Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 67 Þótt planið hjá svörtum virðist gott þá gengur það í raun ekki upp. Peðin hjá hvíti á b3 og c3 verða aldrei eins veik og svartur e.t.v. taldi. Auk þess er það nú þegar ljóst að svartur er ekki að fara að hróka í þessari skák. Planinu í 7.– 10. leik verð ég því að gefa eitt alls- herjar spurningarmerki. 11. Rf3 Rbd7 12. Re5 Hc8 13. f4! Núna er svartur kominn í ákveð- in vandræði. Hvítur hótar að loka biskupinn á e6 inni með f5 og allt stefnir í að biskupinn á g7 verði að sækja um örorkubætur. 13. – gxf4 14. exf4 Rxe5 15. fxe5 Re4 16. Bxe4 dxe4 Þessa stöðu leist mér fyrst ekk- ert á þegar ég var að velta f4 fyrir mér. B3-peðið virðist í klandri því 17. c4 gengur ekki útaf 17. – Hd8 og staðan er álíka ótraust og skakki turninn í Písa. Fer virkilega ein- hver upp í það mannvirki? 17. Ha3! E.t.v. of einfalt fyrir upphróp- unarmerki en samt sem áður lyk- illeikur. Svartur er planlaus. 17. – h5 Hugmyndin er væntanlega að reyna að virkja öryrkjann á g7 með því að koma honum á h6 auk þess sem að stríða væntanlegri kóng- stöðu hvíts. 18. Bf4 Tvær hugmyndir. Hindra Bh6 tímabundið og valda e3-reitinn. Nú fer d5 að verða möguleiki. 18. – Bg4 19. Dd2 h4 20. h3 Bf5 21. 0-0 Dg6 Loksins kemur fyrsti páska- eggja-málshátturinn minn að not- um. Grunaði ekki Gvend! Sigurður Daði grípur venjulega öll tækifæri til að blása til sóknar. Hún er þó ekki langlíf í þetta sinn. 22. De3 Hg8 23. Hf2 a6 Hvítur er hér búinn að kæfa allar vonir svarts um nýtt innlegg í mát- fræði skákbókmenntanna. 24. Rd2 Dh5 25. Ha1 Dg6 26. d5 Svartur er aftur orðinn planlaus. Hér var ég orðinn ansi drjúgur með mig. Mennirnir allir á góðum stöð- um. Kóngsstaðan örugg. Ógnandi peðastaða. Hér datt mér ekkert betra í hug en að leggja í loka- atlögu að vini mínum Daða. 26. – Hd8 27. c4 e6 Það er ekki hægt að gefa þessum leik spurningarmerki því svartur á ekkert svar. 28. d6 f6 29. c5 Það er ekki oft sem upp kemur stakt þrípeð og því sá ég mig fag- urfræðilega tilneyddan. 29. – exf5 30. Bg5 Hd7 Hugsanlega var betri vörn í 30. – Bf6 en svartur er samt í óleys- anlegum vanda. 31. Rc4 Bc8 32. c6 bxc6 33. Bxh4 Hégómagirndin var nær því búin að láta mig leika 33. Hxa6. Kóng- urinn virðist sleppa á flakk, en samt hlýtur að vera vinningur í því. Lítill tími og stress lét mig taka öruggu vinningsleiðina. Guð blessi skynsemina. 33. – Bd6 34. Hxa6 Allt er að hruni komið. 34. – Bb8 35. Ha8 Kf7 35. – Hb7 gekk augljóslega ekki útaf 36. Rd6 og hvítur vinnur 36. Hxb8! Hneit þar! 36. – Hxb8 37. Rxe5+ Kg7 38. Rxg6 Bxg6 39. Bf6+ Kg8 40. Dg3 og svartur gafst upp.“ Klúbbakeppni Hellis á föstudag Skákiðkun Íslendinga er síður en svo bundin við opinber skákmót, því mikill fjöldi skákmanna teflir ein- ungis í heimahúsum. Fjöldinn allur af óformlegum skákklúbbum er starfræktur og menn hittast reglu- lega yfir vetrartímann til að tefla. Klúbbakeppni Hellis var hleypt af stokkunum í þeim tilgangi að gefa þessum klúbbum tækifæri til að eiga saman skemmtilegt kvöld, tefla og ekki síður til að hittast og ræða málin. Klúbbakeppni Hellis verður nú haldin í fimmta sinn, annan dag sumars, föstudaginn 20. apríl og hefst mótið klukkan 20. Keppt verður í fjögurra manna sveitum. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Klúbbakeppnin var haldin í fyrsta sinn fyrir fjórum árum og fór þátttakan fram úr björtustu vonum, en 23 klúbbar með yfir 100 manns innanborðs tóku þátt í keppninni. Tekið er á móti skráningu í mótið í símum 581 2552 og 861 9416 (Gunnar) og 581 4262 (Daði). Einn- ig er hægt að skrá sig með tölvu- pósti: hellir@simnet.is. Lokaskrán- ing fer fram á mótsstað til kl. 19:50 á föstudag. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir hverja sveit. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 18.4. Hellir. Aðalfundur. 19.4. SA. Fischer-klukkumót. 20.4. Hellir. Klúbbakeppni Hellis. Daði Örn Jónsson Björn Þorf innsson Nú færir nýjasta tækni þér húðina sem þig langar í. Finndu hana. Ótrúlega mjúk og slétt. Sjáðu hana. Ótrúlega björt og jafnlit. Og þá eru líka öll smá- vandamál húðarinnar - svitaholur, fínar línur, flögnun og roðablettir - úr sögunni með þessari nýju náttúrulegu aðferð. Skin-Refinishing Comp- lex. Idealist. Húðumhirða í æðra veldi. Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Set- bergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Hagkaup Spönginni, Lyf og heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu Hafnarstræti og Glerártorgi Akureyri. Draumahúðin þín. Sjáðu, finndu, fáðu hana. Estée Lauder kynnir Idealist Skin Refinisher
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.