Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 35

Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 35 & Sprenghlægilegt verð! Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 Grensásvegi 16 HVER veltir því fyrir sér hvort breskurháskólamaður á áttræðisaldri hefur íraun sofið hjá konunum sem hannsegist hafa sofið hjá? En það er bara ekki um að ræða hvern sem er, heldur ekkil rit- höfundarins Iris Murdoch. Þegar hann játaði svo um helgina að tvennar bólfarir sem hann segir frá í síðustu endurminningabók sinni væru meira uppspuni en minningar kvað heldur betur við. John Bayley er fæddur 1925 og var þegar orð- inn vel metinn fræðimaður í Oxford þegar hann kynntist Iris Murdoch 1954, sem þá var einnig við háskólann þar, en reyndar þegar farin að skrifa. Hún var sex árum eldri en hann og hafði átt ýmsa vini og elskhuga áður en þau tvö kynntust. Einna áhrifamest voru kynni hennar af skáldinu og Nóbelsverðlaunahafanum Elias Canetti, sem fluttist til Englands 1939, en franski heimspek- ingurinn Jean-Paul Sartre var annar náinn vinur. Þau Bayley og Murdoch giftust 1956, hann sinnti fræðunum og hún skrifunum. Þau voru fræg fyrir heldur slaklegt heimilis- hald, þrifin voru ekki ofarlega á blaði en hann eld- aði og hún keypti inn. Þegar hún veiktist annaðist hann hana án þess að segja frá því hvers kyns væri, en eftir að hafa búið við sjúkdóminn í nokk- ur ár sögðu þau hjónin frá veikindum hennar 1998, en hún lést síðan í febrúar árið eftir. Lífið með Iris Bayley sinnti konu sinni í veikindum hennar. Hann hefur skrifað fimmtán bækur, en það eru bækurnar þrjár um Iris, sem eru þekktustu verk hans. Þegar 1998 kom út fyrsta bók Bayleys um Iris og árin þeirra saman. Sú bók heitir einfaldlega Iris og fjallar um kynni þeirra og samlíf. Hún varð metsölubók og hlaut einróma lof gagnrýn- enda og sama var um næstu bók, Iris and Her Friends, sem fjallar um síðustu ár þeirra, veik- indi Murdoch og hvernig eiginmaðurinn tekur á málunum. Margt hefur verið skrifað um þessar bækur, meðal annars að þær væru einhver mesta ástarsaga aldarinnar. Áhuginn var því mikill á nýjustu bókinni, Widower’s House, eða Hús ekkilsins. Eins og til- heyrir þá hafði eitt stóru bresku blaðanna, í þetta skiptið Daily Telegraph, tryggt sér rétt á að birta valda kafla. Bókin fjallar um hvernig Bayley leið eftir lát konu sinnar og hvernig það var að takast á við daglega lífið eftir að hafa verið bundinn við umönnun sjúkrar eiginkonu í 5–6 ár. Allt í einu var hann umvafinn athygli kven- fólks, sem hann sóttist á engan hátt eftir. Öll blöðin tóku sérstaklega upp frásagnir höfundar- ins af því hvernig kvenfólk með brókarsótt sótti hart að honum og reyndar tókst að leggja hann. Ekkilsstandi hans er reyndar lokið nú því að sama árið og Murdoch dó kvæntist hann Audi Villiers, vinkonu Murdoch og ekkju á líkum aldri og hann. Tvær ákafar Brúðkaupið vakti auðvitað athygli eins og allt í kringum Bayley gerir, ekki síst að brúðurin var í hvítu með brúðarslör og blóm í hárinu. Athyglin undanfarið hefur einkum beinst að tveimur berorðum frásögnum ekkilsins. Önnur er um Mellu (nafnið hljómar sakleysislegar á ensku en íslensku), unga námskonu, sem birtist einn dag óumbeðið í húsi hans og hefur ákveðið að hjálpa honum við húsverkin. Mella er grann- vaxin og ákveðin og gengur hreint til verks, en er skyndilega gripin ógnarþreytu og svima og segist ætla að kasta sér aðeins. Þegar hinn varnarlausi ekkill kemur upp í svefnherbergið til þess að athuga hvort allt sé í lagi stekkur hún á hann og kyssir hann ákaft. „Hún hélt áfram að faðma mig og ég gerði mitt besta til að losa mig,“ skrifar Bayley í nýju bók- inni. „Hún dró mig niður á rúmið til sín. Við vor- um þó að minnsta kosti full klædd … Eftir nokkra klukkutíma vorum við það ekki lengur.“ Þegar Bayley hugleiðir þetta í bókinni segir hann að það hafi óneitanlega verið fáránlegt að láta stelpu fara svona með sig. „En þarna var ég, gamall herramaður, sem aldrei hafði verið sterk- ur á svellinu þegar þannig stóð á.“ Margot fór öðruvísi að. Hún var miðaldra kunningjakona Bayley og Murdoch, mikil um sig og tók upp á að elda handa honum pottrétti, þótt það hafi reynd- ar verið óheppilegt val, því Bayley hafði óbeit á þessum réttum. Þau Murdoch höfðu þá aldrei á sínum borðum. Síðan bauð hún honum í sveitina til sín. Þegar gesturinn lagðist í rekkju skreið hún upp í til hans. Honum fannst návist hennar nota- leg þótt hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að bregðast við. Meira órar en raunveruleiki Þegar Daily Telegraph birti úrdrættina úr nýju bókinni stóð í smáu letri undir úrdrættinum að í bókinni væri sumum nöfnum og öðrum smá- atriðum breytt til að fólk þekktist ekki. Útgef- andi bókarinnar stóð aftur á móti í þeirri trú að atburðirnir sem bókin segir frá væru allir sannir. Um helgina viðurkenndi Bayley hins vegar að sögurnar um Mellu og Margot væru uppspuni frá upphafi til enda. Þessar tvær persónur væru ekki til, heldur samsettar úr fleiri konum. Hann hefði ekki upplifað nákvæmlega þessa atburði en aðra í þessa áttina og átroðningur kvenna á ekkla væri engar ýkjur. Samböndin sem hann segði frá væru sönn þótt eitthvað væri fært í stílinn. Bayley sagði líka að hann hefði ekki fetað vegi dyggðarinnar eftir lát eiginkonunnar og bætti við að fullt af fólki ætti í kynferðislegum sambönd- um. Af ummælum hans mátti marka að hann hefði ekki alveg skilið að fólk væri ekki sérlega gáttað á frásögnunum heldur fremur á því að hann hefði skáldað þessi atvik í bók sem annars var kynnt sem sjálfsævisaga. Æviminningar auknar karlaraupi John Bayley, ekkill Iris Murdoch, hefur vakið ærlega athygli með berorðum æviminningum. Um helgina viðurkenndi hann að sumt í minningunum væri meira skáld- skapur en raunveruleiki og það hefur enn aukið á athyglina, segir Sigrún Davíðsdóttir. John Bayley og Irish Murdoch. HELGINA 9. til 11. apríl verður haldið raddbeitingarnámskeið í Smárasal Söngskólans í Reykjavík. Námskeiðið byggist á grunni 25 ára rannsókna óperusöngkonunnar Jo Estell á beitingu raddbanda og hálsvöðva við mismun- andi aðstæður, hvort heldur sem er söng eða tal. Við rannsóknirnar var örsmárri myndavél, sem rennt er ofan í háls viðkom- andi, notuð til að athuga ná- kvæmlega hvaða vöðvar eru notaðir við mismunandi söngstíla, s.s. óperusöng, rokk- og sveitasöngva sem og venjulegt tal- mál. Þannig hefur hálsinn verið kort- lagður og því hægt að sjá hvar meinið liggur þegar vandkvæði í hálsi koma upp. Röng raddbeiting eða óeðlileg áreynsla á röddina getur valdið hnút- um á raddböndum sem hingað til hef- ur aðeins verið hægt að lagfæra með skurðaðgerð en Dagrún Hjartardótt- ir, söngkennari og námsskeiðshald- ari, segir að með kenningum Jo Es- tell sé hægt að lagfæra skaðann án skurðaðgerðar, auk þess að koma í veg fyrir frekari vandkvæði. Nám- skeiðið er því hugsað sem fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn raddbandahnút- um en einnig sem þjálfunaraðferð sem lagar hnútana. Dagrún segir námskeiðið ætlað áhugafólki um góða og rétta raddbeitingu, fólki sem hefur röddina að atvinnu eins og leikarar, söngvarar, talmeinafræð- ingar og háls-, nef- og eyrnalæknar að ógleymd- um kennurum sem oft finni fyrir álagi á raddböndin við kennslu. Leiðbeinendur á nám- skeiðinu verða Paul Farr- ington, lærisveinn Estell, tenórsöngvari og kennari við Konunglegu tónlistar- akademíuna í London og Kiereen Locke talmeina- fræðingur sem sérhæfa sig í að kenna fólki að þekkja orsakir raddvanda- mála, hvernig á að bregðast við þeim og finna varanlegar lausnir á vanda- málunum. Námskeiðið fer fram í formi fyr- irlestra og æfinga þar sem þátttak- endum er skipt niður í smærri hópa til að æfa það sem kennt hefur verið. Leiðbeinendurnir eru auk þess með einstaklingsráðgjöf svo hver og einn fái rétta leiðsögn og finni hvernig hálsvöðvarnir virka. Á kvöldin verða opnir tímar þar sem nemendum gefst færi á nánari aðstoð auk þess sem þá verða opnar æfingar þar sem þátt- takendunum gefst tækifæri á að æfa sig fyrir framan hópinn í þeirri grein sem þeir leggja stund á. Námskeið um lausnir á radd- vandamálum Dagrún Hjartardóttir VESTANVINDAR er yfirskrift bókmenntadagskrár í Edinborgar- húsinu á Ísafirði nk. sunnudag kl. 16. Þar verður fjallað um vest- firsk skáld og er ætlunin að það verði árlegur við- burður. Það skáld sem fyrst verður kynnt er Guð- mundur Gíslason Hagalín. Þröstur Helgason bók- menntafræðingur fjallar um há- skólafyrirlestra Guðmundar, Auður Hagalín segir frá lífi hans og störf- um og Hrafnhildur Guðmundsdóttir Hagalín og Gunnar Jónsson lesa úr verkum hans. Eyvindur P. Eiríksson fjallar um siglingalýsingar Guðmundar og kynnir eigin skáldverk. Að lokum munu skáldin Eiríkur Nordahl og Inga Dan lesa nokkur af ljóðum sínum. Aðgangur er ókeypis. Bók- mennta- dagur á Ísafirði Guðmundur G. Hagalín JÓNA Thors opnar myndlistarsýn- inguna Spegill… spegill í Listasaln- um Man, Skólavörðustíg 14 á morg- un, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru verk aðallega unnin úr speglum og leir. Viðfangsefni Jónu eru mögu- leikar speglunar og endurtekninga í formi og skreyti. Jóna Thors lauk námi frá leirlista- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1990. Hún hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis, en sýningin í Man er hennar fyrsta einkasýning. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar og frá kl. 14–17 um helgar og lýkur 11. apríl. Aðgangur er ókeypis. Jóna Thors sýnir í Man ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.