Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 57 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Eins og fyrr sagði er komið að því að kveðjast. Á kveðjustund finnst mér við hæfi að þakka vináttu og traust Halldórs heitins Finnssonar sem var mér afar mikils virði. Við Hermann færum Pálínu, börnunum og þeirra fjölskyldum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björg Ágústsdóttir. Upphafleg kynni okkar Halldórs voru þau að hann kom til mín um 1958 og leitaði aðstoðar vegna vatns- veituframkvæmda hreppsins. Sú heimsókn var upphaf góðra sam- skipta og vináttu, sem entist þau 43 ár sem síðan hafa liðið í aldanna skaut. Halldór var þá oddviti og sveitar- stjóri hreppsins og rækti þau störf á besta veg. Vatnsveitumálið var leyst til bráðabrigða með því að taka vatn úr læk í fjallinu en miðað við nútíma kröfur reyndist það ekki nægjanlega vel vegna framburðar. Seinna var leitað á náðir Jóns Jónssonar jarð- fræðings sem reyndar hefur verið vatnsveitugúrú landsmanna um langan tíma. Hann mælti með borun í framburðarkeilu Kvernár og fékkst þar nóg af vatni, þá góðu. Í framhaldi af þessum fram- kvæmdum var farið út í mælingar allra húsa og lóða í þéttbýlishluta þorpsins. Var stillt upp þríhyrninga- neti, það jafnað, en síðan var hengt við það polygónanet og kortum skil- að í stærðum A2 í 1:500. Kom þar til mikill stuðningur þáverandi skipu- lagsstjóra Zóphaníasar Pálssonar, en ekki má gleyma sveitamanninum Halldóri Finnssyni í þessu sam- bandi. Hann bjó yfir ágætri stærð- fræðikunnáttu, sem til allrar ham- inju hefur gengið í erfðir. Hann skildi mikilvægi þessarar kortagerð- ar, og var verulega uppbyggilegt að standa að þessum framkvæmdum með honum. Benda má á að umfangsmiklar gatnagerðarframkvæmdir í Grund- arfirði byggðust á þessum mæling- um að verulegu leyti og má þakka það framsækni Halldórs. Mér er minnisstætt þegar við fór- um suður á Keflavílkurflugvöll til að sækja rör í vatnsveituna. Áætlun okkar Halldórs var að fara í rusla- sölu ríkisins, þegar færi að skyggja og hafði Halldór nokkra brjóstbirtu. Við mældum rörin, en ruslasalinn var truflaður af brjóstbirtunni þann- ig, að 270 metrar af pípum voru reikningsfærðar sem 220 metrar. Brjóstbirtan var 50 metra virði. Mest vorum við hræddir um að blað- fjaðrir bílsins mundu brotna en þær sneru öfugt undan allt of þungu hlassinu! Við Halldór glöddumst saman daginn eftir yfir dýrum rjómatertum og súkkulaði með rjóma sem þá var hátíðarréttur á verkfræðistofunni. Reyndar var hvorugur þessara rétta neitt holl- ustufæði en gott var það. Búnaðarbankinn keypti Sparisjóð Eyrarsveitar undir handleiðslu Hall- dórs. Var um það samið að Árni Em- ilsson yrði útibússtjóri en hann hafði sterka reynslu af að vera hinum megin við borðið í bankamálum. Halldór varð starfsmaður bankans og kunni þar allt til verka. Bankinn fór út í það að reisa stór- myndarlegt hús á næstu lóð við Hall- dór sem reyndar bjó þar í reisulegu húsi. Þó urðu þau tíðindi á vígsludegi nýja hússins að Árni var ráðinn úti- bússtjóri í Garðabæ og þótti eftirsjá að þeim manni úr plássinu. Grundarfjörður hefur breyst á síð- ustu árum: Fyrst dó Batti (Guðbjart- ur Cesilsson), þá bróðir hans Soff- anías, sem oft var hæstur skatt- greiðandi Vesturlands, Emil Magnússon kaupmaður og nú síðast Hjálmar Gunnarsson útgerðarmað- ur. Þessir menn voru hver um sig stórmenni hver á sínu sviði og feiki- legur missir byggðarlagsins að tapa þeim. Halldór hafði sterka trú á fram- haldslífi og var skyggn. Gangi sú trú eftir er hann í góðum félagsskap þeirra manna, sem upp voru taldir, og glaðværð og góðvild Halldórs eru eiginleikar sem ég mun ekki gleyma. Samúðarkveðjur fylgi fjölskyldu hans, minnst er grandvars drengs og heiðarlegs. Sveinn Torfi Sveinsson. ✝ Hjálmar G. Tóm-asson fæddist að Auðsholti í Biskups- tungum11. septem- ber 1917. Hann lést áHrafnistu í Reykja- vík 4. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Vilborg Jóns- dóttir frá Syðra-Seli, f. 10. október 1879, d. 22. janúar 1960, og Tómas Tómasson frá Auðsholti, f. 9. októ- ber 1874, d. 12. mars 1952. Systkini Hjálm- ars eru Guðmundur Jón, f. 24.2. 1907, d. 1.5. 1975, Sess- elja, f. 22.5. 1908, d. 3.2. 1992, Sig- ríður, f. 28.9. 1909, d. 1987, Tómas, f. 3.1. 1911, d. 3.12. 1974, Einar Guðni, f. 6.9. 1912, d. 25.3. 1988, Guðrún, f. 11.5. 1916, d. 13.12. 1995, Þorfinnur, f. 24.5. 1920, og Jónína Friðbjörg, f. 4.2. 1923. Hjálmar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Sigurlaugu Erlends- dóttur frá Vatns- leysu í Biskupstung- um, hinn 26.12. 1947. Börn þeirra eru Kristín, f. 27.5. 1951 og Tómas, f. 2.5. 1957. Sambýlismað- ur Kristínar er Val- geir Þórðarson, f. 19.8. 1950. Dætur Kristínar af fyrra hjónabandi eru Linda Heide Reynisdóttir, f. 5.7. 1972, maki Sigfús Agnar Jónsson, f. 3.9. 1966 og Birna Reynisdóttir, f. 13.10. 1977. Útför Hjálmars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mágur minn og vinur í meira en hálfa öld, Hjálmar Tómasson frá Auðsholti í Biskupstungum, hefur nú kvatt þetta jarðlíf eftir erfið veikindi. Við þau umskipti hrannast minn- ingar liðinna áratuga upp í huga mín- um, allar svo sannarlega góðar og ljúfar. Fyrsta minning mín um Hjálmar, en þá var ég smápolli, er frá glímu- keppni í Haukadal, sem ég fékk að horfa á. Fimi, snerpa og allt fas þessa unga glímukappa stendur enn þann dag í dag svo skýrt fyrir hugskots- sjónum mínum, að það er rétt eins og þessi glímukeppni hafi verið háð í gær. Á þeim tímapunkti hafði ég aldrei séð Hjálmar, en það átti held- ur betur eftir að breytast, því ekki löngu seinna fór þessi ungi maður að koma í heimsókn um helgar á bernskuheimili mitt að Vatnsleysu, ástæðan fyrir þessum heimsóknum var Silla systir mín. Mikið fannst mér Hjálmar flottur, það angaði af honum Reykjavíkurlykt, sem mun einfald- lega hafa verið lykt af Old Spice-rak- spíra, en í huga sveitadrengs var þetta Reykjavíkurlykt og ég var ekk- ert hissa á að Silla systir væri hrifin af þessum manni sem var svo flottur og skemmtilegur. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði þegar þau gengu í hjónaband fyrir meira en fimmtíu árum. Börn þeirra tvö, Tómas og Kristín, hafa verið þeim til mikils sóma og vakið aðdáun okkar í fjölskyldunni, hve vel þau hafa annast foreldra sína í erf- iðum veikindum þeirra. Litlu afa- stelpurnar, Linda og Birna sem eru nú reyndar orðnar stórar afastelpur, munu nú sárt sakna besta afa í heimi eins og þær kölluðu afa sinn. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til Hjálmars fyrir óendan- lega margar ánægjustundir sem við höfum átt saman. Á ungkarlsárum mínum tóku þau hjón mig inn á heim- ili sitt og önnuðust mig eins og væri ég þeirra sonur. Þeir tímar gleymast ekki og það var sannarlega lærdóms- ríkt fyrir ungan mann að umgangast Hjálmar svo náið, svo skarpgreindur sem hann var og víðlesinn. Við hjón þökkum allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt saman. Gamlárskvöldin í den tid þegar við hittumst með fjölskyldur okkar gleymast ekki og ferðir okkar í hjól- hýsið sem við áttum til margra ára. Þannig mætti lengi telja og væri efni í heila bók. Það var mannbætandi að umgang- ast Hjálmar, hann var svo vel lifandi persónuleiki, réttsýnn og bjartsýnn. Hann hafði að sjálfsögðu harð- ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en aldrei heyrði ég hann reyna að þröngva skoðunum sínum upp á aðra menn. Það var ekki hans stíll. Hjálmar var afskaplega greiðvik- inn maður og þurfti ekki að biðja hann, því það var eins og hann fyndi á sér ef mann vantaði aðstoð, eins og þegar ég var að vinna við mína fyrstu íbúð, þá kom hann kvöld eftir kvöld mér til hjálpar, án þess að ég bæði hann um að hjálpa mér. Það var al- veg yndislegt. Þannig var þessi heil- steypti og góði maður, ætíð boðinn og búinn til hjálpar. Hjálmars mun sárt saknað við hin ýmsu fjölskylduboð í framtíðinni því hann var ætíð hrókur alls fagnaðar. Silla mín, við Kata vottum þér og börnunum okkar dýpstu samúð. Það er huggun harmi gegn að við erum þess fullviss að Guð hefur nú létt allri þjáningu af Hjálmari. Guð blessi minningu hans. Magnús Erlendsson og fjölskylda. Sagt hefur verið að minningar um menn yngist upp því lengra sem líð- ur. Mér kom þetta í hug þegar ég leit til baka á myndbrot úr lífi vinar míns og mágs Hjálmars Tómassonar og langar til að festa eilítið af þeim á blað. Slökkt hefur verið á lífskveik hans, því lýkur samferð okkar um sinn. Hjálmar var fæddur í Auðsholti sem var unaðsreitur í hans augum. Fjórir bæir stóðu í þyrpingu á lág- vaxinni hæð upp úr rennisléttum eystri bakka Hvítár, þaðan mátti líta sólroðinn fjallahringinn sem umlyk- ur uppsveitirnar með drottninguna Heklu í austri sem aðaldjásn. Í suðri milli Langholtsfjalls og Vörðufells liggur sléttan mikla allt til sjávar, Skálholt í vestri ljómað dýrð Drott- ins. Barns- og æskuárin liðu því ljúf- lega í leik og starfi í hópi fjögurra systra og bræðranna fimm auk barnanna á hinum bæjunum, þarna var því æskuskari á hólnum við Hvítá. Honum hlotnaðist sú gæfa að geta menntað sig. Barnafræðslan var í Reykholti, ekki var fyrirhafnarlaust að koma börnum frá þessum bæjum í skólann, fyrst að ferja yfir Hvítá síð- an var tveggja klukkustunda gangur yfir misjafnan veg. Síðan lá leiðin í Íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal. Eins og títt var um æskumenn í Tungun- um í þá daga. Þessi höfðingi hafði mikil áhrif á Hjálmar og bundust þeir ævilöngum vináttuböndum og hélt Hjálmar ætíð tryggð við staðinn. Sigurður mun hafa hvatt hann til að hefja nám í Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni sem hann og gerði. Lauk hann þaðan námi og hóf að því loknu störf hjá Ungmennafélagi Ís- lands við námskeiðahald víðs vegar um land. Hann minntist oft á hvað aðstöðuleysi hefði verið algjört hjá þessu kraftmikla æskufólki, en gladdist yfir þeirri byltingu sem orð- in er með glæsilegri uppbyggingu íþróttamannvirkja. Ekki átti fyrir honum að liggja að starfa lengi við það sem hann menntaði sig til. Eftir að hafa kennt sund í Hafnarfirði í tvö eða þrjú ár, þá var afskiptum af íþróttum lokið. Hann starfaði hjá Olíuverslun Ís- lands við hvers konar störf og unni hag sínum vel. Þótti gott að hressa sálina með því að aka með bensín og olíu út á landsbyggðina ekki síst austur fyrir fjall. Starfsvettvangur Hjálmars varð svo hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík, varð fljótlega gjaldkeri, sem var mikið ábyrgðar- starf sem krafðist reglusemi og ná- kvæmni, sem var svo vel af hendi leyst að því var ekki breytt fyrr en aldurinn leyfði ekki frekari störf. Glæsilegt fyrirtæki bændanna með úrvals stjórnendur veitti sanna ánægju af vinnunni. Hjálmar átti mörg áhugamál utan vinnunnar, lestur góðra bóka nærði og kom hugsuninni á flug um að kryfja boðskap bókarinnar til mergj- ar. Hann var náttúrubarn að eðlis- fari, unni fegurðinni, eitt lítið blóm gat glatt hjartað. Margar stundir átti hann í litla garðinum við húsið sitt og veittu þær honum ómælda ánægju og gleði. Hjálmar hafði gaman af ferðalög- um um land sitt og til framandi landa, kunni að segja frá því sem fyr- ir augu bar. Eftir að hann hætti vinnu fór hann nokkur sumur norður að Laugum í Reykjadal til að hjálpa vini sínum og skólabróður Óskari Ágústssyni við hótelreksturinn. Fyr- ir hann, sem ekki var í fastri vinnu, voru þetta ævintýralegar stundir. Það var annan dag jóla 1947 sem Hjálmar gekk í hjónaband með heit- konu sinni Ingu Sigurlaugu Erlends- dóttur frá Vatnsleysu fór athöfnin fram í Torfastaðakirkju. Það var heiðríkja og hamingja sem einkenndi hjónabandið, hún var ekki síst yfir börnunum tveimur, Kristínu og Tómasi, og dætrum Kristínar, Lindu og Birnu, sem var það dýrmætasta í lífinu. Hjálmar hugsaði fyrst og fremst um fjölskylduna og það fólk sem hann umgekkst. Heimilið á Rauðalæknum stóð öll- um opið. Vinir og frændfólk austan úr sveitum áttu þar oft náttstað fyrr á árum, var þá húsbóndinn jafnan reiðubúinn að snúast í kringum okk- ur. Það er alveg óhætt að fullyrða að hann taldi sig gæfumann þrátt fyrir að nokkur síðustu ár drægi stundum ský fyrir sólu. Fyrst veikindi Sillu systur sem hann studdi af stakri alúð og nærgætni þangað til fyrir nokkr- um árum að hann greindist með als- heimerssjúkdóminn, sem var búinn að fjötra svo andlegt og líkamlegt at- gervi hans. Fyrir rúmu ári þurfti hann að fara á hjúkrunarheimilið við Hrafnistu, þar naut hann góðrar að- hlynningar hjúkrunarfólks og ekki síst stuðnings og hjálpar frá Sillu og börnunum sem fóru daglega í heim- sókn. Stundum er dauðinn velkominn til að frelsa manninn frá þjáningum sem á hann hafa verið lagðar. Einmitt þessa dagana minnumst við pínu og dauða Jesú Krists. Sem í upprisunni gaf okkur þá bestu gjöf sem við lifum og nærumst á, fyrirheitinu um hið ei- lífa líf í hans náðarfaðmi. Biðjum Guð að láta páskasólina skína í hug og hjörtu sorgmæddrar fjölskyldu. Sillu og fjölskyldu vottum við inni- lega samúð og kveðjum Hjálmar með virðingu og þökk. Björn Erlendsson. Elsku besti Hjálmar afi. Þá er hvíldin komin og þú ert ung- ur á ný. Takk fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur í þessu lífi. Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran.) Guð blessi þig. Þínar afastelpur, Linda og Birna. Alla mína ævi hef ég þekkt Hjálm- ar Tómasson. Hjálmar manninn hennar Sillu frænku, pabba Kristínar og Tomma. Hjálmar og Silla byrjuðu búskap sinn á Laugavegi 147 í Reykjavík, eins og pabbi og mamma, en þar hófu búskap, um miðja síðustu öld, nokkur ung hjón. Sum þekktust fyrir, önnur kynntust og vinahópur myndaðist. Börn komu til sögunnar og léku sér saman, trítluðu á milli íbúða eða lögðu stigaganginn undir sig. Mæð- urnar voru heimavinnandi, skruppu í kaffi hver hjá annarri og stofnuðu saumaklúbb. Feðurnir urðu vinir, tefldu, tóku í spil eða bara röbbuðu saman. Vináttan hélst þó breytingar yrði á högum fjölskyldnanna og þær flyttu burt í stærri og nýrri íbúðir eftir mislanga dvöl við Laugaveginn. Hjálmar og fjölskylda fluttu á Rauðalæk 55 í fallega sérhæð með stóru holi sem notað var fyrir ýmsa leiki á afmælis- og tyllidögum. Barnaafmælin á Rauðalæknum voru tilhlökkunarefni, þá var Hjálmar í essinu sínu og stjórnaði leikjum í hol- inu; fram, fram fylking og skollaleik. Svo kenndi hann okkur að syngja Frjálst er í fjallasal og Siggi var úti. Hann hafði fallega söngrödd og hafði yndi af söng. Þetta voru skemmtileg- ustu afmæli sem um getur fyrr og síðar, enda komst Hjálmar í dýr- lingatölu hjá mér, eftir þessar afmæl- isveislur. Hjálmar var afskaplega barngóð- ur maður og bar virðingu fyrir sér yngra fólki. Sambandið milli hans og barna hans var sérlega gott og inni- legt. Heimilisfaðir var hann góður, nærgætinn og skilningsríkur. Silla og Hjálmar voru ákaflega samrýnd hjón. Það voru líka eftirminnileg jóla- boðin á jóladag hjá þeim hjónum hér áður fyrr og átti Hjálmar stóran þátt í að gera þau skemmtileg og ógleym- anleg. Fyrir utan mat og drykk var alltaf tvennt sem var ófrávíkjanlegt í þessum boðum. Stundin okkar, sem allir horfðu á (eftir að sjónvarpið kom til sögunnar) og skuggamyndasýning af ýmsum uppákomum í fjölskyld- unni. Sýningarstjóri var Hjálmar sem naut þess að fylgjast með okkur frændfólkinu veltast um af hlátri, af hárgreiðslunni, fatnaðinum sem við- komandi var í, eða bara einhverju öðru, sem kítlaði hláturtaugarnar. Í minningunni finnst mér ég alltaf hafa verið hlæjandi þegar ég var með Hjálmari og fjölskyldu, enda var Hjálmar skemmtilegur maður og brosið hans ákaflega fallegt. Og þeg- ar ég hugsa um Hjálmar, þá er það brosið hans sem kemur upp í huga mér og góð nærvera. Alltaf yfirveg- aður, rólegur og brosandi. Hann var líka fjallmyndarlegur maður, lagleg- ur með fallegt liðað hár og vel vaxinn. Hjálmar var menntaður íþrótta- kennari, en vann mestan hluta starfs- ævi sinnar í Mjólkursamsölunni í Reykjavík, lengst af sem gjaldkeri. Í Samsölunni vann hann með móður minni, Steingerði, í aldarfjórðung. Þar hitti ég hann oft þegar ég leit við hjá mömmu og alltaf brosti Hjálmar sínu fallega brosi, þegar hann sá mig, og gaf sér tíma til að spjalla. Ég á afskaplega góðar minningar um þennan ljúfa og skemmtilega mann og þakka fyrir þær. Ég bið fjöl- skyldu hans blessunar. Sigríður Guðnadóttir. HJÁLMAR G. TÓMASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.