Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H UGMYNDIR um nýt- ingu fallvatna til raf- orkuframleiðslu á þessum slóðum eru ekki nýjar af nálinni og um 1970 voru uppi tillögur um mikla vatnsmiðlun í Þjórsárverum í tengslum við Búrfellsvirkjun og aðr- ar fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá. Á árunum 1970 til 1973 var unnið að verkhönnun á virkjunarkostum í Efri-Þjórsá og þá gert ráð fyrir að meginmiðlun árinnar yrði miðlunar- lón sem takmarkaðist að sunnan- verðu með stíflum við Norðlingaöldu. Hæð miðlunarlóns var áætluð 581 m yfir sjávarmáli, eða um 325 gígalítrar og mest 593 m y.s. eða um 1.630 Gl. Ýmsir náttúrufræðingar og stofnanir á sviði náttúruverndar lögðust þá ein- dregið gegn þessum fyrirætlunum, enda hefði það sökkt stærstum hluta Þjórsárveranna og aðeins litlum hluta gróðurs þeirra verið hlíft. Var og talið að svo stórt lón myndi hafa gífurleg áhrif á varp heiðagæsarinnar í verunum. Sögulegt samkomulag fyrir tuttugu árum Því fer hins vegar fjarri að með því hafi verið kveðnar niður deilur um Þjórsárverin og mögulega nýtingu þeirra til framleiðslu á raforku eða nýtingar af öðru tagi. Áfram var karpað um þessi mál og komust þau oftlega til kasta Náttúruverndarráðs, undanfara Náttúruverndar ríkisins, á ofanverðum áttunda áratugnum. Þær deilur voru of víðfeðmar til að unnt sé að gera grein fyrir þeim hér, en segja má að þeim hafi lokið með samkomu- lagi Náttúruverndarráðs og Lands- virkjunar árið 1981 um „friðland í Þjórsárverum“. Það samkomulag takmarkaði mjög möguleika Lands- virkjunar til framkvæmda á svæðinu, en er um leið talið einn mesti sigur sem talsmenn náttúruverndar hafa unnið hér á landi. Friðlýsing Þjórsárvera, sem stað- fest var 3. desember 1981 felur í sér að heimilað verði að byggja uppi- stöðulón neðst í Þjórsárverunum, með stíflu við svonefnda Norðlinga- öldu. Með auglýsingunni var tilkynnt um sérstaka nefnd Náttúruverndar- ráði til ráðuneytis um málefni frið- landsins, s.k. Þjórsárveranefnd. Síð- an segir: „Ennfremur mun [Nátt- úruvernd ríkisins] fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá frið- lýsingu þessari til að gera uppistöðu- lón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y. s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæman- leg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati [Náttúruverndar ríkisins]. Rann- sóknir þessar skulu gerðar á vegum ráðgjafanefndar samkvæmt 1. tl. Skal nefndin ennfremur fjalla um endanleg mörk umræddra mann- virkja, ráðstafanir til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á vist- kerfi Þjórsárvera og hugsanlega end- urskoðun á vatnsborðshæð miðlunar- lónsins.“ Allt tilbúið fyrir umhverfismat Rannsóknir þær sem kveðið er á um í friðlýsingunni fóru fram á veg- um prófessors Þóru Ellenar Þór- hallsdóttur á árunum 1981 til 1991 og gerð var grein fyrir þeim í loka- skýrslu 1994 og talsvert um fjallað á sínum tíma. Síðan þá hefur Lands- virkjun staðið fyrir frekari rannsókn- um á þessu svæði og hjá fyrirtækinu hefur verið unnið í samræmi við það að framkvæmdir fari í mat á um- hverfisáhrifum. Þar á bæ telja menn að þau gögn sem safnast hafa í hinum víðtæku rannsóknum á undanförnum árum séu nægur efniviður í slíkt mat. Segjast forsvarsmenn Landsvirkjun- ar tilbúnir að hlíta leikreglum í einu og öllu og taka niðurstöðu umhverf- ismatsins, hver svo sem hún verður. Þeir leggja hins vegar mikla áherslu á að fá umræddar fram- kvæmdir í umhverfismat. Í þessum efnum er rétt að undirstrika að það er skilningur Landsvirkjunar að rann- sóknir og undirbúningur vegna lóns- myndunar séu í raun hluti friðlýsing- arinnar. En forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa einnig kynnt mismunandi lóns- hæðir í Norðlingaöldulóni í því skyni að ná sátt um framkvæmdina. Þannig hefur fyrirtækið upp á síðkastið sýnt fram á áhrif fernskonar lónshæðar; 581 m, 579 m, 578 m og loks 575 m y.s. Þótt í fyrstu virðist ekki muna mikið um þá sex metra sem skilja fyrstu og fjórðu lónshæðina að, sýna rannsókn- ir Landsvirkjunar og fleiri fram á gríðarleg áhrif jafnvel minnstu yfir- borðslækkunar á umhverfið. Þannig er gert ráð fyrir að lónshæð upp á 581 m yfir sjávarmáli myndi fara yfir hreiðurstæði u.þ.b. 573 heiðagæsapara, eða um 8% af þeim stofni sem verpir á þessum slóðum og elur þar upp ungviði sitt. Samsvar- andi tölur fyrir 579 m er 365 hreið- urstæði, eða 5% stofnsins. Sé farið að- eins einum metra neðar fer fjöldi hreiðurstæða niður í 239 eða 3,3%. Sé svo miðað við minnstu mögulegu lónshæð, eða 575 m, yrði óverulegur fjöldi hreiðurstæða undir vatnsborð- inu. Þegar tölur Landsvirkjunar eru skoðaðar frekar hvað gróður undir vatni viðkemur, kemur í ljós að alls tæplega 17 km² eða 9,3 km² í friðlandi færi undir vatn, yrði lónið 581 m y.s. Miklu minna eða 7,2 km² færu undir vatn ef lón upp á 575 m hæð yrði fyrir valinu og alls um 1,4 km² í friðland- inu. Þá kemur einnig í ljós að lónsflötur lóns upp á 581 m yrði 62 km², en 28,5 km² miðað við 575 m y.s. Það munar því sýnilega mjög um hvern metra í þessum efnum. Landsvirkjun vill einnig meta um- hverfisáhrif af 6. áfanga Kvíslaveitu, en með honum yrði tveimur upptaka- kvíslum Þjórsár veitt í Kvíslavatn. Segja má að hugmyndir þessa efnis séu tilkomnar vegna viðleitni Lands- virkjunar til að lækka yfirborð Norð- lingaöldulóns. Viðbúið er að vatns- rennsli Þjórsár skerðast nokkuð við framkvæmdirnar, eða um 810 m á sek skv. upplýsingum frá Landsvirkjun. Deilt um túlkun og mat á umhverfisáhrifum Þótt texti friðlýsingarinnar sýnist býsna skýr og augljós við fyrstu sýn, hefur engu að síður komið til deilna um túlkun hans milli Náttúruverndar ríkisins og Landsvirkjunar. Rök Landsvirkjunar hníga til þess að á síðustu árum hafi orðið svo mikil breyting á umhverfismálum, t.d. með lögum um mat á umhverfisáhrifum, að ekki eigi lengur við að Náttúru- vernd ríkisins segi af eða á um fram- kvæmdir á þessum slóðum. Lands- virkjunarmenn vilja fremur að málið lúti sömu lögmálum og aðrar fram- kvæmdir; fari einfaldlega í umhverf- ismat og í ljósi niðurstaðna þess verði ákveðið hvort framkvæmt verði eður ei. Þessu hafna hins vegar forsvars- menn Náttúruverndar ríkisins og benda á að málið sé í eðlilegum far- vegi. Þjórsárveranefnd muni skila áliti sínu á næstu dögum og í fram- haldi af því muni stofnunin síðan kveða upp sinn úrskurð. Það sé skýr skylda hennar gagnvart lögum að taka afstöðu til hugmynda um fram- kvæmdir á hinu friðlýsta svæði, þá ábyrgð hyggist menn axla. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að rifja upp átökin fyrir ríflega tveimur árum í tengslum við hugmyndir um Fljóts- dalsvirkjun á Austurlandi og miðlun- arlón á Eyjabökkum. Þá var ein helsta krafa umhverfisverndarsinna að framkvæmdin sætti mati á um- hverfisáhrifum, en Landsvirkjun hafnaði því ásamt stjórnvöldum og vísaði til þess að virkjunarleyfi hefði verið veitt áður en lög um umhverf- ismat tóku gildi. Nú virðist þessu al- gjörlega öfugt farið; Lan krefst þess að fá umhver náttúruverndarsinnar legg dregið gegn því. Stofnunin umsagnar lögum samkvæm Árni Bragason, forstjóri verndar ríkisins, færir þess afstöðu stofnunarinnar: „T séð getur Landsvirkjun se umhverfismat. Það væri h fáránleg ráðstöfun, þar sem in er lögum samkvæmt u aðili í slíku mati og því e urinn með slíku vandséðu skýrt ferli um gang þessa stjórnkerfinu og ákvarða má kæra til æðra stjórn sem er umhverfisráðherr Árni. Þótt forstjóri Náttúruv ekki tilbúinn að skera hér um afstöðu stofnunarinna mynda Landsvirkjunar, f milli mála að hann hefur vara við áformunum. „Við skulum átta okkur Þjórsárverin eru mikilvæg urlendið í hálendi Íslands votlendi með ótvírætt verndargildi. Alþjóðareglu um verndargildi, skipti vot fyrir 1% tiltekins fuglastof                 "  !  $                    Lands kvæmd Þjórsárveranefnd mun í næstu viku skila álit 6. Björn Ingi Hrafnsson skrifar að gífurlegi sjónarmið náttúruverndarsinna sem segj Geysilega hagkvæmur kostur fyrir Landsvirkjun OECD OG AUÐLINDAGJALD ÚTRÁS ÍSLENZKRA FYRIRTÆKJA RÁÐHERRASKIPTI Ingibjörg Pálmadóttir hefur ver-ið farsæll heilbrigðis- og trygg-ingaráðherra í sex ár. Í ráð- herratíð hennar hafa orðið róttækar breytingar á rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem hafa verið samein- uð í eitt. Sú breyting hefur verið og er umdeild en öllum, sem til þekkja, er ljóst, að það þurfti kjark og áræði til hjá heilbrigðisráðherra að leggja út í svo umfangsmiklar breytingar. Innan heilbrigðiskerfisins og á sjúkrahúsunum takast á margvís- legir og flóknir hagsmunir og æðsti yfirmaður þessara stofnana hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla með- an á þessum breytingum hefur stað- ið. Hver svo sem afstaða manna er til breytinganna á rekstri sjúkra- húsanna fer ekki á milli mála, að það er ákveðið afrek hjá fráfarandi heil- brigðisráðherra að tryggja fram- gang þessa máls. Ingibjörg Pálmadóttir og Morg- unblaðið hafa ekki verið sammála um kosti þess að byggja upp einka- rekinn valkost í heilbrigðiskerfinu. Því miður er ekki að sjá, að breyting verði á þeirri afstöðu hjá eftirmanni hennar, Jóni Kristjánssyni, eða Framsóknarflokknum yfirleitt. Í ráðherratíð Ingibjargar Pálma- dóttur hefur orðið til ný atvinnu- grein á Íslandi, sem endurspeglast í starfsemi Íslenzkrar erfðagreining- ar. Þótt frumkvæðið að því hafi ver- ið í annarra höndum hafa þær deil- ur, sem af þessari starfsemi hafa leitt, mætt mjög á heilbrigðisráð- herra. Ingibjörg Pálmadóttir hefur tekizt á við þau viðfangsefni af þeirri lipurð, sem einkennt hefur ráðherrastörf hennar. Undir lok ráðherratíðar Ingi- bjargar Pálmadóttur urðu miklar sviptingar í tryggingamálum vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalagsins. Í þeim sviptingum fór ekki á milli mála löngun og vilji tryggingaráðherra til þess að beita áhrifum sínum í þágu hinna verst settu í samfélaginu. Með vali Jóns Kristjánssonar til þess að taka við einu erfiðasta ráð- herraembætti í ríkisstjórninni hefur Framsóknarflokkurinn lagt það starf á herðar eins síns bezta þing- manns. Jón Kristjánsson er þing- maður sem hefur sinnt starfi sínu af hógværð og tekið málefnalega og já- kvæða afstöðu. Hann byggir á traustum grunni og langri reynslu og mun áreiðanlega farnast vel í starfi. Í nýrri skýrslu OECD, Efnahags-og framfarastofnunarinnar, um efnahagsmál á Íslandi er hvatt til þess að auðlindagjald verði tekið upp í sjávarútvegi, við framleiðslu raf- orku og við úthlutun fjarskiptarása. Þessar hugmyndir OECD eru sér- stakt fagnaðarefni frá sjónarhóli Morgunblaðsins enda hefur blaðið í á annan áratug barizt fyrir nákvæm- lega sömu hugmyndum. Þá er einnig ástæða til að benda á að skýrsla hinnar svonefndu Auð- lindanefndar byggist í megindráttum á sömu sjónarmiðum og fram koma í skýrslu OECD. Rökin fyrir þessum hugmyndum hafa svo oft verið rakin, að ástæðu- laust er að endurtaka þau. Athyglis- vert er að smátt og smátt er að skap- ast afar víðtæk samstaða um þessar hugmyndir. Endurskoðunarnefnd sjávarút- vegsráðherra er enn að störfum. Þótt óþolinmæði gæti hjá mörgum er mik- ilvægt að nefndin fái frið til þess að ljúka verki sínu, sem er að hluta tæknilegs eðlis. Hins vegar verður að telja líklegt að pólitískar ákvarðanir í þessu efni verði teknar síðar á þessu ári og að ný lagasetning liggi fyrir að minnsta kosti fyrri hluta næsta árs og vonandi fyrr. Miðað við yfirlýsingar forystu- manna ríkisstjórnarinnar verður að telja líklegt að þær byggist á hug- myndum Auðlindanefndar, sem jafn- framt eru áþekkar tillögum OECD. Íslenzkt viðskiptalíf er að gjör-breytast. Ísland er ekki lengur eini vettvangur fyrirtækja heldur leita þau nú fanga víða um heim. Kaup Baugs hf. á stórri verzlunar- keðju í Bandaríkjunum eru skýrt dæmi um þetta. Þau kaup ein munu gjörbreyta þessu íslenzka verzlun- arfyrirtæki í alþjóðlegt fyrirtæki. Til viðbótar er ljóst að forráðamenn Baugs standa einnig í stórræðum í Bretlandi og hafa lagt þar út í fjár- festingu í stórri verzlunarkeðju, sem gæti jafnvel átt eftir að verða enn ábatasamari en viðskiptin í Banda- ríkjunum. Það þarf dirfsku til að takast slík verkefni á hendur. Margar spurn- ingar vakna. Hefur þetta tiltölulega litla íslenzka fyrirtæki stjórnunar- legt bolmagn til þess að takast á við svo mikil verkefni og það á tiltölu- lega skömmum tíma? Ljóst er að for- ráðamenn Baugs telja sig hafa yfir mannvali að ráða til þess að stjórna fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Baugur varð til með þeim hætti að markaði ákveðin þáttaskil í íslenzku viðskipta- og fjármálalífi. Hingað til hafa Íslendingar talið sig geta rekið flugstarfsemi í öðrum löndum og hafa þekkingu til að reka sjávarút- vegsfyrirtæki á alþjóðavettvangi. Það er nýtt að Íslendingar telji sig geta rekið smásöluverzlanir með góðum árangri annars staðar og í stærri stíl en við höfum þekkt hing- að til. Þess vegna verður afar forvitni- legt að fylgjast með því, hvernig til tekst hjá forráðamönnum Baugs í því umfangsmikla verkefni sem þeir hafa tekizt á hendur beggja vegna Atlantshafsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.