Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ höfum vafalaust aldrei haft
það eins gott og nú á morgni 21. ald-
ar. Engin kynslóð Íslandssögunnar
hefur búið yfir eins mikilli birtu, eins
miklu afli og auði til afreka og góðra
verkra og sú, sem nú er að vaxa úr
grasi,“ sagði biskup fyrir fullri Hall-
grímskirkju í lok kristnitökuhátíðar.
„Við höfum svo margt að gleðjast
yfir og þakka. En váboðana má allt
of víða sjá. Okkur finnst svo oft sem
myrkrið hrósi sigri. Og það á sér víða
verkfæri á okkar rangsnúnu öld. Og
manni hrýs hugur við. Myrkur synd-
ar og siðleysis sækir á, birtist í hluta-
dýrkun og neyslufári, lífsflótta og
mannfyrirlitningu. Hvaða sögu segja
klámbúllurnar, skemmtanasukkið
og skrílmennskan, sem hér veður
uppi, um þjóðarsálina, menningu og
siðferðisstyrk okkar? Virðingarleys-
ið, siðblindan og græðgin sem næt-
urlífið í Reykjavík ber vitni um, því
miður? Þetta, og fíkniefnaflóðið,
klámið og meðfylgjandi kvenfyrir-
litning og niðurlæging, harka og of-
beldi, sem sífellt færist neðar í ald-
urshópa og börnin okkar eru
varnarlaus fyrir, það veldur ómæld-
um þjáningum fjölskyldum og sam-
félagi,“ sagði biskup í predikun sinni.
Spurður um hvatann að svo harð-
orðri ræðu sagði biskup að gott og
sterkt mannlíf og almennt siðgæði
sem byggt væri á kristnum grunni
væri ekki sjálfsagt og sótt væri að
því úr öllum áttum.
„Við verðum að vera á verði að
beina börnunum á veg hins góða og
halda okkur sjálfum á þeim vegi. Það
er hlutverk okkar allra – hvar svo
sem við stöndum. Ég er sannfærður
um það að siðaboðskapur kristninn-
ar á sér hljómgrunn í hjörtum flestra
en við þurfum að verða okkur meira
meðvituð um að það þarf að rækta
þann jarðveg sem hann sprettur úr.
Við þurfum að standa okkur betur og
gera meira í því að fræða hina ungu á
heimilunum og rækta okkar trúarlíf
sem einstaklingar. Kirkjan vill einn-
ig sækja fram út fyrir sinn hefð-
bundna vettvang – vill færa út víglín-
urnar og færa boðskap þangað sem
hin kristna boðun hefur ekki verið
virk. Stefnan er að sækja fram með
þennan dýrmæta boðskap sem okk-
ur er falinn – okkur ber skylda til
þess.“
Biskup gagnrýndi einnig harðlega
líknardráp sem nýlega voru lögleidd
í Hollandi og sagði myrkrið þar
sækja á með vaxandi áherslum á
tæknilausnir á kostnað manngildis-
ins. „Fyrir þúsund árum var algengt
að börn væru borin út, helst stúlku-
börn, og veikburða, og að öldruðum
og farlama væri hrint fyrir ættern-
isstapa. Það var heiðnin og myrkrið.
Ljós og andi Krists útrýmdi því.
Kristur álítur hvern einstakling ei-
lífs gildi. Þegar trúnni á Krist er vik-
ið til hliðar raskast undirstöður sið-
menningarinnar og myrkrið leggst
yfir á ný,“ sagði
m.a. í predikun-
inni.
Spurður hvort
kirkjan myndi
halda þessum orð-
um á lofti þegar og
ef til umræðu um
lögleiðingu líknar-
drápa á Íslandi
kæmi sagði biskup
að í ræðunni hefðu
skoðanir sínar sem
einstaklings komið
fram en hann von-
aði að kristið fólk
héldi vöku sinni
gagnvart líknar-
drápum.
„Þarna er vikið
af vegi í málefnum
sem kristnum
mönnum hefur
verið umhugað um alla tíð. Það er
umhyggjan um lífið og manngildið.
Við hljótum að spyrja okkur hvort
þetta sé sú leið sem við viljum fara,
viljum við fara yfir á þessa braut?
Líknardráp eru rökstudd með rök-
um mannúðar og fjárhagslegra
hagsmuna, það er lagt kostnaðarmat
á mannslífið. Ég vil að við berjumst
gegn þessu, okkur ber skylda til þess
að líkna þjáðum og boðorðið stendur
– þú skalt ekki mann deyða. Nú er
orðið leyfilegt að brjóta þetta boðorð
með nýrri löggjöf og heilbrigðis-
stéttum sem eiga að hlúa að lífi og
líkna er gert að beita læknisráðum
til þess að deyða.“
Þingvallahátíð ógleymanleg
Eftir þung orð bað biskup þeim
blessunar sem leitast við að hlynna
að lífi, umhyggju og kærleika „og
vinna þannig verk
ljóssins og dags-
ins“. Því næst
þakkaði hann öll-
um þeim sem
komið hafa að
framkvæmd
kristnihátíðar.
Spurður hvað
væri minni-
stæðast af atburð-
um hátíðarinnar
sagði biskup það
vera ótalmargt.
„Þessi mikla og al-
menna þátttaka í
svo mörgum stór-
um og smáum at-
burðum undir
merkjum kristni-
hátíðar er mér
efst í huga þegar
litið er um öxl.
Andlit og raddir barnanna sem settu
mikinn svip á hátíðina eru ákaflega
dýrmæt. Margir gríðarlega góðir
kraftar hafa leyst úr læðingi og
margir hafa komið og lagt sitt af
mörkum til þess að fagna hátíðinni.
Ég er alveg viss um að það skilar
miklu þegar fram í sækir.
Þingvallahátíðin er ógleymanleg
reynsla. Þar lagðist svo ótalmargt á
eitt til að gera þá hátíð dýrmæta og
stóra, þetta var yndisleg veisla en
auðvitað voru ákveðin vonbrigði með
þátttökuna – að það skyldu ekki
koma margfalt fleiri til að njóta þess
sem þar var á borð borið.
En að eiga þessa daga á Þingvöll-
um og finna þá miklu gleði, þann
mikla fögnuð og kraft og birtu sem
þarna var er nokkuð sem maður
gleymir aldrei.“
Lokaorð biskups í hátíðarmess-
unni á páskadag voru einnig í anda
þessara þar sem hann sagði:
„Hátíð í tilefni þúsund ára kristni
á Íslandi er lokið. Göngum nú í ljósi
Krists með gleði, von og trú.“
Kristnitökunnar minnst
með tilhlýðilegum hætti
Davíð Oddsson forsætisráðherra
gerði kristnihátíð einnig að umræðu-
efni sínu í ávarpi sem hann flutti í há-
tíðarmessu í Skálholti. Ráðherra,
sem sat í kristnihátíðarnefnd, sagði
hátíðina öðru fremur hafa verið
ræktarsemi við sameiginlega minn-
ingu þjóðarinnar um kristnitökuna,
þakkargjörð um fjarlægan atburð
sem standi anda þjóðarinnar nærri
og þrátt fyrir að þær gagnrýnisradd-
ir hafi heyrst að ástæðulaust hafi
verið að kosta fjármunum til vegna
tímamótanna hafi í flestu vel tekist
til.
„Páskarnir, upprisuhátíðin, minna
okkur enn á að það var hlutdeild í
fagnaðarboðskapnum sem við Ís-
lendingar öðluðumst árið 1000. Sér-
hver minningarstund um atburðinn
þann er því fagnaðarhátíð,“ sagði
ráðherra.
„Við erum stundum rifrildisgjarn-
ir og uppstökkir Íslendingar. Hin ís-
lenska þrætubók slægi allar aðrar
út, ef hægt væri að gefa hana út á
markaði. Flest verður okkur tilefni
til ýfinga og deilna, sem geta orðið
hatrammar, þótt ekki risti þær
djúpt. Það ætti því að vera hafið yfir
þá áráttu, sem deilur dagsins eru
okkur, að viðurkenna kristnitökuna
á Þingvöllum sem einn jákvæðasta
atburð sem íslenska sagan skráir.
Annan atburð og heilladrýgri er örð-
ugt að benda á. Við hefðum því verið
að forsmá sögu okkar og samkennd
ef hennar hefði ekki verið minnst
með tilhlýðilegum hætti. Við hefðum
einnig glatað gullnu tækifæri til mik-
illar umræðu og umhugsunar um
inntak kristinnar trúar og gildi
hennar fyrir íslenska þjóð í þúsund
ár. Hitt er rétt og satt að menn gátu
borið þessa minningar- og fagnað-
arhátíð fram með margvíslegum
hætti, og ekki skal úr því dregið að
að ýmsu megi finna og betur hefði
mátt gera. En um flest var þessi há-
tíð, sem stóð yfir í tvö ár, til mikillar
fyrirmyndar,“ sagði forsætisráð-
herra.
Kristnitökuhátíðin stóð frá því í
byrjun árs 1999 og lauk hátíðarhöld-
unum eins og fyrr segir formlega um
páskana. Í tilefni hátíðarinnar voru
haldnir menningarviðburðir og stað-
bundnar kristnihátíðir víða um land
en hápunktur hátíðarinnar var
Kristnihátíð á Þingvöllum síðastliðið
sumar þar sem um þrjátíu þúsund
gestir söfnuðust saman. Áætlað er
að yfir 150 þúsund manns hafi tekið
þátt í þeim 230 atburðum sem fram
fóru undir merki hátíðarinnar eða
fyrir atbeina hennar.
Hátíðarhöldum vegna þúsund ára afmælis kristnitöku formlega lokið
Skilar miklu
þegar fram
í sækir
Hátíðarhöldum vegna þúsund ára afmælis
kristnitöku lauk formlega með hátíðar-
messu í Hallgrímskirkju á páskadag þar
sem Karl Sigurbjörnsson biskup predikaði.
Biskup talaði m.a. gegn líknardrápi, klámi
og kvenfyrirlitningu.
Margmenni hlýddi á hátíðarmessu í Hallgrímskirkju. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Karl Sigurbjörnsson biskup að messu lokinni.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra ávarpaði kirkjugesti í
Skálholtskirkju.
ÓVENJULEG páskavaka var hald-
in í Reykholtskirkju að kvöldi
páskadags þar sem atburðir hjálp-
ræðissögu Bíblíunnar voru settir á
svið, vatni stökkt á sóknarbörn og
reykelsi brennd.
Sóknarpresturinn í Reykholti,
séra Geir Waage, stýrði helgihald-
inu sem fjórir prestar tóku þátt í.
Sr. Geir segir að þessi athöfn hafi
verið iðkuð áratugum saman í
nokkrum kirkjum og æ fleiri séu að
taka þennan forna sið upp en þetta
er í fyrsta sinn sem slík vaka er
haldin í Reykholti. Athöfnin leggur
áherslu á að menn séu að lifa upp á
nýtt atburði hjálpræðissögunnar
sem sagt er frá í gamla og nýja
testamentinu, allt frá sköpuninni til
atburða í lífi Jesú, guðfræði skírn-
arinnar, krossins og upprisunnar.
Orð og athafnir páskavökunnar
eru að sögn Geirs full af táknum
sem vísa allt til frumkristni.
„Samkvæmt hefð var allur eldur
slökktur á bæjunum í sveitinni en
nýr tendraður við kirkju og borinn
í skrúðgöngu inn í myrkvað guðs-
húsið. Með þessu nýja ljósi var
kveikt á páskakertinu í minningu
orða Krists „Ég er ljós heimsins“,
og átti fólk að fá þar nýjan eld með
sér heim á bæina,“ sagði séra Geir
en athöfnin táknar endurfæðingu
þar sem nýtt ljós lýsir upp kirkjuna.
Hluti athafnarinnar felst einnig í
því að vatn í skírnarfonti er vígt og
því stökkt á kirkjugesti. Athöfninni
lýkur á því að gengið er til messu-
gerðar.
Guðsþjónustur sem þessar eru
taldar eiga uppruna sinn meðal
hinna fyrstu kristnu manna í Jerú-
salem á 1. öld, í kirkju postulanna,
en athöfnin er haldin í minningu
skírnarinnar. Séra Geir sagði at-
höfnina hafa verið yndislega og
hann vænti þess að hún yrði end-
urtekin að ári liðnu.
Páskavaka
haldin að
frumkristn-
um sið
Reykholti. Morgunblaðið.
LÖGREGLAN í Keflavík hefur
lagt hald á talsvert magn af ster-
um og öðrum ólöglegum lyfjum
frá áramótum. Lögreglan segir
að þetta, auk upplýsinga sem
lögreglunni hafi borist, bendi
ótvírætt til þess að steraneysla
hafi aukist á svæðinu.
Frá áramótum hafa komið
upp tólf fíkniefnamál hjá lög-
reglunni. Alls tengdust 27 aðilar
þessum málum en Rúnar Árna-
son, rannsóknarlögreglumaður
hjá lögreglunni í Keflavík, segir
að í mörgum tilfellum hafi ekki
fundist fíkniefni á viðkomandi
heldur einungis tæki og tól til
fíkniefnaneyslu. Hann segir
stærsta málið vera fund á tæp-
lega 827 g af hassi. Börn að leik
fundu hassið í malarnámu norð-
an við Heiðarholt í Keflavík og í
framhaldi af því voru þrír menn
handteknir. Af þeim voru tveir
starfsmenn Flugleiða og Rúnar
segir ljóst að þeir hafi notað
starfsaðstöðu sína til að smygla
hassinu. Áður en börnin fundu
hassið hafði lögregla fengið veð-
ur af miklu hassi í umferð. Fljót-
lega hafi grunur fallið á menn
sem síðar voru staðnir að verki.
Rúnar segir þetta líklega eitt
stærsta fíkniefnamál sem upp
hefur komið á Suðurnesjum ef
Keflavíkurflugvöllur er undan-
skilinn.
Ótvíræðar
vísbendingar
um aukna
steraneyslu
Reykjanesbær