Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 67

Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 67 ✔ Margar stærðir og gerðir ✔ Fáið senda bæklinga ✔ Leitið tilboða Sumarhús frá Norður-Noregi FEGURÐARSAMKEPPNI Aust- urlands verður haldinn í Hótel Valaskjálf laugardaginn 24. mars. Er Fegurðarsamkeppni Austur- lands fyrsta forkeppni sem haldin er þetta árið um tililinn Ungfrú Ís- land. Í ár taka átta stelpur þátt og koma víðsvegar af Austurlandi. Á mánudag var orðið uppselt á keppnina og til að koma á móts við þá sem ekki fengu miða verður brugðið á það ráð að varpa krýn- ingunni upp á tjald á annarri hæð Hótel Valaskjálfs. Eftir keppnina munu hljómsveitin Land og synir stíga á svið og halda gleðinni áfram. Stúlkurnar sem keppa eru: Anna Dögg Einarsdóttir Stöðvarfirði, Berglind Árnadóttir Vopnafirði, Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir Seyð- isfirði, Hildur Þórisdóttir Seyðis- firði, Hrefna Helgadóttir Vopna- firði, Laufey Sigurðardóttir Nes- kaupstað, Margrét Sæný Gísla- dóttir Neskaupstað og Oddný Ólafía Sævarsdóttir Egilsstöðum. Átta stúlk- ur keppa um titilinn Fegurðarsamkeppni Austurlands AMNESTY-hátíð verður haldin á Gauk á Stöng laugardaginn 24. mars og hefst kl. 20. Dagskráin er fjölbreytt og fram verður borinn mexíkóskur matur. Miðinn kostar 2.500 kr. Hljómsveitin Spaðar leikur fyrir dansi. Miðar eru seldir á skrifsofu Íslandsdeildar Amnesty International í Hafnar- stræti 15. Amnesty-hátíð á Gauknum  AÐALFUNDUR Parkinsons- samtakana á Íslandi verður hald- inn í safnaðarheimili Áskirkju laugardaginn 24. mars kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. Allir velkomnir og gestir velkomn- ir. RÁÐSFUNDIR I. og II. ráðs ITC verða haldnir laugardaginn 24. mars í Kiwanishúsinu við Engja- teig. Skráning hefst kl. 12 og félagsmálafundir verða settir kl. 13. Á dagskrá eru m.a. ræðu- keppnir milli deilda og kosningar nýrra stjórna. Sameiginlegur fundur hefst kl. 17 þar sem Kristjana Milla Thor- steinsson og Kristín Dagbjarts- dóttir flytja fræðsluerindi. Þessum sameiginlega fundi lýkur svo með hátíðarkvöldverði sem hefst kl. 19. Þar verða kynnt úrslit úr ræðu- keppnum og nýkjörnir stjórnar- menn verða settir í embætti. Að lokum verður slegið á létta strengi. Ráðsfundirnir eru öllum opnir. Ráðsfundir á vegum ITC  OPINBER fundur um Kúbu, bækur og Svínaflóainnrásina verð- ur haldinn að Skólavörðustíg 6b, bakhúsi, föstudaginn 23. mars kl. 17.30. Fjörutíu ár eru síðan al- þýðufólk á Kúbu lærði að lesa og fjörutíu ár síðan Kúba hratt innrás Bandaríkjanna. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir, einn af aðstand- endum sósíalíska fréttablaðsins Militant, var á Kúbu í febrúar á 10. alþjóðlegu bókasýningunni í Havana. Hún greinir frá atburð- um, umræðum og bókum sem komu út í tengslum við sýninguna og hafa þýðingu nú fyrir baráttuna í heiminum. Fundinn halda aðstandendur fréttablaðsins Militant og Ungir sósíalistar. NÝR Audi A4 verður frumsýndur hjá Heklu laugardaginn 24. mars. Bíllinn er nýr frá grunni, stærri og rúmbetri en áður. Í fréttatilkynn- ingu segir: „Hann er sérlega vel bú- inn varðandi staðalbúnað, sem dæmi má nefna sex öryggispúða, þar á meðal Sideguard-höfuðöryggis- púða, sem felldir eru inn í þakbrún farþegarýmisins og vernda höfuð og efri hluta líkamans komi til árekst- urs frá hlið. Fimm höfuðpúðar og fimm þriggja punkta öryggisbelti eru staðalbúnaður, en einnig má nefna tölvustýrt loftfrískunarkerfi (air conditioning), upplýsingatölvu og rafhituð framsæti. ESP-stöð- ugleikakerfi, ABS-læsivörn með átaksjöfnun og spyrnustýring eru einnig hluti staðalbúnaðar. A4 er í boði með nýrri tveggja lítra vél ásamt 1,8 lítra túrbóvél og 1,6 lítra vél. Í fyrsta sinn er bíll í þessum stærðarflokki í boði með stiglausa multitronic-sjálfskiptingu, sem ræð- ur við mikið afl og snúningsvægi (300 Nm). Ökumaðurinn hefur val á stiglausri sjálfskiptingu eða hand- skiptingu í sex þrepum.“ Samhliða því að frumsýna þennan nýja A4 á laugardaginn verða sýndir tveir aðrir bílar frá Audi. Í tilefni frumsýningarinnar á Audi A4 eru sýningarsalir Heklu opnir á laugardaginn frá klukkan 10 til 17. Nýr Audi A4 frum- sýndur hjá Heklu OPNUÐ hefur verið tískuverslunin Zik Zak, Brekkuhúsum 1 í Graf- arvogi. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Berglind Ásgeirsdóttir og Ómar Gunnarsson. Í fréttatikyningu segir að boðið sé upp á skemmtilegan tískufatnað fyrir konur á öllum aldri. Verslunin sé hin glæsilegasta og sé ætlunin að bjóða upp á góðar vörur á lágu verði. Verslunin er opin virka daga frá 10–18, föstudaga frá 10–19 og á laugardögum frá 10–12. Berglind Ásgeirsdóttir og Rósa María Waagfjörð starfsmaður. Ný tískuverslun í Grafarvogi FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur veit- ir á hverju ári styrki til ýmissa verkefna á sviði menntamála. Á árinu 2001 eru styrkþegarnir 18 en heildarupphæð styrkjanna er að þessu sinni 15.750 000. Styrki hlutu: Alnæmissamtökin á Íslandi. Ingi Rafn Hauksson. Fræðslu og for- varnarstarf í grunnsk. Rvk.100.000 kr., Hollráð. Þýðing og stöðlun áhugasviðsmælitækis IDEAS fyrir efstu bekki grunnskóla 200.000 kr., Íþróttafélag fatlaðra. Sund- kennsla fatlaðra barna sem ekki geta notið almennrar sundkennslu. 550.000 kr., Jón Pétur Zimsen. Hönnunar- og nýsköpunarkeppni fyrir grunnskólanemendur 100.000 kr., Kennaraháskóli Íslands. Gerð GRP-14e ritmálsprófs 150.000 kr., taka grundvallaratriða læsis í evr- ópskum ritmálum. 250.000 kr., til að standa straum af stóru upplestr- arkeppninni. 150.000 kr. Lands- samband slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna. Eldvarnarvika í grunnskólum Reykjavíkur. 150.000 kr., Leikfélag Reykjavíkur. Grunn- skólaverkefnið „Heimsókn í leik- húsið“ heimsókn 9 ára barna í grunnsk. Rvk. í leikhúsið. 1.000.000 kr., Myndlistarskólinn í Rvk. Styrkumsókn v/reksturs, fjármálastj. Og fjölgunarnám- skeiða í barna og unglingadeildum. 7.000.000 kr., SAMFOK. Til rekst- urs foreldrastarfs, ráðning umsjm. foreldrarölts, rekstur skrifstofu o.fl. 2.200.000 kr. Stefmennt ehf. Gerð kennsluvefs í tónmennt fyrir Netið 400.000 kr., Þórir Þórisson. Árangursmæling á tónlistar- kennslu á námsárangur í öðrum greinum – tilraunaverkefni. 800.000 kr., Ásthildur Snorradótt- ir. Útgáfa málörvunarkerfis. 400.000 kr., Valgerður Jónsdóttir. Tónlistarkennsla fatlaðra nemenda 2.000.000 kr. og Afmælisstyrki fræðsluráðs hlutu Fossvogsskóli og Hamraskóli, 150.000 kr. hvor. Morgunblaðið/Þorkell Styrkþegar fyrir utan Höfða. Styrkir fræðsluráðs afhentir í Höfða LJÓSMYNDASÝNING Rauða krossins „Andlit örbirgðar“ var opnuð í Kringlunni á miðvikudag og við sama tækifæri var komið fyrir þremur söfnunarbaukum fyrir alþjóðlegt hjálparstarf. „Andlit örbirgðar“ gefur inn- sýn í nístandi fátækt sem er að finna í Makedóníu, einu þeirra landa sem urðu til við upplausn Júgóslavíu. Þar blossuðu upp átök nýlega, sem auka enn á mannúðarvandann sem við er að fást í landinu sem og víðar á Balkanskaga. Ljósmyndirnar eru eftir þýska fréttaljósmyndarann Till Mayer. Meðfram uppsetningu sýning- arinnar hefur þremur söfnunar- baukum Rauða krossins verið komið fyrir í Kringlunni, en þeir munu standa þar til frambúðar. Gestir Kringlunnar fá því tæki- færi til að láta gott af sér leiða í verslunarleiðangrinum, segir í fréttatilkynningu. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, afhendir Ívari Sigurjónssyni, markaðsstjóra Kringlunnar, viðurkenningarskjal við opnun ljósmyndasýningarinnar „Andlit örbirgðar“. Söfnunarbaukar fyrir Makedóníu í Kringlunni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.