Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 71  MÓTEL VENUS við Borgarnes: Tónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar, sem halda átti 18. apríl á veitingastaðnum Mót- el Venus við Borgarnes frestast til fimmtudagskvöldsins 26. apríl næst- komandi vegna óviðráðanlegra or- saka.  KRINGLUKRÁIN: Miðvikudag- urinn 18. apríl. Helga Möller ásamt hljómsveitinni Hot’n sweet halda upp fjörinu fram á nótt.  SKÚLI FÓGETI: Veitingastaður, með nýjum áherslum, fyrir 25 ára og eldri. Veitingastaður í elsta húsi Borgarinnar í Aðalstræti 10, í hjarta Reykjavíkur, miðvikudaginn 18. apr- íl, opið frá kl. 21. Hilmar og Pétur halda uppi stuðinu.  CATALÍN: Hamraborg: Á mið- vikudagskvöldið, síðasta vetrardag, er dansleikur með Svensen og Hall- funkel. Frá A til Ö Á LOKASPRETTINUM FYRIR VORPRÓFIN stærðfræði - tungumál - eðlis - og efnafræði - bókfærsla o.fl. grunnskóli — framhaldsskóli Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Námsaðstoð Starfsheiti Ranglega var farið með starfsheiti Ásgeirs R. Helgasonar undir grein hans, „Einsemd karla og sjálfsvíg“, sem birtist í blaðinu á skírdag. Hann er sálfræðingur og doktor í lækna- vísindum. Röng nöfn Nöfn þriggja þátttakenda í úr- slitakeppni í eðlisfræði misrituðust í myndatexta í blaðinu á skírdag. Rétt nöfn eru Helgi Þór Þorsteinsson, Martin Ingi Sigurðsson og Ingvar Sigurjónsson. Beðist er velvirðingar á misherminu. Brengluð vísa Í Morgunblaðinu 12. apríl síðast- liðinn er vitnað í vísu á Landsíðunni, sem var nr. 16, þar sem fjallað er um möguleika á smávirkjunum, sem skoðaðir hafa verið eystra. Þar er fjallað um fund, sem haldinn var í gamla kaupfélagssalnum, og umfjöll- unin var Grímsárvirkjun. Eitthvað var mönnum farið að leiðast lengd ræðanna og var þá kallað fram úr sal, hvort Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað gæti ekki lokið máli sínu með vísu. Hann kvað þegar í stað: Það er tæpast unnt að yrkja eftir beiðni framan úr salnum. Það er eins og vera að virkja vatn, sem ekki er til í dalnum. Þessari vísu er hér með komið á framfæri, en til upplýsingar skal þess getið, að það er Hákon Aðal- steinsson, sem hringdi inn vísuna rétta, enda segir hann alla Héraðs- búa, sem sátu þennan fund árið 1957, eiga góðar minningar um vísuna. LEIÐRÉTT STARFSFÓLK Hárgreiðslustof- unnar Skala, Lágmúla 5, ætlar að leggja góðu málefni lið í dag og gefa vinnu sína. Í fréttatilkynningu frá stofunni kemur fram að 18. apríl sé dagurinn þeirra, til þess að leggja góðu málefni lið. Í ár ætlar starfsfólkið að láta laun- in sín renna í sjóð til þess að safna fyrir heitum potti á Barðastöðum, en Barðastaðir er sambýli fyrir fötluð börn sem stefnt er að að opna 1. apríl árið 2002. Í fréttatilkynningu frá Hár- greiðslustofunni Skala segir orðrétt: „Það er okkur mikil ánægja að geta lagt okkar vinnu af mörkum.“ Gefa vinnu sína í dag SKRÁNING stendur nú yfir hjá Sumarbúðunum Ævintýralandi sem eru að hefja sitt fjórða starfsár. Skrifstofan er að Hafnarstræti 19, 3. hæð. Starfsemin fer fram að Reykj- um í Hrútafirði (Reykjaskóla) og verður í tíu vikur, í aldursskiptum tímabilum, frá 6. júní–15. ágúst og er ætlaður 7–15 ára börnum. Í fréttatilkynningu segir: „Allar vikurnar verður boðið upp á nám- skeið í kvikmyndagerð, myndlist, grímugerð, tónlist, leiklist og íþrótt- um. Eftir námskeiðin eru óteljandi hlutir í boði bæði úti og inni. Sund- laug og íþróttahús er á staðnum og öll aðstaða mjög góð. Aukalega verð- ur námskeið í umhirðu húðar fyrir 13-15 ára. Einu námskeiðin sem eru ekki innifalin í dvalargjaldi eru sjálf- styrkingarnámskeið fyrir 13-15 ára og reiðnámskeið, sem eru í boði öll tímabilin. Aðstandendur sumarbúð- anna eru þrjár systur, Svanhildur Sif Haraldsdóttir sumarbúðastjóri, Guðríður Haraldsdóttir kynningar- fulltrúi og Helga Haraldsdóttir sál- fræðingur. Sumarbúð- irnar Ævin- týraland LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er átti sér stað á bifreiða- stæði við Bónus, Holtagörðum, mið- vikudaginn 11. apríl milli kl.18:15 og 18:45. Þarna var ekið utan í bláa fólksbifreið af gerðinni Subaru Impreza, sem lagt var þar í bifreiða- stæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Talið er að tjónvaldur hafi verið á rauðri upphækkaðri jeppabifreið með samlitum stuðurum. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum SÝNINGIN Handverk og ferða- þjónusta 2001 verður haldin í Laug- ardalshöllinni dagana 19–22. apríl nk. Þar verður saman komið hand- verksfólk alls staðar að af landinu til að tefla fram sínum bestu hand- verksgripum. Ferðaþjónustuaðilar af landsbyggðinni kynna þá mögu- leika sem í boði eru fyrir sumarið og einnig eru þar góðir gestir frá ná- grannalöndum okkar sem sýna þar- lenda handverkshefð. Sýningin verður formlega opnuð af Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra, fimmtudaginn 19. apríl kl. 13:00 (sumardaginn fyrsta) og verður opin til kl 18:00 þann dag. Föstudaginn 20. apríl verður opið frá kl. 13:00 til kl 18:00 en laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. apríl verður opið frá kl. 10:00 til kl. 18:00 Íslenskt handverk er í mikilli sókn og áhugi almennings á því er mikill, segir í fréttatilkynningu.Sýningin er nú haldin í 4. sinn og hefur aldrei verið stærri. Á annað hundrað hand- verksmenn og konur munu sýna verk sín og líflegar kynningar á handverksaðferðum verða sýningar- dagana. Meðal annars verður sýnd trérennismíði, kertagerð, glergröft- ur og Handiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á íslenska þjóðbúningnum. Handverki Grænlendinga og Fær- eyinga verður gert hátt undir höfði og athyglisverð nýjung er að Shet- landseyjar eiga nú fulltrúa á sýning- unni. Handverk og ferðaþjónusta í Laugardals- höllinni LAUGARDAGINN 21. apríl heldur Vinstrihreyfingin – grænt framboð námstefnu í Borgartúni 6 í tilefni af útkomu skýrslna um mat á umhverfis- áhrifum vegna stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi. Á nám- stefnunni verður kynnt ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem unnið er að á vegum stjórnvalda um þessar mundir. Fulltrúar Reyðaráls segja frá mati á umhverfis- áhrifum vegna álverksmiðju í Reyðarfirði, og ráðgjafar Landsvirkjunar kynna mat á umhverfisáhrifum vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Námstefna VG-smiðjunnar hefst kl. 13 og lýkur um kl. 17. Hún er öllum opin og er tilvalið tækifæri til að kynnast sjónarmiðum og fyrirætlunum framkvæmda- raðila, segir í fréttatilkynningu. Námstefna VG-smiðj- unnar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ fimm daga vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.