Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 1
87. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. APRÍL 2001 ÍSRAELSHER lagði í gær undir sig hluta af Gaza- svæðinu auk þess sem hann lét flugskeytum rigna yfir öryggisstöðvar palestínsku heimastjórnarinn- ar þar. Í árásinni, sem gerð var á landi, úr lofti og af sjó, beið einn palestínskur lögreglumaður bana og að minnsta kosti 35 manns særðust. Þá eru Ísrael- ar sakaðir um að hafa skotið 10 ára gamlan dreng, sem var á leið heim úr skóla. Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, varaði Ísraela og Pal- estínumenn við í gær og sagði, að hætta væri á, að átökin mögnuðust upp í nýja styrjöld í Miðaust- urlöndum. Kvað hann hefndaraðgerðir Ísraela „úr hófi fram“ og hvatti þá til að kalla herinn heim. Skömmu síðar hófu Ísraelar brottflutninginn. Ísraelar kváðu árásina gerða til að hefna sprengjuárásar á ísraelska bæinn Sderot en hann er skammt frá búgarði Ariels Sharons, forsætis- ráðherra Ísraels, í Negev-eyðimörkinni. Ísraelar skiptu Gaza upp í þrjú hólf og bönnuðu þeir íbúunum að fara á milli þeirra. Var allt daglegt líf á svæðinu lamað en Ísraelar lokuðu einnig landamærum Gaza og Egyptalands og komu þann- ig í veg fyrir, að Palestínumenn gætu fengið nauð- synjar þaðan. „Hryllileg nótt“ „Þetta var hryllileg nótt. Himinninn logaði og menn, konur og börn hlupu um í skelfingu með kúlnahríðina yfir höfði sér,“ sagði ónefndur Gaza- búi en fara varð með tugi manna á sjúkrahús vegna taugaáfalls. Ísraelski hershöfðinginn Yair Naveh sagði í gær, að hernám Gaza-svæðisins myndi hugsanlega standa mánuðum saman, en Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, tilkynnti Bandaríkjastjórn skömmu síðar, að brottflutningur hersins væri hafinn. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði í gær, að árásir og ofbeldi Ísraela væru „ófyrirgef- anlegur glæpur“ en þeir þyrftu þó ekki að hugsa til þess, að Palestínumenn gæfust upp í baráttunni fyrir landi sínu. Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvað hvoratveggju, Ísraela og Palestínumenn, bera ábyrgð á ástandinu, sem leitt gæti til enn meiri ófriðar í Miðausturlöndum. „Ísraelar gripu til aðgerðanna til að hefna sprengjuárásar á Ísrael en aðgerðir þeirra eru úr öllu hófi fram og ekki í samræmi við tilefnið,“ sagði í yfirlýsingu Powells. Í yfirlýsingum Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og talsmanna Evrópusam- bandsins og Rússlandsstjórnar var lýst yfir mikl- um áhyggjum og hvatt til stillingar. Felldu þrjá sýrlenska hermenn Þrír sýrlenskir hermenn féllu í árás Ísraela á ratsjárstöð í Líbanon í fyrradag en hún var gerð til að hefna þess, að ísraelskur hermaður féll um helgina í árás Hizbollah-skæruliða. Farouk al- Sharaa, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði í gær, að Ísraelar væru vísvitandi að kynda undir nýjum átökum í Miðausturlöndum og skoraði á önnur arabaríki að slíta öllu sambandi við Ísraelsstjórn. Egyptaland og Jórdanía, einu arabaríkin, sem hafa stjórnmálasamband við Ísrael, sýndu þess þó engin merki, að þau hygðust draga frekar úr samskipt- unum, en þau kölluðu heim sendiherra sína á síð- asta ári. Ísraelar draga herinn til baka frá Gaza eftir árásir úr lofti, á landi og af sjó Bandaríkjastjórn sakar Ísraela um að fara offari Gaza, Brussel, Moskvu. AP, AFP, Reuters. AP Palestínsk fjölskylda á Gazaströnd. Hún var eina færa leiðin eftir að Ísraelar höfðu rofið helstu þjóðvegi um svæðið. isins og Sameinuðu þjóðanna komu þess. Örþreyttir og úttaug- aðir farþegar sögðu í samtali við blaðamenn að engir væntanlegir þrælar væru um borð. Hugsanlegt þykir, að ekki sé um umrætt þrælaskip að ræða, hið rétta skip sé því enn á sigl- ingu um Gíneu-flóa. Einnig getur verið að málið sé allt á misskiln- ingi byggt. FJÖRUTÍU og þrjú börn og ung- lingar auk annarra farþega reyndust vera um borð í „þræla- skipinu“ svokallaða sem leitað hefur verið að við vesturströnd Afríku en talið var, að í því væri á annað hundrað barna, sem hneppa ætti í þrældóm. Skipið kom til hafnar í Benin í Vestur-Afríku í fyrrinótt og biðu lögreglumenn, embættismenn rík- Embættismenn í Benin sögðu að málið myndi ekki skýrast fyrr en farþegar og áhöfn hefðu verið yf- irheyrð. Börnin sem voru um borð hvíldu sig í Cotonou, höf- uðborg Benin, í gær. Hér er Ram- atou Baba Moussa, fjölskyldu- málaráðherra landsins, á tali við eitt þeirra. AP Þrælaskipið misskilningur?  Meint „þrælaskip“/26 SJÁLFSTÆÐ rannsóknar- nefnd í Bretlandi hvetur til þess að kaþólska kirkjan efli aðgerð- ir til að hindra kynferðislega misnotkun presta og annarra starfsmanna á börnum og kynni sér lögregluskýrslur um alla sem hyggjast verða prestar. Ár- in 1995–1999 var 21 af um 5.600 kaþólskum prestum í Englandi og Wales dæmdur fyrir slík af- brot. Kirkjan beitti sér sjálf fyrir því að nefndin kannaði málið. Fjórir nefndarmenn af tíu eru kaþólskir og formaður er Nolan lávarður, sem lengi var einn af þekktustu dómurum landsins. Nefndin mælir með því að eng- inn sem hlotið hefur dóm fyrir misnotkun fái að gegna starfi sem valdið geti hættu fyrir börn og í þessu skyni verði búinn til gagnabanki um afbrotamenn. Kennir um gallaðri stjórnsýslu Æðsti maður kaþólsku kirkj- unnar í Bretlandi, Cormac Murphy-O’Connor kardínáli, sagði í fyrra að gölluð stjórn- sýsla kirkjunnar hefði valdið því að gerð hefðu verið mistök í þessum málum. Sjálfur var kardínálinn í fyrra sakaður um að hafa ekki gripið til aðgerða gegn Michael Hill, presti í hans eigin umdæmi, er var fangels- aður 1997 fyrir níu kynferðisaf- brot gegn börnum. „Við erum staðráðnir í að tryggja að kaþólska kirkjan verði öruggasti staður sem hugsast getur fyrir börn,“ sagði kardínálinn í gær. Kaþólsk- ir prest- ar sæti rannsókn Misnotkun á börnum London. AFP. JENS Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, hefur ákveðið að fresta því starfi, sem unnið hefur verið í því skyni, að Norðmenn geti uppfyllt ákvæði Kyoto-bókunarinn- ar. Segir hann það vera marklaust nema Bandaríkjamenn verði með. Í viðtali við norska ríkisútvarpið sagði Stoltenberg, að hann vildi bíða eftir endanlegri afstöðu Bandaríkj- anna áður en lengra yrði haldið. Sagði hann mikið hafa verið unnið að þessu máli í Noregi en framhaldið réðist einfaldlega af því hvort Bandaríkjastjórn yrði samferða öðr- um ríkjum. Ef hún gerði það ekki myndi það gera tilraunir eða aðgerð- ir annarra ríkja að engu. Talsmenn miðflokkanna og ým- issa umhverfissamtaka segja ákvörðun Stoltenbergs bera vott um „heigulshátt“ og jafngilda yfirlýs- ingu um, að Noregur sé svo lítið land, að það verði að láta stjórnast af afstöðu Bandaríkjanna. Noregur Beðið með Kyoto-starf Ósló. Morgunblaðið. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagðist í gær vonast eftir ár- angursríkum viðræðum við kínversk stjórnvöld um bandarísku njósnavél- ina, sem Kínverjar halda enn. Munu fulltrúar ríkjanna setjast að samn- ingaborði um málið í Peking í dag. Talsmaður Hvíta hússins, Ari Fleischer, sagði í gær, að Bush gerði sér vonir um uppbyggilegar viðræður en hefði skipað bandarísku sendi- nefndinni að spyrja „óvæginna spurn- inga“ um áreitni Kínverja við banda- rísku eftirlitsflugvélarnar. Yfirlýsingar kínverskra ráða- manna benda til, að viðræðurnar verði erfiðar. Sem dæmi um það má nefna, að talsmaður kínverska utan- ríkisráðuneytisins sagði í gær, að óvíst væri, að flugvélinni yrði skilað. Þótt viðræðurnar eigi aðeins að snúast um njósnaflugvélina eru ýmis önnur „erfið“ mál í bakgrunninum. Af þeim má nefna sölu bandarískra vopna til Taívans; viðskiptakjör Kín- verja í Bandaríkjunum og jafnvel þá ósk Kínverja, að Ólympíuleikarnir 2008 fari fram í Peking. Deila Kína og Bandaríkjanna Búist við erfiðum viðræðum  Ringulreið/26 Washington. AFP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.