Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 54

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 54
MINNINGAR 54 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Sigurðar-dóttir fæddist í Skáneyjarkoti í Reyk- holtsdal 8. desember 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 6. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jóna Geirsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1880 á Bjarnastöðum í Grímsnesi, d. 6. ágúst 1971, og Sigurður Jónsson, refaskytta og bóndi á Þaravöll- um í Innri-Akranes- hreppi, f. 7. febrúar 1866 í Síðu- múla í Hvítársíðu, d. 14. mars 1947. Systkini Helgu voru Sigurjón, f. 7.4. 1903, d. 6.2. 1986, Ingibjörg El- ísabet, f. 3.3. 1905, d. 11.8. 1958, Svava, f. 28.7. 1909, d. 9.6. 2000, Laufey, f. 10.5. 1914, d. 7.2. 2001, og Sigurgeir, f. 5.9. 1916, d. 6.2. 1994. Helga giftist hinn 1. október 1932 Gunnari Bjarnasyni verka- manni frá Sandhólaferju í Rangár- vallasýslu, f. 13.6. 1895, d. 25.10. 1950. Foreldrar hans voru Bjarni Filippusson bóndi í Sandhólaferju og kona hans Sigríður Sigurðar- dóttir. Dætur Helgu og Gunnars eru: 1) Jóna Sigríður, f. 3.8. 1933, eiginmaður hennar var Guðmundur Hjörtur Ákason, f. 9.1. 1937, þau skildu, börn þeirra eru Helga María; Sigur- jón Valur, kvæntur Þórhöllu Karlsdótt- ur, þeirra börn eru Íris og Pálmi; Guð- jón, unnusta hans er Ína Edda Þórsdóttir; og Gunnar Björn. 2) Bjarney, f. 3.6. 1935, börn hennar með Jóni Þór Karlssyni, f. 22.4. 1933, eru Karl Þorvaldur og Lilja. Dóttir hennar með Guðjóni Viðari Guðjónssyni er Bjarney Helga. Helga fluttist átta ára gömul með foreldrum sínum að Þaravöll- um í Innri-Akraneshreppi og ólst þar upp, um tvítugt fór hún í vist til Reykjavíkur og kynntist þar Gunn- ari manni sínum. Helga og Gunnar bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Reykjavík en fluttu til Akraness árið 1942 og bjó Helga þar til dán- ardags. Á Akranesi vann Helga ýmis störf, lengst af hjá Haraldi Böðvarssyni og co. Úför Helgu fór fram frá Akra- neskirkju laugardaginn 14. apríl. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Skarðið sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt. Þú varst allt- af svo ósérhlýfin, fórnfús og hugs- aðir alltaf fyrst um aðra. Ég mun sakna þín mikið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég þakka þér fyrir allt, elsku mamma mín, og bið góðan Guð að geyma þig. Hvíldu í friði. Þín Jóna. Elsku langamma, nú ert þú farin frá okkur og við söknum þín svo mik- ið. Okkur þykir vænt um þig og von- um að þér líði vel. Við þökkum þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við okk- ur, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk- ur og alla hlýju lopasokkana sem þú prjónaðir handa okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín Íris, Pálmi og Bjarney Helga. Elsku hjartans amma okkar, þá er kveðjustundin komin. Þú kveður nú eftir langa ævi og við erum þakklát fyrir að hafa verið hluti af henni. Það er svo margs að minnast og svo margt sem ber að þakka. Þú gafst svo mikið af þér alla tíð til alls sam- ferðafólks þíns. Mikið gafst þú okkur barnabörnum þínum, aldrei var neitt of gott fyrir okkur. Já, amma, þú varst ekki ein af þeim sem vildir þiggja, þitt lífsmottó var að gefa og gleðja aðra því eins og þú sagðir sjálf þá fengir þú það svo margfalt til baka. Þótt lífið léki ekki alltaf við þig kvartaðir þú aldrei. Þú misstir afa ung, aðeins 39 ára gömul, eftir margra ára veikindi. Ekki var sjúkrahús á Akranesi á þeim tíma þannig að auk þess að vinna fulla vinnu hjúkraðir þú afa heima í mörg ár og sinntir öllu öðru, m.a. hjólaðir þú frá Akranesi inn að Þaravöllum eftir vinnu á hverjum degi og hjúkr- aðir þar föður þínum líka. Þú vannst lengst af sem verkakona á eyrinni hjá Haraldi Böðvarssyni og co. Þar munum við eftir þér dugnaðarlegri við að vaska og pakka saltfiski. Okk- ur fannst mikið til þess koma að fá að fara með þér í vinnuna og þá sér- staklega í rútunni til eða frá vinnu. Sá staður sem var þér kærastur af öllum var Húsafell. Þangað fórst þú fyrst ung að árum, aðeins átta ára gömul sumarlangt í vist. Upp frá því var það þér nauðsyn að komast þangað og dvelja þar einhvern tíma á hverju sumri. Þegar þú varst ung kona fóruð þið systurnar saman með barnahópinn og láguð þar í tjaldi. Við höfum oft velt því fyrir okkur hvað það hlýtur að hafa verið mikið ferðalag fyrir ykkur systurnar. Seinna þegar börnin voru uppkomin fóruð þið Laufey systir þín á sumrin og tjölduðuð niðri við Kaldá í lautinni ykkar góðu og dvölduð þar yfirleitt í nokkrar vikur í senn. Þá fengum við barnabörnin oft að fara með. Nú síð- ustu árin hefur það verið fastur liður að fá sumarbústað í Húsafelli, helst í ágúst svo hægt væri að komast í ber eins og þú kallaðir það og þá var eng- in eins spræk við berjatínsluna og þú. Það átti nú við þig að skjótast um hlíðarnar og gafst þú okkur yngra fólkinu ekkert eftir. Oft hlógum við að þér þar sem þú varst svo berjablá eftir að hafa smakkað „smá“ á berj- unum, en ekki var hægt að sjá það á berjafötunni því þú varst alltaf fljót að fylla, þótt þú notaðir sjaldan tínu. Þú varst alltaf góð heim að sækja og ef gesti bar að fannst þér nauð- synlegt að hafa eitthvað með kaffinu, helst nokkrar tegundir. Jólakökurn- ar þínar með sítrónudropunum, hveitikökurnar þínar og steiktu kök- urnar þínar sem Gunni og Gaui köll- uðu frisbídiska eru okkur minnis- stæðar. Oft kom það fyrir að þú værir búin að ýta öllu meðlætinu á borðinu að gestinum, þannig að ekk- ert var á hinum hluta þess en það gerðir þú svo að sá hinn sami næði örugglega í allt meðlætið. Þá gátum við nú ekki á okkur setið að gera góð- látlegt grín að þér. Þegar minningar tengdar þér, elsku amma, eru rifjaðar upp er ekki hægt annað en minnast á lopasokk- ana þína góðu. Frá því við munum fyrst eftir varst þú alltaf síprjónandi, fyrst voru það, auk sokkanna, vett- lingar og tátiljurnar sem voru góðar í stígvélin okkar og líka sem inniskór en nú hin síðari ár voru það aðallega lopasokkar. Við munum líka eftir því þegar þú varst að spyrja hvort skóla- félaga okkar og vini vantaði ekki hlýja sokka og vorum við svo send með sokka til að gefa. Í seinni tíð hafa vinir og börnin í fjölskyldunni notið góðs af prjónaskapnum. Koff- ortið þitt var alltaf fullt af sokkum í öllum stærðum og mörgum litum. Amma, þú varst alltaf svo félagslynd og glaðvær þótt oft gæti verið stutt í Þaravallaþrjóskuna og að þú fengir þínu fram, þótt lítið bæri á því. Hin seinni ár fórst þú flesta miðvikudaga upp á Höfða að spila vist með „gamla fólkinu“ eins og þú kallaðir það þótt þau væru mörg hver miklu yngri en þú. En þú varst líka alltaf svo ung í anda og gerðir ekkert mál úr því að bragða á pitsu og öðru nútíma skyndifæði þótt alltaf værir þú nú hrifnari af gamla góða kjarngóða ís- lenska matnum og þá var nú nauð- synlegt að kjötið væri svolítið feitt, svo ekki sé nú minnst á smjörið því eins og við sögðum oft þá settir þú brauð á smjörið en ekki öfugt. Það er mikið lán að hafa fengið að eiga þig svona lengi að, elsku amma. Þú varst nokkuð heilsuhraust og þurftir að- eins að fara fjórum sinnum á sjúkra- hús um ævina og var það líklega fyr- ir sex árum sem þú fórst fyrst og sú lega var sem betur fer ekki löng. Þegar þú varst 85 ára varst þú spurð að því hvort þú legðir þig ekki á dag- inn og þá svaraðir þú því til að þú værir alveg hætt að þora að halla þér því þá værir þú bara send á sjúkra- hús. Þá gátum við ekki annað en brosað. Kallið kom snöggt og öllum á óvart, þú varst aðeins innan við sól- arhring á sjúkrahúsinu. Þótt þú vær- ir orðin 89 ára héldum við og von- uðum að við fengjum að halda þér veislu á 90 ára afmælinu í desember. Mikið erum við þó glöð að þú hafir fengið að sofna svefninum langa án langrar sjúkdómslegu, það hefði ekki verið þér að skapi að þurfa að liggja lengi á sjúkrahúsi og láta aðra hafa fyrir þér. Síðasta ár var þér erf- itt, elsku amma, því þá þurftir þú að fylgja systrum þínum tveimur þeim Svövu og Laufeyju og fyrir rúmu einu og hálfu ári sástu á eftir syst- ursyni þínum kærum, honum Sigga í Gerði. Við trúum því að þau ásamt öðrum ástvinum hafi nú tekið þér opnum örmum og slegið hafi verið upp veislu. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Hugur okkar er ríkur af góðum minningum um þig, elsku amma, og þær munum við ávallt varðveita. Með þakklæti og virðingu kveðjum við þig. Hvíl í friði og hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Þín, Karl Þorvaldur, Helga María og Lilja. Komdu sigursæl! Þessa kveðju fékk ég oftast er ég heimsótti þig. Stórbrotin dugnaðar- og atorkukona er fallin frá. Kona sem aldrei bogn- aði, hún bara brast. Einn sólarhring lá hún á sjúkrahúsi og var þá öll. Ég kynntist Helgu fyrir um það bil 50 árum – og annað eins tryggðartröll hefi ég aldrei þekkt – sífellt að hjálpa HELGA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Stefán SigurðurFriðriksson fyrrverandi lög- regluvarðstjóri fæddist 18. nóvem- ber 1923 í Nesi í Fljótum. Hann lést 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Ingvar Stef- ánsson bóndi í Nesi í Haganeshreppi, Skagafirði, síðar á Siglufirði, f. 13.9.1897, d. 16.11. 1976, og kona hans Guðný Kristjáns- dóttir frá Knútsstöðum í Aðal- dælahreppi, Suður-Þingeyjar- sýslu, f. 24. ágúst 1895, d. 9. september 1928. Fóstra hans, Margrét Marsibil Eggertsdóttir, gift Ólafi Þór Jónssyni og eru syn- ir þeirra Stefán Valberg og Guð- mundur Þór. 2) Margrét, f. 10.12. 1958, giftErni Arnarsyni, börn þeirra eru Halla Hrund, Ingólfur og Sigurður Geir. 3) Guðrún Ingi- björg, f. 26.2. 1963, gift Magnúsi Ólasyni, synir þeirra eru Óli Tóm- as, Magnús Rúnar og Sindri Mar. 4) Pétur Hallberg, f. 20.7.1966, kvæntur Margréti Elísabetu Hjartardóttur, dætur þeirra eru Kolbrún Ósk og Hallfríður Elín. Stefán stundaði nám í Iðnskóla Siglufjarðar og vélstjóranám- skeið og lauk námi frá Lögreglu- skólanum. Hann var lögreglu- maður á Siglufirði á sumrin 1950–1951 og fastráðinn þar 18. janúar 1952. Í lögreglunni í Reykjavík var hann frá 10. októ- ber 1972 og var skipaður varð- stjóri 15. júlí 1978. Stefán lét af störfum 1. maí 1986. Útför Stefáns var að hans ósk gerð í kyrrþey frá Árbæjarkirkju og var jarðsett í Gufuneskirkju- garði hinn 11. apríl. var frá Sandgerði. Systkini Stefáns eru Gunnfríður, Jóna, Guðni, Guðný Ósk og Guðbjörg Oddný, en Guðný og Guðbjörg voru dætur Margrét- ar, fóstru Stefáns. Uppeldisbróðir Stef- áns er Eggert, sonur Jónu. Stefán kvæntist 3.október 1953 Hall- fríði Elínu Péturs- dóttur handíðakenn- ara, f. 26. mars 1929 á Siglufirði. Foreldrar hennar voru Pétur Björnsson, f. 25.10. 1897, d. 11.05. 1978, og kona hans, Þóra Jóns- dóttir, f. 20.10. 1902, d. 20.12. 1987. Börn Stefáns og Hallfríðar eru: 1) Þóra Kristín, f. 11.5. 1956, Forréttindi eru þeim gefin sem fá föður sem í senn er faðir og vin- ur. Slík forréttindi hlotnuðust mér. En nú hefur faðir minn kvatt og eftir standa góðar minningar og þakklæti. En sorgin markar sálina, kveðjustund fylgir alltaf sársauki og eftirsjá, kannski er það bara eigingirni mín því ég hefði svo gjarna viljað hafa þig miklu leng- ur, frískan og hressan. Starfssömum manni fylgja alltaf ævintýri. Og ævintýrin voru í formi veiðiferða, kartöfluræktun- ar, berjatínslu og með þessum ferðum var kveiktur óslökkvandi áhugi á náttúrunni. Lestur skýja- farsins var ómissandi er verið var að heyja á sumrin í kindurnar. Stjörnubjart kvöld frammi í firði, þar sem mamma var nú reyndar sérfræðingurinn, varð til þess að kveikja áhuga á öllu sem tengist stjörnunum. Stóra stjarnan í lífi þínu var hún mamma. Að fá morg- unmatinn í rúmið, pönnukökur og smurt bakkelsi, með miðnætur- kaffinu á næturvaktinni, svona hélt ég í þá daga að allir pabbar hefðu það. Kossar og utanumhald, var eðlilegasti hluti í heimi á okkar heimili. Oft sagði ég þér að þú værir kletturinn í lífi mínu og við kletta geta myndast brim og boðaföll, oft kyssir spegilsléttur sjórinn klett- inn. Þannig sé ég pabba minn sem klettinn og sjóinn sem skaphöfn hans. Mikill búmaður og náttúrubarn, tenging hans við náttúruna mikil og allar veiðiferðirnar sem farnar voru til að draga björg í bú og njóta þess að vera hluti af nátt- úrunni. Berjaferðir með nesti eru mér ofarlega huga en þar komu svo skýrt í ljós persónueinkenni pabba. Iðnastur af öllum, keppn- isskapið kom berlega í ljós því allt- af var hann fyrstur að fylla. En manna fljótastur til að hrósa öðr- um fyrir vel unnið verk. Lögreglumaðurinn pabbi minn, var ekki bara stórglæsilegur í bún- ingnum, heldur fannst mér hann vera réttsýnn. Kletturinn er mín konungshöll. Kirkja mín tindur, þakinn mjöll. Helguð heilögum anda. Þar vex og hækkar mín hugsun öll, uns himnarnir opnir standa. Hreinn er faðmur þinn, fjallablær. Fagurt er þar, sem lyngið grær. Þar get ég elskað alla. Á tíma og eilífð töfrum slær af tign hinna bláu fjalla. (Davíð Stefánsson.) Þegar þessar hugleiðingar voru settar á blað voru Guðmundur Þór og Sigurður Geir að fylgjast með, ég spurði þá hvað þeir vildu segja. Svarið kom strax og samhljóða. „Hann var bestur í heimi“ og Guð- mundur bætti við „við ætlum að reyna að verða góðir afar eins og hann.“ „Já“ sagði Sigurður. Og þarna sátu tveir afastrákar með stjörnublik minninga í augunum. Þín dóttir og vinur. Þóra Kristín Stefánsdóttir. Hinn 11. apríl var til foldar bor- inn tengdafaðir minn Stefán Frið- riksson. Lífsleiðir okkar Stefáns skárust fyrst fyrir rúmum átján árum er ég fékk ást á dóttur hans sem æ síðan hefur verið lífsföru- nautur minn. Ég man vel er Guð- rún fór með mig upp í Árbæ og kynnti mig fyrir föður sínum og móður. Stefán var kurteis en það fór ekkert á milli mála að ekki tók hann pilt góðan og gildan sem til- vonandi tengdason að óathuguðu máli. Hann ætlaði að vera viss um það að yngsta dóttir sín næði sér nú í dugandi mann – á því er eng- inn vafi þegar ég horfi til baka. Stefán var sérstakur maður að mörgu leyti og þótt mér fyndist hann „furðulegur fýr“ eins og ég orðaði það á sínum tíma leið ekki á löngu áður en ég sá að undir hrjúfu fyrsta viðmóti bærðist til- finningaríkt hjarta og gefandi og væn sál. Mér finnst orð Hólm- steins, vinar Stefáns, lýsa honum vel: „Hann var ekki allra, en traustur vinur vina sinna.“ Mér varð fljótt ljóst að hér var maður sem hugsaði vel um sína nánustu og fór sínar eigin leiðir í lífinu án þess að gefa því of mikinn gaum hvað aðrir kynnu um það að segja. Einkenni sem ég hef reynt að til- einka mér æ síðan. Með okkur Stefáni tókst fljótt hið ágætasta samband sem efldist og dafnaði alla tíð, þrátt fyrir það að við vær- um hvor í sínu landinu í tæpan helming þess tíma er við þekkt- umst. Stór hluti sambands okkar snerist um sameiginlegt áhugamál – skotveiði. Við fórum stundum saman á veiðar og voru það oft á tíðum skemmtilegir túrar. Þótt veiðin væri ekki alltaf mikil var félagsskapurinn alltaf mikill. Mér er sérstaklega minnisstæð stutt veiðiferð sem við fórum austur í sveitir fyrir um fjórum árum. Veðrið var einstaklega gott og náttúran yndisleg og þótt við sæj- um ekki eina einustu gæs var þetta með betri veiðitúrum sem ég hef farið í, því eins og flestir veiði- menn vita snýst veiðin oft meira um félagsskapinn og náttúruna en veiðina sjálfa. Fyrir réttum þrem- ur árum hafði Stefán safnað miklu skeggi og hári sem hann batt í tagl. Þar sem vorið var á næsta leiti sagði hann mér að nú ætlaði hann að fara að láta skera hár sitt og skegg. Ég var þá á leið til út- landa í tvær vikur og bað ég hann STEFÁN SIGURÐUR FRIÐRIKSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.