Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 18

Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÍFURLEG aðsókn var að skíða- svæðinu í Hlíðarfjalli um páskana og á páskadag var þar slegið met. Þann dag voru seldir 1.730 lyftumiðar, sem er mesta sala á einum degi, en gamla metið var 1.713 miðar seldir á páskunum fyrir tveimur árum. Guðmundur Karl Jónsson for- stöðumaður sagði að þegar mest var á sunnudag hefðu um 3.500 manns verið í fjallinu og 10–12 þúsund gestir hefðu komið þangað um há- tíðarnar en þessa daga voru seldir tæplega 5.000 lyftumiðar. Fyrir ut- an þetta hefðbundna skíðafólk var hópur fólks á gönguskíðum, auk þess sem fjölmargir lögðu leið sína í fjallið, svona rétt til að sýna sig og sjá aðra og án þess að stíga á skíði. Guðmundur Karl sagði að helgin hefði gengið stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir fjölmenni og aðeins tví- vegis hefði sjúkrabíll þurft að koma í fjallið. Mikil umferð stórra bíla fylgdi þessari miklu aðsókn og er vegurinn upp að Skíðastöðum mjög illa farinn og nánast ónýtur og telur Guðmundur Karl nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á honum. Það stefnir í metár í Hlíðarfjalli en frá því að opnað var hinn 18. nóv- ember sl. hefur verið í opið í 112 daga í fjallinu en metið frá 1978 er 130 skíðadagar á einum vetri. Guð- mundur Karl sagði stefnt að því að hafa opið fram í maí og þá aðallega um helgar og því gæti metið fallið í ár. „Ég hef trú að það komi margir á skíði í næsta mánuði og þá ekki síst vegna þess hvað skíðavertíðin hefur verið erfið fyrir sunnan.“ Í gær voru mörg hundruð manns á skíðum enda veðrið með besta móti. Guðmundur Karl sagði að margir sem tengdust Andrésar And- ar-leikunum væru þegar komnir í bæinn og yrðu fram á helgina. Morgunblaðið/Kristján Mikill fjöldi fólks á öllum aldri naut veðurblíðunnar í Hlíðarfjalli á páskadag. Metsala í lyftumið- um á páskadag og útlit fyrir metár Gífurleg aðsókn í Hlíðarfjall um páskana HIÐ árlega Akureyrarmaraþon verður að þessu sinni haldið laugar- daginn 9. júní nk. sem er nokkru fyrr á sumrinu en verið hefur. Fram- kvæmd hlaupsins er sem fyrr í hönd- um Ungmennafélags Akureyrar og hefur undirbúningsnefnd unnið hörðum höndum undanfarnar vikur við skipulagningu. Hlaupið hefst og endar á Akureyr- arvelli. Þrjár vegalengdir eru í boði, þ.e. hálfmaraþon (21 km), 10 km og 3 km skemmtiskokk. Er Akureyrar- maraþon jafnframt Íslandsmeistara- mót í hálfmaraþoni og má þar búast við flestum sterkustu hlaupurum landsins meðal þátttakenda. Hlaupa- leiðirnar eru að stærstum hluta inn- an bæjarmarkanna og þykja ein- hverjar þær skemmtilegustu hérlendis. Lítið er um brekkur, um- ferð er ekki til trafala og hin ann- álaða eyfirska veðurblíða tryggir oft- ar en ekki gott veður, segir í fréttatilkynningu. Þátttakendum í hlaupinu hefur heldur farið fækk- andi undanfarin ár en nú er mark- miðið að breyta þeirri þróun. Akur- eyrarmaraþon á með réttu að vera annað fjölmennasta hlaupið á eftir Reykjavíkurmaraþoni og fastur punktur í bæjarlífinu líkt og Andrés- arleikarnir, Pollamótið o.fl. Mark- viss kynning á hlaupinu er að hefjast þessa dagana og er ætlunin að ná til skokkara um allt land, auk þess sem vonast er til að bæjarbúar láti sjá sig í meiri mæli en verið hefur. Hægt verður að skrá sig í hlaupið á ýmsum stöðum, m.a. á heimasíð- unum visir.is og hlaup.is. Einnig munu liggja frammi þátttökublöð í sportvöruverslunum á Akureyri og víðar en þessir þættir verða ræki- lega auglýstir þegar nær dregur. Þá má nefna að heimasíða Akureyrar- maraþons er komin í loftið. Á henni verða ýmsar hagnýtar upplýsingar um hlaupið, saga Akureyrar- maraþons, helstu úrslit fyrri ára, fróðleiksmolar um hlaup almennt o.fl. Slóðin er: www.ufa.is/marathon. Sem fyrr segir er boðið upp á þrjár vegalengdir: Íslandsmót í hálfmaraþoni. Hálfmaraþon (21 km): Hlaupið er jafnframt Íslandsmót í hálfmara- þoni. Keppt er í karla- og kvenna- flokki og alls 6 aldursflokkum (13–15 ára, 16–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára, 60–69 ára og loks 70 ára og eldri). 10 km hlaup: Keppt er í karla- og kvennaflokki og alls sex aldursflokk- um (13–15 ára, 16–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára, 60–69 ára og loks 70 ára og eldri). Skemmtiskokk (3 km): Keppt er í einum flokki karla og einum flokki kvenna. Þrjár mismunandi vegalengdir í boði Akureyrarmaraþon verður haldið 9. júní SKÁTAMESSA verður í Glerár- kirkju á Akureyri á morgun, sumar- daginn fyrsta, kl. 11. Skátar eru beðn- ir að mæta við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð kl. 10 en þaðan leggur skrúðganga af stað kl. 10.30 með skáta og Lúðrasveit Akureyrar í broddi fylkingar. Skátar setja svip sinn á guðsþjón- ustuna með söng við gítarundirleik. Inga Eydal syngur einsöng og Ásta Sigurðardóttir flytur hugvekju. Ung- ir skátar, foreldrar, gamlir skátar og allir aðrir sem vilja fagna sumarkom- unni eru hvattir til að fjölmenna. Skátamessa í Glerárkirkju SVALBARÐSKIRKJA: Ferming- arguðsþjónusta sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 11. Kirkjuskóli laugar- daginn 21. apríl kl. 11. Kyrrðarstund sunnudagskvöldið 22. apríl kl. 21. Fermingarbörn í Svalbarðskirkju sumardaginn fyrsta: Anna Gréta Sveinsdóttir, Laugartúni 9, Dagbjört Hermannsd, Beck, Neðri Dálksstöðum, Gunnar Björn Jónsson, Smáratúni 9, Gústaf Línberg Kristjánsson, Smáratúni 7, Heiðar Hlöðversson, Laugartúni 25, Hjörtur Atli Guðmundsson, Laugartúni 18, Sindri Már Mánason, Hallandi I, Katla Hólm Vilbergsdóttir, Hallandi I. Grenivíkurkirkja: Kirkjuskóli laugardaginn 21. apríl kl. 13.30. Svalbarðskirkja Fermingar- guðsþjónusta VEITINGAHÚSIÐ Bautinn á Ak- ureyri fagnar 30 ára afmæli um þess- ar mundir. Af því tilefni hafa eigend- ur hans ákveðið að bjóða öllu starfs- fólki Bautans síðastliðin 30 ár til afmælisskemmtunar í Bjargi næst- komandi sunnudag, 22. apríl, kl. 19. Í frétt frá fyrirtækinu eru þeir sem þiggja vilja boðið beðnir að tilkynna þátttöku í síma 462 1818 í síðasta lagi í dag. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar á Bautanum eru starfsmenn fyrirtækisins í gegnum tíðina hátt í 800, þar af hefur einn starfað þar frá fyrsta degi, fyrir utan eigendurna. Bautinn býður starfsfólki til veislu Sumar- fagnaður Hlífar ÁRLEGUR sumarfagnaður Kvenfélagsins Hlífar verður haldinn á morgun, sumardaginn fyrsta í safnaðarsal Glerárkirkju og hefst hann kl. 15. Í anddyri verður sýning á handverki eftir Margréti Bald- ursdóttur, Hlífarkonu. Kvenna- kór Akureyrar syngur undir stjórn Björns Leifssonar, sr. Hannes Örn Blandon leikur á gítar og Sara Blandon syngur. Þá verður veislukaffi í boði og happdrætti. Að vanda rennur allur ágóði til styrktar barnadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Sýningu að ljúka SÝNINGU Iðunnar Ágústsdótt- ur myndlistarmanns í blóma- skálanum Vín í Eyjafjarðarsveit lýkur á morgun, sumardaginn fyrsta. Á sýningu Iðunnar er á milli 30 og 40 ný olíumálverk og nokkrar pastelmyndir unnar með þurrkrít og olíukrít. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.