Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 42

Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FYRSTI áfangi Suðurbygg-ingar Flugstöðvar LeifsEiríkssonar var opnaður ígær, þremur dögum áður en Ísland verður, ásamt hinum Norðurlöndunum, aðili að Scheng- en-samningnum. Byggingin verður formlega tekin í notkun nk. sunnu- dag. Fyrstu farþegar til að fara í gegnum nýtt og nákvæmara vega- bréfaeftirlit vegna Schengen-samn- ingsins, verða farþegar Go-flug- félagsins, dótturfélags British Airways, sem kemur frá Englandi sem ekki er aðili að Schengen-samn- ingnum. Gísli Guðmundsson, stjórnarfor- maður Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar hf., sagði á blaðamannafundi þar sem mannvirkið var kynnt, að nú væri runnin upp stór stund í sam- göngusögu Íslendinga. Gísli sagði að í stað þess að slá upp veislu í tilefni af opnun Suðurbyggingarinnar hefði Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Flugmálastjórinn á Keflavíkurflug- velli ákveðið að gefa sýslumanns- embættinu á Keflavíkurflugvelli fullkomið myndavéla- og eftirlits- kerfi sem notað verður til þess að fylgjast með eftirlýstum mönnum og mönnum í farbanni til þess að auka öryggi landsins. Jóhann R. Bene- diktsson sýslumaður veitti gjafa- bréfi þar um viðtöku. Stækkunin dugar til að mæta fjölgun farþega fram yfir 2010 Með stækkun flugstöðvarinnar eykst afkastageta hennar úr 1 millj- ón farþega á ári í 2,4–2,5 milljónir farþega. Sá áfangi sem nú hefur ver- ið tekinn í notkun er 16.000 fermetr- ar að stærð og gjörbreytir hann að- stöðu flugfarþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Talið er að stækkunin nú dugi til að mæta fjölg- un ferðamanna fram yfir 2010. Flug- vélastæðum við flugstöðina fjölgar um átta og verða þá samtals fjórtán, þar af ellefu með landgöngubrúm. Í máli Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., kom fram að tækifæri til frekari stækkunar Suð- urbyggingarinnar eru fyrir hendi í tveimur áföngum, þannig að þar verði allt að átján flugvélastæði með landgöngum, og samtals 24 í báðum byggingum, en í fyrsta áfanga verða landgangarnir í Suðurbyggingunni fimm og flugvélastæðin átta. Stækk- un af þessari stærðargráðu ætti að duga til að mæta fjölgun farþega næstu 20–30 ár, að mati Höskuldar. Eldri hluti flugstöðvarinnar, Norðurbyggingin, var tekin í notkun 1987 og var áætlað að hún gæti þjón- að um um einni milljón farþega á ári en umferðin nú nemur þegar um einni og hálfri milljón á ári og því er spáð að hún verði 1,9 milljónir far- þega 2005, 2,4 milljónir 2010 og 3 milljónir árið 2015. Schengen- og utan-Schengen- farþegum haldið aðskildum Byggingin er á tveimur hæðum og auk þess er kjallari undir henni. Hún fullnægir öllum skuldbinding- um Íslands vegna Schengen-sam- starfsins og í henni er hægt að tryggja algjöran aðskilnað innan- og utan-Schengen farþega og afgreiða þá í gegnum vegabréfaskoðun. Byggingin er hönnuð af dönsku arktitektastofunni Arkitekter MAA PAR í samvinnu við Arkitektar ehf. á Íslandi. Í grófum dráttum gerir landfræðileg staða Ísland Evrópu og Ameríku flugs Eiríkssonar að þungamiðju ar á milli þessara tveggj Arkitektarnir tóku mið af hönnun byggingarinnar sem í tvennt; dreifimiðstöð umf bygginguna, þar sem m. finna vegabréfaskoðunar stöðu fyrir lögreglu og ör irlit og þjónusturými fyrir og hins vegar þann hluta arinnar sem hýsir landga flugvélar. Milli hlutanna tv nokkurs konar gjá sem á að jarðfræðilega sérstöðu Ísla klofið er í tvo helminga hvo megin við Atlantshafsh Farþegar sem fara úr S svæði til utan-Schengen-sv öfugt verða að leggja leið gjána. Hún er því í raun la Schengen og utan Scheng inbyggingin, dreifimiðstöði norðan megin gjárinnar, er þar er lofthæð mikil. Neða um hanga ferstrend, hvít eiga að minna á grýlukert mikinn svip á salinn. Á g beykiparket, eins og margi við frá Kastrup-flugvelli. Farþegar á leið frá Íslan arra Schengen-landa, sem Norðurlandanna eru Þý Suðurbygging Flugstöðvar Leifs Eirík Suðurbygging Flugstöðvar Leif Afkastagetan ey 1,5 milljónir farþe Morgunblaðið/J Gísli Guðmundsson, stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eirík afhendir Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni á Keflavíkurfl gjafabréf fyrir myndavéla- og eftirlitskerfi. Fyrsti áfangi stækk- unar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekinn í notkun í gær. Hið nýja mannvirki mun stór- auka afkastagetu Keflavíkurflugvallar. Guðjón Guðmundsson skoðaði bygginguna. BJÖRN Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að framundan sé mikil aukning í alþjóðlegu flugi til Íslands. Björn segir að undirbúningur hafi hafist á Keflavíkurflugvelli fyrir stækkun flugstöðv- arinnar fyrir þremur árum. Þegar ljóst varð að Ísland fengi aðild að Schengen-samningnum á sama tíma og önnur Norðurlönd hafi fram- kvæmdirnar hafist. „Það var brýn þörf á því að stækka bygg- inguna því á álagstímum var hér allt sprungið. Við fögnum því mikið að taka hér í notkun nýja stöð sem mun auka afkastagetu flugvallarins til muna á álagstímum,“ segir Björn. Miðað við nú- verandi byggingu getur afkastagetan farið upp í 2,4-2,5 milljónir farþega á ári. „En þetta miðast einnig að verulegu leyti við dreifingu álagsins. Tengikerfi Flugleiða er með þeim hætti að vélarnar koma inn frá Bandaríkj- unum og fara síðan allar til Evrópu, koma síðan inn og fara aftur út til Bandaríkjanna um eft- irmiðdaginn á sama tíma. Tengikerfið kallar fram mikið álag á flugstöðina á þessum tíma. En álagspunktarnir eru jafnframt orðnir fleiri. Flugleiðir hafa aukið sitt flug mjög og yfir sum- artímann eru hér mörg flugfélög, sem fleyta rjómann af ferðamannatímabilinu. Hér eru farn- ir að myndast miklir álagstoppar síðari hluta fimmtudags og fram á nótt og einnig á sunnu- dagskvöldum fram á nótt vegna svokallaðra helgarferðamanna. Go-flugfélagið hefur boðað komu sína hingað og verður með fyrsta flugið hingað 25. mars og fyrstu farþegar til að fara í gegnum nýju stöðina verða farþegar Go. Flug- félagið ætlar að verða með daglegar ferðir hing- að í sumar og einnig er vitað að fleiri flugfélög ætla að fljúga hingað, t.a.m. dótturfélag portú- galska ríkisflugfélagsins Air Portugal, í tengslum við sólarlandaferðir og jafnframt ann- að erlent flugfélag sem flýgur til Kýpur. Atlanta e e o f v i i v b v s í a s þ B s þ þ h g Mikil aukn- ing í flugi til Íslands VÆNDI ER SAMFÉLAGSLEGT VANDAMÁL Í nýrri áfangaskýrslu semunnin var fyrir dómsmála-ráðuneytið og kynnt á blaðamannafundi í fyrradag, kemur fram að vændi er ekki síð- ur vandamál á Íslandi en í öðrum löndum. Þessar upplýsingar ættu ekki að koma á óvart en eru samt sem áður harkaleg áminn- ing um að aðgerðaleysi og af- stöðuleysi til þessa vandamáls getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir samfélagið í heild. Skýrslan leiðir í ljós að hér fer fram skipulagt vændi þar sem ýmsar leiðir eru notaðar til að ná til viðskiptavinanna, sem einkum eru á aldrinum 20–50 ára. Hér er einnig stundað svonefnt nauðar- vændi sem iðulega tengist fíkni- efnaneyslu ungmenna og jafn- framt er staðfest að vændi tengist starfsemi nektardansstaða. Höfundar skýrslunnar segja, að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að þeir sem eru líklegir til að lenda í vændi séu iðulega ein- staklingar sem hafi átt undir högg að sækja í lífinu. Þannig séu þeir sem beittir hafa verið kynferðislegri misnotkun, eða hafa lent í vímuefnaneyslu og/ eða skort eftirlit, ástúð og aðhald í uppeldinu líklegri til að leiðast út í vændi en aðrir. Jafnframt kemur í ljós að þeir sem stunda vændi eiga við margvísleg vandamál að stríða. Sjálfsmat þeirra er afar lélegt, þeir þjást af kvíða og þunglyndi og velta sjálfsvígi fyrir sér. Af þessu má ráða að vændi getur ekki talist ásættanleg leið til framfærslu, heldur ber að líta á vændi sem félagslegt vandamál er samfélag- inu ber skylda til að takast á við. Þær upplýsingar sem liggja fyrir um mansal og kynlífsþrælk- un í Evrópu og fjallað var um í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 11. mars síðastliðinn, renna stoðum undir þá skoðun að vændi byggist í flestum tilfellum á neyð þess sem það stundar. Þar kom fram að „árlega sé um 120 þúsund konum og börnum smyglað til Vestur-Evrópu og þau neydd til að stunda vændi“. Ljóst er að hingað til lands kemur fjöldi kvenna frá Austur- Evrópu til að stunda vændi. Í Reykjavíkurbréfinu kom fram að vegna bágra kjara heima fyrir séu þær ginntar til að stunda kynlífsþjónustu af ýmsu tagi í auðugri samfélögum. Þar sem nýjar reglur, sem settar voru hér á landi í fyrra, virðast ekki hafa dregið úr eftirspurn og komu þessara kvenna til landsins má álykta að við getum tæpast vikið okkur undan því að axla ábyrgð á neyð þeirra að einhverju leyti. Ísland hefur þá sérstöðu meðal Norðurlandanna að vændi sem stundað er til framfærslu telst hér refsivert. Þau viðhorf sem birtast í slíkri löggjöf eru gam- aldags og horfa framhjá þeirri staðreynd sem nú er almennt viðurkennd að sá sem veitir þjónustuna er fórnarlamb við- skiptanna. Brýnt er að löggjöf hér verði breytt hvað þetta varð- ar og að aðstoð í formi ráðgjafar og sérfræðiþjónustu komi í stað- inn, þannig að þeir sem vændi stunda mæti ekki fordæmingu samfélagsins heldur stuðningi þess svo þeir sjái sér aðrar leiðir færar til fjáröflunar. Kolbrún Halldórsdóttir, ásamt fleiri þingmönnum Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs, lagði fyrr í þessum mánuði fram tillögu sem fól í sér þá grund- vallarbreytingu að sá sem greiddi fyrir kynlífsþjónustu skuli sæta refsingu en ekki sá sem selur sig. Kostur þessarar tillögu er óneitanlega sá að í henni felast skýr skilaboð um fordæmingu samfélagsins á kaupum á kynlífi og verður það að teljast jákvætt. Ókostirnir eru hins vegar þeir að hætta er á, að vændi verði að neðanjarð- arstarfsemi sem erfitt er að hafa eftirlit með. Einnig má gera ráð fyrir að sönnunarbyrði í málum sem þessum yrði erfið og ráð- stafanir til að afla sönnunar- gagna gætu brotið í bága við friðhelgi einkalífsins. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra hefur tilkynnt að skipuð verði nefnd til að bregð- ast við þeim upplýsingum sem koma fram í ofangreindri skýrslu og „meta vandann frá þverfag- legum sjónarhóli“, eins og hún orðaði það í samtali við Morg- unblaðið. Hún telur einnig brýnt að „lögð sé refsing við kaupum á vændisþjónustu þegar börn eiga í hlut og telur þörf á lagabreyt- ingum þar að lútandi“, en sam- kvæmt íslenskum lögum er ekki refsivert að kaupa kynlíf af ung- mennum allt niður í 14 ára aldur. Rík ástæða er til að taka undir orð dómsmálaráðherra hvað þetta varðar, enda er hér um að ræða alvarlega brotalöm á ör- yggi barna og virðingu fyrir þeim. Með þeim aðgerðum sem boð- aðar hafa verið verða stjórnvöld vonandi betur í stakk búin til að bregðast við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað hér á landi á undanförnum árum á þessu sviði. Vændi er vandamál sem snertir samfélagið í heild og varðar sjálfsmynd okkar allra ekki síður en þá samfélagsmynd sem við viljum búa við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.