Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 26
VIÐSKIPTI 26 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TAP af rekstri SÍF-samstæðunnar í fyrra nam 984,9 milljónum króna en hagnaður á sama tíma í fyrra var 42,5 milljónir króna. Tekið skal sérstaklega fram að samanburður milli ára er ómarkviss þar sem árið í fyrra er fyrsta heila árið með þeim félögum sem sameinuðust SÍF um mitt árið 1999. Rekstr- artekjur félagsins námu alls tæp- um 53 milljörðum og tap eftir skatta sem hlutfall af veltu var 1,86%. Þrátt fyrir tapið nam hagn- aður SIF fyrir afskriftir (EBITDA) 779 milljónum króna og veltufé frá rekstri var jákvætt um 108,9 milljónir króna. Hrein fjár- magnsgjöld námu 669 milljónum króna. Reiknaður samrunakostnaður 567 milljónir SÍF ákvað í fyrra að hætta allri vinnslu og útgerð í Noregi og var allur kostnaður við lokun og sölu eigna SÍF í Noregi gjaldfærður á árinu eða samtals 277 milljónir króna. Þá kemur og fram að sam- runakostnaður SÍF á Íslandi hafi numið 115 milljónum og samruna- kostnaður SÍF í Frakklandi hafi numið 452 milljónum. „Þegar litið er til reksturs ársins 2000 og þess rekstrarumhverfis sem fyrirtækið bjó við er ljóst að fjórir þættir ollu mestu í þeim erfiðleikum sem að steðjuðu. Þeir eru miklar hækkanir á hráefnisverði á eldislaxi, þróun gengismála, versnandi rekstrar- skilyrði í Noregi og mikill sam- runakostnaður.“ Gunnar Örn Kristjánsson for- stjóri segir að almennur rekstur hafi gengið þokkalega í fyrra og þannig sé framlegðin meiri en árið 1999. „Við erum að gjaldfæra mjög stórar tölur sem hafa ekki neitt með daglegan rekstur að gera. Í fyrra notuðum við þá aðferð sem flest fyrirtæki nota, þ.e.a.s. að reikna inn tekjuskattsskuldbind- ingu eða tekjuskattseign en það höfum við ekki gert í ár. Þetta þýð- ir að ef við hefðum notað sömu að- ferð og í fyrra þá hefði tapið orðið rúmum 200 milljónum króna minna. Við ákváðum að nýta okkur ekki þessa heimild, sem er sam- kvæmt almennum reikningsskila- venjum, heldur erum við þarna ein- göngu með reiknaðan tekju- og eignaskatt.“ Aðspurður segir Gunnar að ástæðan sé einfaldlega sú að SÍF ætli að taka hagnaðinn inn á þessu ári. „Þá vil ég einnig benda á að SÍF er eitt fárra fyr- irtækja sem er með reiknuð verð- breytingargjöld í sínum reikningi sem þýðir að við erum með pen- ingalegar eignir umfram skuldir á meðan mörg önnur félög reikna sér verðbreytingartekjur.“ Gunnar segir að sveiflan í geng- istölum í ársreikningnum milli ára hafi verið um 150 milljónir króna, þ.e. í fyrra hafi verið gengistap en gengishagnaður árið á undan. „Þegar tekið er mið af umsvifum SÍF og stærðar reikningsins og því að við erum með nær öll okkar við- skipti í erlendri mynt þá erum við mjög sáttir við það að hafa ekki orðið fyrir meiri kostnaði en raun ber vitni. Við erum bæði með fram- virka samninga og áhættugrein- ingu sem miðast að því að lág- marka gengisáhættuna en við getum aldrei komið algerlega í veg fyrir hana. Sé þetta gengistap bor- ið saman við önnur fyrirtæki í sjáv- arútvegi þá eru þetta ekki stórar tölur. Þá er rétt að benda á að töl- ur eins og afskriftir og fjármagns- liðir eru ekki samanburðarhæfar á milli ára þar sem SÍF-samstæðan varð ekki til fyrr en um mitt ár 1999.“ Aðspurður segir Gunnar að eig- infjárhlutfall SÍF sé mjög sam- bærilegt og hjá SH en það sé þó stefna SÍF að eiginfjárhlutfallið verði ekki undir 20% til lengri tíma litið. Vildum hafa hreint borð Við erum í þessum reikningi auð- vitað búnir að hreinsa út ansi stór- an pakka sem var þessi frum- vinnsla í Noregi og hefur verið okkur erfið. Þá höfum við einnig gjaldfært allan samrunakostnað og starfslokasamninga þó þeir nái inn á þetta ár. Þetta er allt tekið inn á síðasta ár. Við gáfum það út á sín- um tíma að árið 2000 yrði ár sam- runa og hreingerninga og það er það sem við erum að gera í þessum ársreikningi.Við vildum hreinsa borðið og ganga hreint til verks í þessum ársreikningi. Það er miklu betra að hreinsa þessa hluti út á einu ári og afgreiða þá þar með í stað þess að vera fela þá eitthvað í einhvern tíma. Við tókum allt sem við gátum tínt til í þessum efnum.“ Gunnar segir að eftir sex mán- aða uppgjörið hafi veltufé til rekstrar verið neikvætt um 153 milljónir en í lok ársins hafi veltufé frá rekstri verið 109 milljónir þannig að reksturinn hafi skilað um 260 milljónum síðustu sex mán- uði ársins. „Það voru því greinileg batamerki í rekstrinum á seinni helmingi ársins.“ Spurður horfurnar á þessu ári segir Gunnar að allt ytra umhverfi SÍF sé mun hagstæðara núna en á sama tíma í fyrra. Samruninn er að baki, í dag er þetta eitt fyrirtæki, það er búið að fara í mikla stefnu- mótunarvinnu og við höfum sett okkur mjög skýr markmið þannig að þessu leyti erum við í allt ann- arri stöðu en í fyrra. Spurður um reksturinn það sem af er þessu ári segir Gunnar að hann hafi gengið vel, það er sé alls staðar aukning hjá félaginu og eft- irspurn eftir afurðum SÍF sé góð og umhverfið allt hagfelldara. Vegna hagræðingar og endur- skipulagningar hefur starfsmönn- um fyrirtækisins fækkað milli ára. Á Íslandi hefur starfsmönnum fækkað um þriðjung frá árinu 1999 en þá voru 147 starfsmenn hjá SÍF, Íslandssíld og ÍS, en nú starfa 98 starfsmenn hjá SÍF hf. Þessi fækkun um 49 stöðugildi er bæði vegna uppsagna í tengslum við endurskipulagningu starfseminnar eftir samruna en einnig hafa starfsmenn hætt störfum og hefur ekki verið ráðið í þeirra stað. Í ljósi breytinga á upplýsinga- skyldu hlutafélaga skráðum á Verðbréfaþingi Íslands, hefur stjórn SÍF hf. ákveðið að birta hér eftir samstæðuuppgjör á þriggja mánaða fresti, í fyrsta skipti fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2001. Rekstraráætlanir SÍF hf. gera ráð fyrir að hagnaður verði á rekstri samstæðunnar á árinu 2001. Aðal- fundur SÍF hf. fyrir starfsárið 2000 verður haldinn 6. apríl næstkom- andi. SÍF rekið með 985 milljóna tapi í fyrra Batamerki í rekstr- inum komin fram                                                                                                   !"#$% &$"'% !"%(&  )*'(+ )&#,+  (#%    !"%&( ('"&*%  %% (-(! &(-(&. (. ("' $ !" !" !" ! " !##" ! " !$$ " % % % % !" %#" !" !" !" %" %" %"        & ''()  & ''()  & ''()                  HAGNAÐUR Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og dótturfélaga dróst saman um 20% á milli áranna 1999 og 2000. Árið 2000 skilaði félagið 101 milljón króna í hagnað en árið áður varð 126 milljóna króna hagn- aður af starfseminni. Helstu skýringar lakrar afkomu eru raktar í ársskýrslu MS. Þar er minnst á lækkun fjármagnsliða um 79 milljónir króna og fjárbindingu í samlögunum á Blönduósi og Hvammstanga, auk nýbyggingar á Bitruhálsi og mikilla lækkana á verðbréfamörkuðum hér heima og erlendis. Hagrætt með aukinni sérhæfingu „Aukið vöruframboð á undan- förnum árum hefur kallað á breyt- ingar á aðstöðu Mjólkursamsölunn- ar við Bitruháls. Þörfin fyrir stærri kælilager var orðin knýjandi þegar fyrirtækið réðst í að stækka hann á árinu,“ segir í skýrslu forstjóra, Guðlaugs Björgvinssonar. „Í Búð- ardal var einnig ráðist í fram- kvæmdir en þar var settur upp áfyllingarbúnaður fyrir plastflösk- ur.“ Guðlaugur segir jafnframt í skýrslunni að norðan heiða hafi verið gerðar breytingar sem mið- uðu að aukinni sérhæfingu og væru hluti af ákveðnu hagræðingarferli. Þannig hafi allri mjólkurpökkun verið hætt á Blönduósi en þangað flutt öll skyrgerð sem áður var í Búðardal. Þá var ostagerð aukin til muna á Hvammstanga. Heildartekjur MS námu 5,3 milljörðum króna á síðasta ári en það er tæp 12% tekjuaukning frá árinu áður. Rekstrargjöld sam- stæðunnar utan fjármagnsliða hækkuðu um 10% og námu 5,1 milljarði króna en fjármagnsliðir reyndust neikvæðir um tæpar 9 milljónir, höfðu árið áður verið já- kvæðir um rúmar 70 milljónir króna. Hagnaður MS fyrir skatta varð því 201 milljón króna miðað við 196 milljónir árið áður en hagn- aður ársins tæp 101 milljón. Af þessu má sjá að hlutfall hagnaðar af veltu félagsins var 1,9% á árinu 2000, minnkar úr 2,7% árið áður. Í árslok námu eignir Mjólkur- samsölunnar alls 4.467 milljónum króna en heildarskuldir voru 592 milljónir króna. Eigið fé samstæð- unnar í árslok var 3.875 milljónir króna og jókst um 5,6%, eða 205 milljónir. Eiginfjárhlutfall sam- stæðunnar í árslok 2000 var tæp 87% og ávöxtun á eigið fé var 2,6%, lækkaði úr 3,4% árið áður. Veltufé frá rekstri var 477 milljónir króna og hækkaði um 23 milljónir. Hagnaður MS 20% lakari en í fyrra SAMKVÆMT upplýsingum frá Hall- dóri Hildimundarsyni, millibanka- borði Íslandsbanka-FBA hf., námu viðskipti á millibankamarkaði 2,8 milljörðum króna í gær og er þetta mesta velta á millibankamarkaði frá níunda febrúar síðastliðnum. Gengisvísitalan hækkaði úr 121,87 í 122,23, eða um 0,3%. Þegar vísitalan hækkar þýðir það að gengi krónunnar lækkar, þ.e. krónan lækkaði um 0,3% í gær. Krónan hefur ekki verið lægri síðan 24. janúar síðastliðinn, en þá náði vísitalan gildinu 122,58. Skömmu síðar greip Seðlabankinn inn í mark- aðinn. Seðlabankinn greip ekki inn í þróun á millibankamarkaði í gær og hefur ekki látið finna fyrir sér frá ní- unda febrúar. Að því er fram kemur í fyrrgreind- um upplýsingum virðist sem uppsafn- að gjaldeyrisútstreymi síðustu daga hafi gert það að verkum að markaðs- aðilar hafi farið inn á gjaldeyrismark- aðinn og keypt gjaldeyri. Þá segir að líkur á stuðningsinngripum Seðla- bankans aukist eftir því sem vísitala krónunnar færist nær vikmörkum gengisstefnunnar, en þau eru 125,36 stig. Gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal fór niður í 0,8830 um tíma í gær, og hefur Bandaríkjadalur ekki verið sterkari á árinu. Fyrr á þessu ári hafði gengi hans á þennan mælikvarða farið hæst í 0,8912. Þar sem krónan hefur lækkað þarf geng- iskross evru og dals líklega ekki að fara neðar en í um 0,8700 til að hver dalur verði kominn í 90 krónur. Krónan færist nær vikmörkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.