Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Evrópusamtökin á
Íslandi voru stofnuð í
maí árið 1995. Félagið
er þverpólitískur vett-
vangur áhugamanna
um Evrópusamvinnu og
vill stuðla að upplýstum
og fordómalausum um-
ræðum á Íslandi um
samstarf Evrópuríkja,
auk þess að vinna að því
að Ísland sæki um aðild
að Evrópusambandinu.
Evrópusamtökin eru
áhugamannafélag en
ekki hagsmunabanda-
lag og því hefur slag-
kraftur félagsins reynst
mismikill eftir tímabil-
um og undanfarin misseri hefur starf-
semin verið með allra minnsta móti.
Evrópuumræðan hefur hins verið að
aukast og spurningin um framtíð Ís-
lands í Evrópusamstarfinu verður sí-
fellt áleitnari. Því hafa Evrópusam-
tökin nú dregið upp seglin á ný og
blásið til sóknar. Aðalfundur félagsins
var haldinn fyrir skömmu og miðviku-
daginn 25. apríl nk. stendur félagið
fyrir fundi um stöðu Íslands í Evópu-
samvinnunni en aðalræðumaður
fundarins verður Gunnar Bolstad,
formaður Evrópusamtakanna í Nor-
egi.
Ísland hefur markað
sér bás í Evrópusam-
vinnunni í gegnum Frí-
verslunarsamtök Evr-
ópu – EFTA – sem voru
í raun stofnuð sem mót-
vægi við Evrópubanda-
lagið. Síðan hefur Evr-
ópusambandið vaxið og
dafnað en sífellt hefur
kvarnast úr EFTA.
Vorið 1989 hófust samn-
ingaviðræður um aukið
samstarf EFTA og
Evrópubandalagsins
sem endaði með undir-
ritun EES-samningsins
1992. Samningurinn var
góður en þegar bróður-
partur þeirra ríkja sem eftir voru í
EFTA gengu til liðs við Evrópusam-
bandið 1995 varð ljóst að EES-samn-
ingurinn gæti aldrei dugað til fram-
tíðar og nú er svo komið að
samningurinn úreldist afar hratt.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra
Noregs, lét til dæmis hafa eftir sér
fyrir skömmu að Noregur myndi
sækja um aðild að Evrópusamband-
inu innan tveggja ára, enda væri
EES-samningurinn nær úr sér geng-
inn. EES-samningurinn virkaði sann-
arlega sem vítamínsprauta inn í ís-
lenskt efnahagslíf auk þess að stuðla
að frelsi og framförum á fjölmörgum
sviðum samfélagsins. Grundvallar-
markmið samningsins snúast um hið
fjórþætta frelsi í viðskiptum; með
vörur, þjónustu og fjármagn auk
óhefts frelsis launafólks til að flytja
sig milli landa. EFTA-ríkin í EES
fengu þar með aðgang að innri mark-
aði Evrópusambandsins en rúmlega
60% af útflutningi Íslendinga fara á
þann markað. Samningurinn hefur
enda skilað umtalsverðu fjármagni og
þekkingu í íslenskt þjóðarbú. Nú er
hins vegar ljóst að breytinga á sam-
starfinu er þörf, enda berast þær
fréttir neðan úr álfu að Evrópusam-
bandið hafi endanlega misst áhugann
á EES. Talsmenn ESB hafa sagt að
aðildarviðræðurnar við Austur-Evr-
ópuríkin leiði til minnkandi mikilvæg-
is EES. Þetta ætti svo sem ekki að
koma neinum á óvart. Allt frá því
bróðurpartur EFTA-ríkjanna gekk
til liðs við ESB og skildi Ísland, Nor-
eg og Liechtenstein ein eftir í EES
hefur samningurinn í raun verið oln-
bogabarn í Evrópusamvinnunni. Áð-
ur voru innan vébanda EFTA þrjátíu
milljónir manna sem samanlagt áttu
meiri viðskipti við ESB en Bandarík-
in. Nú skipta EFTA-ríkin litlu fyrir
efnahag ESB.
Áhrifaleysi og áhugaleysi
Einn helsti galli EES-samningsins
er fólginn í því að Íslendingar neyðast
til að taka upp löggjöf Evrópusam-
bandsins án þess að hafa raunveru-
lega aðkomu að lagasetningarferlinu.
Þessi aðstöðumunur lá fyrir þegar
samningurinn var gerður. Að forminu
til eiga Íslendingar þó möguleika á að
koma að undirbúningsvinnu fram-
kvæmdastjórnarinnar, þ.e. áður en
hafist er handa við smíði nýrrar lög-
gjafar. En eftir að fyrstu drög liggja
fyrir og pólitísk umræða hefst meðal
aðildarríkja getur aðgangur hins veg-
ar aðeins orðið óbeinn. Ennfremur
hefur það brunnið við að EFTA-ríkin
í EES einfaldlega gleymist í löggjaf-
arferlinu. Eftir því sem hefur fækkað
í EFTA-stoð EES hefur áhugi ESB á
samstarfi við EFTA eðlilega dofnað.
Glöggt dæmi um þetta er áhugaleysi
forystumanna ESB á að sækja fundi á
vettvangi EES.
Með EES-samningnum er EFTA-
ríkjunum í EES tryggð nokkur að-
koma að störfum framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins, en síðan
samningurinn var undirritaður hefur
sú grundvallarbreyting orðið á starf-
semi Evrópusambandsins að dregið
hefur úr völdum framkvæmdastjórn-
arinnar. Þannig hefur mikil valdatil-
færsla átt sér stað til ráðherraráðsins
og að hluta til Evrópuþingsins, en þar
hafa Íslendingar enga aðkomu. Þetta
hefur dregið verulega úr möguleikum
EFTA-ríkjanna til að hafa áhrif á
Evrópulöggjöfina, en tilskipanir ESB
hafa þrátt fyrir það áhrif á öllu EES-
svæðinu.
Flókið ferli
málamiðlana
Ákvarðanatökuferlið innan ESB er
flókið ferli málamiðlana milli ólíkra
stofnana, hagsmuna og menningar-
svæða. Af því leiðir að aðildarríkin
eru mjög treg að samþykkja einhverj-
ar sérlausnir til að ganga til móts við
hagsmuni Íslands, Liechtenstein eða
Noregs. Þessi munur er einfaldlega
innbyggður í samninginn, og hefur
legið fyrir frá upphafi. Ákveði Ísland
að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu er það huggun harmi gegn að
við stöndum miklu betur að vígi en
ríki utan EES-svæðisins. Íslensk
stjórnsýsla hefur nú þegar lagað alla
löggjöf landsins að þrjátíu ára upp-
safnaðri arfleifð Evrópusambandsins
um rekstur innri markaðar. Reynslan
hefur ennfremur sýnt að smærri ríki
geta haft umtalsverð áhrif í þeim
málaflokkum þar sem hagsmunir
þeirra eru brýnastir og þau beita sér
mest. Má segja að skipulagið tryggi
ekki aðeins aðgang að umræðu heldur
einnig að tillit sé tekið til hagsmuna
þeirra.
Evrópusamtökin
blása til sóknar
Eiríkur Bergmann
Einarsson
Samtök
Félagið er þverpólitísk-
ur vettvangur áhuga-
manna um Evrópusam-
vinnu, segir Eiríkur
Bergmann Einarsson,
og vill m.a. stuðla að
umræðum á Íslandi um
samstarf Evrópuríkja.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og situr í stjórn Evrópusamtakanna.
I
Það er af óvæntu en illu tilefni sem
ég neyðist til að setja þessar línur á
blað. Tilefnið er „frétt“ er birtist á
baksíðu DV þriðjudaginn 3. apríl sl.
og einnig á baksíðu aukablaðs Morg-
unblaðsins föstudaginn 6. apríl sl.,
þar sem hún var sett fram sem ein af
helstu fréttum vikunnar. Gerðu hér
viðkomandi blaðamenn og fjölmiðlar
sig ekki einungis bera að óábyrgum
vinnubrögðum og slæmu fréttamati,
heldur það sem verra er, leyfðu sér
að drótta að því að látinn sóma- og
gæðamaður gengi aftur í sínu gamla
húsi og áreitti þar gesti og gangandi.
Var þess í báðum tilvikum skilmerki-
lega getið, að húsið sem hýsti draug-
inn væri nr. 11 við Miðstræti í Vest-
mannaeyjum. Baksíðugrein DV
fylgdi ljósmynd af húsinu, en Morg-
unblaðsgreinin var skreytt með
mynd úr kirkjugarði, þar sem greina
mátti baksvip torkennilegs manns.
Efnislega var frásögn blaðanna á þá
leið að einn húsgesta hefði verið
ávarpaður þar um miðja nótt af
ókunnri rödd. Næsta dag, þegar
hann lýsti málrómnum, hefðu gamlir
Eyjamenn strax þekkt talanda
„fyrrum íbúa hússins“. Ónafngreind-
ur vígslubiskup á að hafa orðið var
við mikla ókyrrð í húsinu, legið á
bæn þar til dagaði og ekki treyst sér
til að gista þar aðra nótt. Þriðji gest-
urinn er sagður hafa séð mann stara
á sig köldu augnarráði og hafi þá
nætt um íbúðina þótt allir gluggar
væru lokaðir.
Málið er mér skylt, enda voru það
móðurforeldrar mínir sem af mynd-
arskap reistu húsið sem hér um ræð-
ir á 6. áratug síðustu
aldar. Var það bæði
heimili þeirra og
vinnustaður fram til
þess er los kom á líf
þeirra vegna eldgoss-
ins 1973 og var húsið
selt verkalýðsfélaginu
Drífanda að loknum
endurbótum árið
1976. Hefur félagið
síðan haft skrifstofur
á fyrstu hæð hússins
en á efri hæð er or-
lofsíbúð sem leigð er
út tímabundið fyrir
gesti. Ber staðkunn-
ugum saman um það
að eftir lestur fyrr-
nefndra blaðagreina
hafi engum þeirra blandast hugur
um það að með „fyrrum íbúa húss-
ins“ væri átt við Þórð Sigfús Þórð-
arson, afa minn, sem lést árið 1994
og kunnur var í Vestmannaeyjum
sem Þórður rakari. Hef ég og fengið
það staðfest frá þeim eina heimildar-
manni sem nafngreindur var í grein-
unum, að við hann sé átt.
Þótt það kunni vissulega að orka
tvímælis að elta ólar við „fréttaflutn-
ing“ sem þennan, rennur mér blóðið
til skyldunnar og bágt á ég með að
sitja þegjandi undir því að persóna
afa míns sé með aðstoð tveggja út-
breiddustu dagblaða landsins tengd
við óhugnað af þeirri tegund sem fyrr
var lýst. Lái mér það hver sem vill.
II
Öfugt við dagblöðin tvö hef ég haft
fyrir því að afla mér upplýsinga um
málið frá fyrstu hendi samkvæmt
ábendingum heimildar-
manns blaðanna. Er
skemmst frá því að segja
að umfjöllun þeirra
stenst enga nánari skoð-
un. Umræddur vígslu-
biskup kannaðist ekkert
við málið og gestum bar
saman um að góður andi
ríkti í húsinu. Ræddi ég
einnig við Jón Kjartans-
son, fyrrum formann
verkalýðsfélagsins, sem
umgekkst húsið nánast
daglega frá 1976 til árs-
loka 2000 og sagði hann
frásagnir blaðanna vera
hreinasta bull. Kvaðst
Jón að vísu hafa heyrt
tröllasögur um reim-
leika í húsinu, en þær hefðu verið
komnar á kreik löngu áður en Þórð-
ur rakari kvaddi þennan heim.
Má af framanskráðu ljóst vera að
viðkomandi fjölmiðlar brugðust í
máli þessu þeim faglegu kröfum sem
gera verður til þeirra. Er þetta sann-
arlega dapurleg staðreynd, sem þó
er enn átakanlegri fyrir þá sök að
ritstjórar DV hafa ítrekað á síðustu
misserum látið í veðri vaka að þar á
bæ séu iðkuð svo vönduð vinnu-
brögð, að til fyrirmyndar sé fyrir
aðra fjölmiðla. Hefur ritstjórinn Jón-
as Kristjánsson í leiðurum sínum
gagnrýnt suma fjölmiðla fyrir það
sem hann kallar „kranablaða-
mennsku“ og aðra fyrir „froðu-
snakk“. Leggur Jónas í þessum
skrifum sínum mikið upp úr þeirri
reglu að fréttamaður afli fleiri en
einnar sjálfstæðrar heimildar að
frétt, en samkvæmt skilgreiningu
Jónasar í leiðara 2. desember 2000
felst kranablaðamennska í því „að
fjölmiðill fer að því leyti ekki að
verklagsreglum, að hann skrúfar frá
einu sjónarmiði í fréttaflutningi án
þess að leita annarra sjónarmiða, ef
ætla má, að þau séu til“. Óli Björn
Kárason, sem einnig gegnir rit-
stjórastöðu hjá DV, hefur tekið und-
ir sjónarmið Jónasar og 4. desember
2000 gagnrýndi hann m.a. svokallaða
„gervimiðla“, sem „telja sig þess um-
komna að vega mann og annan úr
launsátri þegar slíkt hentar. [ . . . ]
Verst er þó að gervimiðlar og gervi-
blaðamenn eru farnir að smita út frá
sér og smátt og smátt er skemmt-
anagildi að verða mælikvarði á ágæti
fjölmiðla. Afleiðingin er sú að skilin
milli frétta og afþreyingar verða æ
óljósari og almenningur stendur eft-
ir varnarlaus, enda gildi heiðarlegr-
ar blaðamennsku vikið til hliðar“.
Fleiri dæmi mætti nefna úr forystu-
greinum þeirra kumpána þar sem
þeir dunda sér við að grafa öðrum þá
gröf sem þeir hafa nú sjálfir fallið í.
III
Ekki veit ég hvað vakir fyrir DV og
Morgunblaðinu með birtingu efnis á
borð við það sem hér um ræðir, þ.e.
hvort frásögnin átti að teljast til
frétta, svo sem raunar mátti ráða af
framsetningunni, eða hvort um ein-
falda afþreyingu var að ræða. Hvað
sem því líður tel ég umfjöllun sem
þessa óboðlega, svo ekki sé meira
sagt. Meðan „kranablaðamennsku“
hefur ekki verið útrýmt af DV væri
ritstjórum blaðsins nær að taka til í
eigin ranni áður en þeir látast næst
vera þess umkomnir að leiðbeina öðr-
um fjölmiðlum um verklagsreglur.
Hitt er annað mál að eflaust gengur
ritstjórunum tveimur gott til með
varnaðarorðum sínum og mættu
starfsmenn Morgunblaðsins og aðrir
fjölmiðlamenn að ósekju lesa skrif
þeirra í áminningarskyni. Allir hljóta
jú að vera sammála um það að afglöp
sem þessi eiga ekki að henda fjöl-
miðla sem vilja láta taka sig alvarlega.
Frábið ég svo mér og mínum frek-
ari ósóma af þessu tagi.
Aths. ritstj.:
Það skal tekið fram, að umrædd
„frétt“, sem birtist á síðu, sem nefn-
ist Auðlesið efni, birtist þar fyrir mis-
tök.
Grundvallarregla Morgunblaðsins
er sú, að frumvinna fréttir blaðsins. Í
þeim tilvikum að fréttir Morgun-
blaðsins byggist á fréttum annarra
fjölmiðla er heimilda jafnan getið.
Þessi meginregla var brotin í
þessu tilviki. Eins og fram kemur í
grein Arnars Þórs Jónssonar var
frásögn sú, sem umræddur texti var
byggður á, ekki rétt.
Morgunblaðið biður þá, sem hlut
eiga að máli, og lesendur blaðsins
velvirðingar á birtingu þessa texta.
Arnar
Þór Jónsson
Fréttaflutningur
Allir hljóta jú að vera
sammála um það,
segir Arnar Þór
Jónsson, að afglöp sem
þessi eiga ekki að henda
fjölmiðla sem vilja
láta taka sig alvarlega.
Höfundur er lögfræðingur.
Af kranablaðamönnum