kostnaði o.fl. í tengslum við samn-
ing heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins við Öldung hf. um
rekstur Sóltúnsheimilisins. Með
samningnum tók Öldungur hf., sem
Securitas og Íslenskir aðalverktak-
ar standa að, að sér að leggja til og
reka hjúkrunarheimili í Sóltúni 2 í
Reykjavík, ætlað 92 einstaklingum,
gegn greiðslu í formi daggjalds fyr-
ir hvern vistmann.
Um var að ræða fyrsta samning
um byggingu og rekstur hjúkrunar-
heimilis sem gerður var við einka-
aðila. Það var yfirlýst markmið
heilbrigðisráðuneytisins í samn-
ingnum að velja inn vistmenn, sem
koma af öldrunardeildum og
sjúkrahúsum og þurfa mikla
umönnun.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
segir að við samanburðinn verði að
hafa í huga að þau hjúkrunarheimili
sem hann tekur til og rekin eru
sem sjálfseignarstofnanir eigi að
jafnaði ekki að sýna hagnað af
starfsemi sinni. Að sjálfsögðu eigi
slíkt ekki við um hlutafélög og aðra
sambærilega einkaaðila á borð við
Öldung hf. Forsvarsmenn félagsins
hljóti að gera eðlilegar kröfur um
hagnað af starfsemi fyrirtækisins.
Þá sé skattaleg staða þessara aðila
nokkuð ólík, en mismunandi rekstr-
arform þurfi hins vegar engu að
ráða um eðli, umfang eða gæði
þeirrar þjónustu sem veitt sé.
Tilkostnaðurinn
umtalsvert meiri
Ögmundur Jónasson alþingis-
maður sagði að meginniðurstaða
skýrslunnar sé sú að þessi leið
einkaframkvæmdar að gera aldraða
að arðbærri fjárfestingu fyrir
einkaaðila á markaði sé mun dýrari
en önnur hefðbundnari rekstrar-
form á öldrunarþjónustu og þar af
leiðandi mun óhagkvæmari fyrir
skattgreiðendur.
Hann benti á að um væri að ræða
samning upp á mjög háar upphæðir
eða samning upp á tæpa 12 millj-
arða kr. til 25 ára. „Það kemur í
ljós að tilkostnaður ríkisins og þar
af leiðandi skattborgarans er að
mati Ríkisendurskoðunar umtals-
vert meiri eða sem nemur 14%,“
sagði Ögmundur.
Hann sagði að einkaframkvæmd í
heilbrigðisþjónustu hefði einmitt
verið gagnrýnd á þeirri forsendu að
teknir væru peningar út úr starf-
seminni í arðgreiðslur með því að
setja þessa starfsemi inn í fyrir-
tækjaumhverfi, inn í hlutafélög sem
byggðust á arði.
„Í stað þess að veita þjónustu er
höfuðmarkmiðið núna að skapa eig-
endum sínum arð og það fæst
hérna staðfest að tilkostnaðurinn
við þetta er umtalsvert meiri,“
sagði Ögmundur ennfremur.
Hann sagðist myndu óska eftir
umræðu um málið á Alþingi.
Um 14% hærra daggjald
á Sóltúnsheimilinu
VIÐ athöfn um borð í hafnsögu-
bátnum Lóðsinum í Klettsvík í
Vestmannaeyjum í gær tilkynnti
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra formlega að Íslandslaxi
hf. yrði veitt tímabundið til-
raunaleyfi til laxeldis í Vest-
mannaeyjum.
Guðni sagði það ákvörðun sína
að styðja þriggja ára tilraunaverk-
efni sem fæli í sér allt að eitt þús-
und tonna eldi á laxi á ári hverju.
Í lok tilraunatímans yrðu til-
raunaniðurstöður nýttar til að
meta hvort heimila ætti áfram-
haldandi eldi og aukningu í magni.
Guðni sagði í ávarpi við þetta
tilefni að embætti veiðmálastjóra
hefði fyrir sitt leyti fallist á til-
raunaleyfi, en gert væri ráð fyrir
að unnið yrði eftir þeim skilyrðum
sem stofnanir umhverfisráðuneyt-
isins, Skipulagsstofnun, Umhverf-
isvernd og Náttúruvernd ríkisins
setja. Ráðherra sagði að tilraunin
yrði unnin í samstarfi undir stjórn
Veiðimálastofnunar og með þátt-
töku Rannsóknasetursins í Vest-
mannaeyjum, embættis dýralæknis
fisksjúkdóma, Íslandslax og e.t.v.
fleiri aðila.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Guðni Ágústsson tilkynnti formlega um borð í Lóðsinum í Klettsvík að Íslandslaxi hf. yrði veitt tímabundið tilraunaleyfi til laxeldis.
Ráðherra
gefur leyfi til
laxeldis í
Klettsvík
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
síðdegis á miðvikudag tvo pilta sem
höfðu veist að lögreglumanni með
fúkyrðum og hótunum um ofbeldi.
Lögreglumaðurinn var á vakt í af-
greiðslu lögreglustöðvarinnar við
Hverfisgötu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni urðu piltarnir af einhverj-
um ástæðum ósáttir við þá afgreiðslu
sem þeir fengu hjá lögreglunni. Þeir
veittust því að lögreglumanninum
sem kallaði á aðstoð. Þegar hand-
taka átti þann sem meira hafði sig í
frammi brást félagi hans hinn versti
við. Lögreglan handtók hann því líka
en við það kom til nokkurra átaka.
Piltarnir voru síðan báðir fluttir í
fangageymslur en sleppt að loknum
yfirheyrslum.
Veittust að
lögreglu-
manni
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ís-
lenska ríkið af 36 milljóna króna
skaðabótakröfu fyrrum lögreglu-
manns á Keflavíkurflugvelli, sem rík-
islögreglustjóri vék frá störfum fyrir
ölvunarakstur, fyrst um stundarsakir
en síðar endanlega. Af háttalagi lög-
reglumannsins hlaust tjón við fram-
úrakstur á Reykjanesbrautinni.
Í dóminum kemur fram að lög-
reglumaðurinn hafi ekið mjög ölvaður
eftir fjölfarinni braut og reynt að aka
fram úr með þeim afleiðingum að til
áreksturs kom við bifreið sem kom á
móti. Hefði akstur mannsins verið
sérlega vítaverður. Hann hefði m.a.
atvinnu af því að halda uppi lögum og
reglu í umferðinni og miklu skipti að
almenningur bæri fullt traust til lög-
reglumanna og hlítti boðvaldi þeirra.
Var brot hans til þess fallið að ganga
nærri siðferðilegum orðstír hans og
gera lögregluyfirvöldum erfitt að
hafa hann áfram í starfi. Ekki skipti
máli að hann hefði ekki verið við störf
er áreksturinn varð.Utanríkisráð-
herra skipaði lögreglumanninn til
starfa árið 1997 en ríkislögreglustjóri
vék honum frá störfum 1999, tæpu ári
eftir atvikið. Lögreglumaðurinn fyrr-
verandi byggði skaðabótakröfa sína á
því að ekki hefði réttur aðili tekið
ákvörðun um að víkja sér frá störfum.
Yrði hins vegar litið svo á, yrði því
haldið fram að ekki væri lagagrund-
völlur fyrir brottvikningu um stund-
arsakir skv. 26. starfsmannalaga, en
síðar að fullu skv. 3. mgr. 29. gr. sömu
laga. Þá hélt hann því fram að stjórn-
völd hefðu ekki fylgt þeim málsmeð-
ferðarreglum sem lög gera ráð fyrir
og reglur stjórnsýsluréttar krefðust.
Hæstiréttur taldi hins vegar að rík-
islögreglustjóra hefði verið heimilt að
víkja lögreglumanninum frá störfum.
Gerð hafi verið breyting á ákvæði 28.
gr. lögreglulaga, sem fjallar um veit-
ingu starfa í lögreglu. Eftir breyting-
arnar skipaði ríkislögreglustjóri lög-
reglumenn og samhliða því fengi
ríkislögreglustjóri vald til að veita
þeim lausn frá starfi.
Máli lögreglumannsins var vísað til
þriggja manna nefndar skv. starfs-
mannalögum, sem átti að láta ríkis-
lögreglustjóra í té álit sitt á því hvort
rétt hefði verið að víkja lögreglu-
manninum frá um stundarsakir. Var
það sameiginleg niðurstaða nefndar-
manna að ákvörðun ríkislögreglu-
stjóra um lausn frá störfum, hefði
verið óréttmæt. Málsmeðferðin hjá
nefndinni tók óhæfilega langan tíma
og var ákvörðun um endanlega brott-
vikningu lögreglumannsins tekin í
kjölfarið.
Þrír dómarar af fimm töldu ekki að
sameiginleg niðurstaða nefndar-
manna eða sá langi dráttur sem varð
á málsmeðferðinni réttlættu bóta-
kröfuna. Tveir dómarar skiluðu hins
vegar sératkvæði í málinu og töldu að
leysa ætti úr ágreininingu um bóta-
rétt á annan hátt en gert var. Íslenska
ríkið ætti að bera halla af því, að sú
leið, að leggja málið í nefndina, hefði
ekki leitt til þeirrar niðurstöðu sem
ætlunin virðist hafa verið. Ætti því að
greiða áfrýjanda 720 þúsund krónur í
bætur.
Fyrrverandi lögreglumanni synjað um 36 milljóna króna bætur vegna brottvikningar
Akstur drukkins lögreglu-
manns sérlega vítaverður
Ríkislögreglustjóra var heimilt að
víkja manninum frá störfum
♦ ♦ ♦