Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um þekkingarstjórnun Vaxandi áhugi HLUTVERK bóka-safns- og upplýs-ingafræði í þekk- ingarstjórnun er yfirskrift málþings sem bókasafns- og upplýsingafræðiskor HÍ stendur fyrir og haldið verður í húsnæði HÍ, Odda, stofu 101 og hefst klukkan 14 í dag. Jóhanna Gunnlaugs- dóttir skorarformaður hefur haft umsjón með undirbúningi málþingsins. „Tilgangur málþingsins er sífellt vaxandi áhugi og þörf fyrir stjórnun þekk- ingar í upplýsingasam- félaginu, einkum verður á þinginu fjallað um þátt bókasafns- og upplýsinga- fræði í þessu samhengi, en hlutverk starfsgreinar- innar hefur verið að varðveita og gera aðgengilega skráða þekk- ingu í aldanna rás.“ – Hvernig hefur þessi þekking birst? „Hún hefur birst í formi óút- gefins efnis eða skjala og útgef- ins efnis, t.d. í formi bóka, tíma- rita og gagnagrunna.“ – Hvaða aðferðir hafa bóka- safns- og upplýsingafræðingar notað til að gera þekkinguna að- gengilega? „Við höfum notað árangursrík- ar aðferðir eins og samræmda flokkun, lyklun og skráningu til þess að gera kleift að varðveita þekkingu og miðla henni á fljót- virkan og öruggan hátt. Lengst af var aðaláherslan lögð á varð- veislu þekkingar en síðar var jafnframt farið að líta til miðl- unar hennar. Á síðustu tímum nýta upplýsingafræðingar sér- þekkingu sína til þess að safna, skipuleggja, finna aftur og dreifa upplýsingum og gera þær tilbún- ar til notkunar. Segja má að upp- lýsingarnar séu fyrst orðnar að þekkingu þegar þær eru notaðar til þess að mæta einhverri þörf eða leysa viðfangsefni.“ – Er mikil þörf á svona sér- þekkingu? „Á síðustu áratugum hefur upplýsingatækninni fleygt fram og magn óaðgengilegra gagna eykst stöðugt, bæði hjá fyrir- tækjum og stofnunum og á Net- inu. Eins og allir vita leysir tækn- in ein og sér ekki þann mikla vanda sem gagnaflóðið hefur haft í för með sér og það er einmitt ástæðan fyrir því að menn eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir því að sérfræðiþekk- ing bókasafns- og upplýsinga- fræðinga er verðmæt og eftir- sóknarverð.“ – Hver er staða bókasafns- og upplýsingafræðinga í dag? „Bókasafns- og upplýsinga- fræðingar og upplýsingatækni- fræðingar hafa aukið samvinnu á síðustu árum með góðum árangri og það er löngu liðin tíð að starfs- vettvangur bókasafns- og upplýs- ingafræðinga sé einungis á bóka- söfnum. Starfsvettvang þeirra er einnig að finna í fjölmörgum fyr- irtækjum og stofnunum, þar sem nauðsynlegt er að hafa gott skipulag á upplýs- ingum, jafnt á papp- ír, filmum og í raf- rænu formi.“ – Hvað, nánar til- tekið, fer fram á málþinginu í dag? „Málþingið hefst á ávarpi Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra, þá mun Jón Torfi Jón- asson, deildarforseti félagsvís- indadeildar HÍ, flytja ávarp. Meðal fyrirlesara verður Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor, framkvæmdastjóri Nord Info. Hún mun flytja erindi um þekk- ingarstjórnun í rekstri bóka- safna. Þá mun ég fjalla um þekk- ingu í fyrirtækjum og hlutverk skjalastjórnar og hópvinnukerfa í stjórnun hennar. Sveinn Ólafsson sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni fjall- ar um árangur þekkingarstjórn- unar. Ingibjörg Sverrisdóttir, bóksafns- og upplýsingafræðing- ur hjá fjármálaráðuneytinu, flyt- ur erindi um þekkingarstjórnun í opinberum stofnunum og Ásgerð- ur Kjartansdóttir deildarstjóri í skjala- og bókasafni menntamála- ráðuneytis flytur erindi um upp- lýsinga- og þekkingarstjórnun í tengslum við auðlindastjórnun. Að lokum kynna Anne Clyte pró- fessor og nemendur hennar út- gefnar rannsóknir síðustu ára í bókasafns- og upplýsingafræði á Íslandi eða tengdar Íslandi.“ – Hver er markhópur þessa málþings? „Markhópur þingsins eru bókasafns- og upplýsingafræð- ingar, skjalastjórnendur og bóka- safns- og upplýsingafræðinemar, ennfremur á efni þingsins erindi til stjórnenda bókasafna- og upp- lýsingamiðstöðva, stjórnenda annarra safnategunda svo og stjórnenda fyrirtækja og stofn- ana sem þurfa að hafa skipulag á upplýsingum í ýmsu formi á vinnustöðum sínum. Síðast en ekki síst viljum við ná til fólks sem hyggst hefja háskólanám en gestir á námskynn- ingu HÍ 1. apríl sl. sýndu greininni mik- inn áhuga. “ – Virðist þetta vera mjög vaxandi grein í atvinnulegu tilliti? „Já. Nám í bókasafns- og upp- lýsingafræði við HÍ er byggt á fræðilegum grunni en einnig að- lagað þörfum atvinnulífsins. Spurn eftir bókasafns- og upplýs- ingafræðingum hefur verið mikil á síðustu árum og nýútskrifaðir bókasafns- og upplýsingafræð- ingar fá vinnu strax að námi loknu. Jóhanna Gunnlaugsdóttir  Jóhanna Gunnlaugsdóttir fæddist í Skeiðháholti, Skeiðum, 1949. Hún lauk stúdentsprófi frá VÍ 1970 og BA-prófi í bókasafns- fræði og sagnfræði frá HÍ 1985. Meistaraprófi MSc(Econ) í stjórnun og rekstri með áherslu á upplýsingastofnanir og upplýs- ingakerfi lauk hún frá háskól- anum í Wales 1998. Hún stundar nú doktorsnám við háskólann í Tampere í Finnlandi. Jóhanna starfaði við bókasafn Garða- bæjar og kenndi við Garðaskóla um skeið en sl. 17 ár hefur hún starfað sem ráðgjafi hjá fyrir- tækinu Gangskör sf. og er nú lektor í bókasafns- og upplýs- ingafræði við HÍ. Hún er gift Árna Árnasyni framkvæmda- stjóra og eiga þau tvö börn. Hvert er hlutverk bókasafns- og upplýsingafræði? Við í Frjálslynda flokknum viljum færa þér smáviðurkenningu fyrir frábært brautryðjanda- starf í heimabrugginu, Palli minn. SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR fá á milli 32.000 og 45.000 krónur á viku fyrir að leigja sumarbústaði sína til erlendra ferðamanna. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Bjarnheiði Hallsdóttur, fram- kvæmdastjóra Kötlu Travel, en í Morgunblaðinu á fimmtudaginn kom fram að eftirspurnin eftir sumarbú- stöðum hefði þrefaldast á tveimur árum og skortur væri á bústöðum. Bjarnheiður sagði að frá því í gær- morgun hefði síminn ekki stoppað. Bjarnheiður sagði að þeir sumarbú- staðaeigendur sem hefðu áhuga á því að leigja bústaðina sína gætu haft samband við ferðaskrifstofurnar. Auk Kötlu Travel bjóða Island Tours, sem er starfandi í Hamborg í Þýskalandi og í Hollandi, og Island Rejsen í Berlín erlendum ferða- mönnum upp á þennan gistimáta. Þá getur fólk einnig haft samband við Samvinnuferðir Íslands, Discover Iceland og Terra Nova. Bjarnheiður sagði að ef fólk vildi leigja bústaðina sína þyrfti það að vera tilbúið að veita ákveðna þjón- ustu. Hún sagði að það þyrfti t.d. að þrífa bústaðina vikulega og hafa sængurver og handklæði til reiðu í bústöðunum fyrir þá erlendu ferða- menn sem tækju bústaðina á leigu. Yfir 30 þús. kr. fyrir vikuna Leiga á sumarbústöðum til erlendra ferðamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.