Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 67 ✔ Margar stærðir og gerðir ✔ Fáið senda bæklinga ✔ Leitið tilboða Sumarhús frá Norður-Noregi FEGURÐARSAMKEPPNI Aust- urlands verður haldinn í Hótel Valaskjálf laugardaginn 24. mars. Er Fegurðarsamkeppni Austur- lands fyrsta forkeppni sem haldin er þetta árið um tililinn Ungfrú Ís- land. Í ár taka átta stelpur þátt og koma víðsvegar af Austurlandi. Á mánudag var orðið uppselt á keppnina og til að koma á móts við þá sem ekki fengu miða verður brugðið á það ráð að varpa krýn- ingunni upp á tjald á annarri hæð Hótel Valaskjálfs. Eftir keppnina munu hljómsveitin Land og synir stíga á svið og halda gleðinni áfram. Stúlkurnar sem keppa eru: Anna Dögg Einarsdóttir Stöðvarfirði, Berglind Árnadóttir Vopnafirði, Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir Seyð- isfirði, Hildur Þórisdóttir Seyðis- firði, Hrefna Helgadóttir Vopna- firði, Laufey Sigurðardóttir Nes- kaupstað, Margrét Sæný Gísla- dóttir Neskaupstað og Oddný Ólafía Sævarsdóttir Egilsstöðum. Átta stúlk- ur keppa um titilinn Fegurðarsamkeppni Austurlands AMNESTY-hátíð verður haldin á Gauk á Stöng laugardaginn 24. mars og hefst kl. 20. Dagskráin er fjölbreytt og fram verður borinn mexíkóskur matur. Miðinn kostar 2.500 kr. Hljómsveitin Spaðar leikur fyrir dansi. Miðar eru seldir á skrifsofu Íslandsdeildar Amnesty International í Hafnar- stræti 15. Amnesty-hátíð á Gauknum  AÐALFUNDUR Parkinsons- samtakana á Íslandi verður hald- inn í safnaðarheimili Áskirkju laugardaginn 24. mars kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. Allir velkomnir og gestir velkomn- ir. RÁÐSFUNDIR I. og II. ráðs ITC verða haldnir laugardaginn 24. mars í Kiwanishúsinu við Engja- teig. Skráning hefst kl. 12 og félagsmálafundir verða settir kl. 13. Á dagskrá eru m.a. ræðu- keppnir milli deilda og kosningar nýrra stjórna. Sameiginlegur fundur hefst kl. 17 þar sem Kristjana Milla Thor- steinsson og Kristín Dagbjarts- dóttir flytja fræðsluerindi. Þessum sameiginlega fundi lýkur svo með hátíðarkvöldverði sem hefst kl. 19. Þar verða kynnt úrslit úr ræðu- keppnum og nýkjörnir stjórnar- menn verða settir í embætti. Að lokum verður slegið á létta strengi. Ráðsfundirnir eru öllum opnir. Ráðsfundir á vegum ITC  OPINBER fundur um Kúbu, bækur og Svínaflóainnrásina verð- ur haldinn að Skólavörðustíg 6b, bakhúsi, föstudaginn 23. mars kl. 17.30. Fjörutíu ár eru síðan al- þýðufólk á Kúbu lærði að lesa og fjörutíu ár síðan Kúba hratt innrás Bandaríkjanna. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir, einn af aðstand- endum sósíalíska fréttablaðsins Militant, var á Kúbu í febrúar á 10. alþjóðlegu bókasýningunni í Havana. Hún greinir frá atburð- um, umræðum og bókum sem komu út í tengslum við sýninguna og hafa þýðingu nú fyrir baráttuna í heiminum. Fundinn halda aðstandendur fréttablaðsins Militant og Ungir sósíalistar. NÝR Audi A4 verður frumsýndur hjá Heklu laugardaginn 24. mars. Bíllinn er nýr frá grunni, stærri og rúmbetri en áður. Í fréttatilkynn- ingu segir: „Hann er sérlega vel bú- inn varðandi staðalbúnað, sem dæmi má nefna sex öryggispúða, þar á meðal Sideguard-höfuðöryggis- púða, sem felldir eru inn í þakbrún farþegarýmisins og vernda höfuð og efri hluta líkamans komi til árekst- urs frá hlið. Fimm höfuðpúðar og fimm þriggja punkta öryggisbelti eru staðalbúnaður, en einnig má nefna tölvustýrt loftfrískunarkerfi (air conditioning), upplýsingatölvu og rafhituð framsæti. ESP-stöð- ugleikakerfi, ABS-læsivörn með átaksjöfnun og spyrnustýring eru einnig hluti staðalbúnaðar. A4 er í boði með nýrri tveggja lítra vél ásamt 1,8 lítra túrbóvél og 1,6 lítra vél. Í fyrsta sinn er bíll í þessum stærðarflokki í boði með stiglausa multitronic-sjálfskiptingu, sem ræð- ur við mikið afl og snúningsvægi (300 Nm). Ökumaðurinn hefur val á stiglausri sjálfskiptingu eða hand- skiptingu í sex þrepum.“ Samhliða því að frumsýna þennan nýja A4 á laugardaginn verða sýndir tveir aðrir bílar frá Audi. Í tilefni frumsýningarinnar á Audi A4 eru sýningarsalir Heklu opnir á laugardaginn frá klukkan 10 til 17. Nýr Audi A4 frum- sýndur hjá Heklu OPNUÐ hefur verið tískuverslunin Zik Zak, Brekkuhúsum 1 í Graf- arvogi. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Berglind Ásgeirsdóttir og Ómar Gunnarsson. Í fréttatikyningu segir að boðið sé upp á skemmtilegan tískufatnað fyrir konur á öllum aldri. Verslunin sé hin glæsilegasta og sé ætlunin að bjóða upp á góðar vörur á lágu verði. Verslunin er opin virka daga frá 10–18, föstudaga frá 10–19 og á laugardögum frá 10–12. Berglind Ásgeirsdóttir og Rósa María Waagfjörð starfsmaður. Ný tískuverslun í Grafarvogi FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur veit- ir á hverju ári styrki til ýmissa verkefna á sviði menntamála. Á árinu 2001 eru styrkþegarnir 18 en heildarupphæð styrkjanna er að þessu sinni 15.750 000. Styrki hlutu: Alnæmissamtökin á Íslandi. Ingi Rafn Hauksson. Fræðslu og for- varnarstarf í grunnsk. Rvk.100.000 kr., Hollráð. Þýðing og stöðlun áhugasviðsmælitækis IDEAS fyrir efstu bekki grunnskóla 200.000 kr., Íþróttafélag fatlaðra. Sund- kennsla fatlaðra barna sem ekki geta notið almennrar sundkennslu. 550.000 kr., Jón Pétur Zimsen. Hönnunar- og nýsköpunarkeppni fyrir grunnskólanemendur 100.000 kr., Kennaraháskóli Íslands. Gerð GRP-14e ritmálsprófs 150.000 kr., taka grundvallaratriða læsis í evr- ópskum ritmálum. 250.000 kr., til að standa straum af stóru upplestr- arkeppninni. 150.000 kr. Lands- samband slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna. Eldvarnarvika í grunnskólum Reykjavíkur. 150.000 kr., Leikfélag Reykjavíkur. Grunn- skólaverkefnið „Heimsókn í leik- húsið“ heimsókn 9 ára barna í grunnsk. Rvk. í leikhúsið. 1.000.000 kr., Myndlistarskólinn í Rvk. Styrkumsókn v/reksturs, fjármálastj. Og fjölgunarnám- skeiða í barna og unglingadeildum. 7.000.000 kr., SAMFOK. Til rekst- urs foreldrastarfs, ráðning umsjm. foreldrarölts, rekstur skrifstofu o.fl. 2.200.000 kr. Stefmennt ehf. Gerð kennsluvefs í tónmennt fyrir Netið 400.000 kr., Þórir Þórisson. Árangursmæling á tónlistar- kennslu á námsárangur í öðrum greinum – tilraunaverkefni. 800.000 kr., Ásthildur Snorradótt- ir. Útgáfa málörvunarkerfis. 400.000 kr., Valgerður Jónsdóttir. Tónlistarkennsla fatlaðra nemenda 2.000.000 kr. og Afmælisstyrki fræðsluráðs hlutu Fossvogsskóli og Hamraskóli, 150.000 kr. hvor. Morgunblaðið/Þorkell Styrkþegar fyrir utan Höfða. Styrkir fræðsluráðs afhentir í Höfða LJÓSMYNDASÝNING Rauða krossins „Andlit örbirgðar“ var opnuð í Kringlunni á miðvikudag og við sama tækifæri var komið fyrir þremur söfnunarbaukum fyrir alþjóðlegt hjálparstarf. „Andlit örbirgðar“ gefur inn- sýn í nístandi fátækt sem er að finna í Makedóníu, einu þeirra landa sem urðu til við upplausn Júgóslavíu. Þar blossuðu upp átök nýlega, sem auka enn á mannúðarvandann sem við er að fást í landinu sem og víðar á Balkanskaga. Ljósmyndirnar eru eftir þýska fréttaljósmyndarann Till Mayer. Meðfram uppsetningu sýning- arinnar hefur þremur söfnunar- baukum Rauða krossins verið komið fyrir í Kringlunni, en þeir munu standa þar til frambúðar. Gestir Kringlunnar fá því tæki- færi til að láta gott af sér leiða í verslunarleiðangrinum, segir í fréttatilkynningu. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, afhendir Ívari Sigurjónssyni, markaðsstjóra Kringlunnar, viðurkenningarskjal við opnun ljósmyndasýningarinnar „Andlit örbirgðar“. Söfnunarbaukar fyrir Makedóníu í Kringlunni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.