Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stykkishólmi - Atvinnumálanefnd Stykkishólmsbæjar boðaði til fundar um atvinnumál stuttu fyrir páska. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir bæjarbúum ýmsa möguleika til uppbyggingar atvinnu og menntunar í bænum. Frummælendur voru Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Páll Kr. Pálsson, forstjóri 3P-Fjárhús, og Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri Sigurðar Ágústs- sonar ehf. Frummælendur kynntu sínar stofnanir og fyrirtæki og ræddu þá möguleika sem þar væri að finna til atvinnuuppbyggingar. Þorsteinn Gunnarsson gerði grein fyrir því vinnuumhverfi sem við bú- um við í þekkingarsamfélagi. Mennt- un væri lykill framfara. Hann setti fram nokkur atriði sem Hólmarar ættu að gefa gaum til að efla atvinnu og búsetu í bænum. Í fyrsta lagi þyrfti að koma á fót framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Jafnframt þyrfti því að efla fjarkennslu á framhaldsskóla- stigi. Huga þyrfti að háskólanámi til prófgráðu með fjarkennslusniði í samstarfi við háskóla og Símenntun- armiðstöð. Þá þyrfti að laða háskóla- menntað fólk til búsetu í Stykkis- hólmi eins og með því að byggja upp rannsóknarverkefni. Byggja þyrfti upp nýjar atvinnugreinar, gjarnan í tenglsum við þá starfsemi sem er fyr- ir hendi. Efla fjarvinnslu og læra af þeirri reynslu þar sem hefur best tek- ist erlendis og nefndi hann þar dæmi. Hann ræddi einnig um kosti þess að nýta nemendaverkefni háskóla- stúdenta til að varpa ljósi á nýja möguleika varðandi nýsköpun. Að lokum sagði Þorsteinn að forsjálni og frumkvæði heimamanna væri lykill- inn að velgengni. 215 umsóknir um hlutafé til 3P-Fjárhúsa Páll Kr. Pálsson fjallaði um fjár- festa og fjárfestingu í nýsköpunar- verkefnum. Hann sagði að á Íslandi væru komin mörg félög sem legðu fram fjármuni til atvinnuuppbygg- ingar en fjárfestar gerðu aukna kröfu til arðsemi. Það kom fram að 215 að- ilar hafi sótt um hlutafjárframlag til 3P-Fjárhúsa en samþykktar hafa verið aðeins 15 umsóknir, þ.e. innan við 10 %, og þar af ein frá Stykk- ishólmsbæ. Hann sagði að miklir möguleikar væru í dag fyrir þann sem hefði góða hugmynd til atvinnusköpunar, en miklar kröfur væru gerðar til und- irbúnings verkefna. 3P-Fjárhús stofnaði fyrir stuttu ásamt Stykkis- hólmsbæ fyrirtækið Heilsuefling Stykkishólms ehf. Páll fór yfir hug- myndir eigenda og hvað þeir sjá fyrir sér. Fyrsta skrefið væri að vinna við- skiptahugmynd og kanna hvort fjár- hagsleg skynsemi væri í verkefninu. Niðurstaða úr þeirri vinnu lægi fyrir í haust. Í máli Sigurðar Ágústssonar kom fram viðhorf hans til atvinnurekstrar á landbyggðinni. Hans fyrirtæki væri að þróast í takt við tímann. Skortur væri á vinnuafli í fiskvinnslu og þyrfti að sækja fólk erlendis frá. Hann sagði það vera slæmt og tryggja þyrfti fasta búsetu. Varðandi stöðu Stykkishólms þyrfti að efla menntunartækifæri ungs fólks, efla verslun og bæta við íbúðarhúsnæði. Þá þyrftu bæjaryfir- völd að skapa stafsskilyrði fyrir fyr- irtæki. Að lokum taldi hann samein- ingu sveitarfélaga á Snæfellsnesi æskilega. Að loknum framsöguerindum var komið að fundarmönnum. Margar spurningar vöknuðu og eins hug- myndir. Atvinnusköpun á lands- byggðinni er ekki einfalt mál. Þar skiptir mestu máli að fá til liðs frum- kvöðla sem hafa góðar hugmyndir og eru tilbúnir að fylgja þeim eftir með vinnu og fjármagni. Fundur atvinnumálanefndar Stykkishólmsbæjar Forsjálni og frumkvæði heimamanna er lykillinn Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Frummælendur á fundi um atvinnumál í Stykkishólmi: Sigurður Ágústsson, Þorsteinn Gunnarsson og Páll Kr. Pálsson. KRISTNIHÁTÍÐARÁRIÐ var kvatt í Fáskrúðsfjarðarkirkju í messu á páskadag. Ásta Kristín Guð- mundsdóttir fermingarstúlka bar páskakertið í kirkju og kveikti á tíu smákertum við ljós þess, einu fyrir hverja liðna öld kristni á Íslandi. Hún raðaði þessum ljósum á hjarta- lagaðan skjöld, fimm á hvorri rönd við upphaf messunnar en lét eitt kertið á oddi hjartans vera ljóslaust. Við lok messunnar eftir að flutt höfðu verið lokaorð til slita kristnihátíðarársins kveikti Sigrún Guðlaugsdóttir meðhjálpari ljós á því kerti, tákni fyrir nýbyrjaða ell- eftu öldina í kristni á Íslandi. Söfn- uðurinn reis svo úr sætum og söng sálmversið „Son Guðs ertu með sanni“. Kveikt á kertum fyrir hverja öld í kristni Morgunblaðið/Sigurjón Hjálmarsson Kristnihátíðarárið var kvatt í Fáskrúðsfjarðarkirkju á páskadag. Ásta Kristín Guðmundsdóttir fermingarbarn kveikti á kertum í upphafi messunnar, en með henni á myndinni er séra Gísli Kolbeins. Neskaupstað - Sú hefð er að skapast hér í Neskaupstað að snemma á hverjum páskamorgni er gengið út í Páskahelli en hann er í Fólkvangi Neskaupstaðar ut- arlega við Norðfjörð. Þar horfir göngufólkið á sólina koma upp, en gaml- ar sögur herma að þaðan megi sjá sólina dansa við sól- arupprás á páskadagsmorgni. Ekki fer sögum af að sólin hafi dansað fyrir hópinn sem í þetta sinn fór í Páskahellinn en fólk lét vel af gönguferðinni í góðu veðri. Gönguferð í Páskahelli Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Ánægður hópur eftir gönguferð í Páskahelli á páskadag. Neskaupstað - Blöðruselur synti í land í Norðfirði á páskadag. Hann var augljóslega veikur og því var brugðið á það ráð að bana selnum. Blöðruselir eru flækingar við Ísland og ekki algeng sjón í Norðfirði, enda er blöðruselur- inn íshafsselur sem heldur sig mest á hafsvæðum með stórum borgarísjökum og rekís. Á þess- um árstíma eru fullorðnir selir að yfirgefa kæpistöðvar, sem m.a. eru við Jan Mayen og Ný- fundnaland, og dreifa sér vítt og breitt um Norður-Atlantshafið. Blöðruselur synti á land í Norðfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.