Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HIN árlegu Pulitzer-verðlaun fyrir bókmenntir og blaðamennsku voru veitt í New York á mánudag. Með- al verðlaunahafa árið 2001 var Dav- id Auburn sem hlaut leikritaverð- launin fyrir verkið „Proof“, fjölskyldusögu um unga konu sem lifir í skugga geðsjúkdóms föður síns. „Proof“ birtist fyrst á leiksviði í maí á síðasta ári og var verkið tal- ið einkar sigurstranglegt. Verðlaunin fyrir bestu ævisög- una hlaut David Levering Lewis, fyrir annan hluta ævisögu mann- réttindafrömuðarins W.E.B. Du Bois. Ævisagan nefnist „W.E.B. Du Bois: The Fight for Equality and the American Century, 1919– 1963“. „Guði sé lof að ég sit,“ sagði Lewis er hann fékk fréttirnar, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrsti og annar hluti sömu ævisögunnar hlýtur Pulitzer-verðalaunin. „Þetta kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Ég er búinn að vera að semja ræðu sem ég á að flytja í Harvard, en ég hugsa að nú leggi ég hana aðeins til hliðar og standi úti á svölum um stund,“ sagði Lew- is sem hlaut verðlaun fyrir fyrsta hluta ævisögunnar árið 1994. Verðlaun fyrir besta sagnfræði- ritið hlaut Joseph J. Ellis fyrir verkið „Founding Brothers: The Revolutionary Generation“, þá féllu verðlaunin fyrir bestu skáldsöguna í hlut Michael Chabon fyrir „The Amazing Adventures of Kavalier & Clay“, skrautlega sögu um teikni- myndasögur. „Different Hours“, 11. ljóðabók Stephen Dunn, var síð- an verðlaunuð í flokki ljóðabóka, sem og „Hirohito and the Making of Modern Japan“ eftir Herbert P. Bix í flokki almennra rita. Tónlistarverðlaunin féllu þá í hlut John Corigliano fyrir Sinfóníu nr. 2 fyrir strengjasveit, en meðal þeirra sem hlutu fréttaverðlaun Pulitzer voru þeir Ian Johnson hjá Wall Street Journal fyrir skrif sín um viðbrögð kínverskra stjórn- valda við Falun Gong og Paul Salopek fyrir fréttaflutning af stjórnmálaátökum og sjúkdómum í Afríku. Pulitzer-verðlaunin fyrir bókmenntir og blaðamennsku Ævisaga W.E.B. Du Bois tvíverðlaunuð David Lever- ing Lewis David Auburn New York. AP. Minningardagskrá um Indriða G. Þor- steinsson rithöfund verður í Eden í Hvera- gerði í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30. Inngangsorð flytur Bragi Einarsson. Þá flytur Ögmundur Helgason, forstöðu- maður handritadeild- ar Landsbókasafns Ís- lands, erindi um skáldsögur Indriða og leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Jón Sig- urbjörnsson lesa úr verkum Indriða. Þá verður lagið Vegir liggja til allra átta flutt. Indriði Guðmundur Þorsteins- son fæddist árið 1926 í Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi, sonur hjónanna Önnu Jósepsdóttur og Þorsteins Magn- ússonar. Hann stundaði verslunar- störf, bifreiðaakstur og blaðamennsku á yngri árum og var síðar lengi ritstjóri Tímans. Fyrstu bók- ina sendi Indriði frá sér árið 1951, smá- sagnasafnið Sælu- viku. Af öðrum verk- um hans má nefna Sjötíu og níu af stöð- inni, Land og syni, Þjóf í Paradís, Norðan við stríð og Átján sögur úr álf- heimum. Indriði lést á síðasta ári. Indriða G. Þorsteinssonar minnst í Eden Indriði G. Þorsteinsson ALLS seldust fjörutíu málverk á sýningu Jónasar Viðars og Kristins G. Jóhannssonar sem lauk í Lista- safninu á Akureyri um páskana. Jónas Viðar seldi 21 mynd og Krist- inn 19. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum seldust 24 verk fyrstu sýningardagana en vel bættist við söluna er á leið. „Það mátti ekki á milli sjá hvor hafði betur í sölu verka,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. „Safnið var opið alla páskana og á síðasta sýningardegi kl. 18 var staðan hnífjöfn: Kristinn hafði selt 19 verk og Jónas Viðar 19. Á lokasprettinum „skoraði“ svo Jónas tvö „mörk“ í viðbót og urðu því úrslitin 21:19 Jónasi í vil. Óhætt er að fullyrða að annað eins „mark- aregn“ í málverkasölu hafi ekki sést á Akureyri í háa herrans tíð og þótt víðar væri leitað.“ Morgunblaðið/Kristján Jónas Viðar við verk sín í Listasafninu á Akureyri. Fjörutíu málverk seld á sýningu á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.