Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 29 Daily Vits FRÁ Apótekin Stanslaus orka með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla EINS og reikna mátti með blossuðu um páskahelgina upp fréttir um að Michael Portillo, fyrrverandi varnar- málaráðherra, hugleiddi að bjóða sig fram gegn William Hague, leiðtoga Íhaldsflokksins. Portillo hefur áður verið orðaður við atlögu að Hague en að þessu sinni er ástæðan sú að Kenn- eth Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra í stjórn Margaret Thatcher, á að hafa lýst yfir stuðningi við hann. Hér er um áhugaverð tengsl að ræða því þar tengjast saman evruandstæð- ingar og evrusinnar Íhaldsflokksins, sem annars eru á góðri leið með að kljúfa flokkinn, svo mjög stefna þeir hver í sína áttina. En um leið hafa komið fram tölur sem sýna að ríkisstjórn Verkamanna- flokksins er orðinn stærsti auglýsandi í landinu. Það hefur enn vakið spurn- ingar um hvort flokkurinn sé yfirleitt nokkuð annað en auglýsingamennsk- an tóm og hvort það sé ekki óviðeig- andi að fé skattgreiðenda sé notað á þennan hátt. Lífseigur og þrálátur orðrómur Þrátt fyrir að Michael Portillo hafi hvað eftir annað lýst yfir stuðningi við William Hague sem formann flokks- ins þá er það viðvarandi orðrómur að Portillo muni nota fyrsta tækifæri sem gefst til að komast í leiðtogasætið sjálfur. Portillo, sem er fæddur 1953, gegndi ýmsum ráðherraembættum í stjórnartíð Íhaldsflokksins, síðast embætti varnarmálaráðherra. Eftir að flokkurinn lenti í stjórn- arandstöðu eftir stórsigur Verka- mannaflokksins hefur Portillo sinnt skriftum, gert þætti fyrir sjónvarp og útvarp. Það voru jafnvel uppi raddir um að hann hygðist segja skilið við stjórnmál. Hann væri búinn að fá nóg af hörkunni, ekki síst eftir að hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsam- böndum við karlmenn á yngri árum, en það varð hann að viðurkenna eftir að eitt síðdegisblaðanna hugðist birta grein um þessi mál. Þessi fyrrum svo harðsnúni stjórnmálamaður hefur einnig lagt sig fram um að fá á sig mýkri blæ en áður. Hann er nú fjár- málaráðherraefni flokksins og geng- ur því næst leiðtoganum William Hague. Ef enginn er reykur án elds getur vart annað verið en að Portillo mæni stöðugt á leiðtogastól Hagues og máti sig í hann, því orðrómurinn um áhuga hans á að taka við af Hague er stöðugt á sveimi. Þegar það komst í hámæli um helgina að Kenneth Clarke hefði verið að ræða við menn um möguleika Portillos á leiðtogasætinu gafst enn einu sinni tilefni til að huga að þessum möguleika á nýjum leiðtoga. Tæki- færið átti að sögn að skapa eftir kosn- ingar, líklega 7. júní, enda telja flestir líklegt að Íhaldsflokkurinn undir stjórn Hagues muni þá bíða ósigur. Nálgun evrusinna og evru- andstæðinga Clarke og Portillo tilheyra ekki sama armi flokksins. Clarke er þekkt- ur sem skorinorður formælandi breskrar aðildar að Efnahags- og myntsambandi Evrópu. Portillo er tortrygginn á Evrópu- samvinnuna og alls ekki hlynntur evruaðild. En þó tvímenningarnir séu ekki á sömu bylgjulengd má færa sterk rök fyrir því að þeir taki á ein- hvern hátt höndum saman. Evrópuandstæðingar eru í forystu í Íhaldsflokknum eins og er og evru- sinnar eiga þar erfitt uppdráttar. Þessi klofningur er svo hatrammur að ýmsir hafa bent á að það væri auð- veldara fyrir flokkinn að hann klofn- aði. Í hörðum veruleika breskra stjórnmála, þar sem aðeins er rúm fyrir tvo flokka á toppnum er tilhugs- unin um klofinn flokk sérlega slæm fyrir flokksstjórnina, fyrir utan nú að auðvitað er flokksklofningur aldrei óskastaða neinnar flokksstjórnar. Rökin fyrir samkrulli Clarke og Portillo og stuðningsmanna þeirra eru að Clarke hefur ekki áhuga á að draga úr evruboðskap sínum, sér- staklega ekki ef stjórn Verkamanna- flokksins gerir alvöru úr þjóðarat- kvæðagreiðslu á næstu 18 mánuðum eða svo, en hann hefur heldur ekki áhuga á að missa alla möguleika á frekari áhrifum innan flokksins þegar hann kemst næst í stjórn. Með stuðn- ingi evrusinna næði Portillo svo til breiðari stuðningshóps. Hvort eitt- hvað er meira í þessu en bara skortur blaðamanna á efni er annað mál. Það er hins vegar ljóst að örvæntingin í Íhaldsflokknum getur ekki annað en verið mikil og djúp þegar stjórn Verkamannaflokksins hefur svo aug- ljóslega glatað tiltrú kjósenda án þess þó að Íhaldsflokkurinn virðist græða nein ósköp á því. Það ríkir einfaldlega engin trú á því meðal kjósenda að Íhaldsflokkurinn sé að neinu leyti trú- verðugur eða hæfur til að taka við stjórn landsins. Hague á auðvitað ekki alla sök á því hvernig komið er en sem leiðtogi flokksins er hann auðvitað sá sem ber ábyrgðina. Ríkisstjórnin stærsti auglýsandinn Það eru ekki lengur stórfyrirtæki á borð við Unilever og Procter & Gamble sem eyða mestu í auglýsingar í Bretlandi. Óvæntur aðili er orðinn stærsti auglýsandinn nú í febrúar, sjálf ríkisstjórnin. Þann mánuðinn eyddi Unilever 12,2 milljónum punda í auglýsingar, Procter & Gamble 10,1 milljón punda, en ríkisstjórnin eyddi heilum 16,4 milljónum punda í auglýs- ingar. Auglýsingarnar eru flestar bundn- ar við auglýsingaherferðir, sem stjórnin hefur rekið. Árangurinn er þó umdeildur. Fimmtán milljóna her- ferð var ætlað að hvetja 500 þúsund ellilífeyrisþega til að hafa samband við yfirvöld og athuga hvort þeir ættu ekki kost á meiri lífeyri sökum lágra tekna. En þrátt fyrir dýra herferð bárust að sögn Daily Telegraph að- eins fyrirspurnir frá sextíu þúsund manns. Auglýsingar og auglýsingaherferð- ir stjórnarinnar gleypa æ meira af skattfé og engin stjórn hefur eytt öðru eins í auglýsingar og þessi. Á fyrsta stjórnarárinu var 43,8 milljón- um punda varið í auglýsingar. Í fyrra var þessi upphæð komin í 102,7 millj- ónir punda. Þó að stjórnin sé þar með að greiða fyrir auglýsingar er ekki lúta beint að eigin frammistöðu hefur þessi auglýsingagleði vakið gagnrýni. Michael Ancram, formaður Íhalds- flokksins, bendir á að auglýsingagleð- in sé enn eitt dæmi um auglýsinga- mennsku stjórnarinnar. Það sé eðlilegra að nota auglýsingaféð til að bæta opinbera þjónustu en auglýsa með þessum hætti. Kosningaskjálfti í ýmsum myndum Verulegs kosningaskjálfta er nú farið að gæta í Bretlandi, en það lýsir sér meðal annars í þrálátum orðrómi um að Michael Portillo fari fram gegn William Hague, leiðtoga Íhaldsflokksins, eftir kosningar, segir Sigrún Davíðsdóttir. Michael PortilloWilliam Hague Kenneth Clarke sd@uti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.